Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 11
DV. MÐVHCUDAGUR 20. JOLI 1983. 11 Mosamir verða eins og gamlir kunningjar — segir Bergþór Jóhannsson mosaf ræðingur Á íslandi mætast mosar úr norðri og suðri. Ein tagund vex hár sem ekki fínnst nœr en í Japan. Bergþór Jóhennsson við smásjána á Náttúru- fræðistofnun. D V-m yndir Bjarnleifur. Dagana 1. til 9. júlí þinguðu mosa- fræðingar á Laugarvatni. Bergþór Jóhannsson, eini náttúrufræðingur landsins sem fæst eingöngu við mosarannsóknir, var á ráðstefnunni kjörinn formaður félags norrænna mosafræðinga. Við slógum á þráðinn til hans. „Hvað voruö þiö margir, mosa- fræðingarnir? ” „Viö vorum tuttugu, frá ýmsum löndum, Þýskalandi, Hollandi, Bandarikjunum og flestum Norður- landa. Af Islendingum voru auk mín þeir Agúst H. Bjarnason og Helgi Hallgrímsson frá Akureyri. Frá Bandaríkjunum kom einn frægasti mosafræðingur sem nú er uppi í heiminum, Rudolf Schuster. Hann hefur ritað feiknamiklar bækur um mosa.” ,,Er Island mosaríkt land? ” „Það má segja það. Hér eru um 560 mosategundir og á hverju einasta ári finnastnýjar.” Bergþór sagði að ráðstefnan hefði verið óvenjuleg að því leyti að nær engir fyrirlestrar voru haldnir. Á hverjum morgni var ekið frá Laug- arvatni í mosaieiðangra, austur und- ir Eyjaf jöll, upp í Landmannalaugar og í Hvítámes við Langjökul, að hverasvæðum og aö Kleifarvatni. A kvöldin var svo fengur dagsins skoð- aður í smásjá og málin rædd fram á rauðanótt. „Við fundum fjórar nýjar tegund- ir. Þar á meðal eina sem vitað er að barst til Evrópu fyrir fimmtán tutt- ugu árum síöan. Hún hefur veriö að færast noröur á bóginn og er nú kom- in hingað, liklega með farangri ferðafólks. Stéttarbróðir minn skrif- aði mér frá Bretlandi í fyrra til að spyrja hvort hún væri komin, en þá svaraði ég neitandi. Nú verð ég að skrifa honum aftur og segja að hún séfundin.” Hreindýramosi er ekki mosi „Eitt það sérkennilegasta við Is- land sem mosaland er að hér mætast mosar úr ýmsum áttum, sumir af Norðurpólnum, aðrir að sunnan. Og ein tegimd vex hér sem ekki þekkist annars staðar nær en í Japan.” „Ermosafræði hagnýt?” „Það færist mjög í vöxt að nota at- huganir á mosa sem mælistiku á mengun. Hér á landi má greinilega merkja afleiðingar mengunar á mosa kringum Straumsvík og einnig frá Heklugosum. Við Grundartanga höfum við ákveðna skika, þar sem við fylgjumst með mosanum, en þar hefur ekki komið fram mengun ennþá.” „Hvert var mesta gagnið af ráð- stefnunni?” „Við erum einangraðir hér í mosa- rannsóknum og það var ómetanlegt að fá tækifæri til að ræða við erlenda stéttarbræður. Um sígildar spurn- ingar eins og hvemig mosar hafa' borist hingað og hvort þeir hafi lifað síðustu ísöld af eða komið hingað síð- ar. Eins er ýmis vandi tengdur út- gáfustarfsemi. Norræna mosafélag- ið gefur tvisvar á ári út rit, sem heit- ir Lindbergia, í höfuðiö á sænskum mosafræðingi sem uppi var á síðustu öld. Þetta er eitt af þremur virtustu mosaritum í heiminum. En þaö er aö verða svo hávísindalegt að hugsan- lega þurfum við að gefa út annað tímarit fyrir almenna félagsmenn, sem eru 220 og fæstir þeirra hrein- ræktaöir mosafræðingar.” „Hreindýramosi, er þaö mosi? ” „Nei.” „Hver er mesta gleðin við mosa- fræðina?” „Er það ekki eins og með allt í lif- andi náttúru,” svarar Bergþór, „þegar maður fer að þekkja ein- stakar tegundir þá verða þetta eins og gamlir kunningjar, sem alltaf er gaman að hitta? ” -ihh. Reykjavíkurborg byggir dvalarheimili fyrir aldraða: Seljahlíð mun hýsa 80 aldraða í 70 íbúðum Hafin er bygging nýs dvalarheimilis fýrir aldraða í Reykjavík. Heitir það Seljahliö og veröur að Hjallaseli 23 í Breiðholti. Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkti í nóvember 1982 að reisa dvalar- heimili fyrir 80 aldraöa vistmenn við Hjallaselið. Heimilið er ætlað þeim sem ekki eru færir um að annast eigið heimilishald nema með aðstoö. Heimilið verður fyrir 80 íbúa, í 60 íbúðum fyrir einstaklinga og 10 íbúö- um fyrir hjón. Séð verður fyrir öUum máltíðum og um öU þrif hússins, þvotta, umönnun, lyf, læknishjálp, hjúkrun, endurhæfingu og félagsstarf. HeimiUð verður einnig búið vistar- verum til tómstundastarfa. SeljahUð verður 3 hæðú- auk kjaUara, samtals 5618 m2 eða 18032 m*. Hjónaíbúðirnar verða 52 m2 hver en einstakUngsíbúðimar 28 m2. Hverri íbúö fylgir bað með sturtu. 1 h jónaíbúð- unum er föst Util eldhúseining með kæUskáp, vaski og eldavél. I einstakl- ingsíbúðunum er hægt að koma fyrir eldhúsinnréttingu ef þess er óskað. Þó er gert ráð fyrir litlum kæUskáp í öllum íbúðunum. Sameiginlegar vistarverur eru meðal annars matsalur fyrir um 100 manns, setustofur, föndursalur, spila- salur, heilsuræktarsalur, hárgreiðslu- stofa, fótsnyrtistofa og versiun. Kostnaöur við aðalbyggingu er áætlaður 100—110 milljónir króna. Þá er allur búnaður hússins meðtaUnn, svo og gerð lóðar. JarðvUmlufram- kvæmdú- eru hafnar og lýkur þeim í næsta mánuði. I lok júU verður lang- stærsta útboð vegna þessarar bygg- ingar auglýst og verða tUboð opnuð um mánaðamótUi ágúst—september. I því verki er uppsteypa hússUis og frágangur að utan, emangrun, múrverk og miUiveggir, auk allra lagna. Því verki á að vera lokið 1. júli 1985. Stefnt er að því að húsið verði fuUbúið þá í árslok. JBH. Borgarstjórinn i Reykjavik, Davfð Oddsson, kynnti ásamt fieirum bygg- ingaráformin á fundi með fráttamönnum 6 föstudag. Hár er hann með arkitektunum Sigurði Björgúlfssyni og Hróbjarti Hróbjartssyni. Hróbjartur ereinn af aðalarkitektum Seljahliðar. DV-myndHelgi. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvem byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viðbótar fyrir hvem byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 18. júlí 1983. Laugavegi 1 — Sími 1-65-84. &AiífniD gúmmístígvél Póstsendum leikföng meö möguleika! KETTLER RARNA. LEIK TÆKI Ötrúiegtvejö fRÁKR.4800 Kettler leiktæki eru ódýr og örugg lausn a útileikjum barnanna. Viöurkennd vara frá V-Þýskalandi. Ymsir samsetningar möguleikar og auövelt i uppsetningu. Grindin er úr plasthúöuöu stáli. Sýningartæki á staönum. Hjól & Vagnar Háteigsvegi 3, 105 Reykjavik, arV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.