Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Síða 32
40
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983.
Jón Svelnsson lést 7. júní sl. Hann
fæddist 8. október 1915. Foreldrar hans
voru hjónin Sveinn Eiríksson og Júlí-
ana Jónsdóttir. Þau bjuggu í Mikla-
holti og þar ólst Jón upp. Jón veröur
jarösunginn frá Skálholtskirkju í dag
kl. 14. Jarösett veröur aö Torfastöðum.
Ragnheiður Kristín Arnadóttir Hall
lést 8. júní sl. Hún fæddist i Olafsvik 30.
desember 1894. Foreldrar hennar voru
hjónin Guöríður Jónsdóttir og Ami
Magnússon. Ragnheiður giftist
Nieljoniusi Hall. Er hann látinn fyrir
allmörgum árum. Þau hjónin eign-
uðust tvö böm. Lengst af starfaöi
Ragnheiöur sem matráðskona í
Laugamesskóla. Utför hennar veröur
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Anna Halldórsdóttir frá Miö-
fjaröamesi er látin. Hún giftist
Tryggva Hjartarsyni, en hann lést
fyrir allmörgum árum. Anna bjó
lengst af í Efstasundi 9. Utför hennar
var gerö frá Fossvogskirkju í morgun
kl. 10.30.
Anna Johannessen lést í Land-
spítalanum miðvikudaginn 15. júní.
Kristján Bjamason, Noröurhvoli Mýr-
dal, lést að heimili sínu 14. júní.
Sigurvin Helgason frá Isafiröi lést 4.
júní. Jarðarförin hefur fariö fram.
Steinþór Ingvarsson, Asgaröi 157
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
aöfaranótt mánudagsins 13. júní.
Jóhanna Nikulásdóttir, Fossheiöi Sel-
fossi, veröur jarösungin frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 18. júníkl. 13.30.
Sigfús Þór Báröarson, Helluhrauni 5
Mývatnssveit lést 12. júní sl. Utför
hans veröur gerð frá Skútustaöakirkju
ídagkl. 14.
Heilsugæzla
Tannlæknavakt er í Heilsuvemdarstööinni
viö Barónsstíg alla laugardaga og sunnu-
daga kl. 10—11. Sími 22411.
Fyrirtæki
Gunnar Gunnarsson, Lindarbraut 13A, Sel-
tjamamesi, rekur í Reykjavík einkafyrirtæki
undir nafninu Bamabrek. Tilgangur er sala á
notuöum baraavögnum, kerrum o.þ.h.
Einar Guöbjartsson, Rjúpufelli 23, Reykja-
vík, rekur í Reykjavík, emkafyrirtæki undir
nafninu Rekstrarbókhald. Tilgangur er bók-
halds-, uppgjörs- og rekstrarþjónusta.
Sigurþór Pétur Sigurðsson, Þingholtsstræti
8A, Reykjavík, rekur í Reykjavík einkafyrir-
tæki undir nafninu Alrammageröin. Til-
gangur er rammagerö og innrömmun.
Edda Hinriksdóttir, Flúðaseli 44, Reykja-
vík, og Guðrún S. Grétarsdóttir, Ferjubakka
12, Reykjavík, reka í Reykjavík sameignar-
félag undir nafninu Hárgreiöslustofa Edduog
Dollý sf. Tilgangur er rekstur hárgreiðslu-
stofu.
Siguröur Þorvaldsson, Asparteigi 1, Mos-
fellssveit, og Marey L. Svavarsdóttir, sama
stað, reka í Reykjavík sameignarfélag undir
nafninu S.Þ. sf. Tilgangur er bifreiðaskipti.
Olfar Níels Stehn Atlason, Hlíðargötu 13,
Neskaupstað, rekur í Reykjavík einkafyrir-
tæki undir nafninu Jason leðuriðnaður. Til-
gangur er fjöldaframleiösla á fatnaði úr leðri.
Jón Pálmason, Austurbergi 12, Reykjavík,
rekur í Reykjavík einkafyrirtæki undir nafn-
inu J.A. Pálmason. Tilgangur er hönnun og
ráðgjafaþjónusta.
Ami Sigurjónsson, Unufelli 18, Reykjavík,
Ingibergur G. Þorvaldsson, Reykjahlíð 8,
Reykjavík, og Guðmundur Olafsson, Heiðar-
gerði 22, Reykjavík, reka í Reykjavík sam-
eignarfélag undir nafninu Vídeó sport, Ægi-
síðu sf. Tilgangur er útleiga á myndböndum
og tækjum og verslunarrekstur.
Ormur Helgi Sverrisson, Huldulandi 46,
Reykjavík, og Hlynur Guðlaugsson, Vallar-
tröð 5, Kópavogi, reka í Reykjavík sam-
eignarfélag undir nafninu Vélaverkstæðið
Samsetning sf. Tilgangur er álsmíöi, jám-
smíöi, rennismíði og framleiðsla á vélum,
tengt sjávarútvegi.
Eimskipafélag Islands hf, Skipadeild Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, Farmanna- og
fiskimannasamband Islands, Slysavama-
félag Islands, Fiskifélag Islands, Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík, Hafskip hf, Land-
helgisgæslan, Rannsóknamefnd sjóslysa,
Landssamband Isl. útvegsmanna, Samband
ísl. tryggingafélaga, Sjómannasamband Is-
lands, Nesskip hf og Vélaskóli tslands reka i
Reykjavík sameignarfélag undir nafninu
Myndbanki sjómanna sf. Tilgangur er að
dreifa fræðslumyndum um öryggismál sjó-
manna um borö í skip.
Sveinn R. Sveinsson, Garðsenda 1, Reykja-
vík rekur í Reykjavík einkafyrirtæki undir
nafninu Otgáfu- og auglýsingaþjónustan
Fídus. Tilgangur er útgáfu- og auglýsinga-
þjónusta.
Jónas R. Jónsson, Sörlaskjóli 40, Reykja-
vík, rekur í eigin nafni og á eigin ábyrgð kjöt-
verslun að Laugavegi 2, Reykjavík undir
firmaheitinu Kjötverslun Tómasar Jóns-
sonar. Þessi ráðstöfun gildir frá og með 1.
janúar 1983.
Bjami Sigurjónsson, Skálagerði 1, Akur-
eyri, og Brynjólfur G. Thorarensen, Hraunbæ
154, Reykjavík, reka í Reykjavík sameignar-
félag undir nafninu NP-varahlutir sf. Til-
gangur er innflutningur og verslun með
bifreiðavarahluti.
Sigríður Guðrún Karlsdóttir, Hlunna-
vogi 12, Reykjavík, og Ágústa Sveinsdóttir,
Flyðrugranda 10, Reykjavík, reka í Reykja-
vik sameignarfélag undir nafninu Hár-
greiðslustofan Safír sf. Tilgangur er rekstur
hárgreiðslustofu.
Ragnheiöur Ebenezerdóttir, Hlíðarbyggð
34, Garðabæ, og Ásgeir Ebenezersson, Lauf-
ásvegi 74, Reykjavík, reka í Reykjavík sam-
eignarfélag undir nafninu Rafiðjan sf. Til-
gangur er verslun með rafmagnsvörur og
skyldur rekstur.
Ný störf
Ráðherra hefur skipað Hjördisi S. Jónsdóttur
í stöðu skrifstofustjóra landlæknisskrifstofu
frá og með 1. þ.m. að telja.
Hinn 15. maí 1983 veitti heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið cand. odont.
Shahram Firoozmand leyfi til þess að stunda
tannlækningar hér á landi.
Hinn 27. maí 1983 var Skúla Sigurðssyni lög-
fræðingi veitt leyfi til málflutnings fyrir
héraösdómi.
Forseti Islands hefur hinn 19. maí sl. skipað
Hermann Sveinbjömsson til þess að vera
deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá og með
1. júníl983að telja.
Hinn 11. mars 1983 veitti heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið cand. med et chir.
Sveini Arvid Rasmussen, leyfi til þess að
stunda almennar lækningar hér á landi.
Ráðuneytið hefur skipað Olaf H. Jóhanns-
son skólastjóra við Æfinga- og tilraunaskóla
Kennaraháskóla Islands frá 1. september 1983
aðtelja.
Menntamálaráðuneytið hefur sett Þór
Vigfússon menntaskólakennara, skóla-
meistara Fjölbrautaskólans á Selfossi um
einsárs skeið frá 1. ágúst 1983 aðtelja.
Menntamálaráðuneytið hefur skipað
Brynjólf I. Sigurðsson dósent í rekstrarhag-
fræði, sérstaklega sölufræði og markaös-
málum, í viðskiptadeild Háskóla Islands frá
1. október 1983 að telja.
Kaupmálar
Eftirtaldir kaupmálar hafa verið skráðir við
embætti borgarfógetans í Reykjavík í mars-
mánuði sl. og er skrásetningadags getið innan
sviga:
Milli Olafs H. Oskarssonar, Logalandi 16
Reykjavík, og Ingibjargar Bjömsdóttur, s. st.
(9-)-
í gærkvöldi__________ í gærkvöldi
Leðurblökurnar sigruðu
Dagskrá sjónvarpsins í gærkvöld
var blanda af léttu efni og þungu.
Fréttir voru á sínum staö og verö-
ur aö segjast eins og er aö fréttaþætt-
irnir eru misjafnlega vel gerðir.
Vissulega eru þeir sama marki
brenndir og fréttasíöur blaðanna.
Þegar lítiö er aö gerast, gúrkutíö rík-
ir, eru þeir heldur óspennandi. En
stundum finnst manni eins og áhuga-
leysi skíni í gegn hjá fréttamönn-
um.
Aö loknum þættinum Á döfinni
hófst þáttur Ara Trausta Guðmunds-
sonar og Halldórs Kjartanssonar,
Myndir úr jarðfræði Islands. Þetta
eru að mínu mati áhugaveröir þætt-
ir. Undirritaður er sannfærður um
aö þegar honum var gert aö nema
jaröfræði vetrarlangt viö mennta-
stofiiun nokkra í Reykjavík hefðu
þessir þættir orðið til aö vekja upp
fræðaþulinn sem í honum svaf
sem fastast þennan vetur. Nýjasta
tækni og vísindi var á sínum staö í
dagskránni. Frá blautu bamsbeini
hef ég veriö einn örfárra áhangenda
þessara þátta og tel mig hafa haft
mikiö gagn af. Til dæmis fannst mér
myndin um blóðstreymi í leðurblök-
um vera öldungis ómissandi og
hverjum manni nauösynlegt aö
kunna nokkur skil á þessum merku
dýrum. Hins vegar finnst mér þaö
hinn mesta kvikindisháttur aö senda
þessi fögru dýr upp í geiminn eins og
til stendur aö gera, ef marka má
myndina.
Dallasþátturinn sigldi í kjölfar nýj-
ustu tækni. Og satt aö segja var hann
algjört „anti-climax” eftir leöur-
blökuþáttinn. Má fullyröa aö dag-
skrá sjónvarpsins hafi runnið út í
sandinn, hægt og sígandi, eftir þann
þátt. Ágætur þáttur um Póllandsför
páfa náði ekki að rífa dagskrána
upp. Þaö var við ofurefli aö etja,
leðurblökumar sigruðu.
Ámi Snævarr.
Milli Marteins Stefánssonar, Rauðarárstíg 26
Reykjavík, og Guðrúnar Birnu Jónsdóttur, s.
st. (16.)
Milli Svavars Tryggvasonar, Espigerði 4
Reykjavík, og Aðalbjargar J. Jóhannesdótt-
ur, Grettisgötu 90 Reykjavík, (22.).
Milli Magnúsar Vals Magnússonar, Nönnu-
felli 1 Reykjavík, og Þórunnar K. Matthías-
dóttur.s. st. (24.).
Milli Kristjáns Steinars Kristjánssonar, Skip-
holti 48 Reykjavík, og Sigríðar Sæland Jóns-
dóttur, s. st. (25.).
Milli Jóhanns Sigurðssonar, Laugum Reykja-
dal, S-Þing., og EUsabetar Birnu EUasdóttur,
s.st. (25.).
Milli Kjartans Lorange og Elsu Sigurðardótt-
ur Lorange, Laugarásvegi 13 Reykjavík (29.
viðbótarkaupmáli).
Milli Dans Gunnars Hanssonar, Hagamel 51
Reykjavík, og Snjólaugar Guðrúnar Stefáns-
dóttur, s. st. (30.).
Leiklist
Síðasta sýning leikársins
Leikári Þjóðleikhússms lýkur nú um helgina
og verður síðasta sýningin nú laugardags-
kvöldið 18. júní á óperunni Cavalleria
Rusticana og baUettmum Fröken JúUu. Gefst
þama sjaldgæft tækifæri til að sjá og heyra
Erling Vigfússon tenórsöngvara í hlutverki
Túriddu i óperunni, en hann hefur starfað sem
einsöngvari við óperuna í Köln í fjölda ára og
hefur ekki sungið á íslensku leiksviði í hart-
nær tuttugu ár. Auk Erlings fara Ingveldur
Hjaltested, Solveig M. BjörUng, Sigríður EUa
Magnúsdóttir og HaUdór Vilhelmsson með
einsöngshlutverk í óperunni.
Þá gefst jafnframt síðasta tækifærið til að
sjá þau Ásdísi Magnúsdóttur og Niklas Ek
dansa hlutverk Júlíu og Jean, en bæði hafa
þau hlotið hástemmt lof fyrir túlkun sína á
þessum erfiðu hlutverkum. — Sinfóníuhljóm-
sveit Islands leikur í báðum verkunum undir
stjóm Jean-Pierre JacquUlat.
Siglingar
Siglingaklúbburinn
Kópanes,
Vesturvör í Kópavogi, er opinn á 17. júní kl.
15-18.
Ferðalög
Breiðfirðingafélagið
í Reykjavík
Sumarferö veröur aö þessu sinni farin í
Þórsmörk, föstudaginn 8. júlí kl. 20.00. Farið
veröur frá Umferöarmiöstöðinni. Allar
nánari upplýsingar gefur stjórn félagsins.
Tilkynningar
Orlofsdvöl húsmæðra
í Garðabæ
verður á Laugarvatni vikuna 11.—17. júlí.
Nánari upplýsingar gefur Kolbrún Lorange í
síma 42526 eftir kl. 19.30 á kvöldin.
Safn Jóns forseta
Sigurðssonar
á Hrafnseyri verður opnað almenningi 17.
júní og mun verða opið fram undir haustið.
Sóknarpresturinn, sr. Torfi Stefánsson á
Þingeyri, flytur hátiðarmessu á Hrafnseyri
17. júní. Að messugjörðinni lokinni mun
doktor Guðrún Helgadóttir flytja erindi um
Hrafn Sveinbjamarson og lækningar hans, en
á þessu ári eru 770 ár frá því að Hrafn var af
lífi tekinn, en svo sem alkunnugt er ber
staðurinn nafn hans.
Safnvörsluna í sumar annast Sigríður
Valdimarsdóttir eins og í fyrrasumar.
Yfirlýsing
Aö gefnu tilefni óska ég eftir aö taka
fram aö ég er ekki höfundur skrífa er
birtust á blaösíöu 32 í DV þriöjudaginn
14. þessa mánaöar undir fyrirsögninni
„Sungið um kattamat”.
Erling Aspelund, framkvæmdastjóri,
Flugleiðum.
Vitnivantar
að árekstri
tveggja Mazda-
bfla í Kópavogi
Vitni vantar aö árekstri sem varð á
milli tveggja Mazda-bíla á Borgar-
holtsbraut, rétt vestan við Digranes-
brú í Kópavogi, miövikudaginn 8. júní
síðastliðinn.
Aö sögn lögreglunnar í Kópavogi
Jhvolfdi annarri Mözdunni. önnur
þeirra var á leiö austur Borgarholts-
braut, en hin kom suður yfir hálsinn.
Þeir sem kynnu að geta gefið
upplýsingar um málið eru vinsamleg-
ast beönir aö gefa sig fram við lögregl-
una í Kópavogi.
-JGH
Árnað heilla
Nýlega voru gefin saman 1 hjónaband I Frí-
kirkjunni i Reykjavík, Edda Haraldsdóttir og
Snorri Sigurðsson. Heimili þeirra er að Kjarr-
móum 18, Garðabæ.
Afmæli
90 ára er í dag, 16. júní, frú Jónína
Hermannsdóttir frá Hofsósi. Hún er
fædd á Læk í Viðvíkursveit í Skagafirði
16. júní 1893. Eiginmaður hennar var
Bjöm Jónsson, sjómaöur á Hofsósi,
sem látinn er fyrir mörgum árum. I
dag veröur Jónina stödd hér í Reykja-
vík, aö Rjúpufelli 28 í Breiðholtshverfi.
AUGLÝSENDUR!
Þeir sem hafa áhuga á að aug-
lýsa vörur sínar og þjónustu í
þessu aukablaði
vinsamlegast hafi samband
við auglýsingadeild DV,
Síðumúla 33, sími 27022, virka
daga kl. 9—17 sem fyrst eða
í SÍÐASTA LAGI
FIMMTU —
DAGINN 16. JÚNÍ.
AUKABLAÐ
UM FERÐALÖG INNANLANDS
KEMUR ÚT LAUGARDAGINN
25. JÚNÍ.
A uglýsingadei/d
Síðumúla 33 sími27022.