Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Síða 41
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNl 1983.
41
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Landakortið, rétt útfyl/t.
MENNT ER MÁTTUR
Viö Islendingar erum gjarnir á aö
hreykja okkur yfir því hve almenn
menntun er hér á háu stigi, og ekki að
ástæðulausu. Nýlega bárust fréttir af
skoðanakönnun sem framkvæmd var í
háskólanum í Miami í Bandaríkjunum.
Könnun þessi var gerð til þess að at-
huga landafræöikunnáttu nemenda og
voru niðurstöðumar stórkostlegar, í
neikvæðri merkingu. Til að byrja með
vissu 7 prósent stúdenta ekki hvar
Atlantshafið er, en eins og allir Islend-
ingar vita er Miami á austurströnd-
inni.
Reynt var að auðvelda stúdentunum
könnunina með því að láta þá fá óút-
fyllt landakort og þeir beðnir að
merkja tilgreinda staði inn á; og voru
niðurstöðumar skrautlegar.
Höfðaborg lenti í Suður-Ameríku.
Nýja Gínea, sem allir Islendingar vita
að er norður af Astrah'u, taldist vera
annaðhvort í Mið-Ameríku eða í
Kanada, en 41 prósent vissi ekki hvar
Los Angeles er.
Heldur hýmaði yfir mönnum þegar í
ljós kom að 95,4 prósent vissu hvar
Sovétríkin em. Sú gleði var skamm-
vinn þegar ljóst var aö 42 prósent vissu
ekki hvar London er og Falklandseyjar
höfnuöu undan Skotlandi. Eins og allir
Islendingar vita þá eru eyjarnar und-
an ströndum Argentínu.
Menn komust, furðulegt nokk, að
þeirri niðurstöðu að þörf væri meiri
landafræðikennslu við Miami-háskóla.
I túninu heima
EKKIER ALLT
SEM SÝNIST
Slúðurberar vítt og breitt hafa haft á
nógu að kjammsa síðan Grace, furst-
ynja af Monaco, dó í fyrrasumar. Það
nýjasta nýja af þeim vettvangi er að
hið rómaða ástarævintýri hennar og
Rainier fursta ásínumtíma hafiver-
ið eitt allsherjar sjónarspil.
Sagan segir að ekki hafi verið um að
ræða ást við fyrstu sýn, eins og marg-
auglýst var, heldur ást eftir langa og
stranga yfirvegun. Staöa mála var víst
þannig þegar þau kynntust að fursta-
dæmið Monaco var oröið illa statt f jár-
hagslega og til þess aö rétta úr kútnum
þurfti Rainier á ærlegri auglýsingu að
halda. I því skyni brá hann sér til Ame-
ríku og kom sér í samband við Grace
sem þá var ein vinsælasta leikkonan
þarvestra.
IUu tungumar segja að síöan hafi
þau komiö sér saman um hagræðisgift-
ingu. Hún hafi fengið titil, fína stöðu
og fleira sem fylgdi, en hann hins veg-
ar þá auglýsingu sem Monaco þurfti til
aörétta úrkútnum.
AUt gekk þetta eins og í sögu og allir
gleyptu við lyginni eins og nýju neti.
Þannig varð tU sagan um prinsessuna
sem nældi sér í prins og hálft konungs-
ríki og Ufði hamingjusöm til ævUoka,
eða þannig.
Sauðburðurinn aftur og nýbúinn. Laugardalnum. Steinsnar fyrir ofan hún hafi með þeim vakandl auga.
Þessi skemmtUega mynd var ekki klndina og lömbin er ein mesta Annars er hætta ó því að litlu lömbin
tekin upp tU heiöa heldur í hjarta umferðaræð borgarinnar, Suður- gisti ekki matborð neytenda i haust.
höfuðborgarinnar, nánar tUtekið í landsbrautin, og er því eins gott að DV-mynd: Loftur.
Grace og Rainier á góðri stund.
BESSIAFTUR
Á FERDINNI
Nýlega kom út kassettan 211 gaman-
mál með Bessa Bjamasyni. Hér er er
um að ræða eitt hundrað bráösmellna
brandara sem Jóhannes Helgi valdi úr
samnefndri bók sinni. Bessi sagði í
samtali við DV að kassettan væri hugs-
uð sem ferðakassetta, tUvaUn tU þess
að koma fólki í gott skap í upphafi ferð-
ar eftir stressandi og erUsaman ferða-
undirbúning, en væri annars tUvaUn
hvenær sem fólk þyrfti upplyftingar
við.
Af Bessa er það annars að frétta að
hann verður ekki aögerðarlaus í sumar
frekar en endranær. Hann fer með
hlutverk í kvikmynd sem verið er að
taka eftir sögu Jökuls Jakobssonar,
Skilaboö tU Söndru. Ennfremur sagði
hann að æfingar fyrir Sumargleðina
væru hafnar á fullu og yröi hún með
svipuöu sniði og undanfarin sumur og
væri kassettan góð upphitun áöur en
menn skelltu sér á skemmtun með
Sumargleðinni.
Nál í eyrað og grennt-
ist um 21 kíló
Baráttan við aukakUóin er vinsælt
umf jöUunarefni á siöum dagblaöa vítt
og breitt. Bækur eru gefriar út í stórum
stíl um hvemig staðið skuli aö lýsis-
bræðslunni og fjölbreytni grenningar-
ráða virðist vera óendanleg. Frumleg-
asta aðferðin sem við höfum haft
fregnir af tU þessa kemur frá Noregi.
Aud Andreassen hafði lengi staöið í
stríði við mörinn. Aud, sem er 49 ára,:
hafði reynt hin ýmsu grenningarráð en
sifeUt seig á ógæfuhUöina, kHóin hlóð-
ust upp eitt eftir annaö. Að því kom að
hún gekk tU Idvar Elvemo læknis sem
framkvæmdi sérstæða nálarstungu-
lækningu sem fáir höfðu trú á í upp-
hafi.
Læknirinn kom UtUU nál fyrir í
hægra eyra hennar og árangurinn lét
ekki á sér standa. Að fáum mánuðum
Uðnum var 21 kUó horfið og sagði hún
að nálin hefði ekki kvaUð sig hið
minnsta og haft þau áhrif aö matar-
lystin barasta hvarf.
Aud lét taka nálina úr fyrir síöustu
jól og kostaði það hana 4 kíló í plús.
Því er hún nú um þessar mundir að
láta koma annarri megrunarnál fyrir
og 21 kíló rann burt.
Nélin
líontin
é sinn
stað-
og ætlar í leiöinni að láta koma einni
fyrir tU þess að hjálpa sér að hætta að
reykja.