Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 31
DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. 31 Sandkorn Sandkorn eyrí Það vekur athygU og kát- inu þelrra sem fylgjast með keppninni í fyrstu deild i fát- bolta hér heima að KR-ingar sem eru næstefstir í fyrstu deild hafa óhagstæða marka- tölu, hafa skorað 18 mörk i deildinni, en fengið á sig 19. Þetta þykir með ólikindum og er eflaust einsdæmi í sögu knattspyrnunnar. Skýringin á þessu, segja fróðir menn, er hin mikla áhersla sem Uðið leggur á vamartaktík. Þannig segja gárungar að KR-ingar leggi svo mikla áherslu á vörnina að þeir sæki um eriendan gjaldeyri i hvert sinn sem þeir fara fram yfir miðju! Heitt haust? Ibúar á Suður- og Vestur- landi vom sannarlega orðnir þreyttir á suddanum, ioks þegar sólin fór að skina. Og nú er bara vonast eftir góðu hausti. Því urðu menn firna- glaðir og þrifu til stuttbuxn- anna þegar þeir lásu fyrir- sögnina i ÞjóðvUjanum nú fyrir helgina: „Verður haust- lð heitt”. Héidu margir að þaraa væri á ferðinni visinda- ieg úttekt Vilja þjóðarinnar á veðurfarinu i haust. En það var nú öðm nær. Þama var verið að segja frá erindi um friðarhreyfingamar í Evrópu sem Dan nokkur Smith flutti i tiiefni friðarvikunnar. Það getur þvi veriö dálítið tví- eggja á þessum siðustu og verstu timum að spyrja hvort haustið verðl heitt. Ýmislegt sameig- Þrátt fyrir að Þjóðviljinn og Morgunblaðið séu obbolit- ið upp á kant, svona hvurs- dags, eiga þessi blöð ýmis- legt sameiginlegt. Bæðl flytja þau öflugar iþrótta- fréttir frá útlöndunum, tii að mynda Englandi. Og bæði nota þau sama fréttarit- arann i þvi kóngsins landi. Því byrja klausumar þaðan gjaraan á: „Frá Heimi Bergssyni, íþróttafréttaritara Þjóðviljans/Morgunblaðsins í Englandi”. Blaðaheitlð er að sjálfsögðu eftir því hvort fréttin birtist hægra eða vinstra megin. Og úr því að téð blöð hafa tekið upp samvinnu er aldrei að vita nema hún geti orðið á fleiri sviðum. Þau gætu til dæmis fengið sér sameigin- lcgan þingfréttaritara. Það gerist ekki oft að nem- endum, sem koma i mennta- skóla sinn í haustbyrjun, er vísað i hurðarlaust... Þetta henti þó í Menntaskólanum á isafirði nú á dögunum er nemar gengu í heimavist sina. Það vantaði nefnilega hurðir á fjögur herbergjanna á vistinni. Mun rektor, Björn Teitsson, hafa beðið nemend- ur að sýna þolinmæði þvi að hurðirnar væra í viðgerð. Verða þær væntanlega komnar á sinn stað þegar þetta er skrifað og nemar geta því unað glaðir vlð sltt. Sandkorn þaysír í göngur. Mannaskipti á Vestfirska Mannaskipti hafa nú orðið um stundarsakir á Vest- firska fréttabláðinu. Sigur- jón Valdimarsson, sem að undanfömu hefur starfað við fréttamennsku á blaðinu, hefur fengið sér orlof um einhvera tíma. Því hyggst hann verja til að þeysa um afrétti með bændum og afla gagna i bók um göngur og réttir. Verður honum von- andi vel til veiða. í stað hans hefur nú teklð við fréttaskrifum á Vest- firska Jón Birgir Pétursson, gamaireyndur fréttahaukur og rithöfundur. Verður hann við rltvélina fyrir vestan fram til mánaðamóta. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabio—Ráðgátan: Njósnarar austurs og vesturs leiða saman hesta sína Enigma er dæmigerð njósnamynd úr „kalda stríðinu” og það af betri gerðinni, þar sem njósnarar austurs og vesturs, ásamt andófsmönnum og lögreglumönnum etja kappi saman Martin Sheen og Brigitte Fossey í einu af síðustu atriðum Enigma. og enginn f er með sigur af holmi. Myndin segir frá Alex Hoibeck landflótta Austur-Þjóðverja, leikinn af Martin Sheen, sem fengið er það verkefni af amerísku leyniþjónust- unni að fara aftur austur fyrir múr- inn og ræna tæki frá Austur- Þjóðverjum er nefnist Enigma og er nokkurs konar ruglari fyrir fjar- skeyti. En hann er ekki fyrr kominn austur en hann er eltur uppi af bæði Þjóðverjum og Rússum og virðast þeir vita allt um hans ferðir og stefnumót. Rússar hafa sent sinn besta mann til Austur-Berlínar til að komast að því hvað Holbeck ætlar sér að góma, en þeir halda helst aö hann ætli aö ræna þá fullkominni orrustuþotu, og lendir sá oft í samstuði við öryggis- lögreglu Austur-Þjóðverja. Holbeck hittir fyrir gamla kærustu og fær hana til aö gerast hjákona hjá rússneska njósnaranum til að geta verið einu skrefi á undan honum, en allt fer öðruvísi en ætlað var og margt óvænt á eftir aö koma á daginn i samskiptum þessara þriggja aðalpersóna myndarinnar. Þrátt fyrir nokkrar gloppur í hand- riti hefur tekist að skapa þarna ágætis afþreyingarmynd, sem heldur manni við efnið allan tímann. Leikararnir þrír í aðalhlutverkun- um bæta upp aila minniháttar galla sem koma fram í handriti. Martin Sheen, með sitt þreytulega yfir- bragð, er mjög góður í hlutverki hugsjónamannsins og er hann að verða nokkurs konar gæðastimpill á kvikmynd. Þrátt fyrir að Sam Neill sé kannski ekki beint sannfærandi sem rússneskur njósnari þá bætir hann það upp með sjarmerandi leik og framkomu. Til að fullkomna svo þennan leikaraþrihyrning höfum við svo hina aðlaðandi frönsku leikkonu Brigitte Fossey í hlutverki konu sem þeir nota báðir sem tálbeitu hvor á annan án þess þó að vilja fórna henni. Það eru þekktir leikarar í aukahlutverkum, leikarar sem eru minnisstæöir úr öðrum myndum, til dæmis Derek Jacobi, Michael Lons- dale og Frank Finley, en þeir hafa nú yfirleitt gert betur, enda hlutverkin lítill biti fyrir þá. Enigma er alþjóðleg kvikmynd. Leikarar eru ameriskir, breskir og franskir. Leikstjórinn Jeannot Szwarc er franskur og á að baki leik- stjórn á Jaws II meöal annars. Myndin er tekin í París og líkast til í Helsinki, en þar viröast allar myndir er eiga að gerast austantjalds vera teknar þessa dagana og þrátt fyrir þennan Kokkteil er Enigma ágætis skemmtun, þar sem aðalleikarar fara á kostum og gefa myndinni aukiö líf. Hilmar Karlsson. Hoiti: Ráðgátan (Enigma) Leikstjóri: Joannot Szwarc. Handrit: John Briiey eftir skáldsögu Michael Barak. Kvikmyndun: Jean Louis Picaret. Tónlist: Marc Wilkinson og Douglas Gamley. Aflalleikendur: Martin Sheen, Brigitte Fossey, Som Neill, Derek Jocobi, Michael Lonsdale og Frank Finley. | Fersk blóm d( rC/Ai miklatorgi JVJJ J >SÍMI 22822' iglega. AFGREIÐSLU Á AKUREYRI vantar bilstjóra tHað keyra blaðið út. Um erað ræða hlutastarf. Uppl. eru veittar á afgreiðslu DV, Skipagötu 13 Akureyri, millikl. 13 og 19 virka daga. Sími25013. MIGATRONIC RAFSUÐUVÉLAR Automatic kolsýrusufluvélar sam eru sórstaklega hannaðar fyrir bifreiðasmiði, til suðu é þunnu efni og eru eins fasa, 220 volt. örféar vélar til é mjög hagstæðu verði. Aðeins kr. 16.124,00,140 amper. Aðeins kr. 20.133,00,180 amper. Verð með söluskatti ISELCO sf. Skeifunm 11D Reykjavík. Pósthólf 7060. Simi 86466.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.