Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983. 3 Með skemmtiferðaskipunum komu 8.142 útlendingar til íslands í sumar. Átta þúsund með skemmti- ferðaskipum Alls komu 8.142 útlendingar með skemmtiferöaskipum til Islands í sum- ar. Skemmtiferðaskipin komu 17 sinn- um. Farþegar með ferjunum Eddu og Norröna eru ekki taldir með í þessu yfirliti. Vestur-Þjóðverjar voru fjölmenn- astir um borð í skemmtiferðaskipun- um. Þeir voru 6.748 talsins. Banda- rikjamenn voru 501, Austurríkismenn 362 og Hollendingar 114, samkvæmt yfirliti Utlendingaeftirlitsins. I sumar komu um eitt þúsund færri farþegar með skemmtiferðaskipunum en í fyrrasumar. Sumarið 1982 voru farþegarnir 9.439. Sumarið 1981 voru þeir 6.219, 1980 voru þeir 6.325 en 1979 vartalan 16.351. —KMU. Sláturfélag Suðurlands áSelfossi: Fjallalömb mun þyngri Um fjörutíu þúsund dilkum verður slátrað á þessu hausti hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, aðsögn Halldórs Guðmundssonar sláturhússtjóra. Meðalvigt er, enn sem komið er, 13,42 kíló. I fyrra var meðalvigtin 13,27 kíló. Sláturhússtjórinn sagði að fjalla- lömbin bæru alveg af. Þau lömb sem héldu sig hins vegar í mýrum og á lág- lendi yfir sumariö drægju f jallalömbin niður hvað vigt viðkæmi. Um 240 manns vinna við haust- slátrunina hjá Siáturfélaginu á Sel- fossi. Um 80 manns vinna hjá fyrir- tækinu að staöaldri yfir allt áriö. Starfsfólki fækkar með hverju árinu sem líður því að verkefnin færast til Reykjavíkur enda er verið að byggja stórhýsi í borginni undir kjötvinnslu. —Regúia, Sclfossi. Fjarlægar þjóðir — áhvítu tjaldií félagsvísindadeild Á morgun sýna nemendur í mann- fræöi við félagsvísindadeild Háskólans nokkrar kvikmyndir sem fjalla um fjarlægarþjóðir. Sýningar hefjast kl. 14.00 og sýndar verða kvikmyndirnar Hátíðin (The Feast) sem f jallar um hina stríðselsku Yanomamö-indíána sem byggja Norð- ur-Brasilíu og Suður-Venesúela, Beðið eftir Harry (Waiting for Harry) en þar segir frá frumbyggjum í Ástralíu og Ein af mörgum (Wife among wives) fjallar um fjölkvæni og annaö hjá Turkönum í Kenýa. Sýningarnar verða í stofu 101 í húsi lagadeildar Háskólans, aðgangur er ókeypis og öllum heimill. —EIR Stálu bíl af verkstæði Brotist var inn í réttingaverkstæði viö Bíldshöfða í Reykjavík í fyrrinótt og stolið bíl sem þar var í viðgerö. Var það brúnleit Volvobifreið af gerðinni 244 með skrásetningar- númerinu R-731. Bifreiðin var bensín- lítil en þjófarnir fundu bátavél í húsinu og var á henni bensín sem þeir settu á bilinn. Oku þeir síöan af stað og hafði hvorki til þeirra né bílsins spurst þegar blaðið f ór í prentun. -klp- TM-HUSGOGN Síðumúla 30 — sími 86822 Síðumúla 4 - sími 31900 Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. í sumar var uppselt í allar ferðir, biðlistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn sparnað með Eemhof Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega í gegn á sl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús, verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leiö Vetrarsala SamVinnuferða-Landsýnar á hollensku sumarhúsunum er okkar aðferð t þess að opna sem allra flestum viðraðanlega og greiðfæra leið í gott sumarfn með alla fiölskvlduna. í erfiðu efnahagsástandi er með góðum fyrirvara og notfært ser ob yt verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og SL-kiörin til þess að létta á kostnaði og dreifa greiðslubyrðinni á sem allfa lengstan hma. SL-ferðaveltunni. I henni er unnt að spara í allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt sparnaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið 1984 að veruleika hjá sem allra flestum fjölskyldum. Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp í kjölfar reynslunnar í Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í Eemhof og í Kempervennen er síðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar, veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fyrir börnin. Fyrirhyggja í ferðamálum - einföld leið til lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðsmönnum um allt land Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Veljið vándað — Gerið verösamanbur HÚSGAGNASÝIMING laugardag kl. 10—12 og kl. 14—16, sunnudag kl. 14—16. ynud að bóka í SUMARI ll'SIN I HOLLANDI Óbreytt verð frá 1983 S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfir 20 mánuði ★ Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð ★ Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.