Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983.
7
Neytendur Neytendur
Danska grautnum og súrmjólkinni er blandað saman i hlutföllunum einn á
móti þremur og útkoman er ,,/ógúrt". Og verðið er ekki amalegt, 12,50 kr.
hver500 g. DV-myndÞó. G.
„Jógúrt” úr dönskum
graut og súrmjólk
Nú á dögum hinnar dýru jógúrtar,
sem okkur er gert aö kaupa, eru sjálf-
sagt einhverjir sem freista þess aö búa
til sina eigin, þó ekki væri nema til
neyslu í heimahúsum. Eina slíka upp-
skrift rak á f jörur okkar um daginn og
fylgir hún hér á eftir.
Jógúrt þessi er búin til úr súrmjólk
og dönskum grautum sem byr jað er aö
flytja til landsins. Grautarnir eru frá
Brenderup í Danaveldi og fást hér
fimmtegundir; jaröarberja-, sveskju-,
apríkósu-, epla- og rauðgrautur.
Grautnum er blandaö saman við súr-
mjólkina í hlutföllunum einn á móti
þremur og þá er „jógúrtin” tilbúin.
Við reyndum þessa uppskrift sjálf og
voru dómar tilraunadýranna misjafn-
ir. Sumum fannst jarðarberjajógúrt
okkar gefa MS jógúrtinni lítið eftir.
Aðrir fussuðu hins vegar og sveiuðu og
vildu ekki sjá hana aftur, sögðu hana
væmna. Flestum bar þó saman um að
jógúrt okkar væri mun sætari en sú frá
Mjólkursamsölunni.
Veröið á „jógúrtinni” er hins vegar
lægra en út úr búð. Sé blandað í áður-
nefndum hlutföllum kosta 500 g aðeins
kr. 12,50 en jarðaberjajógúrt frá MS
kostar kr. 32,20. Grauturinn kostar
víðast hvar kr. 36,90 (epla-, apríkósu-
og sveskju-) og kr. 43,20 (jarðarberja-
og rauögrautur) hver lítra ferna.
Súrmjólkin kostar svo 19 kr.
Grautinn má geyma í 18 mánuöi frá
framleiðsludegi án þess að hafa hann í
frysti, en eftir að búið er að opna fem-
una má geyma hana í fimm daga í
kæliskáp. Svo segir a.m.k. á fernunum
en í nýlegum tilraunum reyndist
geymsluþol opnaðrar fernu vera mun
meira, eða allt að mánuður.
Þá var okkur bent á aðra uppskrift
að jógúrt. Er hér um að ræða blöndu af
súrmjólk og danskri kirsuberjasósu
frá Árósum. Nægir að setja eina mat-
skeið af sósunni út í disk af súrmjólk.
Kirsuberjasósan kostar yfirleitt tæpar
40 kr. í stórmörkuðum og er þessi
„jógúrt” þvíheldur ódýrari.
-sa.
Stöndum í stórhreingemingu
ALLT AÐ 3JA ÁRA BIRGÐIR
ALLTÁAÐ SELJAST
Bjóðum 20% afs/átt
af allri g/ervöru.
Jö
OS>\£>
m n •• m . / n r _ __
Skólavörðustíg 8, sími 18525
Vorum að fá til landsins örfáa
TOYOTA COROLLA ARG. 1982
Bilar þessir eru nýir, ókeyrðir, árgerð 1982
og vegna góðra samninga eru þeir á mjög hagstæðu verði
Opið
laugardag og sunnudag kl. 10—19
REYKJAVÍK
Aðalfundur
Verð á jógúrt
í desember
I desember 1982 fór fram verðkönn-
un á nokkrum algengum matvörum í
Kaupmannahöfn og Reykjavík á veg-
um V erðlagsstofnunnar.
Þar sem umræður hafa verið miklar
að undanförnu um verð á jógúrt á höf-
uðborgarsvæðinu og bann við sölu á
ódýrari jógúrt frá Mjólkursamlagi KÞ
á Húsavík sakar ekki að rif ja upp verð-
mismun á þessari afurð í áðumefndri
verðkönnun. 1 desember kostaði jógúrt
með ávöxtum, 180 g dós, 10,45 krónur í
Reykjavík. I Kaupmannahöfn var
verðið þá 4,15 krónur. Mismunur
151,8%. I dag kostar 180 g jógúrtbox
frá Mjólkurbúi Flóamanna 14,50 krón-
ur, 38,76% hærra en var í desember.
Gengisbreyting og verðbólga í Dan-
mörku hefur einnig haft áhrif á verð
dönsku jógúrtarinnar.
Aðalfundur Hafskips hf. 1983verður haldinn á morgun,föstudag
í salarkynnum Domus Medica v/Egilsgötu.
Fundurinn hefst kl. 17:00.
Stjórn Hafskips hf.
Hluthafar eru vinsamlegast beönir aö hafa meö sér aðgöngukort og
atkvæðaseðla, sem send voru út meö fundarboði,
til afhendingarvið innganginn.
-ÞG.