Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER1983. ri Ferðamál Ferðamál Ferðamál Feröamálaráöstéfnan 1983 var haldin í Borgarnesi fyrir skiimmu. í framhaldi af því heimsóttum viö Heimi Hannesson, formann Feröamálaráös, og ræddum við hann um ýmis atriði er snerta ráðið og ferðaþjónustu. í viðtal- inu við Heimi koma fram ýmsar for- vitnilegar upplýsingar og hann er alls ófeiminn við aö láta í Ijós skoðanir sínar á mörgu sem betur mætti fara. En hann bendir ekki síður á leiðir til að bæta og efla ferðaþjónustuna, sem skiiar drjúgum gjaldeyri inn í landið ár hvert, þótt þeirri staðreynd sé alltof oft gleymt í opinberri umræðu. Fyrst var Heimir spurður hvaða mál hefði borið hæst á ráðstefnunni í Borgar- nesi: „Borgarnesráðstefnan mótaðist annars vegar af umræðum um mörkun og framkvæmd ferðamálastefnu, framtíðarsýn í ferðamálum, efnahags- legu gildi atvinnugreinarinnar, m.a. með tilliti til nýrra viðhorfa í þjóðarbú- skap okkar, og hins vegar af umræöum um ferðamál á Vesturlandi, en síöari dagur ráðstefnunnar var að verulegu leyti helgaður þeim þætti, m.a. meö þátttöku áhugasamra alþingismanna úr öllum stjórnmálaflokkum kjör- dæmisins ásamt feröamálafulltrúa Vesturlands. A Vesturlandi er ríkjandi mikill áhugi í sambandi viö uppbygg- ingu ferðamála í kjördæminu og hafa bæði einstök sveitarfélög og samtök sveitarfélaga haft þar myndarlega forystu, sem önnur landshlutasamtök mættu taka sér til fyrirmyndar. Efnt var til „panel”-umræðna um alia málaflokka á dagskrá og sátu framsögumenn og alþingismenn fyrir svörum og var virk þátttaka ráð- stefnugesta. Var ánægjulegt að fylgjast með einhug og samstöðu þing- manna úr fjórum stjórnmálaflokkum um vöxt og viðgang ferðamála, í fjórö- ungnum og reyndar landinu í heild. Yfirlýsing ráðherra Segja má, að rauður þráður í gegn- um flestar umræöur hafi veriö sú stað- reynd, að nú eru þjóðfélagslegar að- stæður okkar meö þeim hætti, að viöur- kenna ber ferðaþjónustuna sem at- vinnugrein, sem hafi vaxtar- möguleika, hún standi undir samgöngukerfi okkar að verulegu leyti, ekki sé þörf verulegrar viðbótar- fjárfestingar, þó aö umsvifin aukist verulega og á árrnu 1982 hefðu gjald- eyristekjurnar einar verið um 7,7% af útflutningsverðmæti. Því væri tími til endurmats — og aðgerða bæði af hálfu atvinnugreinarinnar sjálfrar undir forystu Ferðamálaráös, svo og stjórn- valda, sem ekki heföu sinnt þessum þætti sem skyldi á undanförnum árum. Það vakti því mikla athygli, að samgönguráðherra gaf um þaö yfir- lýsingu í ræöu sinni á ráöstefnunni, að hann myndi beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar, aö unniö yrði aö mótun og framkvæmd' ferðamála- stefnu og var þeirri yfirlýsingu fagnað. Ráöherrann minnti m.a. á stefnu- mörkun, er þegar hefði veriö kynnt af hálfu stjórnskipaðrar nefndar, er sett var á stofn samkvæmt tillögu ferða- málaráös. Er skipulag og uppbygging Ferðamáiaráðs með æskilegum hætti eða þarf að brcyta því til einföldunar og fækka fulltrúum hagsmunahópa? Ekkert skipulag er svo fullkomið, að ekki megi um bæta og gildir það um Ferðamálaráð eins og annað. Eg tel að lög um feröamál frá 1976, sem reyndar eru nú í endurskoðun hjá stjóm- skipaðri nefnd, hafi að mörgu leyti reynst vel, og það er ekki lögunum að kenna, aö framkvæmdavaldið hefur ekki alltaf — reyndar sjaldnást — fylgt lagafyrirmælum um tekjustofna til starfsemi ráðsins. Segja má, aö 14 manna ráð sé nokkuö erfitt í vöfum, en sá vandi er aö hluta leystur með þriggja manna stjórnamefnd, sem starfar í umboöi ráðsins og fjallar um ýmsar stefnumarkandi ákvarðanir, gerir fjárhagsáætlun og tekur á- kvarðanir um fjármál ásamt fjölda- mörgu öðru. Að auki hefur Ferðamálaráð skipað fjölda ýmissa faglegra nefnda, svo sem landkynningarnefnd, umhverfis- nefnd og tjaldsvæðanefnd, auk margra nefnda og starfshópa er fjallað hafa um einstaka málaflokka og skilað áliti til stjórnamefndar og ráðsins í heild. Ráðið í heild er endanlegur á- kvörðunaraðili og fyrir það eru lagðar fundargeröir og ákvarðanir hinna ýmsu aðila er starfa í umboði þess, m.a. ákvarðanir sjóðsstjórnar Ferða- málasjóðs, sem skipuð er af Feröa- málaráði í upphafi kjörtímabils ráösins, sem er til f jögurra ára í senn. Ferðamálasjóöur er að sjálfsögöu einn af mikilvægustu þáttum í starfsemi ráðsins og fer hlutur hans vaxandi meö hverjuárinu. Aðgerðaleysi og vanefndir Ég tel hiklaust, að fulltrúar hags- munahópa atvinnugreinarinnar eigi heima í Ferðamálaráði — ég veit ekki hverjir aðrir ættu þar frekar heima en t.d. fulltrúar hótela og veitingahúsa, flugfélaga, feröaskrifstofa og sér- leyfishafa, svo aö einhverjir séu taldir. Þau ár, sem ég hef veitt ráðinu for- stöðu, hef ég aldrei oröið var viö annaö en góöa samstööu hagsmunaaðila, sem og annarra aðila í ráðinu, jákvæðan anda og samkennd þess fólks, sem starfaö hefur saman á þessum vett- vangi. Það, sem fyrst og fremst hefur skyggt á þessi ár, er aðgeröaleysi, af- skiptaleysi, vanefndir ríkisvaldsins, sem í trássi við landslög hefur látið undir höfuö leggjast að inna af hendi það fjárhagslega framlag, er því ber að gera — sem er þó ekki meira framlag en það, aö tekjustofninn kemur frá atvinnugreininni sjálfri, lagt á sérstakt gjald í Fríhöfninni í Keflavík til að standa undir þeim gjaldstofni — en þessi saga er lengri en svo að hún veröi rakin í einu blaða- sinni á ári með fulltrúúm flestra eöa alira þeirra aöiia, er starfa við norsk ferðamál, en hins vegar er eins konar aöalstjórn 16 fulltrúa, sem að hluta eru stjórnskipaðir, en að hluta tilnefndir af helstu hagsmunaaðilum: Aðild landshlutasamtaka I Danmörku heyrir Ferðamálaráö undir iðnaðarráöuneytið, en í Noregi samgönguráðuneytið. Athyglisvert er í Danmörku, að landshlutasamtök eiga sterka aðild að hinu virka Ferðamála- ráöi og ef litiö er á ný til íslenskra aðstæðna, teldi ég vel koma til greina aö hugleiða virkari aðild íslenskra landshluta- eða fjórðungssamtaka að Feröamálaráði og t.d. Reykjavíkur- borgar, sem hefur mikilla hagsmuna aö gæta í sambandi viö feröamál, þó aö það virðist ekki hafa verið sérlega ljóst forráöamönnum borgarinnar, nú eöa áður. Ef litið er til skipulags feröamála í öðrum löndum, t.d. Irlands og Hollands, kemur í ljós, að í írlandi er mjög vönduð löggjöf um atvinnu- greinina, enda mikilvægur þáttur í þjóðarbúskap Ira. I Hollandi er hollenska ferðamálaráðið sjálfstæö stofnun, þar sem tekjustofninn kemur 67% frá hinu opinbera, og er mjög verulegur, en 33% frá atvinnu- greininni. Hollenska ráöið er algerlega sjálfstætt í öllum sínum gerðum og öll störf og ákvarðanir á ábyrgð forystumanna þess og stjórnar. Ráöinu ber t.d. engin skylda til aö leita samþykkis eöa senda sífelldar greinar- Að þessu leyti fellur mér vel hollenska löggjöfin, og við þurfum ekki að dvelja lengi í Hollandi eða á feröa- mörkuöum, þar sem Hollendingar eru með, til að sjá, að þeir kunna vel sitt fag og hafa gott lag á því að tengja hollensk ferðamál öðrum útflutnings- greinum, svo og hollenskri menningu og listum. Slíkt munstur gæti vel hent- að okkar hagsmunum og hefur aö hluta verið reynt af hálfu Ferðamálaráðs í nokkur ár með sýnilegum árangri. Hve mikið fé hefur Ferðamálaráð til umráöa á þessu ári og hvernig er því variö? Ráðið hefur til umráöa á þessu ári liðlega 10 milljónir króna til starfsemi sinnar, og er þá Feröamálasjóður ekki meðtalinn. Stærstu liðirnir eru landkynning, fjölmargir liðir, samtals aö upphæö 4,8 millj. kr., og umhverfismál, 2,2 millj. kr. I landkynningarþættinum felast m.a. sérstök verkefni á hinum ýmsu markaðssvæðum, rekstur eigin skrif- stofu í Bandaríkjunum og þátttaka í skrifstofu í Sviss, þátttaka í ferða- mörkuöum í mörgum löndum, ýmiss konar útgáfustarfsemi, sérstök bæklingaútgáfa og fjölmargir fleiri þættir. Á þessu ári er meira fjármagni veitt til fjölmargra þátta umhverfis- mála en nokkru sinni fyrr — bætt aðstaöa víöa um landið, aukin upplýsingastarfsemi á sviði um- hVerfis- og náttúruverndarmála og ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir, auk ýmissa beinna framkvæmda, m.a. í sambandi við snyrtiaöstööu. Stærsta á- ersáralítilhjáerlendumþjóðum, jafn- vel nágrannaþjóðunum, þó að hún hafi áreiðanlega verulega aukist á síðari árum. I þessari starfsemi held ég að mjög vel fari á því að sameina kynningarstarf á sviöi ferðamála, svo og kynningu á útflutningsvörum og menningu. Þessa staöreynd skilja ekki allir nægilega vel. Það er nú svo, aö menn kaupa frekar vörur frá þeim löndum, er þeir þekkja eitthvað til og takmark allra aðila hlýtur aö vera að skapa eins konar gæðastimpil yfir alla þá „vöru”, sem frá Islandi kemur, hvort sem um er að ræða fisk, lamba- kjöt eða ferðatilboö. Þessa starfsemi þarf að auka verulega og um leið sam- ræma kraftana. Kannski verða erfið- leikar í hinum hefðbundnu atvinnu- vegum okkar og birgðasöfnun afuröa til þess, að augu manna opnast smám saman. Því er virk, samræmd land- kynning hiklaust eitt mikilvægasta verkefni næsta árs og næstu ára. I sambandi við „myndina”, sem aö framan er getiö, er fróölegt að líta á Finna, sem eins og Hollendingar kunna margt fyrir sér í ferða- og út- flutningsmálum. Eftir nákvæma könn- un finnska feröamálaráðsins á hinum ýmsu mörkuðum komust menn að þeirri niðurstöðu, að erlendir menn vissu harla lítið um Finnland og voru tvær orsakir til nefndar. Önnur var sú, að nægjanlegu fjármagni heföi ekki verið veitt til aö gera a.m.k. tilraun til að bæta úr þessu, en hin, aö ekki hefði verið unniö nægilega markvisst að því aö skapa mynd Finnlands út á við — - Heimir Hannesson, formaður FerðamáiaráOs, er þess fullviss aO meO markvissu átaki megi efía ferOaþjónustu til muna hóriendis og hendir á aO samræma þurfi kynningu á útflutningsvörum okkar, ferOamáium og menningu. iDV mynd.) viðtali. Er vonandi, að framundan sé hugarfarsbreyting — í oröi og verki. Hitt er annað mál, að vel má vera, að athugandi sé í sambandi viö laga- endurskoðun, sem nú fer fram, að gera hér einhverja breytingu, en þá vaknar sú spurning, hvar draga eigi línuna varðandi t.d. fjölgun í Ferðamálaráði. Til greina kemur að hugleiða danska kerfiö. Danska ferðamálalöggjöfin gerir ráð fyrir tveimur stofnunum, ef Isvo má kalla, annars vegar Ferða- 'málaráöi, þar sem bæði eru stjórn- skipaðir aðilar og fulltrúar helstu hagsmunaaöila, hins vegar er eins konar fjölmennt fulltrúaráð, skipað f jölmörgum aðilum úr dönsku atvinnu- og þjóölífi, m.a. fulltrúar banka og sparisjóöa, friðunarsamtaka, feröa- málafélaga, neytendasamtaka, atvinnurekenda og verkalýðshreyfing- ar, svo aö eitthvað sé upp talið. Fulltrúaráðið danska skipar hluta af fulltrúum í ferðamálaráðinu. Ráðið sjálft kemur saman nokkrum sinnum á ári, en fulltrúaráðið mun sjaldnar — ! jafnvel einu sinni á ári. Svipaö fyrirkomulag er í Noregi, þó aö staöa norska ferðamálaráösins sé ekki jafnsterk fjárhagslega, og t.d. í Danmörku og Svíþjóð. Þar er 50 manna ráö, sem kemur saman einu gerðir til þess opinbera aðila, er leggur fjármagnið fram, hollenska við- skiptaráöuneytisins, og er þessi háttur lögbundinn í þeim tilgangi og meö þeim skilningi, að aukið sjálfstæði í að- gerðum sé Iíklegra til að skila árangri en fjarstýrðar stjómvaldsaðgerðir embættismanna eða ráðherra. Aukið sjálfstæði Störf Feröamálaráðs Islands eru í raun nokkurt sambland af ýmiss konar þjónustustarfsemi fyrir at- vinnugreinina, en um leiö mikilvægur þáttur í viöskiptalegri framkvæmd, sem má líkja við útflutningsstarfsemi. Það má þykja kyndugt að heyra þá skoðun frá stjórnskipuöum formanni, en eftir því sem ég hef nánar kynnst eðli og mikilvægi atvinnugreinarinnar annars vegar og þeirri viðskiptalegu framkvæmd, sem er óhjákvæmilegur þáttur starfseminnar, er ég enn sannfærðari nú um þaö en áður, að því sjálfstæðari stofnun sem Feröamála- ráð Islands er, og um leið óháðari af- skiptum ríkisvaldsins, þeim mun líklegri er hún til að skila árangri í þeim störfum er ráðinu ber að inna af hendi. En þá veröa stjórnendumir líka aö axla að fullu þá ábyrgð, sem þeir taka sér á hendur. takið í ár var unnið í Heröubreiðar- lindum í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar og Náttúruverndarráð undh- forystu sérstakrar umhverfis- nefndar Ferðamálaráðs. Auk ofangreinds má geta þátttöku í al- þjóðlegu samstarfi, útgáfu blaös ráðsins, Ferðamála, og störf að ráð- stefnuhaldi, svo aö fátt sé talið. Hvaða verkefni eru brýnust ef meira fé fengist til starfsemi ráðsins? Hér er af mörgu að taka. Fyrst má ræða landkynninguna. Þó land- kynningarmynd (image) Islands hafi verulega skýrst á undanfömum árum, m.a. fyrir tilstuðlan Ferðamálaráös og með ágætu samstarfi við aðra aðila, m.a. flugfélögin bæði, ferðaskrifstofur og útflutningsaöila, svo og meö ýmsum könnunum af hálfu ráðsins, verður aö viöurkenna, að okkur skortir enn skýr- ari stefnumörk, skýrari línur varðandi áhersluþætti, sem viö teljum að rétt sé, aö lögö veröi áhersla á í sölu- og kynningarstarfseminni- og ennfremur hverjar eru virkustu leiðirnar til að 1 koma þeim þáttum á framfæri. Að auki vitum viö, að mismunandi áherslu-1 þættir geta átt viö á hinum ýmsu markaðssvæöum. Aö þessari stefnu- mörkun þarf að vinna með þaö í huga, aö viö vitum vel, að þekking á Islandi samræmd mynd, sem bæði þjónaði ferða- og útflutningsmálum. Niöur- staöan varö sú, aö gripið yrði til samræmdra aðgerða í kynningarmál- um, þar sem fyrst og fremst yröu kynntir áherslupunktar, en útfærslan með ýmsum hætti og myndin var þessi: , yStórt þúsund vatna land meö óspilltri náttúru. I landinu ríkti öryggi, nútímaaöbúnaður og vinsamlegt um- hverfi fólks og náttúru, þar sem áhersla væri lögð á gæði.” Með þetta að leiðarljósi er öll kynningarstarf- semi ákveðin fyrir næsta ár og aðild eiga, auk Ferðamálaráðsins, Finnair og útflutningsaðilar. Kannski skiptir Jhér mestu máli, aö finnsk stjórnvöld 'styðja myndarlega viö bakiö á þessari starfsemi og skilja, að ekkert vinnst nema með skipulagðri markaðssókn á öllum tiltækum mörkuðum. Við bíðum eftir slíkri afstöðu frá okkar stjórn- völdum. Vonandi þarf ekki að harðna meira á dalnum á öðrum sviðum í þjóðarbúskapnum til að þessi sannindi skiljist. ' I sambandi við landkynninguna er líka gott að gera sér ljóst, að sé litið til lengri tíma bendir allt til þess, að sam- keppnin harðni í V-Evrópu um við- skiptavinina. Þó að Evrópa verði um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.