Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Page 13
ió 3. verðlaun Kristín Briem. Nafn: Sumarið sinn hátt. I öðru sæti varð mynd Einars Halldórssonar, vel út- færð og nákvæm mynd. Þó svo að myndefnið geti vart talist frumlegt er myndin tæknilega vel gerð. Myndskurðurinn og myndbyggingin er, þrátt fyrir leifturhraða, furðu nákvæm. Ljósmyndaranum hefur tekist að „frysta” augnablikið! I þriðja sæti er, eins og fyrr segir, Kristín Briem með mynd sem byggist á inntakinu. tslenska sumarið er sett á svið með sól- gleraugu, regnhlíf, sólaroliu og svaladrykk! I svart-hvíta flokknum varð Kristinn Helga- son í fyrsta sæti með einfaida og skemmtilega mynd. Hún er vel unnin auk þess sem hún sýnir okkur brot af hversdagsleikan- um út frá mjög sérstöku sjónar- horni. I öðru sæti varð mynd Davíðs Þorsteinssonar sem er eínnig einföld og afar hefðbund- in. Þó svo að myndskurðurinn mætti vera öllu nákvæmari kem- ur hann ekki að sök því það er birtan sem gefur myndinni gildi. Baldur Kristjánsson á mynd í 3. sæti og er hún ein af fáum mynd- um sem lýsir hita og sól enda tekin á erlendri grund. Myndin er einföld, skemmtilega samsett uppstiliing og miðlar vel áhyggjuleysi sumarfrísins! ■ B (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.