Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Qupperneq 40
40 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNt 1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Uiana bleytir nýja bikiníið. Kankast á. KARL OG DÍANA BUSLA Það er greinilega ekkert grín aö vera frægur úti í hinum stóra heimi. Hvert fótmál manna vaktað og aldrei hægt að vera öruggur um sig. En ljósmyndar- ar, eins og aðrir, verða að strita fyrir sínu daglega brauöi og sjáum við hér afrakstur langrar vaktstöðu eins þeirra með aðdráttarlinsuna ómiss- andi. Myndimar eru teknar þegar Karl Bretaprinsog hún Díana hans voru í fríi á Bahamaeyjum eftir heimsóknina til Ástralíu nú á dögunum. Þær upplýs- ingar fylgja myndunum að pariö hafi verið staðráðið í að n jóta frísins og hafi þess vegna sent soninn heim. Þau hafi síðan skemmt sér sjálf ein og áhyggju- laus á ströndinni. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Eljusamur ljósmyndari lá í leynum og hér sjáum við hvað ljósmyndarinn sá með aðdráttarlinsunni sinni. DV-mynd Einar Óiason. Unglingastaður opn aður í Kópavogi D 14 heitir nýr unglingaskemmti staður sem opnaður var í Kópavogi nýlega. Vilhjálmur Svan, eigandi D 14, sagöi aö þetta væri diskótek með spilakössum og fleira i þeim dúr og tæki 300 manns. Vilhjálmur sagöi einnig að amerísk skólarúta, sem hann hefði nýlega fest kaup á, yrði notuð í tengslum við staðinn á þann hátt að gestir yrðu sóttir og keyrðir heim aö balli loknu. Staðurinn verð- ur opinnfjóradagavikunnar. Shirlay MacLaine og dóttirá ferð. Sérkennileg uppeldis- aðferð yröi ekki segist hún hafa sagt við Leikkonan góðkunna Shirley MacLaine sést hér á ferö með dóttur sinni Sachito sem hún hefur litt flaggaö opinberlega. Shirley segist sjálf hafa verið ofvernduð i æsku og vildi vera viss um að dóttir sin fengi ekki svípað uppeldi. Til þess að svo Sachito, þegar hún var úti að leika sér að endilega aö fara og leika þar sem umferðin væri sem hættulegust. Deila má um hvort hér sé of langt gengið. Linda Gray ánægð eftir flóttann. Flóttinn mikli .Hún Linda Gray, sem flestir vita hvað starfar, lagði á flótta nú fyrir skömmu. Ekki undan óðum glæpa- mönnum eða grimmum hundum, held- ur æstum aödáendum sem plöguöu hana í tíma og ótíma, út af því að hún dirfðist að skilja við manninn sinn. Hvað eftir annað fékk hún upphring- ingar frá fólki sem vældi í símann hjá henni: ,Jíkki gera þetta, Linda,” eða: „Fylgdu ekki slæmu fordæmi hennar Victoriu PrincipaL” Hún hafði snör handtök, pakkaði nið-. ur og leigði sér hús með engum síma. Aðspurð, hvemig á þessum fiutningum stæði, sagði hún: „Eg vil bara komast burt frá þessu fólki sem er með nefið ofan í hvers manns koppi og er að skipta sér af hlutum sem því koma ekkert við.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.