Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 18
18
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983.
TIL AÐILDARFÉLAGAI
ÖLFUSBORGUM
Gróðursetning verður í Ölfusborgum laugardaginn 18. júní.
Rútuferðir verða frá Lindargötu 9 kl. 13.00. Nánari upplýsing-
arísíma 25633.
Stjórnin
Öskum að kaupa árlega næstu 3 ár um það bil 1000 pör af skóm
fyrir löggæslumenn. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Tilboöverða opnuð þriöjudaginn 19. júlí 1983 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Frá
DOMUS MEDICA
Húsinu veröur lokaö frá klukkan 16 í dag vegna afmælishátíö-
ar. Kngin símaþjónusta verður veitt frá þeim tíma, en þeir
sem eiga pöntuð víðtöl geta að sjálfsöguð komiö.
DOMUS MEDICA.
Egilsgötu 3,
Reykjavík
Blaðbera vantar á
NESKAUPSTAÐ
Uppl. hjá Elínu Ólafsdóttur í síma 7159.
Kemur út
LAUGARDAGINN
18. JÚNI
en EKKI föstudaginn 17. júní.
SMÁAUGLÝSINGAR
Þeir auglýsendur sem ætia að auglýsa í smáaug-
lýsingum í helgarblaði 18. júní
þurfa að koma auglýsingum í Þverholt 11,
eða hringja í síma 27022
FYRIR KL. 17.00 FIMMTUDAGINIM 16. JUNÍ.
ATHUGIÐ!
Smáauglýsingadeild DV
Þverholti 11
er opin til kl. 18.00 fimmtudaginn 16. júní.
Lokað föstudaginn 17. júní.
Opið laugardaginn 18. júni kl. 9—14.
Síminn er 27022.
Menning Menning Menning
Abstrnktion eftir Arna Ingólfsson.
TILRAUNIR OG
FORSKRIFT
— Árni Ingólfsson f Nýlistasafninu
Ámi Ingólfsson nýlistamaður hélt
fyrir skömmu einkasýningu í Ný-
listasafninu og sýndi nokkur nýleg
olíumálverk.
Árni er einn af þessum f jölda ís-
lenskra listamanna sem hefur til-
einkað sér myndmál nýja málverks-
ins: hispurslausa og and-akadem-
íska formskrift sem oft hefur verið
skilgreind utan við allar viðteknar
„listreglur”. En nú er svo komið að
ný ja málverkið er orðið hluti af lista-
að listamaðurinn geti nú aðeins verið
endurtekning eða stæling. Listin er
meira en formskrift, hún er einnig
samsett úr alheimsmyndmálinu og
svo auðvitað stíl listamannsins, hans
eigin persónuleika.
Ytri og innri
samsetning
Listamaöurinn í Nýlistasafninu til-
einkar sér 100% ytri umgjörð og
Ándlitsmynd eftir Árna Ingólfsson.
sögunni, sagan hefur enn einu sinni
tínt upp eða klófest það sem í nokkra
mánuði var tjáningarfrelsi og upp-
finning fárra listamanna. Nýja mál-
verkið er orðið skilgreind og kortlögð
formskrift sem listmálarar geta
valið sér sem tjáningarmöguleika.
En ekki má þó skilja þessi orð þannig
innri samsetningu nýja málverksins.
Myndirnar eru málaðar á forgengi-
legt efni, pappír, sem gefur lista-
verkunum „tímabundið” gildi. Stór-
stirni nýja málverksins héldu því
nefnilega fram í byrjun ævintýrisins
að þessi nýju listaverk ættu ekki að
vera „munir” í borgaralegum
söfnum eða listaverkabraski. Margir
þeirra hafa nú augsjáanlega skipt
um skoðun því flestir eru þeir
komnir inn í stóru söfnin og margir
hverjir hvað dýrastir i verslunar-
braskinu. Nú eru því þessi forgengi-
legu einkenni (uppflosnaður pappír
o.s.frv.) orðinhlutiaf gerðnýjamál-
verksins og einnig söfnunargildi
verksins.
Andlit
Innri samsetning verka Árna
Ingólfssonar er einnig í takt við er-
lendar fyrirmyndir án þess að um
stælingar sé að ræða. Listamaðurinn
leggur sig fram við að mála gróft og
gefa efninu ákveðna virkni. Myndin
er flötur og þaö sem áður var sjón-
blekking er nú tjáning.
Listamaöurinn Ámi málar frjálst,
veður úr fígúrum yfir í abstraktion
líkt og myndefnið skipti engu máli.
Hér virðist aðeins málað til að mála.
I þessari listrænu tjáningargleði
njóta hæfileikar listamannsins sín
best í andlitsmyndunum sem virka
oft persónulegar. Þessi einföldu and-
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
lit sem virðast vaxa út úr litnum,
studd aðeins örfáum línum. Aftur á
móti virðist listamaðurinn eiga í
mestu vandræðum með abstraktion-
irnar og það er furðulegt að sjá lista-
manninn detta niður á lausnir sem
allt eins geta tilheyrt franska
abstraktexpressionismanum sem
blómstraði í kringum 1950.1 þessum
verkum verður list Áma oft aðeins
innihaldslaus endurtekning á
þekktum abstraktklisjum.
Tilraunir...
Þegar upp er staöiö, eftir að hafa
rennt yfir sýningu Árna, er sem
skorti ákveðinn stöðugleika í list-
sköpunina. Aöallega eru þetta til-
raunir stutt á veg komnar og lítið er
um skýrar og grundvallaðar niður-
stöður. Hér er það fyrst og fremst
gleðin yfir að mála sem drifur lista-
manninn áfram, og jú, inn á milli
framkallast síöan myndir sem við
getumkallaðboölega list.
GBK.