Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983.
17
Staðurinn er rúmgóður og bjartur og parkat á miðju góifi fyrir dans
þegar þar eru haldin ein kasamkvæmi.
DV-myndir: Bj.Bj.
Halta hananum skánað í löppinni og skipti um nafn:
Gullni haninn
— nýr veitingastaður að Laugavegi 178
Gullni haninn nefnist nýr veitingastaöur
aö Laugavegi 178, í sama húsnæði og Halti
haninn var í. Nýi staðurinn á ekkert skylt
viö eldri staðinn nema staðsetninguna og
eigandinn er sá sami, Birgir Jónsson. Ailt
er nýtt innanstokks og þar með talið eld-
hús og áhöld. Skipar staðurinn sér nú tví-
mælalaust í hóp betri veitingastaða borg-
arinnar. Hann tekur 50 gesti í sæti og
'er einkar rúmt um þá. Þá er þar lítil
vínstúka og til nýjunga má telja for-
réttasalat-desert kælivagn sem ekið er
á milli gesta svo þeir geta sjálfir valið
sér þessa máltíöarauka úr sætum sín-
um.
Sigurbjöm Guðmundsson matreiðslu-
maður var ráðgjafi viö uppsetningu tækja
í eldhúsi og samsetningu matseðils og
mun hafá umsjón með ýmsum uppákom-
um á staðnum. Brynjar Eymundsson
matreiðslumeistari hefur verið ráðinn til
að veita eldhúsinu forstöða
Ekki leið nema hálfur mánuður frá því
aö Halta hananum var lokað og byrjað á
breytingum þar til Gullni haninn var full-
búinn á fimmtudag. Guðbjöm Gunnars-
son hannaði staðinn og hafði yfirumsjón
með verkinu en fjölmargir aörir meistar-
ar lögðu sitt af mörkum á sínum sviðum
Vínveitingar veröa í hádeginu og á kvöld-
in.
-GS.
Krakkarnir stilla sór upp við Tröllkonuna og á henni og veifa.
STÓRT GAT
Á HAUSNUM
Eldri borgarar á Selfossi yngdir upp íRauðakross heimilinu:
Segja frá ástarævintýrum
sínum á sokkabandsárunum
A GOLIAT
5. C í Melaskóla heimsækir Ásmundarsafn
„Það hefur komiö stórt gat á hausinn á
Golíat,” sagði eitt bamanna. „Hann er
illa gerður því hann stendur s vo nálægt
Davíð,” sagði annar. Hann bakkaði
síðan meö það að verk Ásmundar
Sveinssonar, Davíð og Golíat, væri illa
gert en fannst þó eftir sem áður að þeir
væru of nálægt hvor öðrum.
Þessi skoðanaskipti fóm fram í As-
mundarsafninu á fimmtudaginn. Starfs-
fólk safnsins er nú i óöa önn aö taka á móti
skólakrökkum sem koma til að skoða yfir-
litssýningu á verkum Ásmundar sem hef-
ur verið framlengd fram eftir vetri.
Heimsóknin er þannig upp þyggð að
krakkamir fá og kynna sér æviágrip As-
mundar og fleira áöur en þeir koma í
heimsókn. Þegar þeir koma er þeim skipt
niður í hópa og þeini úthlutaö verkefnum.
Verkefiiin eru tíu og byggjast á tíu verk-
umeftirÁsmund.
Orðaskiptin hérað f raman erufrá hópn-
um sem fékk verkiö Davíð og Goliat sem
verkefni. Hópurinn fékk samantekt þar
sem sagan um Davíð og Goliat var sögð.
Síöan var útskýrt aö: „Mynd Ásmundar
táknar ekki bara þessa hiblíusögu. Hún
táknar lika baráttu þess, sem er lítill og
veikburða gegn hinu stóra og öfluga. Það
er ekki alltaf víst að sá stóri og sterki sigri
að lokum.” Síðan var hópurinn látinn
finna verkið og skoða og svara því úr
hverju myndin væri, hvað koparbandið
sem gengi í gegnum hausinn á risanum
ætti að tákna og fleiri spumingum. Hópur-
inn, sem fyrir svörum varð, virtist áhuga-
samur. Hann lauk sér af og sá næsti tók
við. Þannig ræddu allir hópamir við
starfsmann safnsins og gáfu honum
skýrslu. Þegar heimsókninni var lokið
þusti hersingin síðan út að rútu sem bar
fimmta C í Melaskóla aftur heim. Áöur er
þau hurfu fengum við bekkinn til aö stilla
só- upp við Tröllkonuna og smelltum af
þeimeinnimynd.
-SGV.
Vetrarstarf aldraðra á Selfossi er haf-
ið. Undir stjóm Ingu Bjamadóttur
veröur opiö hús í Tryggvaskála á hverj-
um fimmtudegi eins og veriö hefur und-
anfarinór.
Margir eldri borgarar telja dagana
frá fimmtudegi til fimmtudags og
hlakka mikið til að hittast I Tryggva-
skóla er spilað, sungiö, sagðar sögur og
fleira. FóMð segir sjálft frá ástarævin-
týrum sínum á sinum sokkabandsár-
um. Sumir yrkja og lesa kvæði, þar á
meðal Sveinn Sveinsson.
Marta Jónasdóttir, sem er að verða
áttræö, sagöi skilmerkilega og skemmti-
lega á siöasta fimmtudegi frá ferö til
Vestmannaeyja í sumar en 33 eldri
borgarar fóru í þriggja sólarhringa
feröalag þangað. Rómuðu allir þessa
ferö.
I sumar fór einnig stór hópur, 54
manna, í þrettán daga ferð til Norður-
og Austurlands. Sumir komu viö I Mjóa-
firðl Sú ferð kostaði 5500 krónur á
mann og var matur innifalinn.
Styrktarfélag aldraðra á Selfossi er
búið að taka Rauöakross heimilið á
leigu fram að áramótum. Þar á að fara
fram fjölbreytt föndurkennsla undir
stjóm Halldóru Ármannsdóttur. Þar
veröur einnig hársnyrting, fótsnyrting
Og margt fleira sem yngir eldri borg-
aranaupp.
Formaður Styrktarfélags aldraðra er
Einar Sigurjónsson.
URVAL GOÐRA BILA
Tyota Cressida '82.
Hvitur, 5 gtra, silsalistar — grjót-
grind. Sem nýr, kom á götuna i
mai '83.
Toyota Hilux disil '82.
Rauður, 5 gira. Ólýsanlega falleg-
urbill.
Honda Accord EX '81.
Svarblár, 5 gira, vökvastýri, ekinn
59.000 km.
Datsun Cherry GL '81.
Gullsans., ekinn 33.000 km. Topp-
bill.
Galant GL '80.
Rauður, mjög góður stationbíll,
ekinn 46.000 km.
Honda Accord EX 82.
Vinrauðsans., sjálfskiptur, vökva-
stýri, topplúga, rafmagnsrúður,
ekinn 29.000 km. Skipti ath.
Saab 900 GLS '82.
Blásans., sjálfskiptur,
varp/segulband. Toppbill.
Le Baron 79.
út- Bill sem nýr. Amerískur lúxusbíll
m/öllum þægindum, ekinn 38.000
km.
Daihatsu Runabout '80.
Silfurlitur, toppbíll, ekinn aðeins
26.000 km.
Datsun pickup disil '81.
Rauður að lit, ekinn aðeins 40.000
km.
Jaguar MK-II 3,4 '60.
Til sölu, ef viðunandi tilboð fæst.
Overdrive, sóllúga, leðursæti.
OPIÐ VIRKA DAGA OG
LAUGARDAGA KL. 9-18.
8B
Range Rover '83.
Hvitur, með ýmsum aukahlutum,
ekinn 9.000 km. Skipti á ódýrari.
BILASALAN BLIK
Skeifunni 8, sími 86477.