Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Síða 4
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983.. 4 „Meðan við lifum munum við berjast” Afganskur uppreisnarmaður á íslandi „Þó fjölskyldan mín hafi veriö í hættu er ég flúöi þá mat ég ættjörö mína meira,” sagöi M.A. Assil, fyrrum yfirmaöur lögreglunnar í Kabúl í Afganistan, sem nú er staddur hér á landi á vegum Vöku, félags lýöræöis- sinnaðra stúdenta. Assil var lögreglu- foringi frá því skömmu eftir bylting- una 1978 og þangaö til hann flúði land haustiö 1982. Á blaðamannafundi á mánudag rakti Assil í stuttu máli þró- unina í Afganistan frá því byltingin var gerö og fram til dagsins í dag. Sagðist hann hafa setiö í stofufangelsi í 7 mánuöi eftir byltinguna og veriö beö- inn af skæruliðum aö þiggja embætti hjá hinum nýju valdhöfum og koma gagnlegum upplýsingum áleiöis til skæruliöa sem hann svo geröi. Assil sagði Rússa staöráöna í að gera Afgan- istan að 16. Sovétinu og til þess aö ná því markmiði heföu þeir 180.000 manns undir vopnum í landinu og mjög full- kominn vopnabúnaö. Einnig notuöu þeir efnavopn og sérstaklega útbúnar jarösprengjur. Assil sagöi afganska andspymumenn hafa margoft beöiö um sérfræðinga til aö sanna óyggjandi aö efnavopn væru notuö en ekki fengiö til þessa. Hann sagöi Rússa hafa drepið óbreytta borgara í loftárásum og öör- um aðgeröum og aö þeir legðu áherslu á aö koma höggi á skæruliða meö því aö drepa fénað og eyða akurlendi. Assil sagöi Afgani leggja áherslu á aö fá eins mikla vopnaaöstoö og hægt væri því mannskapinn hefðu þeir nóg- an, því nú sem stendur hefðu þeir varla önnur vopn en þau sem þeir ná af Rússum. Assil sagöi Rússa hafa um- tumað réttarkerfinu, nú væru menn líflátnir án dóms og laga og hinar óhugnanlegustu pyntingaaðferöir væm notaöar í því skyni aö knýja menn sagna og vitað væri aö böm og gamalmenni heföu verið pyntuö. Einnig væri þaö aigengt aö konum væri nauðgað aö mönnum sínum ásjáandi í pyntingaklefum. Assil sagöi aö lokum aö Afganir heföu fórnaö miklu í þessu stríði og aö hann bæði þess aö íslendingar gleymdu þeim ekki. „Viö höfum fórnaö 1 milljón manna í stríöinu og eram reiöubúnir aö fóma annarri milljón ef meö þarf til aö hrekja Rússa frá Afganistan.” sls M.A. Ássíl, fyrrum lögregluforingi í Kabúl. Pár Stenbáck flytur erindi sitt. Mál fræöslustjórans á Vestfjörðum er komið til saksóknara Mál fræðslustjórans á Vestfjörö- um er komið til ríkíssaksóknara eftir ítarlega rannsókn hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Ríkisendurskoöun geröi síöastlið- iö haust nokkrar athugasemdir við reikninga Fræösluskrifstofu Vest- fjarða. Snerast þær meöal annars Finnland í stjómartíð Koivisto Pá'r Stenbáck, fyrrum utanríkisráðherra Finnlands, hélt erindi í Norræna húsinu „Finnland i stjómartíö Koivisto,” nefndi Pár Stenbáck, alþingismaöur frá Finnlandi, erindi sem hann hélt í Norræna húsinu á mánudagskvöld. Stenback er fyrrum utanríkisráðherra Finna, en lét af því embætti við síðustu ríkisstjómarskipti. Hann var fulltrúi Finna á Norrænu menningarkynning- unni í Bandaríkjunum í haust. Sten- báck sagði aö Koivisto myndi færa for- setaembættið nær þjóöinni, treysta um það að ferðakostnaður fræöslu- stjóra væri óeðlilega mikUl. Eins og DV greindi frá 2. desember 1982 var ferðakostnaðurinn um 160 þúsund ár- ið 1981. Þar var tU dæmis akstur á eigin bifreið tæplega 40 þúsund, akstur í Reykjavík rúmlega 30 þúsund og flug um 25 þúsund. Einnig vora buröar- og póstgjöld há og einrt- lýöræöisstofnanir þjóöarinnar og styrkja þingræöiö í landinu. I utan- rikismálum myndi Koivisto leggja megináherslu á: farsæl samskipti viö grannann í austri, norrænt samstarf og samvinnu viö Evrópuþjóöir, en þessa þætti taldi Stenback mUcUvægasta frá sjónarhóli Finna. Koivisto myndi einn- ig reyna aö breikka ákvöröunartöku í landinu enda væri hann á móti allri dulúö i stjómmálum. Stjómmálamenn ig símakostnaður. HeUdarkostnaöur við rekstur fræðsluskrifstofunnar var um 550 þúsund krónur. 1 framhaldi af skýrslu ríkisendur- skoöunar óskaði rUcissaksóknari eftir því aö rannsóknarlögreglan rannsakaði þetta mál. Hefur þaö tek- iö marga mánuði, mest vegna þess að seint-gekk að afla nauðsynlegra og embættismenn í Finnlandi væru nú sem óðast aö laga sig aö þessum nýju vinnubrögðum enda væri forsetaembættið mjög mikilvægt t.d. í sambandi við stjórnarmyndanir. Ýmislegt væri uppi á teningnum í hinu nýiönvædda Finnlandi þótt þeir straumar siöfræöi, íhaldssemi og vin- sældakapphlaups, sem mest bæri á um þessar mundir, ættu sér auövitað rætur fyrir forsetatíö Koivisto. G.T.K. gagna. Aö sögn Þóröar Björnssonar rUcis- saksóknara mun taka nokkuð langan tima aö fara í gegnum þaö sem kom frá rannsóknarlögreglunni enda væri það þykkurskjalabunki. Þetta þyrfti þó að gera áöur en hægt yrði að ákveða einhver jar frekari aðgerðir. JBH Svo mæiir Svarthöfði _ Svo mælir Svarthöfði________________Svo mælir Svarthöfði Marshall og eymdarhyggja kommúnista George Marshall, fyrrum utan- ríkisráöherra Bandarikjanna, kom alít í einu viö sögu í útvarpinu í fyrra- kvöld í ágætum þætti um Marshall- áætlunina, sem tekinn var saman af Eggert Þór Bernharðssyni, en hann hefur flutt þátt áður í útvarp um Kjarval og gerði iistamanninum góð skU. Óvenjulegt er að fá þætti í útvarpi sem yfirleitt er hægt að hlusta á, en kaflinn um Marshall- áætlunina var sériega áheyrilegur. Þar voru dregnar fram forsendur fyrir Marshall-áætluninni og skýrðar fyrstu afleiðingar hennar. Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tíma, var einhver ágætasti utanrikisráðherra, sem Bandarikin hafa átt á aö skipa. Hann byggði að auki á reynslunni frá 1918, þegar boð- ið var til síðari heimsstyr jaldarinnar með óbilgjörnum friðarsamningum, sem kenndir voru við Versali og leiddu til Þjóðarbandalagsins, ein- hverrar ómerkilegustu stofnunar, sem þjóðir heims hafa komið sér saman um, ef undan eru skildar Sameinuðu þjóöirnar — ósamstæð rtíflsamkoma, sem enginn tekur mark á lengur. Hin pólitíska forsenda Marshall- aðstoðarinnar byggðist á vinnu- brögðum kommúnista í Evrópu, sem vildu nota sér stríðsrústir Vestur- Evrópu til aö komast til valda með sama hætti og í Austur-Evrópu. Tii varnar þessu veittu Bandarikin ógrynni fjár til efnahagsuppbygg- ingar stríðsþjóðanna, og tókst með þeim hætti að koma undir þær fótun- um að nýju, jafnvel svo, að lengi var talað um vestur-þýska efnahags- undrið. Hér heima var aðeins einn aðili á móti Marshall-aðstoð, eins og giöggt kom fram í þætti Eggerts. Það voru kommúnistar. Þeir höfðu þá um tíma setið i svonefndri ný- sköpunarstjórn og f járhagur þjóðar- innar var i kaldakoli eftir þá setu. Eikisstjórn Stefáns Jóhanns var tek- in við, og þótt við værum ekki beint stríösþjökuð þjóð, tók stjórnin Mars- hall-aðstoðinnl fegins hendi. Engu að síður varð að taka upp harða skömmtun á nauðsynjum eftir ný- sköpunarstjórnina. Viðbrögð kommúnista við Marshall-aðstoðinni var alls staðar samhljóða í löndum Vestur-Evrópu. Málgagníð hér flutti textann úr Prövdu, enda var Stalin enn faðir alls sem er, og enn hafði ekki verið fundinn upp svonefndur Evrópu- kommúnismi. Þrátt fyrir þetta varð ekki séð á næstu kosningum, eða á endurteknu stjórnarsamstarfi viö kommúnista næstu áratugina, að lærdómar hefðu verið dregnir af end- urtekinni öreigastefnu kommúnista fyrr en þá nú, að þeir hafa skillð við svo hrikalegan vanda, að þjóðin stendur undrandi frammi fyrir stað- reyndum eins og þeim, að verðbólga hefur komist í hundrað fimmtíu og níu stig, en án aðgerða hefði hún orð- iö yfir hundrað og þrjátiu stig á árs- grundvelli. Kommúnistar á Islandi eiga fasta kjósendur. Einn gamall og vitur kjósandi þeirra segir í Morgunblað- inu í fyrradag: „Ég þóttist snemma sjá ýmsa missmíð á kommúnisman- um, en það tók mig tvo til þrjá ára- tugi að fallast á þann sannleik, að hann væri í andstöðu við mannlegt eðli.” Þetta segir nú einn af fyrrum föstum kjósendum kommúnista. En þeir eru margir, sem ekki hafa látið sögu tveggja til þriggja áratuga duga. Að vísu hafa kommúnistar verið að missa menn í mörgum fyrri kosningum og svo varð einnig nú, en nauðsynleg kjördæmabreyting eyk- ur þingmannatölu þeirra að nýju. Kommúnistar ætluðu að áskipa Vestur-Evrópu áframhaldandi eymd til að geta náð völdum þar eftir striðslokin. Þeir vita sem er, að góð efnahagsleg staða er þelrra helsti andstæðingur, Marshall og Harry S. Truman brugðust rétt við eymdar- hyggju kommúnista. Hér á landi hefur þeim hins vegar margsinnis verið leyft að stofna til efnahags- vandræða, eins og 1947. Við þyrftum í raun Marshall-aðstoð í hvert sinn sem stjórnarsamstarfi við kommúnista lýkur. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.