Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Side 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Frá Þykkvabæ: Onýtum kartöfl- um skilað til Grænmetisverslunarinnar Tvær danskar kartöflur ásamt fram- leiðslumiöa frá dönskum yfirvöldum komu á borðið hjá okkur á dögunum. Það sem vekur athygli við þessa „sendingu” er slæmt útlit kartafln- anna og síðan ártal á framleiðslumiö- anum. Þar stendur að kartöflur þessar séu uppskera frá árinu 1981. Tegund er hausa, stærð 35—45 mm. Við höfðum samband við fram- kvæmdastjóra kartöfluverksmiðj- unnar í Þykkvabæ, Friðrik Magnús- son, en í Þykkvabæinn fór hluti af þess- um dönsku kartöflum. „Við skiluðum þrjátíu fimmtíu kílóa pokum fyrir helgina til Grænmetis- verslunarinnar af sendingunni,” sagði Friðrik. „Kartöflumar voru fluttar til landsins í kæligámum en hluti af send- ingunni hefur frosið á leiðinni og er þar af leiöandi ónýtur. Hvað varöar ártalið á framleiðslumiðanum hef ég enga trú á öðru en að þetta sé uppskera frá síð- asta ári, 1982. Sjálfsagt einhver mann- leg mistök á ferðinni varöandi stimpl- unámiðana.” Friðrik sagði að dönsku kartöflumar færu í framleiðslu á hálfsoönum kart- öflum sem seldar eru í lofttæmdum umbúðum. öll framleiðsla í verksmiðjunni gengur vel, aö sögn framkvæmdastjór- ans, unnið er tíu tíma á dag, fimm daga vikunnar. „Við hyggjumst auka afköstin hér um 120—150% nú á næstunni, höfum fengið nýjan skrælara, afköstin aukast um leið og hann kemst í gagnið.” IDV hefur veriö greint frá því að við- ræður hafa verið á milli forráðamanna kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ og Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins um eignaraðild ríkisins að kartöflu- verksmiöjunni. Friðrik Magnússon var spurður hvað þeim viðræðum liði. „Viðræður hafa legið niðri í tvo eða þrjá mánuði,” svaraði hann. „öll sóknin um eignaraðild er þeirra meg- in, ekki af okkar hálfu.” -ÞG. „Dettur ekki í hug að veríð sé að selja okkur tveggja ára gamla uppskeru” — segir Páll Ragnar Ólafsson hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins „Eg er búinn að senda fyrirspum til Danmerkur vegna ártalsins á fram- leiðslumiðanum og fékk staðfest að þetta er byggt á misskilningi,” sagði Páll Ragnar Olafsson, skrifstofu- maöur hiá Grænmetisverslun landbún- aðarins. „Ég held að engum detti í hug að verið sé að selja okkur tveggja ára gamla uppskeru af kartöflum.” Páll er spurður um skemmdu kart- öflumar sem endursendar voru frá Þykkvabænum. „Þessi sending kom til landsins 17. mai síðastliðinn. Samtals voru þetta um 16 tonn af kartöflum. Hingað komu þær í kæligámum, alls þremur, en þær eiga aö geymast við 4—7 gr. hita. Hita- stig fór niður í 0 gr. í einum gáminum og kartöflumar frusu. Við urðum ekki varir við skemmdir á kartöflunum en fórum að athuga málið þegar haft var samband við okkur frá verksmiöjunni í Þykkvabæ.” Rúmlega fimm tonn af kartöflum voru í hverjum gámi. Páll var spurður hvort allt það magn væri ónýtt. „Verkstjórinn hér segir að það sjái á 42 sekkjum, rúmlega tveim tonnum,” svaraði hann. -ÞG. Eimskip: Kom fram á síríta að hitastig fór niður „Það mun hafa komiö fram á sírita, sem skráir niður hitastig á kæligámun- um, að hitastig á einum kartöflugámn- um fór niöur undir frostmark,” sagði Þórður Sverrisson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Eimskips, um kartöflu- sendinguna frá Danmörku. „Það er mikið eftirlit meö kæligám- unum hjá okkur, en þetta er eins og hvert annað óhapp sem sjaldan kemur fyrir.” Þórður var spurður hver væri bóta- skyldur vegna frosnu kartaflnanna? „Það er verið að vinna í þessu máli í tjónadeildinni hjá okkur og eins í Grænmetisversluninni.” -ÞG. Jógúrtmálið: „Sáttur við árang- urinn, þeir eru komnir niður á jörðina,” — segir Haraldur Gíslason, samlagsstjóri KÞ á Húsavík „I bili er ég bara nokkuö sáttur við árangurinn í þessu jógúrtmáli. Eg held að þeir séu komnir niður á jörð- ina núna,” sagði Haraldur Gislason, samlagsstjóri KÞ á Húsavík, í sam- tali við DV., JÉg tel að okkar sjónar- mið hafi komist inn hjá þeim. Þeir segjast ætla að setja jógúrt í femur og þaö er töluverður árangur. Eg tel þaö sjálfsagða kurteisi við neytendur að selja þeim eins ódýra jógúrt og hægt er. Það má líka segja að það sé árangur að þeir máttu hækka jógúrt um 31 prósent nú síðast en hækkuðu hana „aðeins” um 19,26%. Þaö er í sjálfu sér árangur. Þó að þeir séu stórir þarna fýrir sunnan eiga þeir ekki aö komast upp með aö segja að fólk vilji þetta en ekki hitt. Við viljum selja mikið af jó- gúrt sem auðvitað er hagstætt fyrir bændur. Og þegar jógúrt verður komin í pappafernur á höfuðborgar- svæðinu, þar sem 75% af mjólkur- neyslunni er, eykst salan til muna, trúiég.” -þg. j 63 - 4on.<Bafðow*9 jOpnir iöswa ia6m,uw*'z -,93 \ ****íLoöSVOð' ^ A 12 .661 ™onnarí trf 'SSiSSSíSS-.i 193 Ekki var hœgt að hringja iNjörO, Pái eOa RagnheiOiþviþær siöur vantaOi. DV-mynd Þó.G. Einkennileg símaskrá: Sumar síðurnar vantaði og aðrar voru tvíprentaðar Hún var skrýtin símaskráin sem barst inn á borö til okkar um daginn. Blaðsíður 208—225 vantaöi i hana en hins vegar höfðu blaðsíður 193—208 veriðtvíprentaðar. Að sögn forráðamanna Pósts og síma kemur alltaf eitt og eitt gallaö eintak fram en þeim er hægt að skila í afgreiðslu símaskrárinnar og fá ný i staöinn. Afgreiðslan i kjallara gamla pósthússins veröur opin út næstu viku en eftir þann tíma verður símaskráin afgreidd á símstööinni við Austurvöll. Bent skal á aö hægt er að kaupa símaskrár og kostar stykkið 150 kr. -sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.