Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Blaðsíða 12
íu>iiv<ím .va
SJ.
12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Sfjómarformaöur og úfgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfusfjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Simi ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plöiugeró: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áksriftarveröá mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Heigarblað 22 kr.
Æði máttar og megins
Tveimur vikum eftir fjöldamoröiö á 269 manns í kóre-
anskri farþegaþotu hafa sovézk stjórnvöld ekki enn beðizt
afsökunar. Það geröu þó búlgörsk stjórnvöld árið 1955,
þegar þar var skotin niöur ísraelsk farþegaþota meö 58
manns.
Eftirleikur fólskuverskins mikla er næstum því eins
athyglisveröur og verkið sjálft. Sovézk stjómvöld hafa
flutt hinar fjölbreyttustu útleggingar. Þau hafa jafnan
haft nýjar á hraöbergi, þegar hinar eldri hafa verið
hraktar.
1 fyrstu þóttust þau ekkert vita um málið. Næst sögðu
þau, að villuráfandi þota hefði fengið aðvörun og horfið á
brott út yfir Japanshaf. 1 þriðja lagi sögðu þau, að skotið
hefði verið aðvörunarskotum og þotan farið í burtu.
Fjórða útgáfan var, að Boeing 747 farþegaþotan hefði
verið tekin í misgripum fyrir RC-135 njósnaþotu frá
Bandaríkjunum. Samt er hin síðarnefnda helmingi minni
og hefur ekki kryppu á bakinu eins og farþegaþotan.
Síðasta útgáfan kom svo viku eftir fólskuverkið. Þá
sögðu sovézk stjórnvöld, að „stöðvað” hefði verið flug
kóreönsku farþegaþotunnar. Ennfremur sögðu þau, að
þotan hefði verið í njósnaflugi fyrir Bandaríkin.
Þannig séð hafi sovézk hermálayfirvöld aðeins verið að
gera skyldu sína við að verja sovézk landamæri gegn
sífelldum ágangi bandarískra heimsvaldasinna, sem
bæru einnig ábyrgð á aftöku 269 manns. Svo einfalt var
það.
I öllu þessu flókna safni undanbragöa héldu sovézk
stjórnvöld því meira að segja fram, að kóreanska þotan
hefði verið ljóslaus á flugi. Hljóðupptökur sýndu þó, að
sovézku flugmennirnir gátu lýst ljósum þotunnar.
Augljóst er af hljóðupptökum samskipta sovézku
herþotumannanna og yfirmanna þeirra á jörðu niðri, að
fólskuverkið var ekki stundaræði, heldur beinlínis skipu-
lagt af sjálfu kerfinu, sovézku vígvélinni.
Mál þetta er jafnóþægilegt, hvort sem Andrópof og
æðstu valdamenn Sovétríkjanna hafa fengið að vita um
það fyrirfram eða ekki. Ef ekki, þá er sýnt, að vígvélin
getur leikið lausum hala, varin af síðari undanbrögðum
stjórnvalda.
Komið hefur í ljós, að fjöldamorðið hefur lítil áhrif á al-
menningsálitið í Sovétríkjunum. Jafnvel þeir, sem heyra
sannleikann í málinu, eru svo meðteknir af innilokunar-
æði kerfisins, aö þeir láta sér fátt um finnast.
Fjöldamorðið er óhjákvæmileg afleiðing kerfis, sem
hefur áratugum saman magnað með sér innilokunaræði,
er einnig kemur fram í skipulegu ofbeldi þess út á við.
Meira að segja fólkið í landinu hefur snert af þessu æði.
Einnig hefur komið betur en áður í ljós, að sovézk
stjórnvöld láta sér alls ekki bregða við almenningsálit á
Vesturlöndum. Þau yppta öxlum, þegar allt fer á annan
endann í fordæmingu á viðurstyggð þeirra.
Ef sovézk stjórnvöld telja sig geta notaö vestrænt al- j
menningsálit til að bæta hlutfallsstöðu sinnar vígvélar, '
eru þau ánægð og notfæra sér það. Ef þetta álit er þeim
hins vegar andsnúið að öðru leyti, er þeim fjandans j
sama.
Þeir, sem láta myrða 269 manns í farþegaþotu til að
sýna mátt sinn og megin, glotta við tönn, þegar vestrænir
friðarsinnar hamla gegn viðbúnaði vestrænna stjórn-
valda. Þeir sjá þá fram á að geta enn betur sýnt mátt sinn
og megin.
Jónas Kristjánsson.
.saei Haafí3,M3?..ti huoací
DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983.
H.vers vegna
Islendingar
eru frægir
Islenska þjóöin er lánsöm ...
Þetta lán megum viö þakka fyrst og
fremst forfeörum vorum fyrir, allt
frá fyrstu landnámsmönnum til
seinni nið ja þeirra.
Viö Islendingar getum hvergi
verið erlendis án þess aö veröa fyrir
vissri upphefö fyrir aö vera af-
komendur hinna fornu og merkilegu
víkinga. Viö verðum hreyknir og
fyllumst von og bjartsýni þegar ein-
hver okkar skarar fram úr á sviði
sinu og gerir garöinn frægan. Þessi
litla þjóö norður á hjara veraldar
hefur svo sannarlega fengiö sinn
skerf af framúrskarandi einstakling-
um, í þátíö, nútíö og vonandi i
framtíö. Þetta er ekki heppni, heldur
eölileg útkoma ákveðinna
staðreynda.
Fólkiö okkar hef ur skaraö f ram úr
í iþróttum, listum, vísindum,
heimspeki og tækni, að skák
ógleymdri. Þeir Islendingar sem
hafa sest aö erlendis hafa oft skaraö
fram úr í almennri lífsafkomu, svo
aö þeir Islendingar sem á eftir þeim
komu nutu góös af og þurftu, þótt
meðalmenn væru, aö spjara sig til aö
halda góöu nafni þjóðernisins flekk-
lausu.
Viö nútíma Islendingar megum
svo sannarlega vera hreyknir af
mörgum samtíðar Islendingum, en
spurningin er, eru nútima Islending-
ar þeir sem íslenska þjóöin er best
þekkt fyrir .. . ? NEI. Þó viö séum
síöur en svo eftirbátar annarra, þá
erum það ekki viö, heldur forfeður
okkar og afrek þeirra á öllum sviö-
um sem viö erum þekktust fyrir.
Það var sjómennska þeirra,
landafundir þeirra, hermennska
þeirra, hreysti þeirra, drengskapur
þeirra, h'kamsburðir þeirra, íþróttir
þeirra, gáfur og menning þeirra,
sem lýsir sér best með stofnun al-
þingis og lýðræðis á Islandi, Ust og
sagnfræðisnilld þeirra sem lýsir sér
best í fomritum Islendinga. Hugsaöu
þér, lesandi góöur, forfeöur þinir
voru afbragö annarra á öllum þess-
um sviöum og þótt fleiri væru talin.
Þetta er hægt aö staöhæfa án þess aö
ýkja eitt orö.
Ef það er rétt aö ávöxturinn fellur
skammt frá trénu, þá er engin furða,
þótt nútima Islendingar séu þeir
framúrskarandi menn, sem þeir eru,
viö þurfum aöeins aö athuga hverja
forfeöur þeir eiga. Hvort sem nútima
Islendingar vilja skilja þetta eða
ekki, þá búa þeir viö þessa
merkilegu þjóðernisarfleifð, erfö
sem þeir eiga allt að þakka . .. Erfö
sem þeir veröa aö vernda og færa
niöjum sínum...
Það er hægt aö líkja nútima Is-
lendingum af þessum ástæöum viö
börn merkilegra og frægra foreldra.
Sum okkar eru svo grobbin aö þau
halda aö þau geti Ufaö eingöngu á
mannoröi foreldra sinna. Sum eru
svo sljó aö þau telja sig ekki þurfa aö
halda i heiöri minningu og kosti
foreldra sinna, og telja sig ekkert
geta lært af þeim. Sum hafa slika
minnimáttarkennd gagnvart for-
eldrum sínum að þau gera allt sem
þau geta til að gera sem minnst úr
þeim og verkum þeirra, í annarlegri
von um að upphefja sjálf sig. Sál-
fræðingar og jafnvel leikmenn
þekkja þessar flækjur í fólki, en
sama getur átt sér staö hjá veikgeðja
mönnum gagnvart sér betri og fræg-
ari mönnum í sögu þjóðarinnar.
Þaö sem hlýtur að vera eðlilegast
og farsælast er aö við nútíma Is-
lendingar reynum að skilja hvað gaf
forfeðrum okkar þá eiginleika sem
geröi þá aö því sem þeir voru. Hvaö
var hvatinn og orkugjafinn sem
gerði þeim kleift aö áorka svo miklu
viö svo erfiðar aöstæður. Hvemig
getum viö lært af þeim og tryggt arf-
leifð okkar og fært hana niðjum
W
Kjallarinn
HelgiGeirsson
. ,i . i — i i 4
vorum? Þetta hlýtur aö vera æðsta
lögmál allra lífvera sem ekki þjást af
úrkynjun, dauöadæmdri til glötunar.
Þaö er óþarfi aö hafa minnimátt-
arkennd eöa mikilmennskubrjálæði,
vegna minningar forfeðranna og af-
reka þeirra. Bara að viröa þá aö
verðleikum, læra af þeim og færa
niöjum vorum arfleiföina ómengaöa.
Við eigum að leita inn á við þegar
viö leitum lausna pólitiskra vanda-
mála islensku þjóöarinnar, i staðinn
fyrir aö glepjast til aö leita lausna
vandamála okkar á meöal út-
lendinga.
Við eigum ekki aö gleypa útlenda
tækni og aöferðir ómeltar, viö eigum
aö velja gaumgæfilega úr og nýta
þaö sem hentar Islendingum og
menningu þeirra best.
Viö megum ekki láta erlendar
„Ustatískur” blekkja okkur og
keppast við að segja að berrassaður
keisarinn sé í fínum fötum.
Það sem vakir fyrir mér er að við
lærum og nýtum það sem best býr
meö islensku þjóöinni. Að viö glötum
ekki því sem er sígilt og þaulreynt,
fyrir það sem er ómerkilegt eftir-
hermurugl frá útlöndum og gerir
Islendingum ekkert nema ógagn.
Hugsum fyrst og fremst um hags-
muni Islendinga, höfum engar
áhyggjur af vandamálum út-
lendinga, þeir munu sjá um sig án
þess aö hafa áhyggjur af vanda-
málum okkar.
Munum aö þaö er eitt að feta í fót-
spor forfeðranna og annað aö gera
þaö á kostnaö þeirra. ..
Helgi Geirsson,
Delta, Kanada.
Umferöin, slysin
og úrkostimir
— tillaga um 1% slysavarnaskatt fyrir sveitarfélögin
Þetta er grein um aukna skatt-
heimtu. Ég ætla ekki aö vera slíkur
hræsnari að heimta meiri framkvæmd-
ir án þess að vilja leggja eitthvað af
mörkum í fyrirtækiö, eins og venja er.
Og þetta er grein um meiri opinber af-
skipti, meiri miöstýringu, fleiri og
stærri varöhunda valdsins yfir hinni
hertu skattheimtu. Og ekkert annað,
næstumþví.
Stærðfræðireglurnar
gilda samt
Eg verð nú aö játa það eins og er aö
mér finnst ósköp þreytandi að hlusta í
sífellu á stöðugar aövaranir og áskor-
anir um allt í umferðinni. „Spenniö
beltin, annars...” „Akiö varfega í
hálku, annars. . .”. „Muniö aö nú fer í
hönd sá tími sem.Akið með ljósin
á, annars...”. Og svo frv. og svo frv.
Ekki svo aö skilja að aðvaranir hafi
ekki eitthvað aö segja. Og ekki síst hve
fallegur hugur fylgir. Heldur hve í
rauninni til lengri tíma litið máttlitil
þessi orð eru. Um þaö tala sínu máli
allar þessar hrópandi slysaskýrslur,
sem viö erum farin að renna niður eins
og föstum rétti í tilverunni. Þetta bara
er svona. Þetta hefur alltaf verið
svona. Þaö er ekkert hægt viö þessu að
gera. Þaö er algerlega útilokað aö ætla
Magnús H.
Skarphéðinsson
sér aö afneita stæröfræðireglunum.
Líkindin segja aö þegar feröalög innan
Reykjavíkur nema yfir 300.000 á sólar-
hring að meðaltali, og leiðir allra sker-
ast 50—100 sinnum viö leiöir annarra
ferðalanga á sama tíma, á sömu stöö-
um, að það geti gengið slysalaust. Um
þetta á ekki aö þurfa aö deila. Og hvaö
sem glamraö er yfir okkur um aö fara
nú varlega og gæta sín á þessu og hinu,
og passa nú þetta og hitt. En þá kom-
um við einmitt að efninu.
Lausnir og alvöru-
orsakir slysanna
Hvaöa tillögur höfum viö til úrbóta?
Jú, við höfum skammtimalausnir eins
og aðvörunarorð til þeirra sem eru í
umferöinni. Og viö getum útbiað bæinn
allan í umferöarljósum og upphækkun-
um og þrengingum og þessháttar
skemmtilegheitum, sem auðvitað gera
„Væri ekki sniðugra að kasta þessum 200
w milljónum í umferðarbrýr, undirgöng
undir götur eins og Miklubrautina, göngustíga
og hjólreiðastíga og þess háttar alvöruslysa-
vamir?”