Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JtJLl 1983.
Það verða ekki allir
ánægðir með þetta
— segir Jónas Blöndal skrífstofustjóri
um skýrslu Fiskif élagsins
,,Ég á von á því að það verði smá-
söngur út af þessari skýrslu. Það eru
ekki allir ánægðir meö þetta,” sagði
Jónas Blöndal, skrifstofustjóri hjá
Fiskifélagi Islands, er við spurðum
hann um veiðiskýrsluna miklu sem
Fiskifélagið sendi frá sér í fyrradag.
Jónas sagði að þetta væri í fyrsta
sinn sem slik skýrsla væri gefin út hjá
Fiskifélaginu. Hún næði yfir veiðar og
gæöamat svo og aflaverðmæti frá öll-
um stööum á landinu.
Skýrslan hefði unnin upp úr
þeim gögnum sem Fiskifélagið fengi
sendar og næði hún yfir fyrstu fimm
mánuði ársins — eöa vetrarvertíðina
ogrúmlegaþað.
„Menn eiga örugglega eftir að skipt-
ast i hópa um ágæti þessarar skýrslu.
Hún segir afdráttarlaust frá stað-
reyndum, sem mörgum er ekkert um
að sjá á prenti, svo sem misjöfnu
gæðamati á fiski á hinum ýmsu ver-
stöðvum og ýmsu fleiru. Verður án efa
mikið fjallaö um hana meöal þeirra
fjölmörgu sem þarna eiga hlut aö máli
á næstudögum,” sagöi Jónas. -klp-
Skrumskæling
Karlsef ni var á karfaveiðum á vertíðinni
- segir f ramkvæmdast jórinn
„Niðurstöður þessarar skýrslu hvað
varðar togarann Karlsefni eru skrum-
skæling,” sagði Ragnar Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Karlsefnis hf. sem
gerir togarann út, er DV ræddi við
hann.
I skýrslu Fiskifélags Islands um
gæðaflokkun þorsks, sem landað hefur
verið hér, kemur m.a. fram að aðeins
35,2% þorskafla, sem Karlsefni hefur
landað er i 1. gæöaflokki, en 58,9% í 2.
flokki. I skýrslunni segir ennfremur að
Karlsefni hafi aðeins landað hér einu
tonni á síðustu fimm mánuöum og út
frá því er matið f ramkvæmt.
„Skýringin á þessu er sú að togarinn
var alls ekki á þorskveiðum á þessu
tímabili heldur á karfa,” sagði
Ragnar. „Mig minnir að það hafi verið
í marsmánuöi sem hann fékk nokkra
þorska í upphafi túrs. Við lönduðum
þeim aö sjálfsögðu, ásamt 271 tonni af
karfa, en út frá þessum 1000 kilóum er
matið framkvæmt.
Það kemur sér auðvitað mjög illa
fyrir Karlsefni hf. að skýrsla sem þessi
skuli gefin út til birtingar, enda er hún
engan veginn marktæk. Þess má geta
að þegar Karlsefni var siðast á þorsk-
veiðum voru 80—90% aflans í 1. gæða-
flokki.”
-JSS.
Togarinn Karlsefni var alls ekkl á
þorskveiðum,seglr framkvæmdastjóri
útgerðarinnar.
Sjálft fiskmatið umdeilt
— segir Björn Dagbjartsson, forstjóri
Rannsóknastof nunar f iskiðnaðarins
„Aöaigallinn á þessu er kannski sá
að þegar svona skýrslur, sem unnar
eru upp úr tölfræði, eru birtar almenn-
ingi í fjölmiðlum er mjög vandasamt
að matreiöa forsendumar svo þær
komist til skila,” sagði Bjöm Dag-
bjartsson, forstjóri Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins, í samtali við DV í
gær.
„Sjálfur gmnnurinn, þ.e.a.s. fisk-
matið, er mjög umdeildur og menn
halda því ákveöiö fram að ekki sé nógu
gott samræmi milli staða ogmatið sé
ekki alls staöar framkvæmt eins og
skyldi. Það kom reyndar fram í út-
varpsviðtali við Hafþór Rósmundsson,
framkvæmdastjóra Sjómannasam-
bandsins, að það hefði verið skoðað
hvernig ferskfiskmat færi fram á
ýmsum stöðum og á fjölmörgum
þeirra hefði því verið ábótavant. Þá
má nærri geta að það gerir allar niður-
stöður þessarar áiýrslu Fiskifélagsins
ákaflega tortryggilegar, þvi miður.
Hitt er svo annaö mál að við vildum að
ailur fiskur sem á land kæmi, væri sem
allra besturaögæðum.”
Aðspuröur um orsök þess, að neta-
fiskur flokkaðist verr en línufiskur,
sagði Björn: „Meðan netaveiðar eru
stundaðar á Islandi mun alltaf koma
bræla og fiskur sem liggur fleiri nætur
í netum án þess að bátar komist á sjó
fer ekki í annað en lélegan gæðaflokk.
En ef viö ætlum aö stunda netaveiðar á
minni bátum er ég hræddur um að
langt sé í það að við getum skipaö þeim
öllum að koma með netin í land. Meðan
svo er ekki gert mun eitthvað af fiski
falla niður um gæðaflokk. Þetta «• eitt
af því sem ruglar myndina,” sagöi
Björn Dagbjartsson. -PA.
Björn Dagbjartsson, forstjórl Rannsóknastofnunar flsklðnaðarlns.
GÓÐIR BÍLAR TIL SÖLU
Benz 200 dísil árg. '80, ek. 130.000.
Benz 240 dísil árg. 79.
Mazda 323 1300,5 dyra, árg. '82, ek. 20.000.
Mazda 929 árg. '82.
Mazda 323 árg. '81, skipti á nýrri Mözdu.
Mazda 626 1600 árg. '83, ek. 4.000.
Mazda 929 station árg. '81, ek. 30.000, beinskiptur.
AMC Concord árg. '80,4 dyra, toppbíll.
Volvo 244 árg. '82, skipti á ódýrari.
S3 bilasala
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3 — Reykjavík
Simar 19032 — 20070
VORULISTI KOMINN
Nær 1000 b/aðsíður troð-
fullar af stórglæsilegum
vörum á góðu verði. Listinn
kostar kr. 130,-
+ burðargjald.
Pantaðu Grattan listann
strax og við sendum þér
að auki glæsilegan nýjan tísku-
lista, ókeypis, meðan birgir
okkar endast!
OPIÐ TIL KL. 22:00 I KVÖLD
(91) 43766
til líkams- og* heilsuræktar
KETTLER
ÞREK
HJOL
viðurkenning
Kettler þrekhjól eru nú fyrirliggjandi i ýmsum
gerðum. Hjólin eru meö tvöföldu stýri sem
hægt er aö stilla i þægilega stööu. Sætiö er
einnig stillanlegt. Mælar og annar útbúnaður er
breytilegur eftir tegundum. V-þýsk gæðavara.
— hjóliö sem þrekið byggist á.
Hagstætt verö.
Hjól & Vagnar
Háteigsvegi 3, 105 Reykjavik, íLS(9l}S?tQtt
arfy