Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Qupperneq 14
Í88I HSSjVISTSu’h?. U HtTOAnHAnTI m vr
ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAIM
Troðfull Höll á fridartónleikum
— góð stemmning,
góð mitsík,
góð umgjörd
Þeir sem voru o£ seinir að kaupa
miða á hljómleikana „Við krefjumst
framtíðar” í Laugardalshöll um
síðustu helgi mega svo sannarlega
naga sig í handarbökin. Þeir hafa þó
væntanlega getað fengiö reykinn af
réttunum með því að virða fyrir sér
15—20 metra háu horrorfígúruna
með rauðu augun sem hékk framan á
Höllinni. Þaö var Ogsmá sem átti
heiðurinn af þeirri fígúru.
Ogsmá kom víðar við. Fyrirtækið
stóð fyrir skreytingum í fremsta
salnum. Þar var 36 metra langt mál-
verk, og á gólfinu var flugvélarflak
afgirt með gaddavír. Þegar líöa tók á
kvöldið kom Ogsmá sér fyrir á þeim
slóðum og spilaði rokkabillý með lág-
marksgræjum. Því miður sá ég þetta
ekki, því að ég var of upptekinn
frammi í sal.
Svart og sykurlaust
Þegar inn í aöalsalinn var komiö
mátti sjá palla mikla meöfram hlið-
unum. Þar hafði Svart og sykurlaust
komið sér fyrir með margs konar
sýningar. Á einum stað var fólk á
sólarströnd, annarsstaðar var 6 eða
7 sjónvörpum hrúgað upp í haug,
kveikt á þeim og látið loga, og fyrir
ofan dansaði svört fígúra umvafin
rauðum, sjálflýsandi böndum. Hirð
Lúðvíks 14. var mætt á svæðið, og um
gólf gengu fígúrurnar hræðilegu
sem farið höfðu um bæinn dagana á
undan hljómleikunum. Skipst var á
aö lýsa upp einstök svið, þannig að úr
varð fjölbreytilegt, sjálfstætt sjó til
hliðar við hljómleikana. Nýjung.
Tónlistin
Sama kröftuga sköpunargleðin var
uppi á teningunum á tónleikasviðinu.
Hljómsveitirnar fimm sem Iéku
þama voru hver annarri betri.
Fyrst komu Svart og sykurlaust.
(Það er líka hljómsveit eins og
Ogsmáfyrirtækið) með drungalega
músik, líklega framleidda meö
synthesizerum. Sú tónlist var eins og
inngangur til aö setja fólk í rétta
stemmningu og tókst það.
Næst á dagskrá var Kukl, þar sem
saman eru komnir undir einu nafni
margir af þekktustu hljómlistar-
mönnum landsins, Björk Guðmunds-
dóttir, Einar öm Benediktsson, Sig-
tryggur Baldursson, Birgir Mogen-
sen, Guölaugur Ottarsson og Einar
Melax. Sú hljómsveit gaf út plötu um
síðustu helgi, tveggja laga plötu sem
gefur nokkuð góða hugmynd um það
sérstæða sánd sem hljómsveitin
hefur komið sér upp á skömmum
tíma. Þetta er pönkabillýmúsík í
þyngri kantinum, ný túlkun á rokk-
tónlist sem ég hef aldrei heyrt áður.
Uppákoma í
miðbænum
Föstudaginn fyrir friðarkonsertinn
stóðu nokkrir af þeim, sem þar komu
fram, fyrir uppákomu í miðbænum.
Um kl. 5.30 geystist hljómsveitin
Ogsmá inn í Austurstræti meö hljóð-
færi sín. Skömmu síðar komu aðdá-
endur hljómsveitarinnar, um tuttugu
öskrandi stúlkur, og stilltu sér upp
fýrir framan. Mikinn mannfjöida
dreif á skömmum tíma að, og hefði
hljómsveitin þurft að hafa öflugri
magnara á gíturunum. Söngvarinn
söng í kalllúður og trommarinn hafði
bara tvær trommur. Hljómsveitin
lék bráðskemmtilega rokkabillýtón-
list sína um stund, en svo komu tíu
mótorhjólatöffarar á svæðið með
gríðarlegum hávaða. Þeir stilltu sér
upp innan um áhorfendur og þeyttu
hjól sín í takt við hljómsveitina í síð-
asta laginu. Að þvi búnu hurfu hl jóm-
sveit, aðdáendur og mótorhjólatöff-
ararábraut.
Ekki bar á öðru en að fólk skemmti
sérvel.
Megma i Krókódílamanninum.
Næst var Egó. Hún sýndi og
sannaði að hér er á ferðinni hljóm-
sveit sem ekki verður auðveldlega
rutt af stallinum: Vinsælasta hljóm-
sveit landsins. Eftir slappa byrjun
með nýjum mannskap hefur Egó
fundiö sina leið að hjörtum fólks.
Keyrslan á hljómsveitinni var mjög
góð, krafturinn og örvæntingin hæfði
stemmningunni þetta kvöld.
Næst á svið var Ikarus. Likt og
Kukl er þessi hljómsveit ný, varð til í
kringum plötu Tolla Morthens, The
Boys From Chicago. Eins og Kukl
hefur hún náð miklum tökum á því,
sem hún er að gera, spilar hart og
drífandi pönk-rokk. Ikarus eru Bragi
Purrkur Olafsson og Kristján úr iss!,
og Kommi úr Q4U. Með Ikarus
syngja svo þeir Tolli Morthens og
Megas.
Tolli söng fyrst. Þeir sem hlustað
hafa á þlötuna hans geta nokkum
veginn gert sér í hugarlund hvernig
krafturinn var, ef þeir margfalda
með tveimur eða þremur. Fróbært.
Svo kom Megas. Það var mjög
skemmtileg reynsla að sjá manninn
koma þarna fram, eftir 5 ára hlé, og
syngja á stærstu hljómleikum sem
hér hafa verið haldnir lengi. Það er
eins og hann hafi beðið eftir því að
sjá hreyfinguna sem hann átti þátt i
að gróðursetja á árunum fyrir 1979,
vaxa og blómgast, þar til tími var
kominn til fyrir hann að stíga fram á
ný. tslenskri rokktónlist er ómetan-
legur styrkur í því að fá hann fram á
sjónarsviðið á ný.
Ekki voru kanónurnar búnar. Að
koma fram á eftir Bubba, Tolla og
Megasi hlýtur að vera erfitt, en Von-
brigði sýndu það og sönnuöu að hún
gat það og slapp vel frá því. Þeir
kumpánar héldu áfram þeirri
keyrslu og þehn krafti sem einkennt
hafði alla tónleikana. Hljóðfæraleik-
urinn er orðinn frábær, og hljómlist-
in er mjög tjáningarrík.
Síðastir á dagskrá voru CRASS,
anarkistamir frá Bretlandi. Þeir
höfðu fyrir hljómleikana lýst því yfir
að þetta væru ekki þeirra hljómleik-
ar, þeir væru ekki stjömumar. Þeir
brugðust við þeim vanda að vera
breskar „stjömur” á íslenskri
friðarhátíð með því að vera með erf-
iöasta og torskildasta prógrammið
þetta kvöld. Þeir bjrjuðu á því að
sýna torræða og flókna kvikmynd.
Inn í hana kom Annie Anxiety söng-
kona í CRASS og söng eitt lag með
sérstæðum undirleik. Síðan hélt
kvikmyndin áfram, en eftir skamma
hríö byrjaöi hljómsveitin að spila.
Hún var eins og stórskotahríð, tíu
sinnum harðari en allar íslensku
hljómsveitimar, eins og harmleikur
atómstyrjaldar tónsettur. Þetta,
ásamt kvikmyndinni var heldur mik-
ið fyrir áhorfenduraa, sem þegar
höfðu hlustað á fjögurra tíma dag-
skrá með höröu rokki. Þeir fóru að
tinast burt.
Mér finnst að CRASS sé eina er-
lenda hljómsveitin sem hefði getað
spilaö þama og sloppið frá því eins
og hún gerði, með fullri listrænni
DV-myndir Ragnar Th.
sæmd, og með því að sýna jafnframt
fulla virðingu fyrir friðarbaráttu Is-
lendinga.
Salurinn
Eg hef aldrei orðið vitni aö öðru
eins samspili listamanna og áhorf-
enda og þetta kvöld. Andrúmsloftið
var rafmagnað og þegar fulltrúar er-
lendra friðarhreyfinga héldu stutt
ávörp, fagnaði gjörvallur salurinn.
Fólk var raunverulega komið þama
til að krefjast framtíðar og sýndi að
það er ástæða til þess. Þótt Höllin
væri troðfull var lítið um skrílslæti
og fyllirí, mun minna en á mun fá-
mennari konsertum fyrr í sumar í
Höllinni.
Ýmsir forráðamenn Alþýðubanda-
lagsins vom þama á sveimi og einn
þeirra kom á bak við sviö til að óska
mönnum til hamingju með árangur-
inn. Honum var heldur fálega tekið,
því að hreyfingin „Við krefjumst
framtíðar” er ekki flokkspólitísk og
vffl helst ekki að einhverjir stjóm-
málaflokkar séu að eigna sér hana.
Þetta, er eins og kom fram þetta
kvöld, hreyfings fólksins, venjulegs
fólks sem engu hefur að tapa nema
framtíðinni.
Þess má geta að lokum sem dæmi
um stemmninguna og sköpunar-
gleöina sem fólst í hljómleikunum og
undirbúningi þeirra, að meðlimir
CRASS létu svo um mælt að svona
tónleikar sæjust ekki á Englandi
nema hjá þeim sem allra mestan
pening hafa, eins og David Bowie.
Hins vegar var öll vinna við „Við
kref jumst framtíðar” unnin ókeypis.
Þetta var sigur, sigur fyrir íslenska
rokktónlist og sigur fýrir íslenska
friöarbaráttu.
Aðstandendur hljómleikanna
höfðu leyfi fyrir tæplega 4000 manns
og seldu alla þá miöa. Reikna má
með að töluverður fjöldi í viðbót hafi
komist inn, en fjöldi manns þurfti frá
aðhverfa.
Bubbi vmtfmr frioarfananum.
Umsjón: Árni Daníel
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983.