Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 4
4
DV LAUGXrdÁGUR 26. NOVEMBER1983.
Heimabruggið:
„Hobbí sem gef-
ur skemmtileg
„Eg brugga fyrst og fremst vegna
þess aö þaö er bannaö og þetta hefur
þótt spennandi lengi vel. En mönnum
finnst þetta lika góöur drykkur og
skemmtileg áhrifin sem hann veldur.”
Þetta sagöi hagvanur bruggari í
samtali viö DV þegar hann var
spuröur hvers vegna hann stundaði
þessa iðju.
En skyldu dagar heimabruggaranna
senn vera taldir, nú þegar lögö hefur
veriö fram þingsályktunartillaga um
aö þjóöinni veröi gefinn kostur á aö
segja álit sitt á bjórmálinu í kosning-
um?
„Eg held aö ég mundi halda áfram
aö brugga, en ekki í eins miklum
mæli,” sagði bruggarinn þá.
Kostnaöurinn viö heimabruggið
skiptist í þrjá meginþætti. 1 fyrsta lagi
er þaö sjálft bruggefnið og sykur. 1
ööru lagi þurfa menn að birgja sig upp
af tómum flöskum. Loks þarf aö fjár-
festa í kút sem mjöðurinn er brugg-
aöurí.
Efniö í 50 lítra lögun kostar á bilinu
800—1000 krónur, flöskur undir drykk-
inn kosta um 700 krónur og sjálfur
kúturinn kostar um 1000 krónur.
Gæöi heimabruggs eru afskaplega
misjöfn, en aö sögn bruggarans tekst
þeim bestu og reyndustu aö framleiöa
bjór sem er ekki síöri en sá danski, og
oft betri. Erfiöast getur hins vegar
verið aö losna viö gerbragöiö sem fælir
marga frá þessari tegund drykkja. Þá
er hver lögun frábrugöin þeirri næstu á
undan því að allt er þetta mikiö ná-
kvæmnisverk og margir þættir sem
spila þar inn í. Gerjun hverrar lögunar
tekur um tvo mánuöi, en fyrstu fimm
mánuðina batnar bjórinn alltaf.
Margir kynnu þá að spyrja hvort
ekki sé ódýrara aö drekka létt vín í
staöinn fyrir heimabruggaöan bjór.
„Heimabruggaði bjórinn er ódýrari
þegar margir eru saman en fyrir einn
mann sem drekkur um hverja helgi er
þaö ekki miklu ódýrara. En þaö er
gaman að fást viö þetta. Þetta er eins
og hvert annaö hobbí sem gefur af sér
skemmtileg áhrif,” sagöi bruggarinn.
-GB
Hér er verið að brugga. Þeim bestu
tekst að laga úrvalsbjór. Öðrum fer
þessi iðja miður.
KREDITKORT
HANDA ÖLLUM
Aö tillögu viöskiptaráöuneytisins
hefur gjaldeyriseftirlitiö, í samráöi við
samstarfsnefnd um gjaldeyrismál,
rýmkaö verulega reglur um notkun
greiöslukorta erlendis og munu nýjar
reglur öölast gildi hinn 1. desember nk.
Samkvæmt reglunum veröur heimilt
aö gefa út greiðslukort til einstaklinga
til nota á feröalögum erlendis. Til
þessa hefur notkun Islendinga á
greiöslukortum í útlöndum verið tak-
mörkuð viö þá sem vegna starfa sinna,
viðskiptaerinda eöa fundarhalda hafa
getað sýnt fram á þörf sína fyrir
greiðslukort.
Reglumar gera ráö fyrir að úttektir
með greiöslukorti megi á hverjum
tíma nema fjárhæö sem svarar allt aö
1.350 dollurum. Þeir sem vegna starfa
sinna erlendis, viöskiptaferöa eða
fundarhalda geta sýnt fram á þörf
fyrir hærri fjárhæö geta þó fengið út-
tektarheimild sem nemur allt aö 3.000
dollurum eftir reglum sem gilda um
gjaldeyri til viöskiptaferöa.
Uttektir meö greiöslukorti erlendis
teljast samkvæmt reglunum hluti
ferðagjaldeyris.
Heimilt veröur aö nota greiðslukort
erlendis til kaupa á hvers kyns vöru
eöa þjónustu annarri en þeirri sem
korthafi hyggst í atvinnuskyni endur-
selja hér á landi. Hverju greiöslukorta-
fyrirtæki veröur einungis heimilt aö
gefa út eitt greiöslukort á hvern ein-
stakling.
Sú rýmkun sem reglumar hafa í för
meö sér mun gera greiöslukortafyrir-
tækjum kleift að bjóöa viöskiptavinum
sínum eitt greiöslukort sem unnt er aö
nota jafnt innanlands sem utan.
Eins og áður segir öölast reglumar
gildi 1. desember næstkomandi.
Bitafiskur til Nígeríu
Nýlega gaf Fiskverkun Bóasar krossinn í Genf ákvaö RKI aö senda skipinuHvalvík.SkipafélagiðVíkurhf.
Emilssonar á Selfossi Rauöa krossi Is- þennan fisk til Rauöa krossins í tókaöséraösjáumsendingunaRauöa
lands um tvö þúsund pakka af bitafiski Nígeríu sem mun sjá um að dreifa krossi Islands alveg aö kostnaöar-
eins og þeim sem seldur hefur veriö á honum. lausu. Heildarverömæti þessarar
markaö í Nígeríu. Sending þessi er nú á leiöinni til Port sendingar er um eitt hundraö og þrett-
Aö höföu samráði viö Alþjóöa Rauöa Harcourt í Nígeríu meö flutninga- ánþúsundkrónur.
Sveinn Kristinsson og Jón P. Björnsson i hlutverkum sinum i Eðlis-
fræðingunum sem Skagaleikflokkurinn sýnir i Þjóðleikhúsinu á mánu-
dagskvöldið.
Skagaleikflokkurinn á
fjalir Þjóðleikhússins
— sýnir þar„Edlisfræðingana”
Skagaleikflokkurinn á Akranesi
kemur fram á fjölum Þjóöleik-
hússins á mánudagskvöldiö á vegum
Friðarsamtaka listamanna. Sýnir
Skagaleikflokkurinn þar hiö þekkta
verk Diirrenmatt, „Eölisfræöing-
ana”.
Fá leikhúsverk eru tímabærari
einmitt nú en Eölisfræðingarnir
þrátt fyrir það aö liöin eru 20 ár frá
því aö þaö var frumflutt. Það fjallar
um vígbúnaðarkapphlaupiö, hugsan-
leg endalok mannkynsins og ábyrgö
eölisfræöinga í framleiöslu
gjöreyöingartækja þeirra sem til
þessverða notuö.
Nýlega birtu 14.000 helstu eölis-
fræöingar heims áskorun til stjóm-
málamanna um aö láta af fram-
leiðslu gjöreyöingarvopna. Mun einn
af íslensku fulltrúum þessa hóps
ávarpa leikhúsgesti á undan
sýningunni.
Sýning Skagaleikflokksins á Eðlis-
fræöingunum undir leikstjórn Kjart-
ans Ragnarssonar hefur fengið mjög
góöa dóma og koma eflaust margir
til að sjá uppfærslu flokksins í Þjóð-
leikhúsinu á mánudagskvöldið.
-klp.
Jólavörumarkaður
vörumarkaðsverð
Geysilegt úrva/ af sæ/gæti, /eikföngum, kertum
og búsáhöldum, raftækjum og gjafavörum á
ótrúlega góðu verði.
ÍAUGAfíDAGUfí
orwlMio*
EIÐISTORG111