Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Tími garðúðunar runninn upp:
Mest notaða eiturefnið
bannað á Norðurlöndum
— stef nt að því að set ja strangari reglur um meðferð og notkun ef nanna
Um þetta leyti árs láta fjölmargir eru haidin á vegum eiturefhanefndar
garöeigendur úöa garöa sína meö eitri og annaðhvort Garðyrkjuskóla ríkis-
til að útrýma skordýrum sem herja á inseða Rannsóknarstöðvar landbúnaö-
tré. Uðunin hefur stundum verið gagn- arinsaðKeldum.
rýnd og stefna borgaryfirvöld að því aö Sækja þarf um skírteinin til lögreglu-
setja strangari reglur um meöferð og stjóra og leggur hann umsóknina fyrir
notkun eiturefnanna. Eiturefnanefnd eiturefnanefnd. Nefndin leitar siðan
hefur einnig samiö tillögur sem stefna álits hjá garðyrkjuráðunautum búnað-
í sömu átt og voru þær sendar heii- arfélaga um hvort veita eigi viðkom-
brigðisráðuneytinu til umsagnar fyrir andi leyfið. Fátítt er aö umsókn sé
rúmlegahálfuári. hafnað.
Langflestir skírteinishafanna eru í
I apríl sl. óskaöi borgarlæknisemb- þremur lögsagnarumdæmum;
ættið eftir þvi í bréfl að þeir sem leyfi Reykjavík og nágrenni, Arnessýslu og
l'
Fólk er varað við að vera í görðum sem úðaðir hafa verið því að eitrið verkar jafnt
á mannskepnuna sem skordýrin.
hafa til að úða garöa tilkynntu fyrir 31.
mai hvort þeir hygðust bjóöa Reykvík-
ingum þjónustu sína. Segir m.a. í bréf-
inu að upplýsingar hafi komið fram
sem gefi ástæðu til að ætla að fram-
kvæmd garðúðunar sé aö ýmsu leyti
ábótavant. Er nefnt að úðað sé þegar
þaö er þýðingarlaust vegna veðurfars
eða þroskastigs heistu skordýra og að
notaðar séu sterkari upplausnir en
leyfilegt er. Þá er einnig tiltekiö að
geymslu og flutningi eiturefnanna um
borgina sé áfátt.
Eiturefnunum er skipt í f jóra flokka;
X, A, B og C og eru efnin í X flokki
hættulegust. Einungis þeir sem hafa
svonefnd eiturefnaskírteini hafa leyfi
til að nota efni af X og A flokkum.
Eiturefnaskírteini
Skírteini þessi fá aðeins þeir sem
þurfa að nota eiturefnin og kunna með
þau að fara. Reglumar kveða þó ekki á
um hvaða menntun þurfi að hafa til að
fá skírteinin. Flestir handhafanna eru
lærðir garðyrkjumenn en sumir hafa
einungis farið á stutt námskeiö um
meðferð eiturefnanna. Námskeið þessi
Mýra- og Borgarfjaröarsýslu. Ailir
sem hafa skírteini hafa rétt til að úða
garða í Reykjavík en Þorkell Jóhann-
esson, formaður eiturefnanefndar,
kvaðst ekki telja að mikið væri um að
menn utan Reykjavíkur tækju að sér
að úða garöa í höfuðborginni.
Einungis skírteinishafar hafa leyfi
til að nota efni af X-flokki en þeir mega
láta aðra úða meö eiturefni af A-flokki,
enda hafi þeir umsjón með verkinu. Er
mælt með því að garðeigendur athugi
hvort viðkomandi hafi ekki örugglega
leyfi til að úða meö nefndum eiturefn-
umef þaueru notuð.
Eiturefnin eru oftast keypt í Sölufé-
lagi garöyrkjumanna og er ekki hægt
að panta efnin. Skírteinishafi verður
aö koma í eigin persónu og taka út
eiturefnin á sitt nafn. Skylt er aö fram-
vísa skírteininu við kaup.
Bannað á Norður-
löndum — ekki hér
Mest notaða eiturefnið í X-flokki er
parathion en það er selt hér undir
verslunarheitinuegodan-parathion. Er
það 35% upplausn hins virka efnis
(parathion). Efni þetta er víða erlend-
I bréfi borgarlæknis til handhafa eiturefnaskírteina er tekið fram að geymslu og flutningi á eiturefnum um borgina
sé ábótavant en ekki mun óalgengt að efnin séu flutt í tankbilum.
is bannaö að nota, t.d. annars staðar á
Norðurlöndunum því að það er mjög
sterkt.
Pegar egodan-parathion er notað
skal blanda efniö á móti vatni í styrk-
leikanum 0,03—0,08%. Samsvarar það
því að 30—80 ml af efninu sé blandað
saman við 100 lítra af vatni.
Parathion er virkast við 16 stiga loft-
hita en sé kaldara í lofti er lausnin
lengur að brotna niður. Skordýrin, sem
þaö er notað til að útrýma, kvikna viö
um 10 stiga hita eða nokkuð minni hita
en er heppilegast að úöa í. Þorkell Jó-
hannesson var spurður aö því hvort
verið gæti aö notuö væri sterkari lausn
en reglur gera ráð fyrir. „Það er vel til
í því,” svaraði Þorkell en vildi þó ekki
fuliyröa að svo væri.
Bannað að úða í sól eða
rigningu
Athygli er vakin á því að tilgangs-
laust er að úða trén nema á aðalvaxt-
arskeiði lirfa skordýranna. Venjulega
eru það fyrstu þrjár vikumar i júni en
getur þó verið breytilegt milii ára.
Einungis má úða í kyrru og þurru
veðri en þó ekki í sól. I lagi er þótt
rigni skömmu eftir að úðað hefur ver-
ið, að því tilskildu aö eitrið hafi náð að
brotna niður áður. Kyrrt verður að
vera svo auðvelt sé aö ráða því hvaða
plöntur og tré em úðuð.
Þar sem garðar og gróður liggja þétt
saman er fólki ráðlagt að hafa samráð
við nágranna sína um úöun.
Ekki em öll tré jafnviðkvæm fyrir
skordýram og sum sleppa að öllu jöfnu
alveg. Mikill munur getur þó verið
milli ára og virðist sem á nokkurra ára
fresti komi upp mikill skordýrafarald-
ur. Má nefna sem dæmi að greni og
f ura sleppa y firleitt nokkuö vel en f yrir
nokkrum ámm voru þessi tré þó grá af
lús eitt sumarið. Brekkuvíðir er oftast
afleitur og heggur sömuleiðis. Koma
lirfurnar snemma á hegginn. Rifs-
berjarunnar eru einnig slæmir en þá
þýðir lítiö að úða fyrr en undir haust.
Alls ekki má úða þá fyrr en blóm
þeirra hafa frjóvgast því að annars
bera þeir engin ber.
Reyniviður og rannar sleppa oftast
vel við skordýrin og sömu sögu er að
segja um öspina. Birki er misjafnt
milliára.
Verkar jaf nt á
dýr sem menn
Parathion verkar jafnt á skordýr
sem fugla og menn en stærri skammt
þarf af eitrinu eftir því sem dýrið er
stærra. Eitriö leggst á taugakerfið og
eyðileggur efni sem flytja taugaboð
eftir líkamanum.
Því hefur stundum veriö haldiö fram
að fuglalif hafi minnkað veralega á
höfuðborgarsvæðinu samhliða því að
garöúðun hefur færst í vöxt. Hefur ver-
iö nefnt að maríuerlan er nú nær alveg
horfin úr görðum. Ekki vildi Ævar
Petersen fuglafræðingur kenna eitur-
úöuninni um en sagöi að mál þetta
hefði lítt verið rannsakað. Ævar sagði
að aðrar ástæöur gætu legið þar að
baki, t.d. mismunandi árferði og fæðu-
val.
Eitrið getur borist í fugla á tvennan
hátt. Annars vegar ef úðað er beint á
þá og hins vegar ef þeir boröa skordýr
sem eitrað hefur verið fyrir. Ekki
munu vera til dæmi þar sem ótvírætt
hefur verið sannaö að spörfuglar hafi
dáiö vegna úðunar. Fræðilega séð er þó
möguleiki á þvi að fuglar, sem lifðu á
eitraöum skordýram, gætu dáið vegna
eitrunar.
En það era ekki aðeins fuglar sem
eru í hættu. Uðunin kann einnig að hafa
áhrif á mannskepnuna. Aö vísu er heil-
brigðisyfirvöldum í Reykjavík ekki
kunnugt um nein alvarleg tilfelli en
fólk, sem unnið hefur í görðum er ný-
búið var að úða, hefur stundum kvart-
að yfir ógleöi og höfuðverk. Að sögn
Katrínar Fjeldsted læknis, sem sæti á í
heilbrigðisnefnd, hefur þó ekki tekist
aö sanna aö um eitrun sé aö ræða
þótt einkennin væra dæmigerð.
Verri draugur
vakinn upp
Dæmi eru til erlendis f rá að með eitr-
un hafi verið vakinn upp verri draugur
en verið var aö kveða niður. Skordýr
sem áður vora meinlaus, geta orðið til
vandræða, auk þess sem ýmis gagnleg
skordýr deyja ásamt skaðvöldunum.
Má þar nefna býflugur og blómaflug-
ur.
Einnig mun eigi óalgengt að sumir
skaðvaldanna lifi eitrunina af og f jölgi
sér síöan. Getur þannig myndast nýr
stofri er hefur meira viðnám gegn eitr-
inu. Fyrir bragðið þarf að nota sterk-
ari upplausn til að útrýma þeim stofni.
Fjöldi dýra af sterka stofninum fer
alveg eftir fjölgunarhraða skordýr-
anna sem er mismunandi. Blaölýs
hafa t.d. nokkrar kynslóðir yfir sumar-
ið en fiörildiö aðeins eina á ári.
Spurningunni um hvort rétt sé að úða
verður hver að svara fyrir sig, en ef-
laust má draga verulega úr notkun á
eiturefrium af X og A flokki. Oft er gott
að sprauta vatni á plöntur sem eru
með skordýr, og fleiri húsráð má vafa-
laust £á hjá garöyrkjumönnum.
-sa
Bjalla i skyrí
Er fjölskylda ein sat að hádegis-
verðarborðinu dag einn fyrir
skömmu og borðaði skyr með blá-
berjum rak dóttirin upp skaðræðis-
óp. Var heldur engin furða þótt henni
yrði mikiö um því að stór og mikil
bjaiia kom skyndilega i ljós á diskin-
um. Mun bjallan hafa verið í bláberj-
unum sem vora komin alla leið frá
Bandaríkjunum. Er full ástæða til að
biðja fólk að skola vei ný bláber og
jarðarber sem flutt era til landsins
þvi kvikindi sem þetta geta alitaf
leynstinnan um berin.
-sa
m---------------►
Hún var myndarleg bjallan sem dótt-
irin fann á dlski sínum, eins og glögg-
iega má sjá af samanburðinum við
pennann við hiiðina á henni.
DV-mynd: GVA.