Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Qupperneq 7
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Þóp Gnnnarsson, sparlsjóðsstjóri og lærður loftskeytamaður: Alveg út úr kor t - inusem loft- skeyta- maðnr vera allt í öllu og þvælast á milli þess sem mér eldri starfsmenn héldu að ég gæti gert i það aö verða svona nokkurs konar skrifstofustjóri sparisjóðsins. Síðan liðu bara tiltölulega fá ár í þvi starfi þar til ég var orðinn aðstoðar- sparisjóðsstjóri og núna sparisjóðs- stjóri. En þó ég hlaupi svona yfir í nokkrum orðum þá eru tuttugu og tvö ár sem þetta hef ur verið aö gerast. Alveg út úr kortinu sem loftskeytamaður í dag Eina gagnið sem ég hef haft af loft- skeytanáminu er innsýn í öll radíóraf- magnstæki en það hefur ekki haft mikla hagnýta þýðingu í því starfi sem ég er í núna. Sú menntun sem má seg ja aö ég hafi í dag til aö sinna sparisjóðs- stjórastarfinu er náttúrlega eingöngu gagnfræðapróf eins og það var á þessum árum og svo bara það sem ég hef lært í skóla lífsins. Þá má nú nokkuð læra þar gegnum árin,” segir Þór. „Eina starfið sem ég hef verið í sem tengist loftskeytum eru f jórir mánuðir á radióverkstæði Landssímans milli fyrsta og annars bekkjar i loftskeyta- skóianum. Og það væri alveg út úr kortinu að ætla að fara að starfa sem loftskeytamaður í dag. Því þó svo að ég geti mótað morsstafi í rólegheitum á morslykli þá tæki það alveg lágmark þrjá til fjóra mánuði að ná upp ein- hverri leikni þannig að maður gæti nýtt morsið eðUlega. MikUl þáttur í þessu námi var við- geröir á tækjum, sendum, lóran- tækjum og radar. Síðan gerist það í kjölfar þess að ég lýk náminu að það verður alger bylting í byggingu þessara tækja. Eg lærði á nánast aUt sem lampatæki. Það voru engin transistortæki komin á markaðinn. OU sú menntun sem ég hafði á sínum tíma er því fyrir bí má segja. En það hefur nú þurft að fylgjast með þróuninni líka við að vinna í giari- sjóðnum. Þegar ég byrjaði að vinna hér í sparisjóðnum var aUt bókhald handskrifað. Það var tU ein ritvél. Tvær eða þrjár rafknúnar reiknivélar og þrjár tU f jórar handknúnar reikni- vélar. Smám saman fengum við raf- knúnar reiknivélar. Þetta handvirka kerfi var við lýði alveg fram í maí ’65. Þá fengum við bókhaldsvélar sem var alger bylting. Með tUkomu þessara véla náði ég forskoti á þá starfemenn sem unnu hérna þá og ekki höföu unniö með svona vélum. Eg var fljótur að til- einka mér kerfið og á skömmum tima kominn fram úr hinum. Eg hafði verið svo heppinn að skömmu eftir að ég byrjaði hérna fór ég á bankamanna- skólann og þar komst ég í samband við marga í bönkum í Reykjavík þannig að þangaö gat ég með tUtöiulega ein- földum hætti sótt upplýsingar um þróun í bókhaldi og afgreiðsluhætti og slíkt. Allt handskrifað Þór segir hvemig aUt hafi verið unnið meö handskrift. Eina ritvélin sem var tU var notuð til að skrifa bréf til annarra banka og sparisjóöa. Eg skrifaði nú frekar Ula á þessum árum og lítið betur í dag. Svona svipaö og þú ert að gera,” segir Þór og bendir á blaðamann sem streitist við. ,,Svona iUiesanlegt. Það kom fyrir að ég þurfti að skrifa athugasemd meö stofnun sparisjóðsbókar. Og þaö fór iUa hjá mér og tók mikið pláss á örkinni. Eitt sinn endaði með því að ég tók örkina úr og vélritaði. Ég gat vel vélritað, hafði lært það í loftskeytaskólanum. Einn af eldri starfsmönnunum komst í það og ég fékk hinar mestu ákúrur fyrir og varð að taka blaðið úr og henda því og skrifa það með miklu klúðri. Þetta segir ég ekki til að hnýta i þetta fólk sem nú er látið heldur eingöngu tU að segja hvaða sjónarmið réöu hér á þessum árum. Smám saman færðist þetta svo út í að breyt- ingar áttu sér stað. Það má eiginlega segja að við lægjum á því laginu hér, sem vildum breyta, að í hvert skipti sem einhver af eldri starfsmönnum varð veikur eða fór í fri var rokið tU og kerfinu breytt á meðan hann var í burtu. Þetta fannst manni alveg sjálfsagt á þessum árum,” segir Þór og brosir og verður svo alvarlegur. „En eftir á að hyggja var þetta ægUegt álag á þetta fólk sem ár eftir ár hafði bara unnið í ákveðnum f arvegi. En þetta var gert i fullu samráði við sparisjóðsstjóra, sem þá var Matthías A. Maöiiesen, og smám saman tókst að þróa bókhaldið upp í mjög gott bók- haldskerfi þannig að í dag, þegar búið er að kúvenda öUu og setja i tölv- ur hjá Reiknistofu bankanna, hjálpum við gjarnan öðrum sparisjóðum við aö skipulegg ja bókhald sitt.” Þú hefur lært starf þitt smám saman ígegnumárin? „Fyrsti vísirinn sem ég fékk af þvi að geta sett mig inn í starfið var nám- skeið á vegum bankaskólans. Þar opn- aðist kunningsskapur við stórán hóp manna á svipuðum aldri og ég var sjálfur og suma eldri. Og ég gat leitað tU þessara manna því að þeir voru aUir persónulegir kunningjar mínir. Sumir af þessum mönnum eru núna í aDs kyns lykUstöðum í bankakerfinu. Þeir sem hafa ílengst. Þessa menn gat maður heimsótt, fengið hjá þeim hugmyndir og eyðublöð sem hefði verið töluvert þungur róður að útbúa sjálfur og alls ekki verið eins vel hugsað því þetta voru allt saman hlutir sem þeir voru búnir að þróa. Eini hluturinn sem var notaöur í sparisjóðnum þegar ég byrj- aði og er til enn héma er ritvéUn sem ég hef sagt frá. Nú sitjum við héma með ýmiskonar búnað og ég býst við aö eftir tvö tU þrjú ár verði búið að kass- era þessu öllu og komin ný tæki og bún- aður tU að koma á beinlínuvinnslu. ” Með þessum orðum kveðjum við sparisjóðsstjórann sem Iærði aö verða loftskeytamaður en situr hú inni á skrifstofu með míkrófUmuskjá við hUðina á skrifborðinu og elektróníska reiknivél fyrir framan sig. Mann sem auk þess að hafa lært eitt og starfað við annað getur raunar stát- að af því að hafa byr jað sem sendiU hjá fyrirtækinu sem hann nú stjómar. i Snillingurimv sem þú getur tekib tíl morgunverbar.... SHARR Nú loksins færðu raunverulega hjálp með örtölvu. Nýja SHARP PC 1500 vasa-örtölvan er snillingur sem þú getur tekið með þér á fundi, fyrirlestra og að morgunverðarborðinu. PC 1500 hefur BASIC forritunarmál og möguleika sem aðeins stærri smátölvur hafa. Þegar PC 1500 er tengd við hinn fullkomna 4 lita prentara, er hún ein af öflugustu vasa-örtölvum í heimi. Útreikninga má gera hvenær sem er, með vissu um nákvæmar og öruggar niðurstöður. Áætlanir, færslur, söluyfirlit o.fl. nauðsynleg gögn má endurvinna á auðveldan og fljótvirkan hátt, og fá niðurstöður jafnhraðan með einu handtaki. Með öðrum orðum: PC 1500 vefst ekki tunga um tönn. Stórt minnisrými allt að 11.5K bætar. 4ra lita útprentun, 6 forrita lyklar. Hin nýja PC 1500 er bylting í vasa-örtölvum - og frá SHARP, þar sem frábærar hugmyndir verða að veruleika. Tæknlupplýslngar PC 1500 VASA-ÖRTÖLVA: Reiknisstafafjöldi: Forritunarmál CPU (miöeining) Minni Minnisverndun Skermur 10 stafir (mantissa) 2 stafir (exp.) BASIC C-MOs 8-bita CPU ROM. 16K bætar RAM: 3.5K bætar. stækkanlegt í 11 5K bæta C-MOS rafhlaöa „back-up" 7 x 156 punkta grafískur (Enskt lyklaborö meö litlum og stórum stöfum, ásamt tölustöfum og sértáknum) CE 150 grafískur litaprentarí/Stýrelnlng fyrir segulband: GRAFÍSKUR PRENTARI: Útprentun talna Prentarakerfi Prentmáti Stærö talna Prentstefna Lágmarksskrefalengd Innbyggö eilíföarrafhlaöa Staölaöir 18 tölustafir (eöa 36.18. 12.9, 7.6. 5.4 tölust. að vild) X-Y ása teiknara kerfi Grafískur 9 stæröir frá 1,2 x 0.8 mm — 10,8 x 7,2 mm Hægri, vinstri. upp, niöur 0.2 mm SEGULBANDSSTÝRING: Allt aö tvö segulbönd tengjanleg CE 151 MINNISEINING: 4-K bætar C-MOS RAM CE 155 MINNISEINING: 8-K bætar C-MOS RAM HUOMBÆRI^ESií HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999/17244 tfúsptf HVÍLD - MEGRUN LÍKAMSRÆKT - ÚTIVERA Leitið ekki langt yfir skammt VETRARFRÍIÐ • ÞARFTU AÐ MISSA NOKKUR AUKAKÍLÖ? • ÞARFNASTU HVILDAR? • VILTU LOSNA FRÁ AMSTRI HVERSDAGSINS? VIÐ HÖFUM LAUSNINA Sérhæft starfsfólk svo sem læknir, íþróttakennarar, sjúkraþjálfi, leiðsögumenn og lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess að þér líði sem best. Dagskrá: ÁRDEGI: Kl. 08.00 Vakiö gegnum hátalarakerfi hússins með léttri tónlist og líkamsteygjum. Kl. 08.15 Borið á herbergi heitt sítrónuvatn, drukkið meðan klæðst er (íþrótta- galli). Kl. 08.30 Morgunleikfimiísal.málogvog. Kl. 09.30 Morgunverður. Kl. 10.30 Sund — gufa — heitur pottur. Kl. 11.00 Frjáls timi. Kl. 12.00 Hádegisverður. SIÐDEGI: Kl. 13.00 Hvíld. Kl. 14.00 Gönguferðmeð fararstjóra. Kl. 15.00 Létt miðdegiskaffi Kl. 15.30 Nudd. Kl. 17.00 Frjáls tími. Kl. 19.00 Kvöldverður. KVÖLD: Kl. 20.30 Kvöldvaka. Stutt ganga fyrir svefn. Verð á mann á viku: Kr. 9.750 Kr. 10.350 2 1 m m/baði. m m/baði. Innifalið í þessu verði er: Gisting, allar máltíðir, læknisskoöun, sund, gufa, heitur pottur, leikfimi, nudd, gönguferðir með fararstjórn, fræðileg erindi, flug og transfer flugvöllur — hótel — flugvöllur. ATH. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns. Áskilinn er réttur til breytinga á ofangreindu verði. Til áramóta: 1. vika 02/10 -09/10 '83 2. vika 16/10-23/10 '83 3. vika 06/11-13/11 '83 4. vika 20/11-27/11 83 Söluaðilar: Hótel Húsavík, Ferðaskrifstofa rikisins, Ferðaskrifstofan Úrval, Ferðaskrifstofan Útsýn og ferðaskrifstofur víða um land. a Húsavik Sími 96-41220

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.