Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Síða 21
DV. MIÐVIKUDAGUH19. OKTÓBER1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Verður kallað á Kirby? til að taka vift iandsiiðinu í knattspyrnu. Mikill áhugi á því Hver verður næsti landsliðsþjálfari tslands í knattspyrnu? Verður það Islendingur eða verður leitað út fyrir landsteinana eftir þjálfara? Þessum spumingum hafa menn velt fyrir sér að undanfömu. Tony Knapp, fyrrum landsllðsþjálfari íslands, hefur verið nefndur en hann er þó út úr myndinni þar sem hann hefur skrifað undir samning við norska 2. deildarfélagið Vidar frá Stafangri. Það er ljóst að ef kallað verður á erlendan þjálfara verður það þjálfari sem hefur starfað hér og þekkir til allra aðstæöna hér á landi. Þá er ekki um auðugan garð að gresja en óneitan- lega beinast augu manna til Englands — en þar er George Kirby, fyrrum þjálfari Skagamanna, en það hefur lengi verið vitað aö hann hefur rennt hýru auga til íslenska landsliðsins. Kirby starfar nú ekki sem knatt- spymuþjálfari eða framkvæmdastjóri í Englandi, eins og hann hefur gert undanfarin ár — var siðast fram- kvæmdastjóri Halifax 1982, en kom þaöan til Akraness. Kirby náði mjög góðum árangri þegar hann var með Skagamenn og án efa næði hann góðum árangri með landsliöið. DV hefur hlerað að menn innan KSI hafi áhuga á því að fá Kirby til að stjóma landsliðinu í undankeppni heimsmeistarakeppninar í knatt- spymu sem hefst á næsta ári. -SOS Evrópuslagur í knattspyrnu: „Slátrarinn frá Bilbao” á ferð á Anfield Road að hann tæki á sprett ef hann fengi — Ég er ekki ofsafenginn og grófur knattspymumaður, sagði spánski leik- maðurinn Andoni Goicoachea, þegar hann kom til Englands í gær, þar sem hann mun leika með Atletic Bilbao gegn Liverpool í Evrópukeppni meist- araliða í kvöld. Golcoechea er þekktur undir nafninu „slátrarinn frá Bilbao” eftir að hann braut grófiega á Diego Maradona þannig að Maradona verður fimm mánuði frá keppni. Það verða þeir Ian Rush og Kenny Dalglish sem verða andstæðingar Goicoechea og er reiknað meö aö þessi spánski ieikmaöur verði látinn hafa gætur á Dalglish. — Mínir menn mega aldrei sofna á verðinum þegar þeir eru í baráttu við Goicoechea. Dalglish verður að gæta sín sjálfur, sagði Joe Fagan, fram- kvæmdastjóri Liverpool. — Eg get ekki sagt hvað gerðist, þegar Maradona meiddist. Hef trú á að þetta hafi verið óhapp, sem getur alltaf gerst í knattspymu — hvort sem það er á Spáni eða hér í Englandi, sagði Fag- an. ys ac ili In nál \_ fr\ r 1 ic m 1V } 1 Fagan fór til Spánar á dögunum, til að „njósna” um Bilbao-liðið og sá það tapa 1—4 í Sevilla. — Það var mér eng- in hjálp að sjá þann leik því að ég veit að Bilbao getur meira heldur en það sýndi í Sevilla, sagði Fagan. „Höfum gætur á Cruyff" Tottenham mætir Feyenoord í London en þar verður knattspyrnu- kappinn Johan Cruyff í sviðsljósinu á White Hart Lane. — Þótt Cruyff sé orð- inn gamall verðum við aö hafa gætur-á honum allan leikinn og koma í veg fyr- ir að hann nái að byggja upp sóknarlot- ur, sagði Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjóri Tottenham. — Við verðum einnig að hafa góðar gætur á Ruud Gullit, hinum 20 ára sóknarleikmanni Feyenoord, sem skor- aðitvömörk fyrir Hollendinga gegn Irum í Dublin,’ ’ sagði Burkinshaw. Það verður víða barist í Evrópu- keppninni i kvöld og í blaðinu á morg- un segjum við frá þeirri baráttu. ■SOS Ályktun stjórnar KSÍ: „Eðlilegast að vfsa Eyjamönnum í 2. deild” r, hótelstjóri Hótel Húsavíkur útvega 190 manns gistingu á Húsavík? — Við erum með 34 tveggja manna herbergi þannig að 68 fulltrúar geta búið hér á hótelinu. Það er hægt að bæta rúmum í stærstu tveggja manna herbergin þannig að gistiaðstaða fyrir tíu manns til viðbótar skapaðist hér á hótelinu. Nú, þá er reiknað með aö 27 fulltrúar gisti í veiðihúsinu, þetta er aðstaöa fyrir 105 fulltrúa. Ef full- trúamir verða 150—190 verður að útvega öðrum gistingu á annan hátt — t.d. í skólanum hér — og þá eru möguleikar á að fulltrúar Húsvikinga taki f ulltrúa heim til sin til gistingar, sagði Auður. — Við munum reyna allar leiðir til að útvega fulltrúum viðunandi gistiað- stöðu.sagðiAuður. -SOS Auður Gunnarsdóttir hóteistjóri. Að undanfömu hefur verið mikið rætt og ritað um Eyjamálið. Stjóm KSÍ tók máiið fyrir á fundi á dögunum. Þar sem margir hafa spurst fyrir um hvað stjóm KSl samþykkti á fundi sínum, höfum við fengið greinargerð stjómar KSl um málið sem var tekið fyrir fimmtudaginn 13. október, en eftirfar- andivar skráði fundarbók KSÍ: Stjórn Knattspymusambands Is- lands hefur á fundi sinum i dag rætt að nýju mál Iþróttabandalags Vest- mannaeyja og úrskurð aganefndar sem kveðinn var upp vegna þátttöku leikmanns IBV í leik þess við UBK, eftir að aganefnd hafði dæmt viðkom- andi leikmann í þriggja leikja bann. Stjórnin staðfestir að aganefnd hefur úrskurðað eins og starfsreglur nefnd- arinnar mæla fyrir um, þ.e. að IBV skuli visað úr keppni og sæta sekt að upphæö kr. 5.000. Mismunandi viðhorf og óvissa er uppi um það, annars vegar hvemig túlka beri orðalagið „að vísa úr keppni” sbr. 6. gr. 8. tölul. starfsreglna aganefndar, og hins vegar hvort IBV dæmist úr leik í 1. deild á næsta ári, auk þeirra tveggja liða sem fæst stig hlutu og eiga ella að falla niður. Samkvæmt lögum um Knattspymu- samband tslands skal stjóm K.S.I. fara með æðsta vald i málefnum sam- bandsins milli þinga (9. gr.) og stjórn- in skal setja nauðsynleg bráðabirgða- ákvæði og skera úr ágreiningi um knattspyrnumál (10. gr.) Stjórn K.S.I. telur sig hafa vald og skyldu til að taka afstöðu til þessa máls sem hér um ræðir. Fyrir það fyrsta lítur stjóm K.S.I. svo á að aðeins tvö félög skuli færast | milli deilda eins og skýrt er kveðið á um í 21. gr. reglugerðar um knatt- spymumót. Það þýðir að ef einu liði er vísað úr keppni, þá er það annaö af þeim tveim liðum sem falla niður um deild. Þessu til rökstuönings má benda á að ef liði, sem hafnað hefur í neðsta sæti í deild er vísað úr keppni yrði það í hæsta máta ósanngjarnt ef þriðja neðsta liðið félli niður um deild, en sú yrði raunin á ef litið er sjálfstætt á brottvísun úr deild eða keppni til við- bótar við þau lið sem að öðrum kosti eiga að falla niöur. Á þessu keppnistimabili lenti IBI í neðsta sæti i 1. deild, en IBK i þvi næst- neösta. Þar sem IBV hefur verið vísað úr keppni fellur það félag niður í stað IBK. I öðru lagi vill stjóm K.S.I. túlka orðalagið „að visa úr keppni” á þá leið að með því sé átt við viðkomandi deild enda sýnist sú refsing vera eðli- leg miöað við alla málavexti og hlið- stæð brot. Þetta þýðir að IBV er vísað úr þeirri keppni sem það hefur tekið þátt í, þ.e. 1. deildarkeppninni og fær- ist samkvæmt því i næstu deild fyrir neðan, þ.e. 2. deild keppnistimabilið 1984. Stjórn K.S.Í. samþykklr þvi eftirfarandi bráðabirg&aákvœði sem bætist aftan við reglugerð um knattspymumót: • „Keppnistimabilið 1984 skal lið íþrótta- bandalags Vestmannaeyja skipa sæti i 2. deild 1. aldursflokks.” Akvæði þetta verður borið upp á næsta árs- þingi til staðfestingar. • Auk þess samþykkir stjóra K.S.t. að flytja á ársþingi 1983 tillögu um breytingar á starfs- reglum aganefndar. Knattspyrnusamband tslands. Iþróttir Iþróttir íþróttir 0 Sören Lerby — lelkmaður Bayern Múnchen. Lerby klár í slaginn — með Dönum gegnUngverjum Sören Lerby, sem leikur með Bayem Múnchen, er kominn að nýju í danska landsliðshópinn, sem hefur verið valinn fyrir hinn þýðingarmikia Evrópuieik gegn Ungverjum í Búdapest 26. október. Lerby gat ekki ieikið með Dönum gegn Luxem- borgarmönnum vegna meiðsla. Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana, hefur vaiiö alla sterkustu atvinnumenn Danmerkur i landsliðshóp sinn nema Frank Arnesen hjá Anderiecht sem á við meiðsU í hné að stríða. Danir þurfa aðeins að fá tvö stig út úr leikjum sinum gegn Ungverjum og Grikkj- um til að tryggja sér farseðilinn til Frakk- lands, þar sem úrsUtakeppni EM fer fram næsta sumar. -SOS FH leikur báða leikina á íslandi — hefur fengið skeyti frá ísrael þar sem ísraels- menn þiggja boð FH-inga FH-ingar Ieika báða lelkl sina gegn Maccabi Tel Aviv i IHF-bikarkeppninni hér á landi. FH-ingar hafa fengið skcyti frá tsrael þar sem tsraelsmenn tUkynna að þeir séu tUbúnir að leika báða leikina á tslandi 18. og 20. nóvember. FH-ingar hafa mikinn hug á að leika fyrri Icikinn í LaugardaishöUinni og seinni leikinn síöan í Hafnarfirði. Það eru miklir möguleikar fyrir þá að komast áfram í keppninni. tsraelska Uöið sló gríska félagið Paneljnios út í fyrstu umferðinni — vann 26—20 í Grikklandi en 33—18 í israel. FH- ingar sátu yfir í fyrstu umferð. -SOS Ólafur ráðinn þ jálfari Fylkis Ölafur Magnússon, fyrrum markvörður Valsmanna i knattspyrnu, sem lék með Fylki sl. sumar, hefur verið ráðlnn þjálfari 3. deUdarUðs Fyikls og jafnframt mun hann ieika með félaginu næsta sumar. -SOS. íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.