Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Page 5
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. 5 Frá fundinum 6 Kópavogshæli igmr. &V-mynd Einar Úlason. Ræstingafólk ríkisspítalanna á fundi með fulltrúa st jórnarnefndar í gær: HARKALEG AÐFERD — við að skoða þessi mál, sagði Símon Steingrímsson ,,Spurningin snýst um aöferöina sem notuð er viö að skoöa þetta mál. Mörgum finnst hún harkaleg og ég get verið sammála því,” sagöi Símon Steingrímsson, forstjóri tæknideild- ar ríkisspítalanna, á fundi með' ræstingafólki á Kópavogshæli í gær. I gærdag héldu fulltrúi stjórnar- nefndar ríkisspítalanna og forystu- menn Sóknar og Starfsmannafélags ríkisstofnana fundi meö ræstinga- fólki spítalanna á fjórum stööum. Voru þaö Kleppsspítali, Hátún, Kópavogshæli og Landspítalinn. Þar voru kynnt áform um útboö á ýms- um verkþáttum spítalanna. Símon Steingrímsson reifaöi þau áform sem uppi eru um útboð. Einar Olafsson, formaður SFR, og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Sóknar, tóku bæöi til máls og hvöttu fólk til samstöðu. „Veröi reynt aö ýta fólki út af vinnumarkaðinum munum við verj- ast með kjafti og klóm og grípa til hvaða úrræða sem þörf er á,” sagði Aðalheiður meðal annars. I gær gengu fulltrúar ASI á fund Alberts Guðmundssonar fjármála- ráðherra vegna þessa máls. Ráðherra lýsti m.a. þeirri skoðun sinni að eftir að útboð heföu farið fram væri eölilegt að málin yrðu rædd við stéttarfélögin og starfs- fólkið og engar ákvarðanir yrðu teknar fyrr en að vandlega athugðu máli. -JSS. ASI um útboð á rekstri verkþátta á ríkisspítölunum: ,Fráleitt skref til aukins sparnaðar7 — mótmælir harðlega að verkafólki verði sagt upp á jafnveikum forsendum og nú virðist áformað „Verkalýðssfuntökin hljóta að mótmæla því harðlega að verkafólki verði sagt upp á jafnveikum for- sendum og nú virðist áformað. Miðstjórn gerir þá kröfu til stjóm- valda að hætt verði við þau áform.” Svo segir í niðurlagi ályktunar, sem samþykkt var á miðstjórnar- fundi Alþýðusambands Islands, er útboð ríkisspítalanna á tilteknum verkþáttum voru tekin til umfjöllunar. I ályktuninni segir að miðstjóm ASI taki eindregið undir þau viðhorf að bæta þurfi rekstur heilbrigðis- kerfisins. Hins vegar séu útboð á þjónustu þvottahúss, mötuneytis og ræstingu fráleitt skref til aukins spamaðar. Það veki furðu að ríkis- valdið skuli, sem atvinnurekandi, sýna það ábyrgðarleysi að ætla sér að ráðstafa stórum vinnustöðum í hendur einkaaðilum, án þess aö huga aö þeim áhrifum sem slíkt hefði á af- komu og félagslega velferð starfs- fólksins. -JSS. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna: „Uppsagnir hafa ekki veríð ræddar „Uppsagnir starfsmanna vegna fyrirhugaðra útboða á verkþáttum í starfsemi spítalanna hafa ekki veriö ræddar í stjómarnefnd, og uppsagnir jafnhliða því sem útboð fara fram hafa aldrei verið fyrir- hugaöar.” Svo segir m.a. í yfirlýsingu frá stjómarnefnd ríkisspítalanna, vegna fréttaflutnings fjölmiðla af fyrir- huguöum útboðum ríkisspítalanna. Segir ennfremur að fari útboð fram, eins og nú sé gert ráð fyrhy muni stjórnamefnd kanna, þegar þar að komi, hvort hagkvæmt teljist að taka þeim. Muni hún leggja tillögur sínar þar að lútandi fyrir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra til endanlegrar á- kvörðunar. -JSS. K/NC 'tonunVN SKÁPAR CROWN Læstir með lykli og talnalás. CROWN Eldtraustir og þjófheldir, fram- leiddir eftir hin- um stranga JIS staðli. CROH/N 10 stærðir fyrir- liggjandi, henta minni fyrirtækj- um og einstak- lingum eða stór- fyrirtækjum og stofnunum. CROiVN Eigum einnig til 3 stærðir diskettu- skápa- datasafe HALLARMÚLA 2 - SfMI 83211 Pepsi Áskomn! 52% völdu Pepsi af þeim sem tóku afstöðu <L 4719 Coke 4429 Jafn gott 165 Alls 9313 Láttu bragÖiÖ ráÖa Kynning á starfseminni, flugvélar, flugmatur, skemmtiatriði. kvikmyndir, happdrætti, ferðakynningar. Sérstök dagskrá fyrir böm. OpiÖ kl. 11.00 — 20.00 báða dagana. Ókeypís aðgangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.