Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Page 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Margrét Thatcher, Ieiðtogi thaldsflokksins og forsætisraóherra Bretlands síðustu fjögur árin, lét það verða sitt síðasta verk í kosningabaráttunni að biðja bresku þjóðina um „ótvirætt umboö” til þess að stjórna landinu. Kosningar í Bretlandi: ÚTUT FYRIR SIGURÍHALDS- FLOKKSINS —en hef ur kosningabandalagið náð Verkamannaf lokknum? I dag ganga Bretar til kosninga eftir þriggja vikna harða kosningabaráttu. Skoðanakannanir, sem birtast í fjölda blaða í Bretlandi í dag, sýna enn, eins og þær hafa sýnt alla kosningabarátt- una, aö Ihaldsflokkur Margrétar Thatcher f orsætisráðherra hefur mikið forskot á hina flokkana tvo, Verka- mannaflokkinn og kosningabandalag Jafnaðarmanna og Frjálslyndra. Hins- vegar ber skoðanakönnunum ekki saman um það hvort kosningabanda- lagið hafi nú farið fram úr Verka- mannaflokknum í fylgi eða ekki. Sam- kvæmt sumum könnunum hefur kosn- ingabandalagið 2% forskot á Verka- mannaflokkinn en aðrar segja Verka- mannaflokkinn hafa 1% meira fylgi en kosningabandalagið. I sumumkönnun- um er farið bil beggja og flokkamir tveir sagöir jafnir. Veðurspáin í Bretlandi í dag segir að veðrið verði gott, hlýtt, en skúrir öðru hver ju. Það má því búast við mik- illi kjörsókn, en kjósendur em nú um 43 milljónir talsins. Eftir kjördæma- breýtingu þá sem gerð var nýlega og nú er kosiö samkvæmt í fyrsta sinn, hefur þingmönnum einnig f jölgað lítil- lega, og em þeir nú 15 fleiri en sátu á seinasta þingi. Búast má við fyrstu tölum frá Bret- landi undir miönættið í nótt, og ef að líkum lætur, munu þær sýna að Ihalds- flokkurinn muni mynda næstu stjóm og forsætisráðherrann verði Margrét Thatcher. Afríka: Def/ur settar niöur innan Einingarsamtaka Fulltrúar skæmliðahreyfingar- innar Polisario, frá hinni fyrrum spænsku nýlendu Vestur-Sahara hafa yfirgefið fund Einingarsam- taka Afríkurikja. Þar meö hefur lokiö, i bili aö minnsta kosti, deilum um aðild þeirra, og leiðtogar Afríku- rík ja gátu i gær haldið með sér fund, fyrsta leiðtogafund afriskra þjóðar- leiðtoga undir merkjum Einingar- samtakanna síðan 1981. Síðan hafa tvær tilraunir til fundarhalda farið út um þúfur og um tima leit út fyrir aö þessi, sú þriðja, myndi gera það einnig. Aðeins einn afrískur þjóðarleiðtogi er ekki viðstaddur fundinn í Addis Ababa. Það er Gaddafi, leiðtogi Líbýumanna, sem vill með þessu mótmæla fjarvem fulltrúa Polisario- hreyfingarinnar, en hann hefur styrkt hreyfinguna með ráðum og dáð í sjö ár, allt frá þvi hersveitir frá Marokkó hemámu landið, eftir brott- förSpánverja. Formaður samtakanna nú er Mengistu Haile Mariam, forseti Eþíópíu. Sovétríkin: Nýrfram- kvæmda- stjóri hjálpar- sjóðs Sohhenytsyn Andrei Kistyakovsky, sem þýtt hefur fjölda vestrænna ritverka á rússnesku og búsettur er i Moskvu, hefur fallist á að taka að sér stjóm á hjálparsjóði Alexanders Solz- henitsyn fyrir fjölskyldur sam- viskufanga í Sovétríkjunum. Kistyakovsky tekur þar með við hlutverki Sergei Khodorovich sem var handtekinn í april og kæröur fyrir landráö. Fjöldi manna sem starfað hefur fyrir hjálparsjóð Solzhentsyns hefur veriö handtek- inn upp á síðkastiö í herferð st jórn- valda í Moskvuá hendursjóönum. Formaður sjóðsstjórnar er Natalia Solzhenitsyn, eiginkona rit- höfundarins, og á blaðamanna- fundi sem hún hélt vegna þessa máls fyrir tveim dögum sagði hún að dómar yfir andófsmönnum í Sovétríkjunum hefðu þyngst til muna í stjómartíð Andropovs og væru nú sambærilegir viö það sem gerðist á Stalínstímanum. „Undir þessum kringumstæðum sýnir Kistyakovsky mikla fómarlund,.” sagðiNatalia Solzhenitsyn. Frakkland: Mitterand ítrekar stuðning viö meöaldrægar eldflaugar Mitterand Frakklandsforseti kom fram í 40 minútna sjónvarpsviötali í1 franska sjónvarpinu í gærkveldi og varði þar valdaferil sinn og sérlega efnahagsaðgeröir þær sem stjóm hans hefur beitt sér fyrir. Sérlega var til þess tekiö, að Mitterand itrek- aði stuðning sinn við ákvörðun Nato- landanna um uppsetningu meðal- drægra eldflauga í Evrópu, ef samningar tækjust ekki við Sovét- menn um takmörkun slíks vopna- búnaöar. Varðandi frönsk kjamorkuvopn sagöi Mitterand aö ekki kæmi til greina aö telja þau meö í viöræöum stórveldanna, þar sem þau væru á engan hátt sambærileg við vopna- búnaö stórveldanna. „Þessi vopn gera Frökkum kleift aö horfast í augu við vandamál sín, "sagðifor- setinn. Mitterand varði efnahagsaðgerðir stjómar sinnar og sagði ekkert geta forðað Frökkum frá því aö takast á við vandann. Varðandi gagnrýni úr röðum Sósíalistaflokksins sagöi Mitterand, ,,ég er forsetiFrakklands og blanda mér ekki í vandamál st jórnmálaflokka.” í sjónvarpsviðtalinu við Mitterand Frakklandsforseta var hann meðal annars spurður um götuóelrðir þær sem orðið hafa í Frakkland síðustu vikumar. Forsetinn svaraði þvi til að það væri á valdi hans að taka ákvarð- anir en ekkl þeirra sem reyndu að taka sér það vald með ofbeldi á strætum borga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.