Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 4
\ Hákon ÞH búinn með srtdar- kvótann sinn — er á leið til lands úr sinni þriðju veiðiferð með 120 til 130 tonn úr ísafjarðard júpi Hákon ÞH 250 er nú á leiö til Grindavíkur úr sinni þriðju veiðiferð á þessari síldarvertíð. Er hann með 120 til 130 tonn sem hann fékk út af Arnamesi við Isafjarðardjúp í gær- morgun. Með þessum afla hefur Hákon ÞH fyllt veiðikvóta sinn fyrstur alira báta. Mátti hann koma með að landi 460 lestir. I f fyrstu veiðiferðinni, sem var á Austfjarðamiö, fékk hann 240 lestir, í þeirri næstu, sem var á síldarmiöin við Isafjarðardjúp, fékk hann 117 lestir og nú er hann meö 120 til 130 lestir og þar með er kvótinn fullur. A sama tmia neíur fjöldi báta ekki fengiö eina einustu síld en nú í haust hefur 71 bátur leyfi til hringnóta- veiða og 55 bátur til reknetaveiða. Verðmæti þess afla sem Hákon hefur komiö með er mjög mikill því þarna er um aö ræða fyrsta flokks síld. Nokkrir bátar fengu góðan afla í Isafjarðardjúpi í gær og sömuleiðis var ágæt veiöi í Herdísarvík. Þar hafa reknetabátamir haldiö sig mik- ið og voru þeir að landa í Þorláks- höfn og Grindavík í gær. Stærsti hluti flotans var kominn á miöin við Austurland en þar hefur ekkert verið að hafa að undanfömu. Er því hluti hans nú á leiðinni suður og vestur á Isaf jarðardjúp. Menn fyrir austan telja þó að þar sé mikil síld. Hún haldi sig núna út af Glettinganesi en þar er gmnnt og slæmur botn og ekki hægt aö kasta á hana þar. -klp Kafrnar DV. LAÚGARDAGUR15. OKTOBER1983. Forráöamenn Farskips hafa komist aö þvi að grundvöllur só ekki fyrir rekstri farþegaferjunnar Eddu. EDDA SIGUR EKKI TIL ÍSLANDS NÆSTA SUMAR Edda siglir ekki milli Islands og Evr- ópu næsta sumar. ,g\kvöröunin fylgir í kjölfar ítarlegr- ar könnunar á ýmsum rekstrarmögu- leikum til að tryggja rekstrarafkomu skipsins, en hún leiddi í ljós aö slíkir möguleikar eru að svo stöddu ekki fyr- ir hendi,” segir í frétt sem Farskip hf. hefursentfrásér. ,JStærsta vandamálið er há leiga á skipinu sem leiðir af sér að fargjöld yrðu ekki samkeppnisfær við önnur millilandafargjöld á þessum leiöum aö ári. I frétt Farskips segir að Edda hafi í sumar flutt um fimmtán þúsund far- þega sem er tuttugu af hundraöi minna en upphaflega var áætlaö. „Rekstrartap veröur töluvert en endanlegt uppgjör er nú í vinnslu og ættu lokatölur að liggja fyrir innan skamms.” Skipafélagið segir ennfremur: „Ekki er tímabært að segja nú hvort þessi rekstur hefst aftur síöar. Tíminn einn getur skorið úr um þaö. Hugsjón, góö orö og bjartsýni nægja ekki í þess- umefnum.” -KMU eldh úsinnrétting hefur ibað sem barf Sú mikla fjölbreytni sem er að finna í útliti og skápagerðum gerir okkur kleift að laga innréttingar að hvaða rými sem er. Við ráðleggjuip, mælum og teiknum yður að kostnaðarlausu. Sá sem eignast Kalmar-innréttingu, eignast vandaða vöru á vægu verði. Athugasemd vegna frétta í Þjóðviljanum Ingi Tryggvason, formaður Fram- leiösluráðs landbúnaðarins,hefur beðið DV um að birta eftirfarandi athuga- semd vegna frétta sem birtust í Þjóö- viljanum 13. okt. þar sem ranglega var farið meö orð hans varðandi mat og heilbrigðisskoðun á kjöti. Segir Ingi margt annað hafi veriö skakkt í umræddri frétt og þar sem Þjóðviljinn hafi aö auki farið rangt með þá athuga- semd sem hann sendi því blaði vill hann biðja DV aö birta athugasemdina orðrétta. Fylgir hún hér: Á forsíðu Þjóðviljans 13. október eru stórlega rangfærð orð sem ég lét falla í spjalli við blaöamann Þjóðvilj- ans (S.dór). Blaöamaöur spurði hvort kjötmat væri á vegum Sambands ísl sam- vinnufélaga eða Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Eg tjáöi honum aö kjöt- mat og heilbrigöisskoðun kjöts væri hvorki á valdi framleiðsluaðila né sölu- aðila, heldur starfsmanna skipaðra af opinberum aðilum. Þessi orð mín eru heimfærð upp á allt annað mál, sem er athugun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur- svæðisins á sölu ákveðinna kjötbirgöa frá fyrra ári, á niðursettu verði. Þykir mér leitt, að það skuli henda Þjóðvilj- ann að gera almennar skýringar á upp- byggingu mats og heilbrigðiseftirlits á framleiðsluvörum bænda, að uppi- stööu í óvandaöri og villandi æsifrétt. Þá er rangt í frétt Þjóðviljans, að fundur Framleiðsluráðs 12. október hafi verið „lokaður” umfram það sem slíkir stjórnarfundir eru. Rangt er að fundurinn hafi verið um „kjötmálið”, það var ekki á dagskrá, þótt fréttir Þjóðviljans yrðu að óformlegu um- ræðuefni manna á milli. Enn fremur er rangt, að Agnar Guðnason sé fram- kvæmdastjóri Framleiösluráðs. Ingi Tryggvason, formaður Framleiðsluráðs landb. Bæjarstjórn Garðabæjar: Framkvæmdir við Reykjanesbraut hefjast nú í haust Vegna fyrirhugaðs útboös fram- kvæmda við Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Vífilsstaðavegi skorar bæjarstjórn Garðabæjar á þingmenn Reykjaneskjördæmis að sjá til þess að Vegagerð ríkisins veröi tryggt fjár- magn til þess að geta boðið út fram- kvæmdir við Reykjanesbraut í einum áfanga. Framkvæmdir hefjist nú í haust og verði lokið í byrjun árs 1985. Þá krefst bæjarstjórnin þess að áfangaskipting framkvæmda verði við Amarnesveg en ekki við Vífilsstaða- veg, reynist hún nauðsynleg. Til stuðnings kröfum sínum minnir bæjarstjómin meðal annars á að Vega- gerðin hafi lagt fram gögn sem sanna að lagning Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Breiðholts sé arö- bærasta vegaframkvæmd á landinu öllu. SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.