Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983.
11
Fimmtán listmál-
ararsýnaíGallen
Vesturgötu 17
I Gallerí Vesturgötu 17 hefur verið
opnuð ný sýning þar sem eru 60 lista-
verk eftir 15 félaga úr Listmálarafé-
laginu. Þeir eru Bragi Asgeirsson,
Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Péturs-
son, Einar Þorláksson, Guðmunda
Andrésdóttir, Einar Baldvinsson, Vil-
hjálmur Bergsson, Steinþór Sigurðs-
son, Kjartan Guðjónsson, Einar Há-
konarson, Elías B. Halldórsson, Haf-
steinn Austmann, Agúst Petersen,
Björn Birnir og Kristján Davíðsson.
Þetta eru mest olíumálverk, en
einnig nokkrar vatnslitamyndir og fá-
einar grafíkmyndir. Verð vatnslita- og
oh'umálverka er á bilinu frá kr. 6.000 til
55.000.
Sýningarsalurinn var opnaður í
mars síðastliðnum og hefur gengið vel.
Þar er opið virka daga frá kl. 9 til 18.
Verkin sem nú eru sýnd eru öll til sölu
og kaupandinn getur tekið þau heim
með sér strax. -Uih.
HÁBERG HF.
AUGLÝSIR
fyrir bílinn:
STARTARA, ALTERNATORA,
nýja og verksmiðju-
uppgerða, ásamt varahlutum.
SPENNUSTILLA (Cut-out),
landsins besta úrval.
MIÐSTÖÐVAMÓTORA
RAFMAGNS BENSÍNDÆLUR
STEFNULJÓSABLIKKARA
RELAY.12V og 24V
KVEIKJUHLUTI
KERTAÞRÆÐI
HÁSPENNUKEFLI
KERTI, BOSCH-SUPER
SÍUR, allar gerðir
LJÓSAPERUR, SAMLOKUR
ÞURRKUMÓTORA
HÖGGDEYFA
SPÍSSADÍSUR
GLÓÐARKERTI
SKIPTIROFA, 12V/24V
BÚKKAMÓTORA, DÆLUR
LUMENITION
MARK-II
HLEÐSLUTÆKI
TÍMABYSSUR
AFGASMÆLA
HÁBERG HF.
Skeifunni 5,
simi 91-84788.
„STEINAR HAFA ENGA SÁL”
— segir Sigurður Steinþórsson, nýskipaður jarðf ræðipróf essor
Fyrir skemmstu var Sigurði
Steinþórssyni veitt prófessorsemb-
ætti í jaröfræði við Háskóla Islands.
Sigurður er af traustum framsóknar-
ættum, en við munum ekki rekja bær
í smáatriðum utan láta þess getið að
hann er dóttursonur Jónasar frá
Hriflu og ekki gjörólíkur honum í
sjón.
Sigurður er hinn fjölfróöasti og
skrifar meöal annars líflega tónhst-
argagnrýnií Tímann.
,,Er þetta hefð, að íslenskir jarð-
fræðingar hafi fjölbreytt áhuga-
mál?” spyrjum við. Samanber
heimspekinginn Helga Pjeturs,
dægurlagasmiðinn sögufróða Sigurð
Þórarinsson, stjórnarformann Máls
og menningar,Þorleif Einarsscn, og
fleiri.
„Þetta byrjaði meö fyrsta jarð-
fræðingnum, Jónasi Haligrimssyni,”
svarar Sigurður. ,,Síöar kom Þor-
valdur Thoroddsen. Hann bjó á
skólaárum sínum hjá Jóni Ámasyni
þjóðsögusafnara og fór sjálfur að
safna öllum hugsanlegum fróðleik
um land og þjóö. Bækur hans taka
heilan metra í bókaskápnum og mun
þó ekki allt prentað.
Nú, frjókornagreining og ösku-
lagarannsóknir eins og Sigurður Þór-
arinssonfékkstmikið við (og Þorleif-
ur Einarsson síðar) tengjast mjög
sögu og fomleifafræði .. . en ég er
saklaus af öllu slíku .. . Eg er berg-
fræðingur, mín sérgrein er uppruni
og þróun storkubergtegunda.”
,,Fórst þú í jarðfræði af útivistar-
áhuga?”
„Nei, ég harma það að ég hef
ekkert yndi af mannraunum. Ég er
lítið fyrir að khfra í hengiflugum og
sit mest hér á rannsóknastof unni.”
Hann segir að fyrir nútíma jarð-
fræði sé skilningur á eðlisfræði, efna-
fræði og stærðfræði nauðsynlegra
vegamesti en ást á náttúrunni.
Aður gátu ferðalögin verið erfið,
eins og þegar Þorvaldur Thoroddsen
fór um landið á hestum í lok síöustu
aldar. . .
„.. . en Guðmundur Kjartansson
innleiddi vélvæðinguna og fór um
landið á reiðhjóli á árunum 1930—
40,”segirSigurður.
Raunvísinda-
mannatríó
Sigurður vill lítið gera úr músík-
þekkingu sinni. „Það er yfirleitt
tahð að þeir sem skrifa um tónhst
séu ekki mikhr tónlistarmenn — en
ég hef mjög gaman af að fara á
tónleika.”
Eftir nokkurt þóf getum við dregið
það upp úr honum, að hann spilar á
klarinettu, ekki til lofs né frægðar
heldur sjáhum sér til hugarhægðar.
Og oft með tveimur öðrujm raunvís-
indamönnum. Það eru þeir Páll Ein-
arsson jarðeðhsfræðingur, sem leik-
ur á cello „er annars kunnur fyrir
þekkingu sína á skeljum”, og Reynir
Axelsson stærðfræöingur sem leikur
á píanó.
Hvaða bækur les hann helst?
„Mikið reyfara, einnig bækur um
vísindi svo og bókmenntir, eitt-
hvað.”
Hann segist gjarnan lesa nýrri
ameríska höfunda. „Þeir hafa hryss-
ingslegan húmor og í Ameríku er
alltaf feiknamikið að ske,” og svo
eldri þýska — „eru til einhverjir nýt-
ir nútímahöfundar?”
Hann segir, að ennþá hafi ekki
borið á atvinnuleysi meðal jarðfræð-
inga, en auk þess megi þriggja ára
jarðfræðinám teljast góð undirstöðu-
menntun áöur en haldið sé út í lífið og
tekið til við eitthvað annað, til dæmis
bhasölueða blaðamennsku.
Við leggjumfyrir hann lokaspurn-
ingu:
„Hafa steinamir sál?”
„Nei,” segir Sigurður ákveðið,
'„hana hafa þeir ekki. Þeir eru orku-
lægsta og þar með líflausasta form
éfnisins. I kristölluðu efni ríkir alger
regla, engin óreiða, og það er vitað
áðregla er andstæða lífsins.”
Þetta hafði okkur einmitt lengi
grunað, og þar með shtum við tahnu. Sigurður Steinþórsson i húsakynnum jarðfrædideildar sem eru viðáttu-
-ihh. mikil eins og sjá má á myndinni. D V-mynd: Þó. G.
------------
I HELGAR hAATlNN
JL-PORTIÐ • IMYR INNGANGUR
RAFLJOS
f
MIKLU ÚRVALI
í
RAFTÆKJADEILD
ALDREI MEIRA ÚRVAL
AFHÚSGÖGNUM
í HÚSGAGNADEILD
Met
,elK°
rni”
Munið okkar
hagstæðu
greiðsluskilmála
Opið til
kl. 8 í kvöld
I öllum
deildum
/A A A A A A
|CQl.Q S'33' Sj]jW€K
Eli i
Jón Loftsson hf. - 1 ' — *
Hringbraut 121 Sími 10600