Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 40
^VlK^ 97099 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA í hverri L viku j SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 'Q# # T 1 RITSTJÓRN .pOO I 1 SÍÐUMÚLA 12—14 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983. SNiOR AISAFIRÐI Þannig var ástatt á ísafirði í gær. Ökumenn þar og annars staðar norðan til á Vestfjörðum urðu að skafa af biium sín- um. Fyrsti snjór vetrarins i byggð var fallinn. Á Norðurlandi var slydda. Á Austurlandi var ofankomt n i formi regns. DV-mynd: Valur Jónatansson. lítgerðarráð BUR valdi forstjóra úr hópi umsækjenda: Brynjólfur Bjarnason varð hlut- skarpastur Utgeröarráö Bæjarútgeröar Reykjavíkur valdi Brynjólf Bjarnason, rekstrarhagfræöing og núverandi. framkvæmdastjóra Almenna bókafé- lagsins, til að gegna forstjórastöðu BUR. Hlaut hann fjögur atkvæði en þrír sátu hjó. Enginn var á móti svo ekki yirðist djúpstæður ágreiningur um hann í þessa stöðu. Brynjólfur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands og að loknu fram- haldsnámi í rekstrarhagfræði í Banda- ríkjunum gerðist hann deildarstjóri hagdeildar Vinnuveitendasambands (Islands árið 1973. Því starfi gegndi hann til ársins 76 að hann gerðist fram- kvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. Brynjólfur er kvæntur Kristínu Thors og eiga þau fjögur börn. -GS. LOKI ísfírðingar ættu að skoða Kanaríeyjaauglýsinguna. t Neytendasamtökin hafa krafist opinberrar rannsóknar á því hvemig geymslu matvæla sé háttað hjá þeim sem annast dreifingu slíkrar vöru. Tilefnið er dreifing á skemmdu kindakjöti sem átti sér stað fyrir skömmu úr einni af kjötgeymslum Sambandsins. Telja Neytendasam- tökin aö hér sé um svo alvarlegt mál að ræða að óhjákvæmilegt sé að vegna skemmda kindakjötsins átelja harðlega vinnubrögð heild- sé gallalaus og ekki verður ábyrgðin söluaðilans, Sambands íslenskra minni þegar um jafnviðkvæma vöru samvinnufélaga, og Heilbrigðiseftir- og matvöru er aö ræða. Aðalsökin í litið. þessu máli liggur þvi hjá dreifingar- 1 yfirlýsingu Neytendasamtak-. aðilanumþarsemHeilbrigðiseftirlit- anna kemur fram að frumskylda ið heldur því fram að kjötið hafi seljandaséaðsjátilþesíMosöluvara verið geymt við ófullnægjandi að- oucuui. í ^uuyamguum acgii au uci sé um svo alvarlegt mál að ræða að gera verði kröfu um opinbera rann- sókn á því hvemig geymslu matvæla sé háttað hjá þeim sem stunda mat- væladreifingu. Ennfremur segir að setja þurfi hertar gæöareglur og lög- festa reglur sem láta þá sem selja gallaða matvöru sæta fullri ábyrgð og refsingu ef sakir eru miklar. Stormasamt á þingi versiunarmanna á Húsavík Sex fulltrúar gengu af þingi vegna eldra deilumáls við fulltrúa VR Rétt fyrir setningu 14. þings Lands- sambands íslenskra verslunar- manna á Húsavik í gærmorgun kom í ljós að fulltrúar Verslunarmannafé- lags Suðumesja mundu ekki sitja þingið nema einn fulltrúi innan vé- banda Verslunarmannafélags Reykjavíkur viki af þinginu. Astæðan var eldra deilumál milli þessa fulltrúa VR og stjórnar Verslunarmannafélags Suöumesja er rekja má til verkfalls er hið síðar- nefnda boöaði til sumarið 1982. Reynt var eftir föngum að ná sáttum í þessu máli, sem reyndar var með öllu óviðkomandi störfum þingsins, en án árangurs. Fulltrúar Verslunarmannafélags Suðurnesja, sex aö tölu, hófu því aldrei þingstörf, en hurfu af staðnum um miöjan dag með áætlunarflugi Flugleiöa. Þing- fulltrúar hörmuðu þessi málalok og áttu margir erfitt með að skilja hvers vegna þetta uppgjör þurfti að gerast meö þessum hætti. Til þings vom mættir í morgun 84 fulltrúar. Forseti þingsins var kjörinn Magnús L. Sveinsson. Aðal- mál þess verða kjara- og skipulags- mál. Því lýkur á sunnudag með kosn- ingu stjórnar og endurskoðenda. -S.J. Námsgagnastofnun strand ítækjakaupum: Myndbandstækin á hafnarbakkanum — hafa legið þar síðan f júní Myndbandstæki, sem Námsgagna- stofnun hefur fest kaup ó, hafa legið á hafnarbakkanum síðan í júníbyrjun í sumar. Er ástæðan sú að stofnunin hef- ur ekki fengið heimild til að felld verði niður aöflutningsgjöld af tækjunum en hún hefur ekki haft fjármagn til að leysaþauúrtolli. Karl Jeppesen, forstöðumaður fræðslumyndasafns, sagði í viðtali við DV að Námsgagnastofnun ætti að sjá um myndefni handa skólunum. Til þess að það væri kleift, yrði að vera hægt að skoða myndböndin þar áður en þau væru send út. Stofnunin ætti ekkert myndbandstæki og á því hefði staðið í þessu starfi. Sagði Karl ennfremur að fyrrver- andi fjármálaráðherra, Ragnar Amalds, hefði gefið stofnuninni munn- legt loforð um að aðflutningsgjöld yrðu felld niður af myndböndum þegar þau yrðu keypt til stofnunarinnar. Því hefði verið farið út í að kaupa fimm myndbandstæki og eitt sjónvarp. Kaupverð tækjanna hefði verið greitt en hins vegar hefði núverandi fjár- málaráöherra, Albert Guðmundsson, ekki gefið leyfi til að aðflutningsgjöld yrðu felld niður. „Námsgagnastofnun á ekki krónu tií að greiða aðflutningsgjöldin með,” sagði Karl. „Meðan málið stendur svona getur stofnunin því ekki gegnt því hlutverki sínu að útvega skólunum myndefni á þann hátt sem fyrirhugað var.” -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.