Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUE 20. JULI1983. 31 Sandkorn Sandkörn Sandkorn Gjöf til Seðla- banka Aron heitlnn Guðbrands- son var viðast þekktur undir heitinu Aron i Kauphöllinni. Nú hefur ekkja Arons, Asrún Einarsdóttir, gefið Seðla- bankanum firmaheitið Kaup- höllln og þáði bankinn gjöf- lna sem er án kvaða eða skuldblndinga. Ekkl er vitað hvernig bankinn ætiar að nota Kauphallamafnið. Félagsmálastofnun Akur- eyrar mun nú elga erfitt um vik með fjárhagsaðstoð fyrir illa statt fóik. Hefur stofnunin nú varið um 80% af fjárvelt- ingu þeirri sem ætluð var til fjárhagsaðstoðar á árlnu en hún nemur samtals 750 þús- undum króna. J6n Björasson er félagsmála- stjóri. Er illt til þess að vita að f járhagsaðstoðln við þurfandi skuli hrökkva svo skammt þegar haft er í huga að starfs- mannafundir félagsmála- stofnunar eru fokdýrir. Er áætlaður kostnaður við að hóa saman starfsmönnum á vegum stofnunarlnnar til skrafs og ráðagerða um 300 þúsund krónur á ári. Svarar hann nær helmingi ofan- greindrar fjárveitingar. Er or- sökin fyrir þessu sú að starfs- menn fá greitt útkall vegna fundanna og nemur það fjór- um klukkustundum i eftlr- vlnnu, er enda utan vinnu- tima. Liklega er ekld ofmæit þegar sagt er að þarna sé visst ósamræml milli hlut- anna. Vont fyrst Bridge-landsliðið okkar, sem nú keppir í útiandinu, hefur átt heldur erfltt uppdráttar enn sem komið er. Þegar þetta er rltað hafði það spilað vlð fjórar erlendar sveitlr og tapað fyrlr þeim öilum. Fyrsta keppnisdaginn töpuðu tsiendingarnir fyrir Bretum og Tyrkjum. Annan daginn töpuðu þeir stórt fyrir ttölum og svo fyrir Frökkum. Það ætlar þvi að sannast spakmælið sem fyririiði ís- lensku sveitarinnar sagði eftir fyrsta taplð: „Það er vont fyrst — svo versnarþað.” Vel að verið Stína var búin að vera gift i eitt ár þegar hún eignaðist þribura. Gunna vinkona þurfti margs að spyrja vegna þessarar óvæntu f jölgunar. „Sjáðu til,” sagðl Stína. „Læknirlnn segir að þetta gerist bara i eitt skiptl af hverjum 2000.” „Guð, hafðirðu þá nokkurn tíma til að sinna húsverkun- um?” Fyrrum forstjóri Gargolux selur flugvélar Utan úr hinum alþjóðlega viöskiptaheimi beraBt þær fregnir að Einar Ölafsson, áður forstjóri Cargolux-flug- félagsins, hafi tekið við nýju. starfi. Hann hafi ráðið sig tii fyrirtækls sem heitir Guinnes Pet. Fyrirtæki þetta mun tU- heyra írsku Guinnes-sam- stæðunni sem einkum mun þekkt af bjórframleiðsiu. Guinnes Pet verslar hins vegar með flugvélar. Mun Elnar Ólafsson stjórna sölu- málum þess og sitja i New York. Sagt er að eltt af fyrstu verkum Einars hafi verið að bjóöa Flugleiðum tU kaups DC-10 þotur úr þrotabúi Lakers-f lugf élagslns. Þær þotur eru nú eign Douglas- flugvélaverksmiðjanna. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Þrátt fyrir margs konar skakkaf ÖU og djöfulgang tekst hópnum að komast á leiðarenda á höktandi rútunni. Laugarásbíó—Bustin’Loose: SMÁBÓFIBÆT- IR RÁÐ SITT BUSTIN' LOOSE. Loikstjóri: Oz Scott. Aðalhlutverk: Richard Pryor, Clcely Tyson, Angel Ramirez, Robert Christian, Jimmy Hughos, Edwin DeLeon o.fl. Framioiflendur: Richard Pryor og Michael S. Glick. Hugmynd afl handriti: Richard Pryor. Enn er hinn þeldökki grínari, Rich- ard Pryor, ó ferðinni, í þriðja sinn frá því Stir Crazy var sýnd í Stjömubíói í desember. Enn er hann að leika hinn góöhjartaöa og hjálp- sama náunga sem lendir i kiandri' vegna klaufaskapar. I kvikmyndinni sem hér um ræðir, Bustin’ Loose, nýtur Pryor sín betur en oft áður og kann þaö aö stafa af því aö hann átti sjálfur hugmyndina aö myndinni og gat því mótaö hlutverkið að vUd. Stundum hefur Pryor ofleikið en hér sleppur hann við þaö. Efnisþráðurinn er einfaldur. Joe Braxton er smákrimmi í PhUa- delphiu sem hefur ýmislegt á samviskunni en aöallega þó aUs konar svindl og hrekki. Joe lendir samt ekki alltaf í fangelsi eftir hvert brot og fær því jafnan skUorðs- bundinn dóm. Lögfræöingurinn Don- ald, eftirlitsmaöur Joe, reynir oft að koma honum i vinnu en Joe er vinnu- fælinn slugsari og tolUr því hvergi. BarnaheimUi nokkru i borginni er lokaö vegna niöurskuröar á fjár- framlögum og veröa átta böm útund- an. öll þarfnast þau sérkennslu og eiga við hegðunarvandamál að stríða. Umsjónarkona þeirra, Vivian, er trúlofuð Donald, skUorðs- eftirUtsmanni Joe. Hún hefur auga- stað á bóndabæ í Washington þar sem hún gæti komið börnunum fyrir. En þaö er yfir aUt landið aö fara og til ferðarinnar þarf bæði bíl og bU- stjóra. Það verður úr, fyrir sérstaka velvUd Donalds, að Joe fær starfið og ekur liðinu á áfangastað á ævagam- aUi, ryðgaðri rútu. Ferðin verður æði söguleg fyrir margra hluta sakú. Börnin átta eru hvert öðru ódælla og Unnú ekki lát- unum. Þess skal getiö að þau leika öll prýðisvel. Þau Vivian og Joe eiga fuUt í fangi með að ráða við hópinn, ■ oft virðist aUt ætla úr böndunum en aUt bjargast þó. Gagnkvæm vinátta tekst meðJoeogbömunum. Þau komast á leiðarenda en ekki Uður á löngu uns babb kemur í bát- inn. Vivian fréttir að hún geti ekki haldið jörðinni nema hún borgi áfallna skatta en hún er peningaiaus með öUu. Grípur þá Joe til sinna ráða og verður endalokunum ekki lýst nánar. Þessi mynd verður varla taUn frumleg að neinu leyti en hún er fjör- leg og fyndin. Samleikur þeúra Pryor og barnanna er með miklum ágætum og Cicely Tyson er leikkona sem vert er að gefa gaum. Eichard Pryor á greinilega mikið í myndinni, fyrú utan leik, og á örugglega sinn þátt í því glaðværa en jafnframt mannlega andrúmslofti sem myndin einkennist af. Bustin’ Loose (íslenskt heiti vant- ar) er áreiðanlega með betri skemmtimyndum bíóhúsanna þessa dagana og ætti hún að höfða jafnt til ungra sem roskinna. Pétur Ástvaldsson. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. Jft K. JÓNSSON & CO. HF. og ‘Jkentucky maskinerX Malmö Höfum nú aukið samstarf okkar og munum á næstu mánuðum auglýsa á sértilboðum. Sölumenn okkar í Svíþjóð eru á stöðug- um ferðalögum í nágrannalöndunum gerandi tilboð í smærri og stærri fyrirtæki á flestum sviðum. Af þeim sökum getum við boðið vélar og ýmis tæki á hreint ótrúlegu verði? Gerið hagkvæm innkaup. Upplýsingar að Vitastíg 3, símar 91- 12452 og 26455. DV óskar eftir umboðsmönnum frá og með 01.08. á eftirtalda staði: GRENIVÍK Upplýsingar hjá Guðjóni H. Haukssyni í síma 96-33232 og hjá afgreiðslunni í síma 27022. ÓLAFSFJÖRÐUR Upplýsingar hjá Guðrúnu Karlsdóttur í síma 93-6157 og hjá af- greiðslunni í síma 27022. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til há- skólanáms í Japan námsárið 1984—85 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1986. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskóla- námi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á jap- önsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. — Umsóknir um styrkinn, ásamt stað- festum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvott- orði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 13. júlí 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.