Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 15
{SW.H.'Siaw.'irrqsíS! »rfi;n>'X!-«iwmy vn DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. Menning Menning Jökull Jakobsson, leikrítaskáldiö vinsæla, fæddist á Norðfirði 14. september 1933 og hefði því orðið fimmtugur í dag, hefði hann lifað. Hann var aðeins átján ára, þegar hann sendi frá sér fyrstu skáldsög- una, Tæmdur bikar. Það var upphaf- iö aö afkastamiklum ríthöfundar- ferli. Þegar hann lést, 25. apríl 1978, hafði hann skrifað fimm aðrar skáld- sögur, tíu leikrit í fullri lengd fyrir svið, tíu einþáttunga og útvarpsleik- rit, fjögur sjónvarpsleikrit, allmarg- ar smásögur og þrjár ferðabækur. Hann hafði gert fjöldann allan af vin- sælum útvarps- og sjónvarpsþáttum, skrífað margar greinar í tímarit og blöð og þýtt skáldsögur og leikrit. Fyrsta leikrit hans, Pókók, var frumsýnt í Iðnó 1961 og fékk sæmi- legar viðtökur. En næsta ár, 1962, kom Hart í bak, sem öölaðist meiri vinsældir en áöur voru dæmi til og markaði tímamót í íslenskri leiklist- arsögu. ,,Áður höfðu að vísu komið fram mjög vinsæl íslensk verk,” segir Sveinn Einarsson, sem á leikhús- stjóraárum sínum kynntist Jökli vel, „til dæmis Kjarnorka og kvenhylli Agnars Þórðarsonar og Deleríum búbonis þeirra Múlabræðra. En þau voru fá og strjál. Með Hart í bak hefst samfellt tímabil sem enn stend- ur, þar sem bitastæð leikhúsverk koma á hverju ári, eftir innlenda höf- unda semkunna að skrifa.” Krufði samtíð sína og vandamál hennar .Þriðia leikrit Jökuls var Sjóleiðin til Bagdad Síðan komu Sumariö ’37, Dómínó, Kertalog, Klukkustrengir, Herbergi 213 (eða Pétur Mandólín). Siðasta verk sem hann fylgdist með æfingum á var Sonur skóarans og dóttir bakarans (eða Söngurinn frá My Lai) og loks var leikritið 1 ör- uggri borg sýnt nokkru eftir að hann lést. „Jökull Jakobsson... varð einna fyrstur til þess af íslenskum leikrita- skáldum aö vinna sum verka sinna í leikhúsinu sjálfu í samvinnu við leik- ara og leikstjóra. I öllum verkum sinum gengst hann af fullri alvöru undir það hlutverk að reyna að skapa lifandi leikhús, sem gegni þeirri sjálfsögðu skyldu aö kryfja samtíð sína og vandamál hennar,” skrifar Fríða A. Sigurðardóttir í bók sinni, Leikrit Jökuls Jakobssonar, sem út kom 1980. Hún segir ennfremur: „Allt frá Hart í bak kveður við þann tón, sem fylgir höfundi æ síöan... Það er tónn fullur sársauka og angistar, sem kveður um einangrun og sambands- leysi manneskjunnar, um veruleika- flótta yfir í drauma og hugaróra, en jafnframt um leitina að lífsverðmæt- um.” Jökull var fyndinn rithöfundur, oft kaldhæðinn. Þó var hann í aðra rönd- ina mjög rómantískur og viðkvæm- ur. Hann var af borgarastétt, faðir hans prestur og föðurbróðir hans ráðherra. Eins og Fríða bendir á (i sinni ágætu bók) leitast Jökull í verkum sínum við að sýna heim betri borgara, kryfja h' nn og afhjúpa. Hann leitar að nýjum heimi en finnur hann ekki. Hann trúir hvorki á kenni- setningar né „isma.” I verki eins og Kertalog er aöalpersónan ung stúlka, Lára, sem lent hefur á geö- veikrahæli. En í raun er hún heilli og sannari en „normala” fólkið. Hún verður táknmynd andlegs heilbrigðis sem ekki er pláss fyrir í spilltum heimi. Margar persónur Jökuls, ef ekki flestar, skortir afl til að hrinda draumum sinum í framkvæmd. Oft eru þær eins og innilæstar í frysti- kistu borgaralegra hefða. Þær þora ekki að taka þá áhættu að reyna að brjótast út. Þar fór höfundurinn sjálfur aðra leið. Hvað sem mönnum finnst um dramatískt ris og þunga í verkum þans, og um slikt eru ævinlega skipt- ar skoðanir, þá lagði hann sjálfur allt undir. Hans eigið líf var stöðug leit og kannski sársaukafyllra en nokk- urt verka hans. En eins og segir í einu leikrita hans: ,,Að visu eyðist kertið og bráðnar — en það logar. . . hugsiði bara út í þetta: manneskjan stafar frá sér birtu, af því líf hennar eyðist.” -ihh. Um þessar mundir er verið að gera kvikmynd eftir siðustu skáldsögu Jökuls, Skilaboð til Söndru. (Leikarar: Bessi Bjamason og Benedikt Árnason. Staður: Naustið.). Fleur (Edda Björgvinsdóttir): Og hvert ferð þú? Oli (Slgurður Sigurjónsson): Við förum eitthvað___þangað til við komum í eitthvert lítið pláss — vlð getum kannski fengið okkur fáeinar hænur ... og skektu til að róa á til fiskjar... (Úr Sonur skóarans og dóttir bakarans.) ti 15 HÖFUM TIL ÚTLEIGU fyrír fundahöld, árshátíðir og einka- samkvæmi glæsilegan veitingasai að Trönuhrauni 8. TESS, SÍMI 51845 EFTIR KL. 13. ATHUGIÐ! Vegna mannlegra mistaka var röng yfirfyrirsögn á þessari auglýsingu í blaðinu í gær. Þar stóð á Hvolsvelli, en á að vera á Hellu. Dvalarheimili áHeUu Tilboð óskast í að steypa upp kjallara viðbygging- ar dvalarheimilisins Lundar, alls um 520 fm. Einnig skal leggja lagnir. Verkinu skal að fullu lokið 15. apríl 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn 26. september 1983 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TEIEX 2006 í^f Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5 — sími 19400 býður bifreiðaeigendum upp á: Vélaþvott Undirvagnsþvott Undirvagnsryðvörn Endurryðvörn Ryðvörn í gólf Venjulega ryðvörn Ryðvörn á vörubíla og rútur Ryðvörn á strætisvagna Góð aðstaða tryggir góða vinnu Pantiðtíma. R ð Ryóvarnarskalmn sjgtúni 5 Sími 19400 NVT DfiNÍSHDLM Innritun og upplýsingar í síma 52996 alla daga vikunnar frá kl. 10—19 (10—7). Reykjavík: Safnaðarheimili Langholtskirkju, Sólheimum. Hafnarfjörður. Iðnaðarmannahús Hafnarfjarðar, Linnetstíg. TAKMARKAÐ ERf HVERN TÍMA._____________ Kennsla hefst mánudaginn 26. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.