Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLl 1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Ursuáa ain, o/na foriUna mnn.
Eiginmenn
er erfitt
að negla
niður
Ifl
Bandaríska leíkkonan
Ursula Andress, sem hér áður var
kölluð Undress, var tekin tali fyrir
skömmu og kom þar eftirfarandi i ljós.
Ursula sagði að nú væri hún að skilja,
eina ferðina enn, og þegar skilnaður-
inn væri um garð genginn þó væri það
eina sem hún ætti eftir þriggja ára
sonurhennar,hannDimitri. Leikkonan
vakti töluverðan úlfaþyt fyrir
nokkrum árum er hún giftist manni
sem er þrettán árum yngri en hún,
nánar tiltekið Harry Hamlin leikara.
Þessa dagana er Ursula með það alveg
á hreinu að ástarsambönd, eiginmenn
og elskhugar eru barasta eitthvað sem
kemur og fer, börnin dugi hins vegar
mun betur.
Mönnum fannst Josep takast bara val upp fþassu atriði.
Á hvaö er allt þetta fólk eiginlega aðglápa?
ÞEGAR HITINN
VERÐUR
ÓBÆRILEGUR
Þegar hitabylgja gengur yfir
Köben, þá láta menn sér það ekki
nægja aö fara úr sokkunum og lofta
burt táfýlunni. Þeir sem mest eru
þjakaðir af hitanum rölta sig niörá
Ráðhústorg og fara úr hverju ein-
asta snifsi og reyna að hafa þaö
huggulegt. En, það er eins og venju-
lega, að það sem fólki þykir
skemmtilegt, það mó ekki. Skömmu
eftir aö fólkiö á myndinni var búiö aö
koma sér vel fyrir birtist fulltrúi
réttvísinnar ennþá íklæddur vetrar-
feldi og dró nakið fólkið meö sér í
kalt og rakt tukthúsið. Þegar síöast
spurðist til þeirra var þeim haldiö
vegna þess að prúðir töldu þau hafa
valdið hneykslun á almannafæri. Til
að mótmæla þessari svívirðu neitaði
svo fólkið aö fara i fötin i fangelsinu
ogþarviðsitur.
Þessi hugnæma mynd sýnir lögreglu-
þjón sem örugglega er ekki vinur barn-
anna. Af mlkllli fagmennsku notar
hann hið illræmda svæfingartak, sem
nú er bannað að nota í Danmörku. Tak
þetta er hættulegt vegna þess að það
stöðvar blóðrennsli til heilans og getur
þvi hæglega svæft menn eilífðarsvefn-
inum.
MEDLOGUM
SKAL LAND..
Það er nú gott að við Islendingar er-
um friðsemdarfólk, sérstaklega ef viö
leggjum leið okkar til Danmerkur. Þar
er töluverður hiti i mönnum um þessar
mundir út af handbragði lögreglunnar í'
Kaupmannahöfn. Þar uröu miklar
óeirðir fyrir þremur árum og voru
þessar myndir dregnar fram þegar
umræður um þessi mól fóru af stað
fyrir skömmu. Voru menn iliir út i lög-
regluna vegna þess að þeim fannst hún
beita ónauðsynlegri höricu. Því birtum
við þessar myndir, mönnum til yndis-
auka, og munum að halda okkur fjarri
óeirðum í Köben.
Þessi rómantiska mynd sýnir lögreglu-
þjón taka einn mótmælandann trausta-.
taki, ekki er vitað hvað þetta tak heltir,
en virðlst þó vera tak fyrir brjóstið.
Þessi handavinna þótti Dönum litt til
sóma og liklega elnbeitir löggan sér að
öðrum stöðum i framtiðinni.
mann-
skapnum
Staögenglar er stétt manna sem
hefur það að lifibrauöi að leika í hættu-
legum atriðum í kvikmyndum. Josep
Beauregard heitir einn slíkur og er 25
ára Bandarikjamaður. Fyrir skömmu
tók hann þátt í keppni sem staðgenglar
héldu sín á milli og fólst hún i því að
staðgenglamir áttu að sýna hve kaldir
kariar þeir eru í hættulegum atriðum.
Eitt atriðiö sem hann Seppi okkar tók
þátt í var að keyra logandi druslu á
aðra kyrrstæða, og átti hann að
stökkva út úr bílnum á síðustu stundu,
áður en áreksturinn varð. En margt
fer öðruvisi en ætlað er. Ahorfendur
sáu sér til mikillar furðu er bílinn
plægði inn i hinn að Josep sat sem
fastast, umluktur logum. Lýönum
fannst mikið til koma og fagnaði
ógurlega, og ekki minnkaði hrifningin
er vinur vor teygði sig logandi út úr
flakinu og orgaði og gólaði, ætlaði
staðurinn þá beinlínis að springa af
fagnaðarlátum.
Þannig gekk þetta dágóða stund,
skríllinn hoppaði af fögnuði og Seppi
steiktist. Fór mönnum að finnast gam-
anið farið að dragast á langinn og fögn-
uðinum linnti, en áfram öskraöi vinur-
inn. Fór þó kurr gegnum mannskap-
inn, því mönnum fannst nú Seppi vera
farinn að teygja lopann, og töldu að
hann ætti að hætta þessu. Rölti einn
starfsmaður keppninnar sig yfir til
hans, þar sem Josep hamaðist háifur
út úr bílnum og kom þá í ljós aö hann
var f astur i bílbeltinu, og haföi barasta
alls ekki verið að leika, heldur hafði
hann brennst í alvörunni. Þrátt fyrir
miklar raunir þá slapp vinurinn vel,
fékk aðeins smávægileg brunasár.