Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983.
17
EIRÍKSGÖTU
ÞÓRSGÖTU
HÖFÐAHVERFI
ARNARNES, GARÐABÆ
• LINDARGÖTU
• LAUFÁSVEG
• RAUÐARÁRHOLT
EINNIG VANTAR OKKUR SENDLA A AFGREIÐSLU. VINNUTIMI
KL. 12-18 AÐ FULLU EÐA HLUTA. ATH. ÞARF AÐ HAFA HJÓL.
Vorð á sviðum lækkar víst ekki i 6r.
Hvers vegna
lækka ekki
sviðin?
Magnús Finnbogason hringdl:
Mig langar aö koma fyrirspurn á
framfæri til verölagsráös land-
búnaðarins: Hvers vegna Iækka ekki
sviðin jafnmikiö og kindakjötiö?
Gunnar Guðbjartsson, framkvæmda-
stjóri framleiðsluráös landbúnaðarins,
svarar:
Lækkunin á dilkakjötinu var gerð til
aö rýma frystigeymslur áður en haust-
slátrun hefst. Þann 1. september va'r
talið að 2000—2400 tonn af dilkakjöti
væru óseld. Voru þá niðurgreiðslur
auknar.
Svið, sem og slátur, hafa aldrei verið
niðurgreidd. Þar er ekkert söluvanda-
mál því svið eru nánast engin til í bili.
miUi
kl.13
eda
Úrval
HENTUGT
OG HAGNÝTT
r mm
STOR FJARUTLA TAÐ OÞORPU
Óánægja með ökukennara- og rútupróf
Ólafur Þorgeirsson hringdi:
Eg heyrði auglýsingu í útvarpinu þar
sem verið var að auglýsa ökukennara-
og rútupróf.
Vegna reynslu minnar vil ég vara
aðra við þessu prófi. Þegar ég tók
þetta próf voru 22 skráðir til prófs.
Prófið skiptist niður í þrjá hluta og af
þessum 22 komust ekki nema 4 gegn-
um fyrsta hlutann. Menn eru látnir,
strax í upphafi, kaupa allar þær bækiir
sem þarf að nota á námskeiðinu. Þess-
ar bækur eru mjög dýrar og álít ég að
þama sé verið að hafa fé af mönnum
vegna þess hve fáir komast í gegnum
námskeiðiö.
Einnig vil ég gagnrýna aðferðir þær
er notaðar eru við einkunnagjöf en þær
eru gjörsamlega frábrugðnar því er
tíðkast almennt í öðrum skólum. Enn-
fremur gefst mönnum ekki kostur á að
sjá úrlausnir sínar að loknu prófi.
Páll Kristjánsson, umsjónarmaöur
meiraprófs, svarar:
Fyrir fyrsta prófið, sem er um-
ferðarlög og reglugerð, er ekki haldið
sérstakt námskeið og verða menn því
að stimda sjálfsnám. Allir fá
upplýsingar um hvaða bækur þarf að
lesa fyrir þetta próf en reynslan er sú
aö flestir eru staðráðnir í að standast
öll prófin og kaupa því allar bækurnar í
upphafi. Páll sagði að ekki stæði til að
breyta aðferðum við einkunnagjöfina
og væri hún mjög í samræmi við það er
tíðkaðist á öðrum Norðurlöndum. Páll
kvað ekki mögulegt að gefa nemendum
kost á að sjá úrlausnir að loknu prófi
vegna manneklu, það væri mjög tíma-
frekt starf.
r
m r
svar við fyrirspurn 2818-2910
DV hefur fengið þær upplýsingar
hjá sjónvarpinu að sýningar á Hús-
inu á sléttunni hefjist fyrsta sunnu-
dag í nóvember. Það gleður vonandi
margan sjónvarpsáhorfandann. Frá
dýralækninum James Herriot hafa
ekki borist nein tilboð. I athugun er
aö hefja að nýju sýningar á Ættar-
óöalinu en ekki hefur verið ákveðið
neitt í þeim efnum. Onedin skipa-
félagið, Wimsey og Colombo eru ekki
á dagskrá sjónvarpsins í nánustu
framtíð. Um dönsku þættina Huset í
Christianhavn og Matador fékk DV
þær upplýsingar að reynt hefði veriö
aö fá þessa þætti. Framleiðslu-
kostnaöur þessara þátta var mjög
hár sem þýðir að söluverð þeirra er
mjög hátt. Sjónvarpið hefur því ekki
séð sér fært að festa kaup á þessum
þáttum enn sem komiö er.
OPIÐ TIL SJÖ í KVÖLD
MÁNUDAGA - ÞRIÐJUDAGA - MIÐVIKUDAGA
Vörumarkaðurinn tit. e/ð/storghi
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur