Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983.
29
íþrótt
íþróttir
íþróttir
íþrótti
k FH gegn Fram í gœrkvöldi. Skallar yfir
DV-mynd Friðþjófur.,
íotuðu
>igruðu Fram engu að
2:1—Gunnar Bjarna-
son, FH,rekinníbað
Fram, og Gunnari Bjarnasyni, FH, og rétt er
Gunnar hafði litið gula spjaldið augum kom
það rauða á loft og var þar kjaftbrúki um að
kenna. FH-ingar léku því 10 síðustu fimm mín-
úturleiksins. -SK.
Cruyff hætti
við að fara
til Sviss
Holiendingurinn Joban Cruyff hœtti
við að fara til Sviss eins og hann var
búinn að ákveða. Þessi snjalli leik-
maður, sem lék með Ajax sl. vetur,
skrifaði undir eins árs samning við
Feyennoord í gærkvöldi. Cruyff, sem
var staddur í sumarfríi á Spáni, kom
sérstakiega tii Rotterdam í gær til að
ganga frá samningnum við Feyenoord.
Cryuffer36ára. -SOS
Fyrsti sigur Blikanna
í Kef lavík í sjö ár
Ég<
er m jög ánægður með strákana — þeir léku
vel, sagði Magnús Jónatansson, þjálfari
Breiðabliks
Frá Magnúsi Gíslasyni — fréttamanni
DV á Suðurnes jum:
— „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð-
ur með þennan sigur minna manna.
Strákarnir léku mjög vel og gerðu það
sem fyrir þá var lagt,” sagði eldhressi
þjálfari Breiðabliks, Magnús Jóna-
tansson, eftir að Breiðablik hafði sigr-
að ÍBK 2—0 í Keflavík og er það fyrsti
sigur Blikanna í sjö ár í Keflavík. Stað-
an í leikhléi var 0—0.
Leikmenn Breiðabliks voru mun
frískari í þessum leik ef frá er skilinn
fyrsti stundarfjórðungur hans. Þá
sóttu Keflvíkingar stíft og tókst að
skapa sér nokkur góð marktækifæri,
sérstaklega þeim Magnúsi Garðars-
syni og Ola Þór, en inn vildi knötturinn
ekki. En smátt og smátt fóru Blikar aö
láta að sér kveða og náðu brátt góðum
tökum á sunnanmönnum sem þeir
héldu svo að segja til leiksloka.
Blikar fengu óskatækifæri á 30. mín-
útu leiksins er Sævar Gunnleifsson
komst einn inn fyrir vöm IBK. Þor-
steinn kom út á móti og tókst aö hefta
för hans nokkuð og þegar knötturinn
var á leið sinni í netið kom Gísli
Eyjólfsson á fullri ferð og hreinlega
settist á knöttinn. Blikar nýttu því ekki
þaðtækifæri.
Leikmenn Kópavogs-Iiðsins hertu
enn róðurinn í síðari hálfleik og á 56.
mínútu náðu þeir forystunni. Þá flétt-
uðu þeir sig í gegnum vöm IBK á
skemmtilegan hátt og endaði sú leik-
flétta með því að Sigurjón Kristjáns-
son gaf góða sendingu á Hákon Gunn-
arsson sem hafði komiö inn á sem
varamaöur stuttu áður og Hákon átti
ekki í vandræðum með að skora fyrsta
markið af frekar stuttu færi.
Og Blikamir bættu öðru marki við á
70. minútu. Sigurður Björgvinsson,
sem átti heldur mislukkaðan leik fyrir
IBK aö þessu sinni, braut þá á einum
leikmanni Breiðabliks um 25 metra frá
marki IBK. Sigurður Grétarsson gerði
sér lítið fyrir og skaut bylmingsskoti
að markinu og hafnaði knötturinn efst í
markhominu, alls óverjandi fyrir Þor-
stein Bjamason, markvörð IBK.
Keflvíkingar hresstust örlítið í lokin,
mest fyrir atbeina varamannsins
Freys Sverrissonar, en það dugði
skammt aö þessu sinni.
Allt lið Breiðabliks var gott í þessum
leik og er erfitt að nefna einhverja leik-
menn öðrum fremur. Þó verður að
geta leiks þeirra Jóns G. Bergs og Sig-
urðar Grétarssonar sem léku mjög vel.
„Liðsandinn var mjög góður hjá okk-
ur. Liðið vann þennan leik sem ein
heild. En ég er hræddur við næsta leik
sem er gegn Eyjamönnum. Það er erf-
itt að eiga tvo svona góða leiki í röð,”
sagði Magnús Jónatansson þjálfari eft-
irleikinn.
Eins og áður er getið var leikur Kefl-
víkinga i molum. Enginn skaraði fram
úr nema ef vera skyldi Þorsteinn
Bjamason markvörður en hann bjarg-
aði því sem bjargað varð. Liðiö náði
ekki saman í þessum leik og verður að
gera betur í framtíðinni ef leikir eiga
að vinnast.
Leikinn dæmdi Þóroddur Hjaltalín
og stóð hann sig með mikilli prýði.
Hann gaf þeim Trausta Omarssyni
UBK, Olafi Bjömssyni, UBK, og
Sigurði Björgvinssyni, IBK, gula
spjaldið í leiknum.
Liðin voru þannig skipuð:
Lið ÍBK: Þorsteinn B., Óskar Færseth,
Sigurður B., Gisli Eyjólfsson, Björn Ingólfs-
Sigurður Grétarsson skoraði stór-
glæsilegt mark. DV-mynd Friðþjófur.
son, (Kári Gunnlaugsson), Skúlf Rósantsson,
Rúnar G., Björgvin Björgvinsson, Einar As-
bjöm ðlafsson, Óli Þ. Magnússon og Magnús
Garðarsson (FreyrSverrlsson).
Lið Breiðabliks: Guðmundur Asgeirsson,
Benedikt G., Ómar R., Jón G. Bergs, Ólafur
B., Vignir Baldursson, Trausti Ómarsson, Jó-
hann Grétarsson, (Bjöm Þ. Egilsson),
Sigurðnr G., Sævar Þ. Gunnleifsson (Hákon
Gunnarsson), Sigurjón Kristjánsson.
Maður leiksins: Sigurður Grétars-
son. emm/SK
Enn fékk Daníel
reisupassann
Frá Magnúsi Gislasyni — frétta-
manni DV á Suðumesjum:
Akureyrarliðinu KA, sem féll í 2.
deild í knattspyraunni í fyrra, geng-
ur ekki vel að sigra í leikjum sinum
það sem af er keppnistimabilinu.
í gærkvöldi léku KA-menn gegn
Viði í Garðinum og lauk leiknum með
markalausu jafntefll, hvorugu liðinu
tókst að skora mark þrátt fyrir góð
tækifæri beggja.
Það sem einna helst bar til tíðinda í
leiknum var að einum leikmanni Víðis,
Daníel Einarssyni, var vikið af leik-
velli i annað sinn í sumar. Braut
Daníel á einum norðanmanna, fékk að
sjá gula spjaldiö hjá Birni Björnssyni,
dómara leiksins. Stuttu síöar var
Daníel aftur á feröinni og þá sá dómar-
inn sig tilneyddan að veifa rauöa
spjaldinu fyrir framan Daníel. En
hann gat það ekki lengi því Daníel
gerði sér lítið fyrir og sló rauða spjald-
ið úr höndum Björns. Furðuleg fram-
koma, vægast sagt.
Eins og áöur sagöi var nokkuð um
marktækifæri í þessum leik og skiptust
þau jafnt á milU liða, þ.e. KA og Víðis.
Skallað var og skotið í slá og bjargað á
línu en inn vildi sá hnöttótti ekki. emm
Völsungur steinlá á Húsavík
tapaði (0:1) fyrír Njarðvík, sem skaust upp á toppinn í 2. deild
Njarðvíkingar hafa komið mikið á
óvart í 2. defldinni í knattspyrnu í sum-
ar og gerðu það enn í gærkvöldi er þeir
náðu að sigra Völsung frá Húsavik i
leik liðanna sem háður var á Húsavík.
Njarðvíkingar skoruðu eina mark
leiksins þegar 15 mínútur voru til leiks-
loka og fögnuður þeirra var i meira
lagi eftir leikinn.
Sigurinn var þó ósanngjam éf miöaö
er við gang leiksins og léku Njarðvík-
ingar greinilega með annað stigið í
huga. Þegar þeir náðu svo knettinum
var „kýlt” fram á hinn eldsnögga Jón
Halldórsson og í kjölfarið á einni „kýl-
ingunni” náði Jón að skora sigurmark-
ið. Mjög óvænt úrslit þar sem Völsung-
ur var í efsta sæti deildarinnar fyrir
leikinn og hafð ekki tapað leik.
Besti leikmaöur Völsungs í leiknum
varOlafurBirgissonmarkvörður. -SK
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
O
ði
íeynis
Iil-1
jtunni
lar en
Reyni
iið um
m og
-SK.
□
KJUKLINGAR
eru sérgrein okkar, nammi, namm.
Komið á staðinn, eða
hringið á undan ykkur og
pantið í síma 29117
Þá er maturinn tilbúinn
þegar þiö komiö
Franskar xartöflur
sósa og salöt
SOUTHERN
FRIED
CHICKEN
Verið velkomin
Kjúklingastaðurinn
Tryggvagötu
Svangir sækja
Svörtu Pönnuna
SvARTA
PAÍ'iNAI'!
HraÖrétta veitingastaöur
íhjarta borgarinnar
O
ahomi
Tryggvagötu og Pósthússtrætis
Sími 16480
Boskamp
þjálfar
Víkinga
Mikinn hvalreka rak á fjörur
Víklnga á dögunum er hoilenski
landsliðsmaðurinn Johan Boskamp
lék hér með Stjömuliðinu gegn
Stuttgart.
Boskamp fékkst nefnilega til
þess að dvelja hér á landi í um
mánaðartíma og mun aðstoða
Víkinga við þjálfun yngri flokka
félagsins.
Johan Boskamp er mjög þekktur
knattspyrnumaður og hefur lengi
lelkið með hollenska landsliðinu.
Hann leikur nú sem stendur með
belgiska félaginu Lierse en var áð-
ur hjá Molenbeek.
-SK.
Langt kast
íkúluvarpi
kvenna
Ilona Slupianek frá Austur-
Þýskalandi kastaði kúlunni 22,40
metra á frjálsíþróttamóti í Austur-
Þýskalandi nú i vikunni. Er það
aðeins fimm sentímetrum styttra
en heimsmetið utanhúss, sem hún á
sjálf. Heimsmetið innanhúss á
Helena Fibiengerova frá Tékkó-
slóvakíu og er það 22,50 metrar.
-klp-
l.DEILD
Vestmey. — Víkingur 1—1(1—1)
Grasvöllurinn við Hásteín. 852 áhorfend-
ur.
Ómar Jóhannsson skoraði mark Eyja-
manna á 6. min. og Ómar Torfason jafn-
aði fyrir Viking á 12. mín.
Keflavík — Breiðablik 0—2
GrasvöMurinn í Keflavik. 670 áhorfendur.
Hákon Gunnarsson (56. mín.) og Sigurður
Grétarsson (70.) skoruðu mörk Breiða-
bUks.
ísafjörður—Akranes 1—0(0—0)
Atsafirði: 580 áhorfendur.
Jóhann Torfason skoraði mark ísfirðinga
á70. min.
STAÐAN
Staðan er nú þessi í 1. deildarkeppninni:
Vestmey. 6 3 2 1 13—5 8
Akranes 5 3 11 7-3 7
KR 5 2 3 0 7—5 7
BreiðabUk 6 2 2 2 5—4 6
ísafjörður 6 2 2 2 7-9 6
Þór 6 13 2 6-7 5
Þréttur 6 2 13 8-12 5
Keflavík 5 2 0 3 7-8 4
VUtingur 5 12 2 5—7 4
Valur 5 2 0 3 6-11 4
• M ARKHÆSTU MENN:
Ulimnr ‘ínsson, Vestmcy. 4
... ... sson, Vestmey. 3
Ómar Jóhannsson, Vestmey. 3
Ömar Torfason, Viking 3
Guðjón Guðmundsson, Þór 3
• Næstuleikir: BreiðabUk — Vestmanna-
eyjar, Akranes — Keflavik og Valur —
KR á laugardaginn. Vikingur — Þróttur á
sunnudaginn.
íþróttir