Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983. HAM ER MESTI í HEIMI EN MEÖ Ástæöa þess aö ég fór aö safna biblíum var sú aö allt frá barnsaldri hef ég haft alveg sérlega mikinn áhuga á tungumálum. Eftir aö ég útskrifaöist úr Kennaraskóla Islands áriö 1938 gerðist ég meölimur alþjóðlegs bréfaklúbbs beinlínis til þess aö sinna þessu áhuga- máli mínu. Eg tók aö skrifast á viö fjölda fólks víðs vegar að úr heimin- um, og þaö sem kom mér einna mest á óvart viö þessar skriftir var aö allur þessi skari manna hafði sér einhvers konar söfnun aö tómstundagamni. Þaö safnaöi til dæmis póstkortum eöa frimerkjum. Eg sendi því eðlilega þessa hluti héðan aö heiman, og seinna kom aö því aö fólkið vildi fara aö endurgjalda mér þennan greiða meö því að senda mér einhverja hluti sem ég væri aö safna. Eg hafði ekki gerst safnari þegar þama var komið sögu og haföi reyndar aldrei kynnst þeirri áráttu fólks aö sanka aö sér ákveðnu efni. Eg hugleiddi samt þessar bend- ingar pennavina minna og datt fyrst í hug aö láta þá fara aö senda mér dag- blöö frá heimalöndum sínum svo mér yröi unnt aö bera saman ritmál þjóðanna. Eg hvarf hins vegar fljótt frá þeirri hugmynd þar sem ég sá að mun hentugra var að fá sama textann frá hverju þjóðlandi sendan til mín. Þá var ekki um að ræða annað en ein- hverja bók, og þá helst þann texta sem þýddur haföi verið á flest tungumál. Biblian var lausnin.” — Og þaö eru liðin rétt fjörutíu ár frá því þessi viömælandi okkar, sem er Ragnar Þorsteinsson kennari í Kópa- vogi, hóf aö viða að sér bókinni helgu héöan og þaðan úr heiminum. Eitt þús- und og sextiu biblíur á mismunandi tungumálum hafa nú borist honum. Og þær geymir hann vandlega merktar og skráöar í kjallaranum heima hjá sér á Hlíðarvegi fimmtíu. Þaö er furöulegt að líta einn vegginn í því herbergi, þúsund biblíur þekja hann, enn furðulegra þegar haft er í huga að einungis einn maöur hefur safnaö þeim saman. ,,Eg nýt hverrar stundar í þessu herbergi,” segir Ragnar. ,,Ekkert þykir mér eins gaman og aö grúska í þessusafnimínu.” Mikill vill meira — Ragnar segir þaö hafa veriö markmiö sitt á fyrstu árunum sem hann safnaði bibh'um aö ná eitt þúsund titlum í hillur sínar. ,,En þegar ég hafði náö því takmarki, sem var á siðasta árí, fannst mér þessi söfnun vera oröinn einum of ríkur þáttur í lífi minu svo ég gæti sagt skilið viö hann si svona.” Og Ragnar smellir saman fingrum til staðfestingar þessum orðumsínum. — Bibliusöfnunin er greinilega hf og yndi þessa rétt tæplega sjötuga manns. . . „Þetta er náttúrlega eins og hver önnur söfnunardella,” segir hann: „Mikill vill meira.” — Ragnar bendir blaöamanni á aö hann eigi enn nokkuö langt i land meö að eiga allar þær þýðingar sem biblían hefur komið út á. Og sífellt er þýðingum að fjölga. „Guösoröiö berst mikiö á,” segir hann. Ragnar er ekki alveg viss, en heldur aö búið sé aö þýöa biblíuna á nálægt sautján hundruð tungumál. Hvaö tungumál heimsins séu i reyndinni mörg er hann líka í vafa um, sem og málfræðingar um víöa veröld eru einnig: „Menn eru síður en svo á einu máh um hve tungumálin séu mörg í heiminum. Þá greinir á um hvar setja eigi mörk á milli tungumála og mál- lýsku. En æth þjóðtungurnar séu ekki einhvers staðar á milli þrjú og fimm þúsund,” segir Ragnar. Til eksimóanna á íslandi — Eg spyr bibhusafnarann hvort hann hafi ekki lent í ævintýrum vegna þessa tómstundagamans. Þaö færíst glott yfir andlit hans og sýnilegt er aö hann hefur lent í mörgu skrítnu á ferU sínum. Hann tekur sem dæmi árin sem hann sat i basli viö aö skrífa mönnum í Alaska svo hann mætti fá þaðan bibhu. „Eftir mikiö þref barst mér sending frá þessu merkilega landi. Þar var á ferðinni aUstór pappakassi og sem ég sat hér niðrí í kjaUaranum mínum og bjástraöi viö aö opna hann fór ég aö spyrja mig hvers vegna svona fyrir- feröarmiklar umbúðir væru utan um þessa einu bibhu sem ég baö um að yrði send mér. Þegar ég svo opnaði kassann sá ég mér tU undrunar eina tylft UtiUa hljómplatna og þá fór mig að renna í grun aö pennavinir mínir í Alaska hefðu misskiUð bón mína. En ekki var það nú, þviþegarég hafði tekið plöturnar upp úr kassanum sá ég hvar Util og fögur guösbók hvíldi á botni hans. Sendingunni fylgdi Uka bréf þar sem útskýrt var hvers vegna ég fengi þessar hljómplötur í kaupbæti. I því stóö að á plötunum væru fomir trúarsöngvar og bænir Alaska-eskimóa og vildu sendendumir að ég spilaði efnið fyrir íslensku eski- móana sem þeir héldu að búsettir væm hérlendis.” Einhver stofnun fær safnið á endanum — Hvaö heldurðu, Ragnar, aö þetta þúsund og sextíu bibha safn þitt kosti í peningum tahö? „Ég get enga grein gert mér fyrir því. Biblíur er oftast ódýrar. bækur og seldar víöa langt undir kostnaðar- verði vegna styrkja frá ýmsum trú- boösfélögum sem standa að útgáfum þeirra. Nú, sumar bibliurnar mínar hef ég fengið ókeypis, annaöhvort vegna þess að viðkomandi útgefendur hafa það aö reglu að selja ekki orö guös eða að þeir sem ég skrifast á við í þess- um efnum eru svo hrifnir af þessu Trúleysinginn Ragnar Þorsteinsson: „Það er ekki tíi i mér að trúa á Guð. Það er mér atveg ósjélfrátt og ég get ekkert að þvi gert." Stalíni. Hór grúst kunnu hén Sigt H Ei Biblíusafi son. Að l hans sen þúsundo sem er hi Ragnar með bibliu á máli íbúa eyjunnar Mönar sam Hggur milli Englands og írlands. Það tungumál nefnist manx, og að sögn Ragnars er það aðeins einn háaldraður maður á eynni sem kann ennþá málið. „Meira en líklegt er að sá hinn sami só þegar dáinn." „Þetta er sú biblia sem mér hefur hingað tíl gongið erfiðlegast að ná í," segir Ragnar hér og heldur um rautt kver sem er albönsk þýðing á biblíunni. / kommúnistarikinu Albaníu eru trúarbrögð með öllu bönnuð og iðkun þeirra varðar þungri refsingu. Albanska bibliuþýðingin sem Ragnar hefur undir höndum var prentuð i Júgóslavíu i afar takmörkuðu upplagi og því reynt að smygla yfir landamærin tíl Albaníu. Hér heldur Ragnar á mesta bibliudýrgrip sím biblía á afar merkilegu og torráðnu baskamé þvi að sú tunga á ekki skyldleika við neitt tu ínum nú. Frumlegasta skýringin á þessu er s hið foma tungumál ibúa Atlantís sem, eins í skammt undan Spánarströndum i fyrndinni. Spáni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.