Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Side 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JULI1983. 15 á þau öll. Þetta ákvæöi dregur t.d. Is- land sjálfkrafa inn i hemaöarátök sem viö berum enga ábyrgö á. Einungis hlutlaus og óháö ríki njóta sjálfstæðis í utanríkis- og vamarmál- um i stríöi og á friðartimum. Noröurlöndin hafa fram til þessa notið sérstööu innan NATO hvaö varö- ar staösetningu kjarnorkuvopna aö taliö er. Andstaða Bandaríkjamanna gegn kröfum um kjamorkuvopnalaus Noröuríönd bendir þó til þess aö sér- staöa okkar í þeim efnum sé senn á enda. Ef Bandaríkjamönnum tekst að kné- setja Mið-Evrópu og staðsetja þar meöaldrægar eldflaugar af geröinni Pershing-2 og Cmise Milliles í trássi við vilja Evrópubúa, þá verður þess ekki langt að biða að rööin komi aö Norðurlöndunum. Baráttan gegn nýjum meðaldrægum eldflaugum í Evrópu er því prófsteinn á framtíö kjarnorkuvopnalausra Norö- urlanda. Hlutleysi er vörn Island er hemaöarlega mikilvægt fyrir Bandaríkjamenn. Landfræðileg staða okkar gerir það að verkum að við höfum dregist inn í vígbúnaðarkapp- hlaup stórveldanna og hemaðarlegt gildi landsins eykst stöðugt jafnhliða auknum umsvif um NATO hér á landi. Meö tilkomu kjamorkukafbátanna dröst Island inn i kjamorkuvopnakerfi Bandaríkjamanna. Fullkomnustu fljúgandi eftirlits- og stjómstöðvar þeirra (AWACS) em meö bækistöövar á Keflavíkurflugvelli. Hlerunarbúnaður og radarstöðvar sem fylg jast með ferðum óvina Banda- ríkjamanna hafa veriö hér lengi og stjórnstöövar sem gera kjarnorku- árásir úr iofti og á sjó mögulegar eru staðsettar á Islandi í dag. Island er mikilvægur hlekkur í kjarnorkuvopnakerfi NATO og yrði þ.a.l. umsvifalaust fyrir árás af hálfu Sovétmanna ef styrjöld brytist út. Einungis hlutlaust Island getur kom- ist hjá slikum örlögum. I hlutleysi felst vörn en aðild okkar að hemaðarbanda- lagi býður hættunni heim. Astandið i alþjóðamálum ýtir undir kröfuna um hlutleysi. Stórveldin hafa ekki reynst þess megnug að varðveita frið i heiminum án þess að leiöa hann á barm algjörrar útrýmingar. En milljónir Evrópubúa em reiðubúnir til að lifa í sátt og sam- lyndi. Friösöm þjóö eins og Islendingar er vel fær um aö leysa sinar milliríkja- deilur með friösömum hætti. Við skul- um því skipa okkur í röð óháðra ríkja og njóta þeirra forréttinda sem hlut- leysi fylgja á alþjóðavettvangi. Við getum brotist út úr vítahring gjöreyð- ingarkapphlaupsins og f arið fram á al- þjóöa viðurkenningu sem hlutlaust ríki. Hlutleysi vemdar land- og lofthelgi okkar fyrir umferð vigvéla af öllu tagi og skapar börnum okkar framtíð án ótta. Hlutleysi er vöm. Ragnar A. Þórsson verkamaður. • „Þaö er gamall siður hérlendis aö óska mönnum farsældar í starfi og ósk min til þjóðarinnar er auðvitað að bærilega takist henni að lifa stjórnina af en hann gerði ráð fyrir að þar að auki hefði Steingrímur bmgðist sér og skert launin meira en viðmælandi minn átti von á. Þessi ágæti maöur hafði þá speki einhversstaðar frá að eftir 1. september nk. færi fjórða hver króna sem hann taldi sig eiga rétt á sam- kvæmt kjarasamningi framhjá launa- umslaginu sínu og einhvem veginn yrði að mæta siíku. Datt honum helst í hug að segja upp Tímanum hans Þór- arins. Þegar við skiidum var viðmælandi minn að reikna það út hvað Tíminn vægi þungt á hinum margrómaöa árs- grundvelli. Ég benti honum auövitað á Þjóðhagsstofnun, þar væri reglan sú að reikna ýmsa hluti á ársgmndvelli. Fyrirgreiðslu- kompanfið háeff Hvað tekur við á haustdögum þegar þing kemur saman skal litlu um spáö. Þaö er þó skoðun undirritaðs aö sú rikisstjóm sem gerir sig seka um að stjóma í skjóli þess að þing hefur ekki verið kallað saman sé vond stjórn. Sem jafnaöar- og samvinnumanni hrýs mér hugur við þeim „efnahags- sjónhverfingum” sem kraftaverka- mennirnir í Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokki beita til þess að færa þjóöarbúskapinn í skaplegt horf. Sú kjaraskerðingarleið sem ríkisstjómin hefur kosið að fara er einhver sú harkalegasta eymdarstefna sem farin hefur verið viö stjómun þessa lands. Einhvern tíma þótti það ekki vænlegt ráö að minnka við menn matar- skammtinn en biðja þá i leiöinni að ganga rösklegarframviðbúverkin. I skjóli þeirrar ábyrgöarlausu umræðu sem haldiö var úti fyrir og eftir kosningar, að þjóðin væri að drukkna í skulda- og verðbólgufeni, fær ríkisstjómin átölulítið að komast upp með þá kjaraskerðingar-leiftur- sókn sem básúnuö hefur verið. Fyrir kosningar var ætíð sagt að, ,taka yrði á vandanum”. Það sem nú hefur verið framkvæmt var hins vegar aldrei sagt; að binda ætti samningsrétt launafólks í lög. Rætur vandans liggja ekki i umfangi launaumslaga lágtekjufólks, vandinn liggur í gömlu og úreltu stjómkerfi sem fyrir löngu er orðið lúið til heils- unar en enginn þorír aö framkvæma uppskurð vegna hagsmunasamtrygg- ingar sem stjómmálaflokkarnir halda dauðahaldií. Það annars ágæta fólk sem valist hefur i „landslið íslenskra stjórn- mála” verður þess ekki megnugt að framkalla þær stjórnkerfisbreytingar sem nauösynlegar eru. Þess vegna mun ríkisst jórnin ekki fara aorar ieiuu en hinar klassísku leiðir kjaraskerð- inga og kauprána. Sagan hefur kennt okkur aö þessar leiðir skapa fleiri vandamál en þær leysa. Eftirmæli þessarar ríkisstjórnar; „Fyrir- greiðslukompaníið háeff”. Biðlund íhaldsins? Þær verða áleitnar spumingamar þegar svipast er um á vettvangi stjóm- málanna. Bágt á ég með að trúa að biölund þeirra sjálfstæöismanna sem ekki komust í ráöherrastólana verði löng. Til þess skortir flokkinn þá forystu sem til þarf. Smákóngamir munu færa út ríki sín og væntanlega munu „landamæradeilumar” krefjast sinna fóma. Olafur þingflokksfor- maður Einarsson, sem eftir Reykja- nesprófkjörið varð „riddari sjónum hryggur”, hefur gefið flokksmönnum sínum tóninn með hinni sjálfsögðu kröfu að þing veröi strax kallaö saman. Þegar þjóðin hefur skotið flugeldum til himins um áramót hafa landamæra- deilurnar i Sjálfstæöisflokknum lagt minni spámenn að velli. Þeir eru margir prínsarnir i hinum stóra flokki er ekki kunna að meta stjórnkænsku Steingríms Hermannssonar. Það verður fróölegt að fletta Morgunblaðinu, þeirri stóru og „mál- efnalegu” bók, og fýlgjast með hvaða erföaprínsum blaðiömun dilla. Og talandi um Morgunblaðiö vil ég i lok þessa samtinings gera að umtals- efni áhyggjur mínar af blaðakosti stjómarandstöðunnar. Afturhaldsgeir- inn i Framsóknar- og Sjálfstæöisflokki gengur nú samstiga til orustu. Að vopni hafa þessir flokkar öfluga fjöl- miðla (Morgunblaðið, Timann og DV) sem óspart veröa notaöir til að verja „aðgerðir” stjórnarinnar. Þessi óskemmtileg staðreynd blasir nú viö. Eg fæ ekki séö að Þjóðviljinn eða Alþýðublaðið fái myndað það mótvægi sem til þarf. Það tekur Þjóðviljann a.m.k. 4 ár að freista þess að réttlæta mistök Alþýðubandalagsins sl. kjör- tímabil og Alþýöublaðið hefur tæpast bolmagn til stórra átaka. Þessi kaldhömruðu sannindi ættu jafnaðar- og samvinnumenn að muna vel þegar þing kemur saman i haust. Amar Björasson nemi. Menning Menning Menning Vinalegt hrafnaþing frá Færeyium Tónleikar f Norræna húslnu 17. júlf. Flytjendur: Yggdrasil, Emst Dalgarfl flautur, Kristían Blak pfanó, segufcand, Phillppa Carró skuggamyndlr. Það er ekki hægt að segja að fær- eyska tónlist reki oft á fjörur okkar Islendinga, en sú varð þó raunin á sunnudagskvöldið. Meðlimir úr fær- eysku hljóinsveitinni Yggdrasil fluttu þrjú verk eftir Kristian Blak. Fyrst gamla sálma í ,,að spila af fingrum fram” stíl. Síðan verk sem heitir Heygar og Dreygar og gæti út- lagst álfasteinar og draugar á is- lensku. Verk þetta er sett saman af sjö litlum þáttum og gert út frá myndum eftir færeyska skáldið William Heinesen af þjóölegum kynjaverum eins og marbendlum, dvergum og sjóskrímslum. Myndum skáldsins var stillt upp við vegg og við sem i salnum sátum nutum þeirra á meðan tónlistin var flutt. Síðast á efnisskránni var verkið Hrafnaþing, verk um hrafna og þar á meðal hrafnana Hugin og Munin. A meöan það var flutt sýndi ljósmynd- arinn Philippe Carré skuggamyndir sínar. I tónlist Kristians Blak má lesa áhrif mjög víða að úr heiminum. Til að mynda má þar heyra tóna af pal- ettu Debussy og Ravel og allt litrófið yfir í skandinavíska þjóðlaga-jass- stefnu sem mjög hefur verið vinsæl síöastliöin tiu, fimmtán árin. Er megininntak þeirrar tónlistar að jassa upp gömul þjóðlög. Tónlist Kristians er mjög vinaleg, enda voru þetta vináttutónleikar Norrænu hús- anna i Færeyjum og á Islandi. Hún var hugljúf og afslappandi, en þó var kvöldið þannig að ég var sjaldan vakinn upp með geislandi fjöri og dramatískum tilþrifum. Hver kafli flaug framhjá áreynslulaust, en hvarf og gleymdist í skugga þess semáeftir kom. Hér voru á ferðinni menn með þó- nokkra fagkunnáttu, en óneitanlega saknaði ég þess að vera ekki stöku sinnum kitlaöur upp úr sætinu. Hrökkva ekki upp eins og þaö væri draugur meö falskar tennur í píanóinu! T Færeyskir hrafnar — eða Huginn og Muninu? Mynd: Philippe Carré. Snöggt uppstreymi heffli ekkisakað Sem fyrr segir byrjuðu tónleik- amir á útsetningum á gömlum fær- eyskum sálmum. Fyrst lék flautan laglinu sálmanna, síðan kom píanóiö varlega inn i með tón og tón. Smátt og smátt óx verkið út i ails konar hlaup og stökk í flautunni. Þarfannst mér flautan eiga fallegar línur en pi- anóiö sló taktinn undir. Svo fór pianóið aö hlaupa og stökkva og loks voru bæði hljóðfærin farin að hlaupa og stökkva út um allan tónskalann Tónlist Hákon Leifsson þar til flautuleikarinn fór að gala á pínulitla blokkf lautu, þaö var svolítiö gaman. A endanum fundu þeir sér einar tvær tónslaufur og hnýttu snyrtilega utan um sálmana. Næsta verk, Heygar og Dreygar, fjallaði sem fyrr segir um furðu- verur þeirra Færeyinga, marbendla og þvíh'kt, sem William Heinesen hafði málað. Þetta voru stuttir kafl- ar, eins konar sketsar, sem hvorki höfðu stórar bogalínur í formi né voru innbyrðis áþreifanlega ólíkir. Með þessum stuttu köflum notaði Kristian skemmtilega sjávar- og fuglahljóð (concrete sounds) af seg- ulbandi. Eftir hlé var flutt verkið Hrafna- þing. Skuggamyndir Phihppe Carré, svart-hvítar, voru fallegar. Fyrst myndir þar sem fjöll bar við himin, síðar myndir af hrafni (Huginn/- Muninn), þá pas de deux með tveim- ur hröfnum og loks lauk myndaröð- inni á bólstrandi skýjum. Tónlistin og hljóðin undir voru ekki sem verst, en þó vantaöi einhverja hreyfingu. Eitthvert svif og snöggt uppstreymi, vængjablak, stungu eða stífdans. Allt rann svo ljúflega áfram að ég sat í sama ástandinu frá upphafi til enda. Minnti þessi tónlist einna helst á hug- leiöslutónlist sem vissulega þjónar mjög gagnlegum tilgangi fyrir manninn. Sem sagt, mjög vinalegir tónleikar og gaman aö Færeyingar skuli vera farnir að djassa. Eg vona að við eig- um eftir aö heyra meira af þvi. gggg=,sg8sg= tölvan - léttir störfín ÓDÝR FÆRANLEG FORR/T FYLGJA 1 KAYPRO er öflug smátölva sem léttir daglega skrifstofuvinnu. 2 KAYPRO notar CP/M stýrikerfið sem gefur beinan aflgang afl aragrúa forrita til hinna ýmsu nota — hún er kjörin fyrir textavinnslu, jafnt á ís- lensku sem ensku, áætlanagerð, fjár- hags- og viflskiptabókhald, gerfl toll- skjala, lagerbókhald og svo mætti lengi telja. 3 KAYPRO er „færanleg", það tekur aðeins 2 mínútur afl setja hana upp eða taka hana saman. I henni er inn- byggður 9 tommu skjár, 24 x 80 stafa, 2 diskettudrif, samtals 400 K, og laust lyklaborð. Tölvudeild STERÍÓ býður upp á þá þjónustu að koma með tölvu á staðinn og sýna það helsta sem hún hefur upp á að bjóða. J Sendið mér nánari upplýsingar um KAYPRO J ■ tölvuna. Nafn t t t t J Fyrirtœki....................... t f Pústfang................. Sfmi Sendist STERÍÓ hf., töfvudeild, pósthólf 852, 121R. Simi2-90-72.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.