Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 6
DV. I£AUGFARÐM?U'R75yOKTOBER'1983: ? 6 V — Eastern og Republic á barmi gjaldþrots Eftir aö hiö þekkta bandaríska flugfélag Continental er komið á hausinn, eöa svo gott sem þaö, hafa augu manna enn á ný beinst að ástandinu hjá bandarískum flugfé- lögum. Og þar er heldur ófagurt um aö litast. Gegndarlaus taprekstur heldur áfram og skuldirnar hrannast upp. Eastern Airlines rambar á barmi gjaldþrots og forráöamenn fé- lagsins segja að ef starfsfólk sam- þykki ekki 20% launalækkun veröi. varla hægt að halda félaginu áfram á lofti. Continental tapaði liölega 84 milljónum dollara á fyrstu sex mán- uöum þessa árs og því skiíjanlegt aö ekki sé bjart yfir vötnunum á þeim bæ. En þaö eru fleiri félög sem tapa • og fullyrt er að níu af hverjum tíu amerískum flugfélögum séu nú rekin meötapi. Til dæmis tapaöi Western um 42 milijónum dala á fyrri helmingi árs- ins, Air Florida tapaöi nær 18 mUljónum dollara og World Airways , 31 miUjón. Samkvæmt fréttum; bandarískra blaða skuldar RepubUk Airlines nú um 800 mUljónir dala, en þaö var stofnaö á árunum 1979—1980 með samruna þriggja flugfélaga og ætlaði aldeiUs að gera þaö gott. Nú blasir hins vegar gjaldþrot við því félagi. Heiftarleg samkeppni Nú stunda 98 flugfélög reglubundiö flug í Bandaríkjunum og hefur þeim fjölgað um 22 frá þvi aö hömlulaus samkeppni var leyfð árið 1978. Um leið og það var gert varö sætafram-1 boö langtum meira en þörf var fyrir, á sama tíma og eldsneyti hækkaði í Ferðamál Sæmundur Guðvinsson veröi og vextir hækkuöu. Þá hafa laun starfsfólks flugfélaganna tvö- faldast á tímabUinu 1975—1982, eða upp í liðlega 39 þúsund doUara á ári að meðaltaU. Sumir flugstjórar hafa komist yfir 100 þúsund doUara á ári í laun þar vestra. Skuldabyröin er gíf- urleg hjá félögunum, enda kostar ein ■ Jumboþota B-747 nú um 50 mUljónir doUara stykkið. Nýju félögin hafa á vissan hátt not-; iö góös af erfiðleikum stóru gömlu fé- laganna. Ldtil félög hafa sprottiö upp, keypt notaöar vélar á hagstæöu! verði og ráöiö til starfa fólk sem ekki er í neinu verkalýðsfélagi. Laun og kjör hafa því veriö félögunum í hag. en ekki starfsfólki. Hins vegar er samkeppnin oröin svo heiftúðug að ef einn lækkar verð fylgja aðrir á eftir, flug til óaröbærra staða er skoriö miskunnarlaust niður og nú hafa menn áhyggjur af öryggismálum. Tekst félögunum aö halda uppi kostnaöarsömum öryggisþáttum svo vel sé þegar þau eru flest rekin meö Barbietm Cemtre féhh „ósharinn99 Breska feröamálaráöið úthlutar árlega verðlaunum í samkeppni um framtak til aö laða ferðamenn til Bretlands. Innan ferðaþjónustunnar þar í landi eru þetta kölluö óskars- verðlaun og hefur þessi háttur veriö haföur á í 27 ár. Aö þessu sinni féll óskarinn í hlut Barbican Centre, en mörgum öörum verðlaunum er einn- ig úthlutað. Barbican Centre er stærsta menn- ingar- og ráöstefnumiöstöö í Vestur- Evrópu. Hún er í City-hluta Lundúna og var opnuö í mars á síðasta ári. Kostnaður við bygginguna nam um 143 milljónum sterlingspunda. Þar hefur The Royal Shakespeare Com- pany aösetur sem og Lundúnasinfón- ían. Hljómleikasalurinn tekur tvö þúsund manns í sæti og leikhúsið nær tólf hundruð. Þarna eru líka listasöfn til húsa, nokkrir kvikmyndasalir, veitingasalir auk margs annars. Nafniö er komið frá dögum Róm- verja og virkisveggja þeirra, en Barbican Centre þýöir ytri vamar- lína.lauslegaþýtt. Næstæöstu verölaun breska feröa- málaráðsins aö þessu sinni voru veitt Warwick kastala. Madame Tussaud’s safnið keypti kastalann af Brooke lávarði árið 1978 og hefur síðan eytt um einni milljón sterlings- punda í endurbætur. I íbúöarálmu kastalans, sem áöur var, hefur veriö komið upp vaxmyndasýningunni „A Royal Weekend Party 1898”. Þar eru lávarðarhjónin af Warwick gestgjaf- ar og heiöursgestur er prinsinn af Wales, síöar Edward konungur sjö- undi. -SG. bullandi tapi? Yfirvöld telja litla hættu á aö slakað verði á öryggis- kröfum, þar sem þær séu undir góðu eftirliti. Sérfræðingar segja aö allt útlit sé fyrir að þessi slagur muni halda áfram í nokkur ár. Þegar upp veröi staðið muni aöeins þrjú stór félög halda uppi áætlunarflugi innan Bandaríkjanna og eitt stórt félag muni hafa millilandaflug á hendi. Ef óheft samkeppni hafi verið til hags- bóta fyrir almenning og flugfélög, þá hafi átt að koma henni á fyrir 25 ár- um þegar byrjað var að taka þotur í notkun. Uppbyggingin hefði þá orðið meö allt öörum hætti á undanförnum árum og félögin hagað rekstrinum öðruvísi. -SG. Hamborg: Afmælishátíð í St. Pauli I endurminningarbókum íslenskra farmanna, og þarf raunar ekki aUtaf farmenn tU, er stundum drepiö á heimsókn sögumanns í gleöihverfiö St. Pauli í Hamborg. Vart þarf aö geta þess aö í bókunum er venjulega skýrt tekiö fram aö þangaö hafi höf- undur aöeins brugöiö sér í „skoö- unarferö svona tU aö sjá þetta fræga hverfi og fá einn bjór”. En hvaö um það, nú stendur mikiö tilí St. PauU. Helgina 4.-6. nóvember á aö halda upp á 150 ára afmæU þessa fræga hverfis meö pomp og prakt. Þaö er sjálfur yfirborgarstjórinn í Ham- borg sem hefur tekið aö sér aö bera ábyrgö á gleðskapnum sem á aö standa dag og nótt alla helgina. Til þess aö skapa rými fyrir öll þau dagskráratriði, sem ætlunin er aö fram fari, veröur sú kunna gata (af afspum auövitað), Reeperbahn, gerö aö göngugötu meöan hátíða- höldin standa yfir. Hótelhaldarar í Hamborg ætla fyrir sitt leyti að sjá tU þess aö sem flestir geti tekið þátt í gleðskapnum. Þeir hafa því húrraö niður prísunum þessa helgi og fæst nú tveggja manna herbergi fyrir 37 mörk á mann, á nóttu. Raunar taka hótel- menn fram að þetta verö gildi um allar helgar eöa svo til í vetur, morg- unverður fylgi og hefti með 20 af- sláttarmiðum á ýmsar samkomur þarna í Hamborg. Og þá er ekki annað eftir en óska mönnum góðrar ferðar í St. PauU á afmælishátíöina. 1 -SG. Ferðamáluráðstefnan verður í Borgarnesi „Ferðamálaráðstefnan í ár verður í Borgamesi og fer fram dagana 11. og 12. nóvember. Dagskrá er ekki fulUnótuð, en þarna veröa meðal annars rædd ferðamál í Vesturlands-1 kjördæmi og er þingmönnum kjör- dæmisins sérstaklega boðiö aö koma,” sagði Birgir Þorgilsson, markaösstjóri Feröamálaráðs, í spjaUi við ferðasíöuna. Birgir sagöi aö ferðamálaráðstefn- an væri opin öllu áhugafólki um ferðamál. Fyrri ráöstefnur heföu veriö sóttar af um 120 manns aö jafn- aði og f jölmörg mál tekin tU umræöu og afgreiðslu. ,,Ég vona að sem flestir sjái sér fært aö sækja ráðstefnuna í Borgar- nesi og þá ekki síst að þingmenn sýni þessum málum áhuga. Feröaþjón- usta er sú atvinnugrein sem nú á mesta möguleika tU vaxtar og þarf að sinna henni betur en gert hefur veriö,”sagðiBirgir. Þess má geta að nú eru liðin 20 ár frá því Ferðamálaráð var sett á laggimar. -SG. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Efsvo far sem horfir er hætta á að vólar Eastern verði meira á jörðu en ílofti á næstunni. Gífurlegur taprekstur bandarískra flugfélaga: Aöetns eitt af hverjum tíu er rehiö meö hagnaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.