Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Síða 15
DV. LAUGÁÉDAGUR1. OKTÖBÉR1983. 15 SNÁKA- HOFK) Eitt af sérkennilegustu hofum Austurlanda er hið svonefnda Snákamusteri í héraðinu Arakan í Burma. Þetta mannvirki er tæplega sextán metrar á hæð og minnir ytra útlit þess á upphringaðan snák. Gengt er inn í þessa furðulegu byggingu þar sem er bænahús búddhatrúarfólks. Fólk sem bitið hefur verið af eitr- uðum snákum er fært til þessa must- eris — oft frá fjarlægum stöðum — þarsemþaðerlátið biðjast fyrir svo þaö megi eiga von um að halda líf i. Lækningarmáttur þessa sérkenni- lega hofs hefur ekki verið staðfestur, en víst er að búddhatrúarfólk það sem lent hefur í gini banvænna snáka skundar þangað fljótt. ljAðu MÉR EYRA Marquis de Pélier, bóndi nokkur á Bretagne-skaga í Frakklandi, hefði betur látið það ógert að hvísla nokkur vinsamleg orð í eyru drottningar Lúðvíks XVI, er þau hittust af tilviljun í anddyri í leik- húsi nokkru í París þann annars ágæta dag sautjánda júní árið 1786. Kóngi Lúðvíki fannst þetta hvisl bóndans í eyru konu sinnar ekki vera tilhlýðilegt og benti fylgdar- mönnum sínum því á að fangelsa manninn. Aumingja Pélier mátti dúsa í fangelsi öll stjómarár Lúðviks XVI., því hinn síðarnefndi vildi með engu móti fyrirgefa honum þessa saklausu yfirsjón meöan hann hafði aldur og vald til. Þegar Lúðvík var allur átti að taka mál Pélier til dómsmeðferðar og var hann í því sambandi fluttur úr dý- flissunni í höfuðborginni til fanga- búða nálægt borginni Lourdes. En áður en mál hans komst í dómsali þar blossaði franska byltingin upp með öllum sínum látum og stjóm- leysi um tíma og féll mál aumingja Pélier þar með í gleymsku í nokkur ár. Þegar félagi Napóleon komst til valda um og eftir aldamótin 1800 átti að nýju að dusta rykið af máli Pélier, en þá lagði Bonaparte út i styr jöld sem umtumaöi ekki aöeins lífi allra Frakka heldur líka stjórn- kerfi þeirra. Og aftur féll mál Péli- erígleymsku. Það var ekki fyrr en árið 1836, þegar drottning Lúðviks XVI. hafði hvílt bein sín (og eyru) undir grænni torfu í fjömtíu og þrjú ár, að vesalings Marquis de Pélier var leystur úr haldi. Hann var þá vel kominn á efri ár, eöa sjötíu og tveggja ára, og búinn að sitja í varðhaldi í rétt fimmtíu ár fyrir aö hafa hvíslað nokkmm vinsam- legum orðum í eyra drottningar sinnar. Þung refsing það, ætti mönnumaðþykja. Elliárum sínum varði Pélier á jörð sinni á Bretagne-skaga þar sem hann notaöi tímann í lestur góöra bóka sem var nokkuð sem hann hafði ekki fengiö en alltaf langað að gera i marga herrans áratugi. Faðir hans hafði haft böðulstitilinn á undan honum og reyndar höfðu forfeður hans verið böðlar að atvinnu langt aftur i aldir, þannig að segja má að þessi merkilegi starfi hafi ver- ið arfgengur. Charles-Baptiste Sanson var eini sonur föður síns og er sá síðamefndi lést af slysförum á miðjum aldri var ekki um annað að ræða, sakir hefðar, en sonurinn tæki við af honum þrátt fýrir ungan aldur. Fyrstu árin sem stráklingurinn gegndi böðulsstarfinu í heimaborg sinni, Paris, haföi hann ávallt sér við hlið aöstoðarmann sem sá um aö reiða sveðjuna á loft og fella að hálsi sakamannanna þar eö snáðinn hafði enn ekki náð kröftum i það faglega verk. Eftir þvi sem aldurinn kom yfir hann náði hann þó tökum á starfinu og gat sinnt því einn og óstuddur, án aðstoðarmanns. Heimssagan greinir ekki frá yngri Sanson sem tók við þeim starfa að- bööli en snáöanum Charles-Baptiste einssjö áraaðaldri. ÁSTKÆR EIGINKONA Varla hefur nein eiginkona sýnt manni sínum jafnmikla hjartahlýju og franska hefðarfrúin Marguerite Therese. Hennar ástkæri eiginmaður féll í stríði Frakka og Þjóðver ja við Alten- heim í Þýskalandi þann þrítugasta júli árið 1675. Ekkjan lifði mann sinn í tuttugu og niu ár, en allan þann tíma geymdi hún hjarta hins fallna húsbónda sins í gagnsæju glerhylki á borði í stof- unni heima hjá sér. Begg ja vegna við hylkið lét hún tvö vaxkerti loga í sí- fellu. Og ekki nóg með þetta, heldur sat ekkjan samfellt í sjö tíma á hverjum degi fyrir framan glerhylk- ið og starði í hjarta elskhuga síns, full söknuðar og trega. Verður ekki annað sagt um Marguerite Therese en hún hafi verið trú manni sfnum alla ævi. BÖÐULLINN UNGI Opið ALLAN Z'WS URCVRLL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^ ae |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.