Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR19. OKTOBER1983. 5 LANGFARI ÍSKOÐUN Viðamikilli skoðun á einni af DC-8 þotum Flugleiða lauk á Keflavíkur- flugvelli í gær. Þotan, TF-FLB, sem nú heitir Langfari, fór í flug á ný í gær- kvöldi. Þetta var í fyrsta sinn sem svo- kölluð C-skoðun var að öllu leyti fram- kvæmd hérlendis. Upphaflega átti aö gera hana í Luxemburg en því var breytt þegar ljóst var að kostnaður yrði ekki meiri hérlendis. C-skoðunin er sú næststærsta sem gerð er á vélinni. Milli 40 og 60 flugvirkjar unnu að skoðuninni þann vikutíma sem hún tók. Undir venjulegum kringum- stæðum vinna annars 2 til 3 flugvirkjar á vegum Flugleiða á Keflavíkurflug- velli við almennt eftirlit á vélunum. Ef þurfa þykir er kaliað út aukaliö frá Reykjavík. — Heiðar, Keflavik. DCS þotan Langfari meöan á C-skoöuninni stóð / stærsta fíugskýli Kefíavikurfíugvafíar. D V-mynd: Heiðar Baldursson. Alþingi: Gengið frá skipan í f járveitinganef nd — konur f nefndinni í fyrsta sinn Gengið var frá skipan í fjárveitinga- nefnd á fundi Sameinaðs þings í fyrra- dag. Áður hafði frumvarp um breytingar á lögum vegna fjölgunar nefndarmanna úr níu í tíu, verið keyrt með hraði í gegnum báðar deildir þingsins. Fjárveitinganefnd skipa eftirtaldir þingmenn: Frá Sjálfstæðisflokki Lárus Jónsson, Ámi Johnsen, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson, frá Framsóknarflokki Þórarinn Sigur jóns- son og Guðmundur Bjamason, frá Alþýðuflokki Karvel Pálmason, frá Alþýðubandalagi Geir Gunnarsson, frá Bandalagi jafnaðarmanna Kristín Kvaran og frá Samtökum um kvennalista Kristín Halldórsdóttir. Þær Kristín Kvaran og Kristín Halldórsdóttir eru fyrstu konumar sem sæti taka í fjárveitinganefnd Alþingis. Ef aö líkum lætur verður Lárus Jónsson (S) kosinn formaður nefnd- arinnar. -SþS. íslenska hljómsveitin: Frá nýja heiminum Fyrstu áskriftartónleikar íslensku hljómsveitarinnar, af sex á öðm starfsári, verða haldnir í Neskirkju, fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Frá nýja heiminum, verða flutt sex tónverk sem tengjast Suður- og Norður-Ameríku. Hljómsveitin mun frumflytja tónverkið SummerSoft, eftir Mark W. Phillips, samið sérstak- lega fyrir Islensku hljómsveitina. Þá mun Ánna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja Þrjár Jazz Píanó Prelúdíur eftir eitt ástsælasta tónskáld Bandarikjanna, George Gershwin. Annar einleikari kemur fram á þessum tónleikum, Pétur Jónasson, sem leikur einn vinsælasta gítarkon- sert tónbókmenntanna, konsert brasil- íska tónskáldsins Heitor Villa-Lobos. Síðari hluti tónleikanna hefst meö triói eftir Charles Ives, Largo, sem leikið verður af Sigurði I. Snorrasyni, Hlif Sigurjónsdóttur og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Þá mun Kristinn Sigmundsson flytja nokkra negra- söngva, en Kristinn hefur vakið mikla athygli á undanfömum misserum fyrir vandaðan söng. Lokaverk þessara amerísku tónleika er hljómsveitar- verkið Three Latin-American Sketches eftir Aaron Copland, en í verkum hans birtist tjáningargleði Ameríkubúans í sinni fjörugustu mynd. Verkið er í raun tveir dansar í blóðheitum suður- amerískum stíl auk milliþáttar er ber yfirskriftina „Paisaje Mexicano” (mexikanskt landslag). Stjórnandi á þessum fyrstu tónleikum verður Guðmundur Emilsson. Nú stendur yfir söfnun áskrifenda, en aUs verða 400 áskriftarkort seld og er við það miðað að þau seljist öll fyrir upphaf starfsárs. Því gefst ekki kostur á miðum í lausasölu. Umsóknir um áskrift þurfa að hafa borist skrifstofu hljómsveitarinnar að Frikirkjuvegi 11 fyrir 28. október, annaðhvort bréfleiðis eða símleiðis í síma 22035. Aðgöngumiöar á fyrstu tónleikana verða afhentir á skrifstofu hljómsveitarinnar 1.—5. nóvember. Áskriftargjald er kr. 1.600 sem greiða má í tvennu lagi, fyrir 5. nóvember og fyrir 10. desember. Þeir sem kjósa að styrkja hljómsveitina sérstaklega geta gerst styrktarfélagar en þeir greiða kr. 2.400 fyrir áskrift, sem greiða má með sama hætti. Kristinn Guðmundur Sigmundsson Emilsson, fíytur nokkra stjórnandi negrasöngva. ísiensku hljómsveitarinnar. Fangará Litla-Hraunikœra sig ekki um að vera hluti af starfskynningu lögrelgunnar í Grindavík. og senda ríkissaksóknara bréf naður á frétta sem borist hafa þess efnis að Grunnskólar /attur af skólakrakkar í Grindavík hafi und- birtingar m ra þess á anfarin haust fengið að skoða ljós- hafi verið ksóknari, myndir af sakamönnum á starfs- kynningu lc fram á kynningu hjá lögreglunni þar í bæ. ár. ábyrgir „Hér er um mannréttindamál að Þórður Bj inguopin- ræða og brot á ákvæðum stjómar- kannaðist \ r meöal skrárinnar um friðhelgi ein- umrætt bréi 1 á Litla- staklingsins,” segir ennfremur í það frekar. sóknara í bréfinu. verðurímáli la vegna Halldór Ingvarsson, yfirkennari Toyota Corolla Liftback SE érg. '81, akinn 30.000 km, drapplit aður. Varð kr. 280.000. Toyota Carina XE 1,8 árg. '82, ak- inn 12.000 km, Ijósgrœnn. Verð kr. 295.000. Toyota Carina DL árg. '80, sjálf- skiptur, ekinn 30.000 km, brúnn. Verð kr. 210.000. Toyota Cressida GL árg. '80, ekinn 65.000 km, drapplitaður. Verð kr. 240.000. Toyota Crown disil árg. '82, ekinn 90.000 km, rauður. Verðkr. 450.000. Toyotá Carina GL árg. '81, ekinn 47.000 km, rauður. Verð kr. 256.000. BS1'< Toyota Corolla Liftback árg. 78, ekinn 85.000 km.blár. Verð kr. 130.000. Toyota Cressida station árg. 78, sjálfskiptur, eklnn 78.000 km, grssnn. Verðkr. 150.000. Mazda 620 2,0 árg. '80, sjálfmkipt ur, ekinn 30.000 km, brúnn. Verðkr. 200.000. Subaru 4x4 érg. '81, ekinn 51.000 km, drapplitaður. Verð kr. 280.000. Toyota Hi-Aceárg. '81, bensin, ek- inn 85.000 km, hvitur. Varðkr. 265.000. Skipti möguleg á ódýrari bíl. Toyota Starlet árg. 79, ekinn 74.000 km, grár. Verðkr. 115.000. TOYÖTA Toyota Corolla GL árg. '82, sjálfsk., ekinn 22.000 km, brúnn. Verð kr. 260.000. Toyota Tercel árg. '82, 4 dyra, 5 gíra, ekinn 32.000 km, drapplit- aður. Verö kr. 240.000. SALURINN Nýbýlavegi 8, sími 44144

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.