Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Qupperneq 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti SH-frystihúsin með 3000 tonna framleiðsluaukningu ífyrra: Karfi nærri þriðjungur framleiðslunnar — helmingi hærra hlutfall en árið áður Þrátt fyrir að frystihús innan Sölu- miðstöövar hraðfrystihúsanna hafi framleitt liðlega þrjú þúsund tonnum meira í fyrra en árið áður, eða alls 91,342 tonn af frystum sjávarafurðum, átti sér staö óhagstæð þróun í frystingu hvað afkomu frystihúsanna varðar. Það á sínar augljósu skýringar ef gluggað er í ársskýrslu SH sem lá frammi á nýafstöönum aöalfundi. Fryst fiskflök og fiskblokkir voru 78,7 prósent heildarframleiðslunnar, sem áður er getið, en þar af voru þorskflök og blokkir aöeins 37,2% af heildar flaka- og blokkarframleiðslunni. Hins vegar jókst frysting karfa- BÚR og Akur- eyringar í efstu sætum hjáSH Ef boriö er saman framleiðsluverömæti frystihúsa innan SH i fyrra kemur röð sex efstu húsanna fljótt í ljós og hér látum við tonnin fylgja, fyrir þá sem vilja skoða samhengi tonna og verðmætis, og loks er getið hlutdeildar hvers húss af heildar- framleiðslu SH-húsanna í krónum talið. flaka, sem er mun ódýrari afurö en þorskafurðir, um 22,4% miðað við árið ’81 og nam alls liðlega 21 þúsund tonn- um í fyrra. Ef karfablokkin er tekin með eru karfaafurðir samtals tæplega 30 prósent framleiðslunnar. Þaö er hvorki meira né minna en helmingi hærra hlutfall en árið 1980, er hlutur þeirra var 15 prósent. Þá var hlutur þorskflaka og blokka hins vegar 57,8 prósent á móti liölega 32 prósentum í fyrra. Vestfirðir hæstir Ef litiö er á framleiðslu SH-húsanna eftir landshlutaskiptingu SH-manna kemur í ljós að mest var framleiðslan á Vestfjörðum, næst í Reykjavík og austanfjalls, þá á Norðurlandi, Vest- mannaeyjum, Suðurnesjum, Aust- fjörðum, Hafnarfirði, Akranesi og Snæfellsnesi. 43,7 prósent verðmætaaukning I fyrra nam útflutningur SH iiölega 80 þúsund tonnum, að verðmæti 2.002,5 milljónir króna (cif). Að magni til minnkaði útflutningurinn um 9,1 prósent en að verðmæti til jókst hann um 43,7 prósent. Enn sem fyrr voru Bandaríkin hæst meö liðlega 37 þús. tonn, þá Sovétríkin og Bretland í kringum 15 þús. tonn hvort og svo Frakkland, V-Þýskaland, Japan og Belgía frá þrem þúsundum niður í tæplega eitt þúsund tonn. AKur|%Rf|ug > S Fiskiðjuver BÚR 142,4 Útgerðarfél. Akureyringa hf. 140,6 íshúsfélag Bolungarvíkur hf. 95,1 íshúsfélag isfirðinga hf. 91,9 Vinnslustöðin hf. Vestmeyjum 88,1 Fiskiðjan hf. Vestmeyjum 86,2 ? ® 1 O «1 f- S? £ 6,614 5,7X5 3,815 3,815 4,552 4,310 6,95 6,86 4,64 4,48 4,30 4,20 .. ......... 'J!T Heildarverömæti framleiðslu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Utgerðarfélags Akureyringa hf. er nær hið sama hvað varðar frystar afurðir. Samkvæmt töflunni hér að framan er verðmæti hvers tonns hjá Utgerðarfélaginu rétt um 15% meira en hjá BÚR. Á myndinni standæþeir Vilhelm Þorsteinsson, t.v. og Gisli Konráðsson, framkvæmda- stjórar Útgerðarfélags Akureyringa hf., við merki félagsins. KB endurreisti gamla mjólkursamlagið I Borgarnesi hefur á undanförnum starfsemi í sambandi við byggingar. árum þróast talsverður byggingariðn- Má þar til nefna fyrirtæki eins og Vír- aður, byggingavörusala og verktaka- net hf. sem er eini framleiðandi nagla : * .T.; f og saums hér á landi, Borgarplast h.f. sem framleiöir einangrunarplast, Loftorku h.f. með steypustöð og ein- Blómleg byggingavöru- versluná „krossgötunum” — Borgarnesi ingahúsasmiði, BTB með bílskúrs- hurðasmiöi, trésmiðjur og ýmsa iön- verktaka og eina verkfræðistofu, þ.e. Sigurðar Thoroddsen. Allt þetta þróast í Borgarnesi og þá einkum vegna þess að bærinn stendur á krossgötum milli landsfjórðunga, auk þess að þjóna Borgarf jarðarhéraði og Snæfellsnesi, aukDalasýslu. Núna nýlega opnaði Byggingavöru- deild Kaupfélag Borgfirðinga mikla byggingavöruverslun. Aður hafði deildin verið til húsa í kjallara gamla kaupfélagshússins, gegnt hótelinu. Var þar bæði þröngt og óþénugt að versla með slika vöru og voru óánægjuraddir uppi með þá þjónustu. Ákveðið var að ráðast í endurbætur á gamla mjólkursamlaginu, þegar samlagið flutti í ný og glæsileg húsa- kynni. „Við segjum að hér megi fá allt frá fyrsta naglanum til gólfteppisins,” sagði hinn nýi deildarstjóri, Sigurður Eiríksson. Hann var ráðínn til deildar- innar frá Karistad I Svíþjóð. Þar starf- aði hann hjá byggingavörufyrirtæki einu og annaöist þar um útflutning fyrirtækisins til annarra landa. Sigurður Eiriksson deildarstjóri hjá Kf. Borgfirðinga Sigurður Eiríksson, 26 ára gamall, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, tók nýlega við starfi deildarstjóra Bygg- ingavörudeildar KB í Borgar- nesi. Sigurður starfaði í Karl- stad í Svíþjóð um 2 ára skeið hjá Kanik Ánasságen (Hafnar- nessmyllan) en það fyrirtæki vinnur og selur unnar trjávörur hvers konar. Sá Sigurður þar um útflutningsmál fyrirtækis- ins. Hingað kom hann í april, ráðinn til KB. Sigurður er gagn- fræðingur frá Reykjavík. GissurKristinsson framkvæmdastjóri Tommaborgara Gissur Kristinsson tók nýver- ið viö framkvæmdastjórastarfi hjá veitingahúsinu Tomma- borgurum við Grensásveg í, Reykjavík. Hann er 26 ára að aldri og hefur lokið námi í hótelrekstri við Florida Inter- national University í Banda- ríkjunum. Þá var Gissur einnig við nám og störf hjá Burger- king, einni stærstu skyndibita- keðju vestra. Hann hóf störf h já Tommaborgurumá sl. ári. Sveinn Hálfdánarson innheimtustjóri Kaupf. Borgfirðinga Sveinn Hálfdánarson, 43 ára gamall, hefur verið ráöinn inn- heimtustjóri Kaupfélags Borg- firöinga. Sveinn er fæddur Skagamaöur, nam prentiön í Reykjavík, starfaöi um hríð í prentsmiðju á Akranesi eða þar til hann stofnaði Prentborg h.f. í Borgamesi 1967. Rak Sveinn það fyrirtæki allt fram til síð- ustu áramóta aö hann sekli það Eggert Hannessyni, prentara úr Hafnarfirði. Til KB réðst Sveinn þann 15. febrúar sl. Viðskipti: Ölafur Geirsson og Gissur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.