Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 16
Hjörtur Sigurðsson, gerir ekki neitt:
Þetta er alveg agalegt og það á að1
refsa mönnunum almennilega fyrir
þetta.
Slgrún Gísladðttir póstfulltrúi: Mér
finnst alveg hræðilegt að svona nokkuð'
skuli geta komið fyrir.
Olafur Pálsson útgefandi: Mér finnst
það vera fyrir neðan allar hellur og getj
ekki séð hvaða tilgangi þetta átti að
þjóna.
„Eftt þaö fyrsta sam farþegar á erlendum skommtffarOaMk/pum sf* mf Reykjavik er alls konar drasl, eins og tunnur mf steypubflum, " segir Etien
Pétursdóttfr. DV-mynd: Einar Óisson.
Ströndin við Gufunes til
háborinnar skammar
drasl blasir við sjófarendum
Ellen Pétursdóttir hringdi:
Milli Gufunesbæjarins og Aburðar-
verksmiðjunnar eru gamlir öskuhaug-
ar næst sjónum. Þeir höfðu verið
græddir upp af smekkvísi svo þama
var orðinn fagur staður.
Upp á síðkastið hefur verið hrúgaö
alls konar drasli á þennan gróðurreit.
Það eru kofaskrifli, tunnur (síló) af
steypubUum og annar ófögnuður sem
eyðUeggur gjörsamlega þaö sem áður
var búið að gera til fegrunar og prýði.
Ströndin þama blasir við sjófar-
endum á leið til Reykjavíkur. Þetta
drasl er eitt það fyrsta sem gestir á er-
lendum skemmtiferðaskipum sjá af
höfuðborginni okkar.
Mér finnst þetta til háborinnar
skammar og skora á yfirvöld borg-
arinnar að sjá til þess að úr verði bætt
sem allra fyrst.
Gréta Jóhannsdóttlr bankastarfs-
maður: Mér finnst það ekki nógu gott
hjá Rússum aö gera svona lagað.
DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983.
Spurningin
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Hvert er álit þitt á þeim
atburði er Sovétmenn
skutu niður suður-
kóresku farþegaþot-
una?
Sigurður Marteinsson, þungavélastjóri,
á Keflavikurflugv.: Mér finnst það
alveg hrikalegt og tel að það ætti að
grípa til einhverra aðgeröa til að svona
lagað gerist ekki aftur.
Jónína Haraldsdóttir, starfsmaður í.
mötuneyti: Ég myndi vilja fordæma
hann.
Ökumenn virda ekki
rétt gangandi vegfarenda
—þörfá
gönguljósum
Stella Sigurðardóttir, 8521-6694,
hringdi:
Nýlega fór ég með strætisvagni ofan
úr Breiöholti ásamt átta ára dóttur-
dóttur minni. Viö stigum út á Suöur-
landsbrautinni, norðanmegin, á móts
viö Laugardalshöllina. Sunnan göt-
unnar er stórt skrifstofuhverfi þar sem
móðir telpunnar vinnur og ætlaði ég að
kenna henni að komast þangað ein i
strætó eftir skola.
Við þurftum aö fara smáspöl til að
komast að einu göngubrautinni sem
þama er á svæðinu frá Glæsibæ og ég
veit ekki hvað langt niður eftir. Nú,
þegar þangað kemur sé ég að hvítu
strikin sem auðkenna gangbraut eru
að mestu horfin nema þau sem eru fast
við gangstéttina. En í miðri götunni er
eyja, merkt með skilti, og við skellum
okkur yfiráhana.
! Þá eigum viö eftir aö komast yfir
seinni akreinina. Lítinn fólksbíl ber að.
Bílstjóri hans er einn af þessum kurt-
eisu og staðnæmist. En fyrir aftan
hann kemur eitt af þessum sexhjóla
ivörubílsferlíkjum og fer greitt. Vöru-
bílstjórinn ætlar sér greinilega fram úr
litla bílnum. Það er ekki fyrr en á sein-
ustu stundu að hann áttar sig á að hann
kemst ekki fram úr hinum nema keyra
niður bæði skiltið og okkur.
Þaö munaði afar litlu að svo færi. Eg
hef lent í ýmsu á 63ja ára ævi en ég
hika ekki við að segja að þetta var
Reykjavegur
Hér
teiur
lasandi
þörf
skelfilegasta augnablik lífs mins.
Þama stóð ég með litlu telpuna, sem
mér hafði verið trúað fyrir, og horfðist
í augu viö dauðann.
En vörubíllinn stöðvaðist sekúndu-
broti áður en slys hefði orðið. Eg var
svo stjörf af hræðslu að ég hafði ekki
rænu á að taka númerið.
Þaö kostulega var að áöur en við
gönguljósum.
lögðum af stað úr Breiðholtinu hafði
dótturdóttir mín sagt:
„Amma mín, þú þarft nú ekkert að
vera að fylgja mér. Eg er búin að læra
svo mikið í skólanum. Maöur á að
horfa vel í báðar áttir áður en maður
fer út á götuna.”
Bömin fara út í umferðina full af
DV-mynd: HJH.
trausti á þeim fullorðnu — og hvemig
er tekið á móti þeim?
Eg mælist eindregið til þess að á
þessum stað verði sett gönguljós og
gatan máluö. Slík ljós kosta ekki meira
en sjúkrahúsvist fyrir tvo sem slasast í
umferðinni — og ómældar þjáningar
sparast.