Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Page 10
10 DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hondúras: RIKISEM BREYTISTI BANDARÍSKT VIRKI Varasveitir stjórnar sandinista í Nicaragua búa sig undir að reka aft- ur yfir laudamærin bandarísl þjálf- aða skæruliða sem koma frá Hondúr- as. I flóknu valdatafli Banda- ríkjamanna í Miö-Ameríku hefur rík- inu Hondúras smátt og smátt verið breytt í bandarískt virki. I þriðja sinn skal Hondúras leika sama hlut- verkið. 1954 hafði bandaríska leyni- þjónustan þar bækistöðvar viö undir- búning valdaránsins í Guatemala, 1962 voru þar þjálfunarbúðir fyrir innrásina í Svínaflóa á Kúbu og nú hyggjast Bandaríkjamenn þjálfa þar sveitir and-sandíniskra skæruliða frá Nicaragua og stjómarsveitir frá E1 Salvador. Og allir vita af því því að leynistríðið í Nicaragua er ekkert leynistríð lengur. Fyrirætlanir Bandaríkjamanna í Hondúras eru í meginatriðum þríþættar. I fyrsta lagi skal Hondúras mynda bækistöð fyrir árásir á Nicaragua, og hafa þjálfunarsvæði fyrir skæruliöa það- an. Þá eru í Hondúras góöar aðstæður til þjálfunar fyrir stjómar- hermenn frá E1 Salvador og jafnvel fyrir hermenn frá Guatemala. Og að lokum yrði Hondúras hentugur staður fyrir Bandaríkjamenn til að koma upp eigin bækistöðvum komi til beinnar íhlutunar Bandaríkja- manna í þessum hluta heimsins. Maðurinn, sem stjómar öllum þessum aðgerðum Bandaríkjanna í Hondúras, er bandaríski sendi- herrann, John Negroponte. Orðrómur í Washington hermir að ráðgjafar Reagans hafi g jama viljað gera Negroponte aö sendiherra í E1 Salvador, en hætt við vegna þess að Negroponte yrði að sitja fyrir svömm hjá þingnefnd í Washington til þess að fá það embætti. Og stjóm- völdum þar var ekki um það gefið að hann yröi spurður um samstarf hans viðCIAíHondúras. Meðal framkvæmda á vegum Bandaríkjamanna í Hondúras má nefna fyrirhugaða bækistöð við Puerto Castilla á noröurströnd landsins þar sem bandarískir ráð- gjafar eiga að þjálfa hermenn frá E1 Salvador. Þá hafa Bandaríkjamenn byggt ratsjárstöö í Hondúras þar sem hægt er að fylgjast með allri flugumferð innanlands auk stórra hluta af E1 Salvador og Nicaragua. Þá munu Bandaríkjamenn kosta 13 milljónum dollara til að stækka herflugvöll svo að bandarískar herflugvélar geti lent þar. Og Banda- ríkjamenn hafa veitt Hondúras 95 milljónir dollara í efnahagsaðstoð og 38 milljónir dollara í hemaöar- aöstoö. En hugmyndin um að þjálfa hermenn frá E1 Salvador á landi Hondúras er móðgandi fyrir flesta Hondúrasbúa, sem enn geyma minn- ingar um hermdarverk sem hermenn E1 Salvador unnu í landinu þegar E1 Salvador gerði innrás í Hondúras í „fótboltastríðinu” 1969. En vegna þess aö Reagan Banda- ríkjaforseti fær bandaríska þingið ekki til þess að samþykkja aö senda fleiri hernaðarráögjafa til E1 Salvador verða stjómvöld í Hondúras að sjá fyrir aöstöðu fyrir þjálfun þeirra. Einn þingmaöur stjómarandstöð- unnar á þingi Hondúras segir aö afleiðing þess sé að ,,Hondúras er ekki lengur hlutlaust land”. Og jafnvel utanríkisráðherra Hondúras hefur sínar efasemdir: „Þetta gæti reynst hættuleg stefna fyrir Hondúras,”sagöihanníviðtali. „Við verðum að halda okkur við hlutleysi.” Vandinn sem stjómvöld Hondúras standa frammi fyrir er sá að þau vilja ekki að stríðiö umhverfis komi til þeirra og deilan stendur um það hvemig eigi að tryggja slíkt. En þrýstingur Bandaríkjamanna kemur á erfiðum tímum fyrir Hondúras. Þetta er annað fátækasta ríki í þessum heimshluta, aðeins Haiti er fátækara. Efnahagur landsins byggist á útflutningi á sykri, bönunum, kaffi og vindlum. Og landið rambar á barmi gjaldþrots vegna verðlækkana og samdráttar i eftirspurn eftir þessum vörum. Herinn í Hondúras hefur alltaf ráðið mestu í landinu þó eins konar lýðræði ríki þar nú. En yfirmaður hersins var nýlega í Washington þar sem hann fékk heiðursmerki og loforð Reagans fyrir því að aöstoö við Hondúras yrði aukin. Alvarez hershöfðingi segir að Hondúras verði óhjákvæmilega næsta ríkið til þess að verða fyrir skæmhemaöi eins og ríkir í E1 Salvador. Bændur í Hondúras eru hræðilega fátækir, en til þessa hafa þeir ekki orðið illilega fyrir barðinu á stjórnarhernum eins og bændur í Nicaragua og i E1 Salvador. En eftir því sem þrýstingur vex utan frá verður veikt lýðræði í Hondúras veikara og líkur á valdatöku hersins aukast. Og hver veit hvað gerist eftir það? ísrael: Sharon ræðst gegn Begin Hinn fyrirferðarmikli Ariel Sharon, fyrrum varnarmálaráöherra Israel, hefur komiö af stað stríði að nýju, en í þetta sinn innan ísraelsku ríkis- stjórnarinnar. Sharon krefst þess að ríkisstjórnin skipi rannsóknarnefnd sem kanna skuli starf ríkisstjórn- arinnar meðan á innrásinni í Libanon stóð. Sharon hefur sagt stuðningsmönnum sínum að hann sé oröinn þreyttur á ásökunum í sinn garð, þess efnis að hann hafi teymt ríkisstjórnina út í ógöngur og vafið meðráðherrum um fingur sér, vegna þess að þeir hafi ekki haft aðgang aö nauðsynlegum upplýsingum. Meðráðherrar Sharons áttu fullt eins mikinn þátt í ákvörðunum og vamar- málaráðherrann, segir Sharon, og hann ætlar ekki að láta hafa sig aö blóraböggli í þessu máli. Sharon hefur lýst því yfir í viðtali við bandaríska fréttamenn að hann hyggist krefjast þess á ríkisstjórnar- fundi að rannsóknarnefnd verði skip- uð, þó allir ráöherrarnir séu því mót- fallnir og meðal þeirra sé forsætis- ráðherrann, Menachem Begin. „Þessi ríkisstjórn þolir ekki aðra rannsóknarnefnd,” sagði einn ráð- herranna. „Sharon er aö sökkva og hann ætlar að draga okkur niður með sér.” Og hótun Sharons var svaraö samdægurs, þegar haft var eftir aö- stoðarmönnum Begins aö ef Sharon hætti ekki viö ráðagerð sína yrði hann rekinn úr ríkisstjórninni. „Hann er of ágengur. Begin mun ekki þola honum þaö,” sagöi að- stoðarmaöur. Síðustu viku stóðu ráðherrar fast gegn almennum þrýstingi fyrir því að rannsókn færi fram. Upplýsingar í ísraelskum dagblöðum benda til þess að ríkisstjórnin hafi sýnt alvar- legt dómgreindarleysi í upphafi styrjaldarinnar í Líbanon, og stjóm- arandstööuflokkar á ísraelska þing- inu hafa lagt fram tillögur um rann- sókn á því hvernig ákvarðanir voru teknar. „Við hömumst hér við að reyna að bjarga okkur undan þessu og þá rekur Sharon hnífinn í bakið á okkur,” segir ráðherra. Það sem Begin óttast mest er að slík rannsókn myndi velta honum úr sessi. Nú þegar reyna ráöherrar hans að velta sökinni á samráöherra sína og forðast alla ábyrgð á þeim ógöngum sem tsraelsmenn eru nú staddir í. Herir Israelsmanna þrauka nú í Líbanon, meðan einka- herir líbanskra fylkinga berjast um yfirráðin í landinu. Fimm ísraelskir hermenn voru drepnir og fjöldi særðist í síðustu viku. Og eftir því sem hinum föllnu og særðu fjölgar eykst þrýstingur almennings í Israel á stjórnvöld að kalla herinn heim. Israelska þingiö hafnaði í síðustu viku tillögu um að herirnir yrðu kallaðir heim þegar í stað en fylgi almennings við heimköllun hersins vex stöðugt. Og alla síðustu viku máttu hneykslaðir Israelsmenn hlusta á ráðherra og herforingja segja að innrásin í Libanon hefði ver- ið einkastríö Sharons, háð án sam- þykkis ríkisstjórnarinnar. Það var Sharon, segja þessir menn, sem átti upptökin að stríðinu, þrátt fyrir það að herfræðingar réöu honum frá því. Það var Sharon sem dró Israels- menn út í þessa fúamýri og laug að ráöherrum og herforingjaráöinu. „Þetta er ekki satt,” segir Sharon. ,, Allt sem gert var var gert með sam- þykki ríkisstjórnarinnar.” Og nú hyggst Sharon sanna mál sitt með því að taka undir kröfur um rann- sókn. Það er vitað að þegar hann yfirgaf varnarmálaráöuneytið tók hann meö sér mikilvæg skjöl í leið- inni. Innanríkisráðherra Israel, Josef Burg, segir: „Hann er trúr þeirri kenningu að sókn sé besta vörnin.” En aðrir ráðherrar eru ekki svo rólegir. „Hann hefur skotfæri til þess að fella okkur, og nú er hann aö kúga okkur,” segir einn þeirra. „Það sem Sharon á við er greinilega það að annaðhvort styðjum viö hann allir eða við föllum með honum. Hann hef- ur lýst stríði á hendur okkur.” Sagt er aö Begin sé ævareiður en hann hefur ekki sést opinberlega siöustu vikur. Og ráðherra sagði: „Sá gamli ætlar aö jafna um Sharon. Ef Sharon stendur við hótanirnar gengur Begin frá honum í stjórnmál- um. Begin er gamall refur meö mikla reynslu, en Sharon er góður hershöfðingi sem hefur enga reynslu af stjórnmálum.” En svo virðist sem Sharon óttist ekki ógnun Begins. „Hann örvæntir. Hann er að tapa og hann veit þaö,” sagði embættismaður. „Þegar maður eins og Sharon örvæntir má búast viö hverju sem er.” Ariel Sharon, meðan hann var enn varnarmálaráðherra. Nú er hann ráðherra án ráðuneytis og framtíð hans í stjórnmálum óviss. En hann hefur gefiö til kynna, að hann ætli sér ekki að falla einn, og heimtar nú rannsón á þætti ann- arra ráðherra í innrásinni í Líbanon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.