Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Page 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustjári: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjórl: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjómr: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLAI2—14.SÍMI8ÓA1I. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugenð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverö á mánuði 230 kr. Verö í lausasölu 20 kr. Helgarblaö22 kr. ■—————————^^^_ Ranglæti á ranglæti ofan Þeir sem sátu að ósekju í gæzluvarðhaldi í Geirfinns- málinu fyrir sjö árum hafa orðið fyrir nýju ranglæti. Skaðabætur, sem þeim voru dæmdar, hafa ekki orðið jafnmiklar og vera ætti, vegna þess að þeim voru ekki reiknaðir vaxtavextir. Við það rýrnaði féð um nær helm- ing. Vel að merkja tíðka dómstólar ekki að dæma vaxta- vexti, vegna þess aö þeir telja gildandi lög ekki mæla fyrir um slíkt. 1 bréfi til þingsins lýsa tveir þessara manna, Magnús Leopoldsson og Valdimar Olsen, gangi málsins. Þeir voru hnepptir í gæzluvaröhald að ósekju í 105 daga fyrir sjö árum. Landsmenn minnast gangs þess máls með óhug og mikilli samúð með hinum saklausu föngum. Hér varð mikið réttarfarslegt slys. Allar götur síðan stóðu þeir í baráttu fyrir bótum frá ríkissjóði. Dómur féll í Hæstarétti í marz síðastliðnum, og voru dæmdar 220 þúsund krónur í bætur ásamt „dóms- vöxtum” frá 10. maí 1976. Upphæðin hefði með vaxtavöxtum orðið 1300 þúsund krónur, en við útborgun taldi fjármálaráöuneytið, að þeir ættu einungis aö fá 673 þúsund krónur, eða um helmingi minna. Mismunurinn fólst í þeirri reikningsaðferð að ráðuneytið reiknaði vexti alltaf af sama höfuðstól, en í banka bætast vextir við höfuðstól, eiganda til ráð- stöfunar, einu sinni á ári og nú stundum tvisvar á ári. Gerðardómur var skipaður um ágreininginn. Hann taldi skilning fjármálaráðuneytisins í samræmi við dóm Hæstaréttar. Með lögum, sem sett voru í þinglok vorið 1979 átti að setja undir þann leka, að kröfur rýrnuðu svo mjög sem raun var á, ef skuldarar drógu greiðslur. 1 lögunum segir: „Dómari skal í dómi ákveða eftir kröfu aðila, að dæmdir vextir fyrir tímabilið frá birtingardegi stefnu til greiðsludags skuli vera jafnháir hæstu innlánsvöxtum viö innlánsstofnanir eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lög- um á hverjum tíma, þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varðveizlu á verðgildi fjármagns....” Þingmenn röktu í umræðum um málið, hversu illa áður gildandi kerfi lék kröfur. Dómskerfið væri oft á tíðum seinvirkt. Verðmæti krafna færi stöðugt minnkandi í mik- illi verðbólgu. Sú freisting væri mikil, að skuldarar drægju greiðslur sem lengst. Verulegt gagn var að lagabreytingunni frá 1979, en hún dugir engan veginn. Einkum í seinni tíð, þegar verðbólgan hefur náð nýju hámarki, leiðir sú aðferð, að ekki skuli reiknaðir vaxta- vextir af kröfum, til mikils óréttlætis. Verðgildi krafnanna minnkar stöðugt, og það geysi- mikið, eins og dæmið um bótafjárhæðina hér að framan sýnir glöggt. Þeir Magnús og Valdimar lýsa því, að þeir hafi skilið gildandi lög þannig, að krafa í dómskerfinu ætti að halda verðgildi sínu til jafns við innstæðu á vaxtaaukareikningi í banka fyrir sama tíma. Dómskerfiö hefur ekki skilið lög- in þeim skilningi. Því er brýn þörf nýrra laga, sem verð- tryggja kröfur í mun ríkara mæli, meðan þær eru til með- ferðar hjá dómsstólum. Vegna sérstöðu máls þeirra, sem sátu að ósekju í gæzluvarðhaldi vegna réttarfarslegs slyss í Geirfinns- málinu, ættu ráðherrar að athuga gaumgæfilega, hvort ekki finnist leiöir til þess að þeir fái meiri bætur en í stefnir. Haukur Helgason. . ,DV. MIÐVIKUDAGUR17. AGOST1983. Skammsýni stjórnvalda dýru verðikeypt Aldrei er tekið á vandanum fyrr en allt er komið í óefni, — óþarfá fórnir verið færðar og fjármagni kastað á glæ. Þetta er einkenni margra ríkis- stjóma. — Ekkert virðist fá breytt þessu lögmáli, jafnvel þótt ríkisvald- inu sé í tima bent á staðreyndir og leiðir sem komið gætu i veg fyrir að vandamálin verði risavaidn og nær óviðráðanleg. Nei, alltaf skal haldiö áfram að láta reka á reiðanum. Æ fíeiri sammáia Fyrir 5 árum benti Alþýðuflokkurinn itrekaö á hvert stefndi í sjávarútvegs- málum ef ekkert yrði að gert, bæði varöandi stækkun fiskiskipastólsins og sókn í fiskstofnana. — Engu að síður rumskuöu stjórnvöld ekki fyrr en loönan var horfin og þorskstofninn i stórfelldri hættu. — Búið var að off jár- festa um nokkur hundmð milljónir í togurum sem kostað hafa hallarekstur margra útgerðarfyrirtækja með til- heyrandi gengisfellingum, styrkjum úr opinberum sjóðum og rýrnandi kjörum sjómanna og landverkafólks. Þá fyrst urðu æ fleiri sammála um að Alþýðuflokkurinn hafði haft rétt fyrir sér. Enn lengra er síðan Alþýðuflokkur- inn varaöi fyrst við afleiðingum stefn- unnar í landbúnaðarmálum. Þaö hefur kostaö ríkissjóð og skattgreiðendur ómældar krónurnar aö ekki var í tíma farið að tillögum Alþýðuflokksins og mark tekið á aðvörunum hans í því efni. En nú eru æ fleiri að viðurkenna að Alþýðuflokkurinn hafði rétt fyrir sér. Nú biæðir lántakendum I umfjöllun um nýja húsnæðisvísi- tölu sagði Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra nýlega: ,ÍIg held að niðurstaðan hljóti að veröa í þá átt, sem við og æ fleiri erum sammála um að sé betra, þ.e. aö lengja lánin í samræmi við það misræmi sem orðiö hefur á miili lánskjara- og kaup- gjaldsþróunar.” Og um hvað er ríkisstjómin og æ fleiri að verða sammála? Jú, hug- myndir og tillögur þingmanna Alþýðu- flokksins frá sl. hausti um hvemig mæta skyldi þeim vanda þegar Iáns- Jóhanna Sigurðardóttir kjaravisitalan veður langt fram úr kaupgjaldsvisitölu. — En auðvitað þurfti þetta eins og áður að kosta sínar fómir. — I þetta sinn eru það hús- byggjendur og íbúðakaupendur sem færa þurftu fómirnar — sem blætt hefur fyrir skammsýni og sofandahátt stjómvalda. Frumvarp Alþýðufíokksins 1 október sl., eða fýrir tæpu ári, lögðu þingmenn Alþýðuflokksins fram ítar- legt frumvarp um hvemig með láns- kjaravísitölu skyldi fara þegar versn- andi lífskjör auka greiðslubyrði verð- tryggðra lána langt umfram eðlilega greiðslugetu fólks. Lagt var til að mismunur sem mynd- ast vegna misræmis á lánskjara- og kaupgjaldsvisitölu skyldi ekki gjald- falla fyrr en að loknum lánstima, þannig að lánstíminn lengdist sem þeim mismun næmi. — Um þessa frestun átti ekki að þurfa að sækja heldur átti hún að verða s jálf krafa. Skyldi þetta ákvæði ná til allra verð- tryggðra lána til einstaklinga (einnig eldri lán til eins árs eða lengur) s.s. húsnæöismálalána, lífeyrissjóðs- og bankalána. Þannig gátu húsbyggjendur og ibúðakaupendur gert sínar fjárhags- áætlanir og treyst á að greiðslubyrðin á hverjum tíma færi aldrei fram úr kaupgjaldsþróun. Mlsmunurinn hrikalegur A jjeim tíma þegar fraumvarpið var flutt hafði þegar myndast mikiö mis- ræmi milli lánskjara- og kaupgjalds- vísitölu. I greinargerð með frumvarp- inu var sýnt fram á þetta misræmi og afleiðingar þess fyrir húbyggjendur, væri ekkert að gert. Frá 1. júní 1979 til 1. október 1982 hækkaöi lánskjaravisitala um 375%, en hún var einnig notuð sem viömiðun verðtryggingar lána. En á þessu sama tímabili höfðu meðallaun verka- manna, verkak\-enna, landverkafólks, verslunarmanna, iðnaðarmanna og opinberra starfsmanna einungis hækkað um 276%, og stefndi þá í enn meiri mismun sem raun hefur orðið á. — Fyrirsjáanlegt var t.d. að 1. desember 1982 yröi greiðslubyrði lána langt umfram hækkun launa, en reyndin varð þá að laun hækkuöu um 7% en greiðslubyrði lána hækkaði þá um 17%. — Mátti því hverjum manni vera það ljóst sl. haust að umsvifalaust þurfti að taka á þessum vanda. Þrátt fyrir þessar staðreyndir báru ítrekaðar tilraunir Alþýðuflokksins á síöasta Alþingi til að fá aðra flokka til að samþykkja þessa leið engan árangur og frumvarpið dagaði uppi á þinginu. — Skammsýni og sofanda- háttur réð áfram ferðinni hjá stjórn- völdum. Áætlað er nú að kauptaxtar hækki frá september 1982 — september 1983 um 37,4%, en hækkun lánskjaravísitölu á sama tímabili verði 85—88%. Sam- kvæmt þessu verður hækkun láns- kjaravísitölu á einu ári 35—37% umfram hækkun kauptaxta. Hrikalegur þurfti vandinn að verða til aö opna augu stjómvalda. 5 vikna dagvinnulaun Eins og sjá má af ofangreindu hefur þróunin verið lántakendum mjög óhag- stæð frá því viðmiðun við lánskjara- vísitölu var tekin upp árið 1979, einkum vegna sifelldra kjaraskerðinga stjóm- valda og hefur lántakendum orðið æ erfiöara að standa undir þessum mismun. Fyrir löngu var því orðin full ástæða til að gripa inn í þessa þróun. Ef einungis er tekið dæmi af þróun- inni frá september 1982 — september 1983 kemur í ljós hvað þessi mismunur getur kostaö lántakendur þegarkjara- Þann 19. ágúst mun hefjast í London þriðji samningafundur fulltrúa núver- andi ríkisstjómar við Alusuisse. Af hálfu íslenskra stjórnvalda og samn- inganefndar ríkisstjómarinnar hefur lítið sem ekkert verið greint frá stöðu mála né um þau markmið sem að er stefnt af Islands hálfu, m.a. varðandi hækkun raforkuverðs. Hafa þó bæði talsmenn stjórnarandstöðu og stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar gert eðli- lega kröfu um upplýsingar um þessi efni. Krafa um upplýsingar hunsuð I sunnudagsgrein í Tímanum 10. júlí sL sem bar heitið: „Reynslan af ál- samningnum hefur staðfest gagnrýn- ina,” sagði ritstjórinn, Þórarinn Þór- arinssonm.a.: „I viðræðunum við álhringinn nú verður að snúa sér að því af fyllstu al- vöm og einbeitni að bæta úr því sem miður hefur farið. Mistök fyrri við- ræðna mega ekki endurtaka sig. Þess vegna mun þjóöin fylgjast vel með þessum viðræðum og gera kröfu til að hún fái fylistu upplýsingar um gang þeirra”. Þessi krafa ritstjóra flokksmálgagns forsætisráðherra hefur verið hunsuö gjörsamlega til þessa. Þó á Framsókn- arflokkurinn fulltrúa í samninganefnd- inni og formaður flokksins, Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra, á sæti í sérstakri ráöherranefnd ríkis- stjórnarinnar um samningana við Alu- suisse. Slík þögn er þeim mun forkast- anlegri þar eð stjórnarandstaðan hef- ur engan aðgang að þeim nefndum sem nú fjalla um álsamningana og Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra hefur ekki látið snefil frá sér fara til forystumanna stjórnarandstöð- unnar né til almennings um málið. Framleiðslukostnaður 20 mill En þótt ríkisstjómin hafi kosiö aö H jörleifur Guttormsson sveipa sig þögninni í þessu stórmáli komast hún og samningamenn Islands ekki framhjá því að skýr mælikvarði verði lagður á niðurstöður þá upp er staðiö. Þetta á ekki síst við um leiðrétt- ingu á raforkuverðinu til Isal í núver- andl stærð og einnig ef um stækkun ál- bræðslunnar yrði að ræða. Varðandi raforkuverðið stendur spumingin um það hvort islensk stjómvöld setja það lágmarksskilyrði fyrir samningum að fá framleiðslu- kostnaðarverð fyrir raforkuna með fullrl verðtryggingu, eða hvort þau ctla að Iúta þelm afarkostum að skatt- leggja almenning áframhaldandi vegna orkusölunnar til Straumsvíkur. Meðalframleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund sem Landsvirkjun fram- leiddi á síðasta ári var tæp 19 mill, og hann hefur hækkað síðan, þannig að of- angreindur mællkvarði er um 20 mill eða 56—57 aurar á kílóvattstund sam- kvasmt núverandi gengi í stað 6.5 mill eða jafngildi 18 aura, sem álverið nú borgar. Stefna Landsvirkjunar 18-22 mill Landsvirkjun gaf út skýrslu á ensku í desember 1982 um raforkuframboð og þróun orkufreks iönaðar á tímabilinu „Varðandi raforkuverðið stendur " spurningin um það hvort íslensk stjórn- völd setja það lágmarksskilyrði fyrir samning- um að fá framleiðslukostnaðarverð fyrir raf- orkuna með fullri verðtryggingu eða hvort þau ætla að lúta þeim afarkostum að skattleggja almenning áframhaldandi vegna orkusölunnar til Straumsvíkur.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.