Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Qupperneq 36
hverri vi Flugmálastjórn gæti haft verulegt gagn áf nýjum ratsjám vamarliðsins: Gætu dekkað blinda svæðið „Islenska flugmálastjómin gæti hugsanlega haft verulegt gagn af nýjum ratsjám varnarliðsins á Vest- fjörðum og Norð-Austurlandi. En það færi eftir staðsetningu og gerð' tækjanna,” sagði Haukur Hauksson varaflugmálastjóri í samtali við DV. Haukur sagði aö frá árinu 1971 hefði flugstjómarmiðstööin verið sam- tengd ratsjá vamarliðsins í Rock- ville á Miðnesheiði til afnota fyrir al- þjóðlega flugumferð yfir landinu og hafinu umhverfis. Þessi ratsjá kæmi einnig innanlandsflugi til góða. Sem dæmi um takmörk Rockville- ratsjárarinnar nefndi Haukur að flugvélar í 20 þúsund feta hæð á leið frá Akureyri sæjust fyrst þegar þær væru rétt fyrir norðan Langjökul. Flugvélar í 109 þúsund feta hæð á leið frá Vestfjörðum sæjust yfir Breiða- firði. Stór hluti landsins er því „blint” svæði. ..Flugmálastjóm hefur ekki hugs- að sér að radarvæða þessi svæði sök- um mikils kostnaðar og lítillar um- ferðar. Ef varnarliðið reisir þessar stöðvar opnast þama hugsanlega leið til að dekka blinda svæðið,” sagði Haukur. Skuldbreyting lánaákveðin Ríkisstjómin hefur átt viðræður við banka og sparisjóði um skuldbreyt- ingarlán fyrir þá sem stofnað hafa til skuldar vegna byggingar eöa kaupa á eigin húsnæði. í fyrsta sinn undanfarin 2—3 ár. Hafa þessar stofnanir fallist á aö taka að sér slika skuldbreytingu á lánum sem þær hafa veitt. Skulu þeir lántakendur sem hlut eiga aö máli snúa sér til þess banka eða sparisjóös sem þeir eiga viðskipti við, í samræmi við auglýsingu banka og sparisjóða sem birtist í dagblöðum og einnig ligg- ur frammi í afgreiðslum þessara stofn- ana. JBH Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Laun greidd í morgun Launagreiðslur til verkafólks í Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar drógust enn í gær og voru laun ekki greidd fyrr en í morgun. Vinnsla hófst í fiystihúsinu í gær og erhúnnúífullumgangi. -JSS. LOKI Mér er sagt aO sá grunaði hafi verið í riffi- uðum jakka. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1983. Tillögur sjávarútvegsráðherra um úthlutun gengismunar úr stofnfjársjóði fiskiskipa: RÆTT UM1AKMORKUN A DÝRUSTU SKIPUNUM —j ríkisstjórnin fjallar um skiptingu gengismunar á þriðjudaginn „ Það er alveg rétt að þetta er milli- færsla milli togaranna og fiskvinnsl- unnar en það má náttúrlega líka segja að afkoma sérstaklega fryst- ingarinnar leiði þessa millifærslu,” sagði Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra í samtali við DV í gær í tilefni skrifa forstjóra Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins, Björns Dagbjartssonar, og ummæla Olafs Björnssonar, stjómarformanns Samlags skeiðarframleiðenda, i blaðinu um ráöstöfun gengismunar. Þeir hafa meðal annars sagt aö þetta fé sé notaö til þess að létta undir með óábyrgum togaraútgerðum og þeim sem hafa verið að kaupa ný skip á kostnað vel rekinna og skuldlítilla fyrirtækja. Byggja þeir skoðanir sínar meðal annars á þeim hug- myndum ráðherrans að 300 milljónir af nálægt 500 eigi að fara í stofnfjár- sjóðfiskiskipa. Ráðherrann sagði aö hagnaöur frystingarinnar, eftir þær ráðstafanir sem gerðar hafl verið, væri talinn 6% en verulegt tap á útgerðinni. „Þessir ágætu menn veröa nú að hafa það í huga að vinnslan getur ekki gengið öðruvísi nema það sé dreginn fiskur úr sjó. Það eru náttúriega líka hags- munir vinnslunnar að útgerðin geti gengið bærilega.” Halldór lagði einnig áherslu á að hugmyndin hefði alltaf verið að hluti gengismunar- fjárins rynni til sjómanna. Það hefði þó alltaf legið fýrir að afkoma út- gerðarinnar væri slæm, sérstaklega; togaranna. Sjávarötvegsráðherra var inntur eftir hvort verið væri með gengis- munarfé að bjarga þeim sem kaupa skip en ætla ekki að greiða, eins og Olafur Bjömsson sagði. Hann svar- aði þvi til að sjávarútvegsráðuneytið hefði lagt fram ákveðnar hugmyndir í málinu og yrðu þær til umræðu í ríkisstjórn á þriðjudag. „Það var til- laga mín að 300 milljónir færu i stofn- fjársjóð en ég vil ekki upplýsa sam- kvæmt hvaða reglum. Það eru ákveðnar úthlutunarreglur til um- ræðu, meðal annars er talað um tak- mörkun á dýrustu skipunum.” Varðandi það að verið sé að hafa skreiðarframleiðendur að féþúfu, eins og Olafur sagði í samtali við DV síðastliðinn föstudag sagði Halldór: „Þeir greiða ekki í gengismunarsjóð fyrr en þeir selja þessa skreið. Eg sé ekki að þeir eigi að vera undanþegnir. því frekar en aðrir. Gengismunarfé kemur ekki inn fyrr en varan er greidd.” -jbh.. Komdu sól eöa. DV-mynd HJH STRAKAR FUNDU RIFFIL OG VÍNFLÖSKU í RJÓÐRI „Viðkvæmt innansveitarmál í fámennu byggðarlagi” Tveir drengir, 7 og 11 ára, sem dvöldust á sumarbúðunum við Ás- tjörn I Kelduhverfi, fundu um helg- ina riffil og hálffulla hvítvínsflösku i rjóðri skammt frá búöunum. „Það er Guös mfldi að strákarnir skyldu ekki í bamaskap sínum íeika sér með byssuna sem hvert annað leikfang,” sagði Konráð Oddgeir Jóhannsson frá Akureyri. Hann kom riff linum til lögreglunnar á Húsa vík. Að sögn Konráðs, sem er kunnáttu- maður um skotvopn, er riffillinn af gerðinni Anschutz, 222 kaliber. Þegar strákamir fundu hann var skot í skotgeymi, magasíni, en ekki í. skotstæði. Sagði Konráð að byssan hefði verið spennt og greinilegt að nýlega hefði verið búiö að skjóta úr henni. „Eg skilaði rifflinum til lögregl- unnar með því fororði að ég vfldi vita hver hefði gerst sekur um slíkt gá- leysi nærri drengjaheimili. Auk þess er Astjöm friðlýst svæði og meðferð skotvopna algjörlega bönnuð þar," sagðiKonráö. Lögreglan á Húsavík hafði eftir- farandi að segja í morgun: „Við vitum hver er eigandi riffilsins. Við eigum eftir að fullkanna þetta mál. En það er alveg ljóst að þessum riffli var stolið. Við teljum okkur vita hver gerði það og höfum haft tal af honum. Þetta er viðkvæmt mál í sveitinni.” -KMU. Fjármálaráðherra og stjóm Lánasjóðsins: Tillögur í næstu viku? Fundur f jármálaráðherra og stjórn- ar Lánasjóðs íslenskra námsmanna var haldinn í gær. Albert Guðmunds- son sagði í samtali í morgim að fundur- inn hefði verið málefnalegur og nú væri verið að reikna út hugmyndir begg ja aðfla., .Síðan verður vinnufund- ur milli aðstoðarráðherra og lána- sjóðsmanna í þessari viku og ég reikna með að þeir geti lagt eitthvað endan- legt fyrir mig í næstu viku.” Aðspurður um hvort afstaða hans til skerðingar námslána heföi breyst svaraði Albert: „Það er alveg ljóst að allir landsmenn, hvort sem þeir eru í námi eða annarri vinnu, verða að bera þær byrðar sem nú hvíla á þjóðinni. Það fer ekkert á milli mála að það sleppa engir við það. Við erum bara að gera eins mildandi aðgerðir og hægt er og báðir geta sæst á. Það verða engar einhliöa ákvarðanir teknar í þessu máli.” -pA Rigning áframá Suðurlandi — en sumarveðurá öðrumstöðum Allt útlit er fyrir að íbúar á suð-vestur- horninu verði að sætta sig Við áfram- haldandi rok og rigningu, í það minnsta fram að helgi. Veðurstofan reiknar með að vindur- inn snúi sér í dag í suð-vestur og með honum mun fylgja einhver rigningar- suddi. Búist er viö að þetta veður haldist fram að helgi en þá geti glaönaö til aftur. Á Vesturlandi var að koma þokka- legasta veður í morgun og þeir á Isa- firði sögðu aö þar sæju þeir til sólar. A Norður- og Austurlandi er búist við mjög góðu veðri í dag og næstu daga. 1 morgun klukkan átta var hitinn áAkureyrikominníl6 stig. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.