Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 4
4
DV. MIÐVKUDAGUR14. SEPTEMBER1983.
Oft var mikill darraðardans þá hraöinn væri ekki mikiii.
Kampakátir sigurvegarar. Fré vinstri: Blrglr Bragason, sem varðlþriOJa sæti, Erik Carlsson i mlðiO varð i ööru sæti og
ÞárOur Valdimarsson sigurvegarinn. DV-myndir: Árni Bjarnason.
Hart barist á erfíOri breut.
Darraðardans
á Kjalarnesi
Um síðustu helgi stóð Bifreiða- cross. Bilanir hrjáðu marga bílana
íþróttaklúbbur Reykjavíkur fyrir og varð Birgir Vagnsson, sem keppti
rally cross keppni, en þessi keppni á Cortinu, aö hætta keppni þegar
gilti til Islandsmeistara í rally cross. hjöruliður gaf sig, en hann hafði mik-
Keppnin fór fram á nýrri braut á inn möguleika á að ná ööru sæti í
Kjalarnesi, sem er auðvitað bráða- keppninni. BMW-inn, sem Jón Hall-
birgðabraut þvi að illa gengur aö fá dórsson átti og varð Islandsmeistari
varanlegt landsvæði fyrir cross- á ’81, stoppaöi með brotið drif, en
braut. Brautin var þung yfirferðar Magnús Baldvinsson heitir sá sem á
og grófst mikiö, sérstaklega í þann bíl nú og keppti á honum í
beygjunum, en þaö hægði mikið á fyrsta skipti. Þaö varð aðeins ein
bílunum og gerði keppnina ekki eins velta í þessari keppni og var það
skemmtilega fyrir vikið. Það voru Pálmi Hannesson sem sá fyrir henni.
tólf keppendur sem mættu til keppni, Pálmi lagði Lada crossarann sinn
þar af fjórir komnir alla leið frá ósköp pent á hliöina í einni beygj-
Akureyri. A Akureyri og á Húsavik unni. Honum var velt á hjólin aftur
er orðinn mikill áhugi fyrir raUy og hélt hann ótrauður áfram keppni.
cross og á báöum stöðum eru til á-
gætar brautir. UrsUt í þessari næstsíöustu rally
Þórður Valdimarsson, Islands- cross keppni ársins uröu þau að
meistari í raUy cross, mætti að sjálf- Þórður Valdimarsson á VW sigraði. I
sögðu tU keppni og náði forystunni í öðru sæti varð Erik Carlsen á Fiat
öUum riölum sem hann keppti í. Það 125 og í þriöja sæti varð Birgir
nægði honum að aka hratt fyrsta Bragason á Datsun 1600. Samkvæmt
hringinn en síöan hægði hann á sér keppnisalmanaki LlA verður næsta
og sparaði bUinn án þess að aðrir og jafnframt síðasta rally cross
keppendur næðu honum. Hann vann keppni ársins á vegum AIFS á Suður-
þessa keppni mjög auðveldlega og er nesjum 2. október.
nú hæstur til Islandsmeistara í rally Arnl Bjarnason.
Þóröur Valdlmarsson á VW náði alttaf góðri forystu íkeppninni, enáeftirhonum
kemur Erik Cerisson og þá Blrgir og Kristinn en þelr eke báðlr Datsun.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
FYRIR OG EFTIR SKÁLDATÍMA
Okkur, sem lifaö höfum lungann úr
tuttugustu öldinni rekur oft í roga-
stans út af því sem menn segja og
gera tU ágætis sér og afbötunar. Nú
eru einmitt einir slíkir undrunar-
tímar, þegar annars vegar stendur
grimulaust ofbeldi með 269 mannslíf
á samviskunni, og fæst ekki einu
sinni viðhlítandi afsökun, og hins
vegar standa svonefndir friðar-
sinnar með poppgrúppur í broddi
fylkingar til að smala saman
unglingum undir merki friðar. Hvar-
vetna um allan heim hefur fólk verið
að andmæla morðum á 269 manns.
Það hefur efnt tii mótmæla og lýst
reiöi sinni og andúð með ýmsum
öðrum hætti. Einu samkomurnar hér
á sama tíma, sem hafa einhvern
keim af afskiptum á alþjóðavett-
vangi, eru svonefndar friðarsam-
komur, sem fólki er talin trú um að
séu ópólitískar, en meðlimlr og
áhangendur Alþýðubandalagsins
standa fyrir að mestum hluta. Hefði
kúbönsk farþegaþota með 269 manns
verið skotin niður yfir Bandaríkjun-
um, hefði nýliðinni friðarviku verið
öðruvisi farið. í raun þarf ekki fleiri
skýringar á fyrirbærinu.
Hér hefur engu verið mótmælt. Að
visu kom nokkur hópur alþýðuflokks-
manna saman fyrir utan rússneska
sendiráðið í mótmælaskyni, en af þvi
heyrðist litið, enda eru fjölmiðlar
ekki á þeim buxunum að tíunda
góðan vilja. Aftur á móti mátti lesa í
Þjóðviljanum í gær undir stórfyrir-
sögn á forsiðu að prestar á Vest-
fjörðum mótmæli auknum hemaðar-
umsvifum vestra og styðji auk þess
friðarstarfið. A þeim sorgartima,
sem nú gengur yfir helmsbyggðina
hefði mátt ætla að prestum á Vest-
fjörðum væri annað hugstæðara. Svo
er ekki. Gaffalbitasala til Sovétríkj-
anna gengur vel, svo og önnur sala á
sjávarafurðum þangað. Vel má vera
að íslendingar telji sig knúna til að'
hafa enga samvisku út af þeim sem
sendu 269 manns til botns í Japans-
hafi að tilefnislausu, en það er varia
vettvangur þjóna kirkjunnar að taka
slika gaffalbitatrú.
Þá vekja ákveðln ávarpsorð, flutt
í Þjóðieikhúsinu i tilefnl af friði,
nokkra undrun tuttugu árum eftir
Skáldatima. i hlut á sá maður, sem
er mest virtur meðal islendinga, og
það aö verðleikum. En stundum er
ekki hægt að taka undir við þann
góða mann, einkum þegar hann
tekur til viö að lýsa því, að hann hafi
verið nokkra áratugi stöðugt á ferða-
lögum hér og þar um heiminn „til
þess að taka þátt i friðarstarfsemi”.
Okkur er frlðarstarfsemi þeirra tima
kimn. Þótt rætur hennar séu hinar
sömu og nú, drjúpa ekki Iengur
friðarverölaun í fang hinna
mjögreisandl ræðumanna. Það var á
árunum fyrir Skáldatima að slík
verðlaun voru þekkt og veitt, enda
var þá mlklð opinskárra hverjlr
höfðu fundið upp friðinn. I raun má
skipta friðarbaráttunni í timabil,
sem eru fyrir og eftir Skáldatima.
Sóknln er hafin að nýju, en undir
duldari merkjum. T.d. má geta sér
þess til miðað við þróunina nú, að
fyrir Skáldatíma hefði islenska þjóð-
kirkjan getað ótt von á Lenínverð-
laununum.
Þegar óvönduð öfl eru að verki
siasast margir góðir menn að ófyrir-
synju. Svo hefur orðið hér á landi um
slnn, vegna þess að vakin hefur verið
upp að nýju hreyfing, sem í eðli sinu
er hin sama og hún var fyrir Skálda-
tima. Enginn mun lita svo á, að
friðarhátiöir poppfólksins séu af hinu
Ula, enda myndi það fá litlu áorkað.
öðru máli gegnir, þegar
alvörumenn, sem þegar hafa stigið
sín sáru skref til að losna við áþján
trúboðs um betri heim, en niðurstaða
þess heims liggur nú fyrir i Póllandi,
byrja á ný að velkjast í vafasömum
stormum samtiðar. Þá byrgir maður
augun og hættir að skilja.
Umræðan i heiminum snerist um
269 dána meðan friðarvlka stóð á
tslandi. Engu þurfti að mótmæla,
nema ef vera skyldi einhverjum eld-
flaugnabúnaði, sem Evrópuþjóðir
vilja fá til varnar sér. Hvergl var
minnst á þá 269, sem fórust í styrjöld
heimskunnar — þeirri styrjöld, sem
boðar fávisum frlð.
Svarthöfðl.