Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Side 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983.
• Trúlofunarhringar •
PÓSTSENDUM.
Kúptir, allar breiddir.
Hvítagull-deman ts-
sko rn i r og m eö
hvítagullsbandi.
Sendum nýjan
litmyndalista.
Jón og Óskar
Laugavegi 70 Reykjavík.
Sími 24910.
ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST
ER SALAN BEST
bhasalan blik
TOPPBÍLL
AMC EAGLE ÁRG. 1980
Ekinn 36.000 km
Verð kr. 330.000,-
YKKAR TRAUST - ER OKKAR SÓMI
BÍLASALAN BLIK
SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK
SÍMI: 86477
Opið frá kl. 10—19 /augardag og sunnudag.
\
GOLF
Póstsendum'
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ -
SÍMI 82922!
GOLFPOKAR
GOLFKERRUR
GOLFPOKASTATÍFÍ
GOLFSKÓR ,
GOLFHANSKAR
KURR MEÐAL ÞÝSKRA
VEGNA REGLUGERDAR
Kraf ist er atvinnuleyf is til handa erlendum
leiðsögumönnum
Reglugerö sú sem samgönguráöu-
neytiö setti í marsmánuöi síöastliön-
um um eftirlit með skipulögöum hóp-
ferðum erlendra aöila til Islands
hefur valdið nokkrum kurr meðal
þýskra feröamanna. Munu margir
hópar hafa hótað að hætta við ferðir
hingað vegna ákvæða í hennL
Svæðisstjóri Flugleiða í Frankfurt,
Davíð Vilhelmsson, sagöi í samtali
við DV að samtals um 100 manns
heföu afpantað feröir sínar til
Islands í sumar og fleiri hefðu hótað
hinu sama. Astæðan er sú aö ákvæöi
eru í reglugerðinni um að slíkir
hópar ferðamanna verði að leggja
fram eigin tryggingar og að leiösögu-
menn þeirra hafi atvinnuleyfi á
Islandi. Einn stærsti ferðaheildsali i
Vestur-Þýskalandi, sem hingaö til
hefur boðið upp á dýrar Islandsferðir
með sérmenntuðum fararstjórum
þýskum, hefur að sögn Davíðs hótað
að hætta öllum Islandsf erðum ef ekki
fæst á málinu lausn. Davíð sagði aö
margir þeirra hópa, sem til Islands
hafi farið, hafi iöulega hvorki verið
tryggðir né meö fararstjóra sem
uppfylltu nauðsynleg skilyrði.
Aðurnefndur ferðaheildsali mun
hafa fengið bréf frá Félagi leiðsögu-
manna með reglugerðinni þýddri en
ótúlkaöri og brugöist við með fyrr-
greindumhætti.
Júlía Sveinbjamardóttir,
formaður Félags leiðsögumanna,
sagði í viðtali viö DV aö hér væri
greinilega á ferð óþarfa titringur.
„Það er alger misskilningur aö
Félag leiösögumanna sé að eyði-
leggja eitthvað fyrir þýskum ferða-
sölum með bréfinu sem það sendi.
Við erum bara að kynna þeim reglu-
gerðina og mér finnst skrýtið aö
félagið sé gert ábyrgt fýrir einhverju
sem er óvinsælt. Ferðamálaráð sam-
þykkir fararstjórana, það á að ganga
úr skugga um að þeir hafi atvinnu-
leyfi og getur sett skilyrði fyrir að
ferðamannahópurinn hafi íslenskan
leiösögumann með starf sréttindi.
Það hefur mikið að segja að hér er
stéttarfélag leiðsögumanna. Það er
því ekki óeðlilegt að islenskum leið-
sögumönnum sé komið á framfæri.
Við höfum aöeins starfsréttindi til
fimmáraísenn.
Þaö er mikið af eftiriitslaúsum
hópum sem ferðast um landið og það
er ekki hægt að líkja saman ferðum
hér innanlands og erlendis því að þar
er ekki farið um friðuð og óbyggð
svæði eins og hér eru svo algeng.”
Júlía sagði einnig aö varla myndu
Islendingar hætta við aö fara til
útlanda, bara vegna þess að þeir
þyrftu aö fá útlendan leiðsögumann.
Lúðvíg Hjálmtýsson, forstjóri
Feröamálaráðs, sagði að í reglugerð-
inni væri i raun ekkert sem ekki hefði
verið til áður í lögum og reglum, en
var þá ekki framfylgt. „Sumir segja
aö hún muni stöðva ferðir útlendinga
til Islands en það finnst okkur heldur
grýlukennt. Menn verða alitaf aö
hegða sér eftir lögsögu þess lands
sem þeir dvelja í. Eg vil ekkert segja
um það hvort hópar manna hyggist
hætta viö að koma hingað vegna
reglugeröarinnar.
Það sem skiptir máli er að í henni
segir að hverjum hópi skuli fylgja
íslenskur leiðsögumaður. Burtséð
frá þessari reglugerð verður
ævinlega að sækja um atvinnuleyfi
fyrir þá útlendinga sem vinna hér á
landi,” sagði Lúövig Hjálmtýsson.
PÁ.
spr**,
*****
Breytingarávinnslu
Sementsverksmiðjunnar:
Kol í stað
Geimskutlan Enterprise fór
frá íslandi laust fyrir klukkan
11 í gærmorgun. Frá Kefla-
víkurflugvelli var hún flutt til
Goose Bay í Kanada og þaöan
átti að fljúga henni til Ottawa
áður en til Bandaríkjanna yrði
komið. Myndina tók Heiðar
Baldursson í fyrradag.
svartolíu
Sementsverksmiðja ríkisins á Akra-
nesi hefur nú tekið á móti fyrsta kola-
farminum frá Bandaríkjunum. Var
hann tæp 3800 tonn og skipað upp á
Grundartanga. Fyrirhugað er að verk-
smiðjan noti kol sem eldsneyti fram-
vegis í stað svartolíu.
Gylfi Þórðarson, forstjóri Sements-
verksmiðjunnar, sagði í viötali viö DV
að þessi breyting hefði lengi staðið til.
Breytingaframkvæmdir í verksmiðj-
unni hafa staöið yfir í eitt ár og nemur
kostnaöur við þær 35 til 38 míHjónum ó
núvirði, að sögn Gylfa. Byggt hefur
verið móttökuhús viö verksmiðjuna,
auk færibandahúss yfir í annað hús,
einnig nýbyggt, sem hýsir mikla
kvöm. Þar eru kolin möluð í duft.
Kolin eru frá Bandarikjunum en eru
keypt hingaö i Hollandi gegnum Shell.
Bandarísk risaskip sjá um flutninginn
yfir hafið en Eimskip flytur þau hingað
til lands og átti fyrirtækiö lægsta tilboð
í flutninginn.
Gylfi sagði að verð kola væri mjög
hagstætt nú, ekki hvað sist eftir siðustu
svartolíuhækkun í vikunni. „Við erum
sennilega þeir síðustu í Vestur-Evrópu
sem fara yfir í kolin. Þau eiga ekki að
valda meiri mengun en olía, ekki sem
orð er á gerandi. Það er von á nýrri
rafsíu við brennsluofn verksmiðjunnar
og er hún í samræmi við ströngustu
kröfur sem í gildi eru í Evrópu. Hún á
að geta verið komin í gagnið næsta
vor.”
Ekkikvaðst Gylfi eiga von á f jölgun í
starfsliði verksmiðjunnar vegna
þessarar breytingar á vinnslunni.
Kolafarmur sá sem skipað var upp á
Grundartanga mun endast í tvo mán-
uði og er ætlunin að hef ja framleiðslu
siðar í þessum mánuði með hinu nýja
eldsneyti.
Ný APEX-fargjöld
hjáAmarflugi
— til Amsterdam og
Diisseldorf
Arnarflug hefur f engiö samþykki
st jórnvalda fyrir nýjum APEX-far-
gjöldum á flugleiðunum mliu
Keflavíkur og Amsterdam og
Keflavikur og Diisseldorf. Þau eru
20-30% lægri en lægstu elnstakl-
ingsfarg jöldin sem í boði hafa verið
ó þessum flugleiðum.
Fargjaldið á Amsterdamleiðinni
er 8.851 króna fram og til baka og
eru skilmálar i meginatriðum þeir
að farbókun og útgáfa farseðils
verða að gerast samtimis, i síðasta
lagi 14 dögum fyrir upphaf ferðar.
Ekld er unnt að breyta farbókunum
og ekkl unnt að fá endurgreiðslu
fyrlr ónotaðan farseðil eftir að ferð
erhafin.