Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Page 13
Nokkur atriða úr sjónvarpsmyndafíokknum Fontamara sem gerður er eftir sögu Ignazio Silone. Sósíalisti án flokks- kristinn maður án kirkju - nokkur ord um Iganzio Silone, höfund hlnnar merkilegu sögu Fontamara, en samnefndir sjónvarpsþættir hafa nú leyst Dallasflokkinn af hólmi um sinn á dagskrá sjónvarpsins á miövikudagskvöldum Fontamara nefnist sem kunnugt er framhaldsflokkurinn ítalski sem sjón- varpið sýnir nú á miðvikudagskvöld- um. Heiti þáttarins er tilbúið nafn (Rammalind eða Beiskibrunnur) á fjallaþorpi í Abruzzohéraði á Italiu, en þar er einna harðbýlast og hrjóstr- ugast í því langa og mjóa landí. Að líkindum hafði höfundur skáld- sögunnar, sem sjónvarpsmyndin sam- nefnda er gerð eftir, Iganzio Silone (1900—1978), í huga sinn eigin fæðing- arstað, Pescina dei Marsi. Þar minnir fátt á Dallas og aörar stórborgir. Sagan gerist í upphafi valdatíðar fasista á þriðja áratugnum og lýsir því hvernig þorpsbúar kynnast þeim harkalega veruleik. Inn í fléttast svo ástar- og baráttusaga Bernardos og Elviru. Höfundurinn barðist virkri baráttu gegn fasistum Fontamara er tengd ævi höfundar- ins, Secondo Tranquilli (I. Silone er skáldheiti), og ættjörð hans, fjalllend- inu i Abruzzo, eins og vikið var að. Á fimmtánda ári varð hann fyrir því gífurlega áfalli að missa báða foreldra sína og fimm systkini í jarðskjálfta, sem þama eru tíðir. Samúö og skilningur með fátæku bændafólki og verkalýð dafnaði í brjósti Silones en honum var mjög í nöp við þjóðernisbrölt og öfgar upp- rennandi fasistahreyfingar. Hann gerðist liðsmaður sósíalista og hóf að skrifa í ýmis verkalýðsblöð. Smám saman tók hann einarðari afstööu gegn fasistum í skrifum sínum og fékk aö súpa seyðið af þvi. Reyndu svartstakk- ar t.d. margoft að kveikja í skrifstof- um Verkamannsins (D Lavoratore) i Triesta, sem hann ritstýrði. Árið 1921 klofnaöi Sósíalistaflokkur Itah'u og Silone var einn af þeim sem þannig stofnuðu Kommúnistaflokkinn. Brátt var hann kominn út í mjög virka baráttu gegn hinum fasisku yfirvöld- um og baröist til dæmis með skærulið- um. Gekk svo til 1930 að hann hraktist úr landi til Sviss, þá illa á sig kominn. Kommúnisminn hafði brugðist vonum hans — Stalin ekki hans maður og hann haf ði sagt skilið við flokkinn. Skósólaslit á leiðinni til frægðar I bænum fagra, Davos í Grau- bunden, kom hann sér fyrir og skrifaöi á stuttum tíma skáldsöguna Fonta- mara. I þrjú ár sleit hann skósólum sínum á gangi milli útgefenda. Loks var verkiö gefið út 1933 i Ziirich (á þýsku) og skömmu síðar á ítölsku í París. Bókin var þýdd á fleiri mál og vakti feikna athygli þ.e.a.s. utan Italíu, því illa gekk að smygla henni inn þar, reyndar varð Silone ekki þekktur í heimalandi sínu fyrr en tals- vert löngu eftir stríðið; þarkom Fonta- mara út 1953. Hafði þá hin alþjóðlega frægð knúið italska gagnrýnendur til aö gefa gaum að þvi sem kallaö var f yr ir brigðið Silone (D caso Silone). Silone var einn af fáum rithöf undum sem gagnrýndu fasismann beint. I skáldsögum hans, einkum Fontamara, eru sannverðugar og hrærandi lýsing- ar á kjörum ítalskrar alþýðu og jafn- framt deilt á — og ekki án gamansemi — andlega úrkynjun fasistatímabils- ins. Þá má segja að trúarlegur tónn hljómi alls staðar meira og minna hjá honum. Ekki er rétt að rekja söguþráðinn í Fontamara hér, honum er fylgt allnáiö í kvikmyndinni, sem hefur verið sýnd víða við góðan orðstír. I sjónvarpsút- gáfunni gætir nokkuö mállýsku þeirrar sem töluð er í Abruzzo og víkur tals- vert frá hreinni ítölsku. Eitt verka Silone til í íslenskri þýðingu Ein bók eftir Silone hefur komið út á íslensku: Leyndarmál Lúkasar (AB í þýðingu Jóns Oskars). Það er hnitmið- uð skáldsaga, sem varð feikivinsæl er hún kom út fyrst á Italíu (1956). Stærsta verk hans er skáldsagan Vín og brauð (Vino e Pane) sem hann skrifaði næst á eftir Fontamara og er um margt keimlík henni. Hún gerist líka í Abruzzo; reyndar eru bemsku- slóðir Silones í öllum verkum hans. „Sjáið bara Silone,” sagði Albert Camus, „svo nátengdur ættjörð sinni en samt svo mikill Evrópumaður”, Þannig var Silone í senn rígbundinn og ægifrjáls, trúr uppruna sínum en al- þjóðlegur í hugsun. Silone hóf aftur stjómmálaafskipti heimkominn til Italíu aöstríðinu loknu, þ.e. innan Sósíalistaflokksins en þegar flokkurinn klofnaði enn 1948 vildi hann hvorugum megin vera og lýsti sig „sósíalista án flokks, kristinn mann án kirkju”. t D D 0 rv EF PÚSTKERF/Ð B/LAR, ÞA BÆTUM VIÐ ÞAÐ FUÓTT OG VEL Verkstæðið er opið virka daga frá kl. 8—18, nema föstudaga frá kl. 8-16. Lokað laugardaga. Hafðu þetta í huga næst þegar þú þarft að endurnýja. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. ALLT í PÚSTKERFIÐ 0 Bílavörubúóin Skeifunni 2 PinnPIN 82944 Pi'iehnr»«cu4(ctiWti Púströraverkstæói 83466 OPIÐÍDAGIO-4 Vörumarkaðnrinii hl. eiðistorgiii OPIÐ í DAG FRÁ 9-12 í ÖLLUM DEILDUM ÁRMÚLA 1a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.