Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Síða 38
38 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Hann Ivar í markinu hjá KR varði með prýði og kallaði til sinna manna linnulaust og ákveðið. „Ég er fyrirliði,” sagði hann, „og mér ber að halda uppi liðsandanum og ná upp kjaftagangi í liðinu — það sagði hann Ögmundur Kristinsson í DV og hann veit hvað hann syngur.” Fyrsta ástin og portafót boltinn Um sælustu stundir æskuáranna „Sælustu stundir ævi minnar voru þær sem ég átti í portafótboltanum meðfélögummínum,” sagðimérgam- all knattspymumaður sem fyrir löngu hafði komið fótboltaskónum fyrir ein- hvers staðar niðri í kjallarageymsl- unni og lét sér nú nægja að skreppa á völlinn einstöku sinnum og horfa á ensku knattspymuna hans Bjarna Fel. í sjónvarpinu. „Viö gátum alls staðar leikið fótbolta í þá daga. Við notuðum snúrustaurana hennar mömmu fyrir markstengur og þó að sú gamla kæmi askvaðandi út með rauða spjaldið þeg- ar við höfðum neglt knettinum af feikna afli í nýþvegin rúmfötin gátum við bara ekki á okkur setið stundinni lengur. Þá voru líka grasi grónir vellir þar sem nú er Neskirkja og Hagaskóli og þar rákum við niður spýtur í mold- ina og lékum listir okkar frá morgni til kvölds. Það jafnast ekkert á viö porta- fótboltann. Þetta vom unaðstímar og þó aö þeir komi aldrei aftur, þá nýt ég þeirra samt, því aö þeir kvikna til lífs í minningunni þegar ég sé strákana mína heillast af knettinum og heyri þá harðneita að koma inn til að hátta á kvöldin því aö þeir eiga harma að hefna á vellinum og þeir vilja eiga síð- asta orðið. Þannig mælti nú þessi gamli maður, ef gamlan skyldi telja, því að hann er víst ekki nema fjörutíu og tveggja, en þannig gætu líka tugþúsundir Reykvík- inga taiað af sinni eigin reynslu. Æsku- ár og fótbolti — þetta tvennt er svo ger- samlega óaðskiljanlegt í minningunni og þó að margskonar dægradvöl önnur hafi vissulega komið við sögu á þroska- árunum er það samt fótboltinn sem ævinlega skipar innsta sætið. Það eru sjálfsagt áhöld um hvort sé innilegra í minningu margra, portafót- boltinn eöa fyrsta ástin, en hvort tveggja var því miður brennt marki forgengileikans eins og svo margt sem er gott í heiminum. Portafótboltinn haföi líka vissa ann- marka sem maður sá ekki þá en skilur hálfu betur síðar. Við ötuðumst í linnu- lausum kappleik frá morgni til kvölds og við áttum ekki til orð yfir eigin fræknleik og þegar við loksins stauluð- umst heim þegar svo dimmt var orðið að við glórðum ekki lengur í mark- stengurnar sofnuðum við nærri sam- stundis og dreymdi alla nóttina frá- bærar sendingar utan af hægri kantin- um sem vafningalaust voru skallaðar í bláhornið. Eða þá okkur dreymdi óviðjafnanlegan einleik með boltann sem hófst á eigin vítateigi og lauk með stönginni-inn hinum megin. En staðreyndirnar voru því miður sjaldnast allsendis samhljóða draum- unum. Það er eins og fögur listgrein að iðka portafótbolta en það verður eng- inn maður snjall knattspymumaður með því móti einu. Portafótboltinn styrkir likamann og eykur þrekið en hann laðar ekki fram þá snerpu, hraða, samleik og stöðuskyn sem er svo nauðsynlegt í alvöru knattspymu- keppni. Þeir voru heppnir sem gengu í félög, fengu tilsögn og þjálfun kunn- áttumanna og kepptu við önnur lið á sunnudagsmorgnum þegar við hinir sváfum úr okkur harðsperrur portafót- boltans. Oveðursbörnin í ham Knattspyrnuf élögin þroska æskuna Um síðustu helgi skrapp ég að morgunlagi að horfa á ungliða knatt- spymufélaganna etja kappi. Þetta voru smásveinar um tíu ára aldur, og hafi einhver áhorfandi fram til þessa dags efast um þroskandi áhrif knattspyrnunnar hlaut sá hinn sami aö sannfærast um ágæti hennar á þessum drungalega morgnL Það var nefnilega hreinasta unun að sjá þessa keppnL Litlu andlitin loguöu af viljastyrk og einbeitingu og þegar þeir tóku sprettinn eftir knett- inum í haröri baráttu við knáan and- stæðing sá maður gjörla hvílíkt undraverk hinn markvissi og sann- gjarni agi knattspyrnunnar hefur unnið á skapgerð þessara ungu Is- lendinga. Þeir voru leiknir, þraut- seigir, stæltir og æðmlausir. Þeir stilltu gleði sinni í hóf og tóku ósigri með jafnaðargeðL Þeir lögðu sig alla fram í leiknum, gáf u lítt eftir í snert- ingum en sýndu þó jafnan drenglyndi og kveinkuðu sér hvorki við byltur néhrindingar. Osjálfrátt bar ég keppni þessara þróttmiklu sveina saman viö porta- fótboltann, sem ég hef fyrir augun- um hvem einasta dag í Breiðholtinu og þaö er ekkert um aö villast aö þeir eiginleikar sem ég hef nefnt eru til komnir og vonandi samgrónir lyndis- einkunn sveinanna vegna þeirrar þroskandi þjálfunar og heilbrigða aga sem knattspymufélögin veita. Það væri dónaskapur að fara að gera upp á milli félaganna, einkum og sér í lagi þar sem ég sá alls ekki liö frá öllum þeirra en þó verð ég að játa að einna mest þótti mér koma til snerpu og harðfylgi KR-inganna ungu. I gamla daga voru KR-ingar stundum kallaðir óveðursbömin vegna þess að þeir þóttu öðrum lið- KR-ingur kominn í dauðafæri við ÍR-markið en markvörðurinn var frábær- lega vel staðsettur og varði rétt eins og Dino Zoff hef ði verið að verki. um fremri þegar vont var veður. Má vera að þessi góði eiginleiki forfeðr- anna hafi varðveist í liöinu, því að þessa helgi var veðrið heldur rysjótt með rigningum og kulda en KR-ing- amir létll hað síst á sig fá og höfðu löngum sigur. Nokkrar Ijósmyndir tók ég við þessi tækifæri af hinum ungu köpp- um og gefa þær vissa hugmynd um alvöruleiksins. Þróttari sækir fram en ungur ÍR-ingur býst til varnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.