Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 23
22 DV. LAUGARDAGUR 26. NÖVEMBER1983. DV. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER1983. 23 Medferdarstofnanir SÁÁ: FÁSTtÆ RÍKARIMÆLIVIÐ FORFALLNA DÓPISTA „Vandamálid ad verda hrikalegt,” segir Þárarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Silungapolli Hálft f jóröa þúsund Islendingar hafa leitað sér lækninga á meðferðar- stöðvum SÁÁ frá því samtökin hófu starfsemi sína áriö 1977. Þaösamsvar- ar nálega s jö prósentum þjóðarinnar. Starfsemin á meöferðarstöðvum samtakanna hefur tekiö umtals- veröum breytingum á þeim réttu sex árum frá því fyrsta þeirra var tekin í notkun en sú er að Silungapolli.: Tvær aðrar stöðvar hafa komist í gagniö á síðustu árum, ein að Sogni og önnur að Staöarfelli í Dölum. Helsta breytingin á rekstri SAÁ á síðustu árum hefur verið sú að með- ferðarstöðvar þess hafa mátt taka við æ fleiri fórnarlömbum sterkari sem veikari eiturlyfja. Það lætur nærri aö þriðji hver sjúklingur sem nú leggst inn á stofnanir samtakanna geri það af völdumlyfjafíknarsinnar. Þetta er fólk sem í nær öllum til- vikum hefur ánctjast kannabisefnum og neytt þeirra daglega um nokkurra ára skeið en síðan farið að gutla í ýmsum örvandi lyfjum í sterkari kant- inum til þess að reyna að rétta sig við af því sleni, sinnu- og minnisleysi sem langvarandi kannabisneysla þess hefurleittafsér. Ekki færri en hundrað og þrjátíu Islendingar leita nú árlega meöferðar hjá SAÁ vegna ofnotkunar sinnar á kannabisefnum og eða öðrum sterkari eiturlyfjum. Þróun síöustu ára í þessum efnum bendir í þá átt aö þetta ískyggilega vandamál fari vaxandi hér álandiogþaðört. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Silungapolli og ábyrgðaimaöur fyrir meðferð allra sjúklinga sem leggjast inn á stofnanir SAÁ, er til viðtals um þetta efni hér á eftir, auk þess sem farið er ofan í forvitnilega skýrslu sem hann hefur nýlega gert um fíkniefna- neyslu þeirra sem leita lækninga á meðferöarstöövum samtakanna. — Hundraö og þrjátíu einstaklingar á ári koma til meöferöar vegna of- notkunar sinnar á eiturlyfjum, þaö er ógnvænlegur fjöldi. Hvenær fór þessa hóps að gæta aö ráöi á stöðvum SÁÁ? „Lyfjaneysla alkóhólista í einhverjum mæli er gamalt fyrirbrigði og var löngu þekkt áður en meðferðar- stöðvar SÁA komust í gagnið. Við höfum fengist viö þessa blendnu notkun áfengis og vímugjafa allt frá því aö starfsemi okkar hófst. Það sem er þó ískyggilegt í þessum efnum og hefur verið að renna upp fyrir okkur hin allra síðustu ár er mjög aukið hlut- fall þeirra sjúklinga á stöðvunum sem nota sér vín og aðra vímugjafa jöfnum höndum og eru eiginlega háðir þeim báðum svo og geysileg fjölgun hinna krónísku fíkniefnaneytenda. Krónísk kannabisneysla Af fíkniefnaneyslu er krónísk kanna- bisneysla þegar orð n mikið vandamál á íslenskum meðferðarstofnunum fyrir áfengissjúklinga. Kannabisneyt- endur heimta æ meira vistrými frá ári til árs á kostnaö þeirra sjúklinga sem okkur er gert að sinna að nafninu til, það er að segja alkóhólistanna. Þetta er ört vaxandi vandamál. Það sést best á því að nú má áætla að um þrjátíu prósent kvenna og karla sem leita til meðferðar hjá samtökunum hafi neytt kannabisefna daglega í tvö ár eða lengur. Þetta er allt fólk sem fyrir löngu er orðiö háð þessum efnum og getur engan veginn stjórnað notkun sinni á þeim. Margt af þessu fólki er komið á fremsta hlunn með að fara út í sterkari efni þar sem áhrif kannabis- efnanna á það til langframa hefur gert það sinnulaust, sljótt og gleymið. Þaö hefur séð fram á aö það veröur meö einhverju móti aö rifa sig upp og þá eru sterku örvandi lyfin jafnan talin vænsti kosturinn. Töluverður fjöldi okkar sjúklinga á að baki áralanga notkun sterkari efnanna í meiri eða múina mæli. Þetta eru boröliggjandi staðreyndir sem segja okkur meðal annars hvert stefnir í þessum málum hérlendis, og ekki síst þaö hversu kannabisefnin eru hættuleg og leiða beinlínis til notkunar á sterkari efnum. Það hafá ýmsir reynt aö mæla þessum efnum bót og segja þau skaðlaus með öllu og ætti helst aö leyfa þau. Sá fjöldi krónískra kanna- bisneytenda sem streymir inn til okkar jafnt og þétt hef ur aöra sögu aö segja. Þegar þessir einstaklingar koma til meðferðar skera þeir sig í nokkru frá öðrum í hópnum, þó vandamál þeirra séu áþekk og grundvallarmeðferð sú sama. Það sem einkum einkennir þetta fólk fyrstu tvær til þrjár vikurnar eru deyfð og sljóleiki. Þessir einstaklingar eru oftast uppteknir í eigin hugarheimi og einbeiting og eftirtekt á því sem fram fer á meðferöarstofnuninni er í fyrstu mjög slæm. Á þessu tímabili er því erfitt aö ná til þeirra, vekja áhuga og undirbúa þá til frekari áhuga. Auk þessa er minnisleysi, andleg og líkam- leg þreyta rík hjá þessu fólki ásamt mikilli svefnþörf. Einnig má nefna kvíða og tortryggni í öUum mann- legum samskiptum. Þegar á líöur meðferðina verður þaö oft tilfinninga- lega viðkvæmt, explósíft, grátgjarnt og uppstökkt.” Þriðjungur innlagðra sjúklinga háður kannabis — Hvemig hefur ykkur tekist aö samlaga meðferö þessara fíkniefna- sjúklmga meðferð annarra skjól- stæöinga ykkar? „Það hefur gengið áfaUalaust og mjög vel vil ég segja. Því er samt ekki aö neita að þetta fólk þarf mun meiri umönnun og athygU okkar en hinir dæmigerðu alkóhólistar. Hvaö sem því líður á þetta fólk við sama vandamál aö stríöa, það er að segja aö losna und- an fíkn sinni, átta sig á henni og geta hafið nýtt líf án hennar. Þar skiptir engu máU hvort um áfengi eða fíkni- efni er að ræöa. Þetta eru svo tU sömu hlutirnir þegar til meöferöar kemur, og því höfum við ekkert þurft að setja okkur í neitt óvanalegar stelUngar þrátt fyrir þessa auknu aösókn krónísku kannabisneytendanna á stöövar okkar.” — Hvert er hlutfallið í dag á miIU fíkniefnaneytenda annars vegar og áfengissjúkUnga hins vegar á stöðvum SÁÁ? „Nú er um helmingur af því fólki sem lagður er inn til okkar árlega dæmigerðir alkóhólistar sem sjaldan eða aldrei hafa neytt annarra vímu- gjafa en áfengis. Hinn helmingurinn hefur notaö önnur fíkniefni meira eöa minna, annaöhvort í bland við áfengi eöa fikniefni í miklum mæli og áfengi inn á milli, svo og hópurinn sem ein- göngu hefur haldið sér að eiturlyfjun- um. Af þessum síðari hehningi inn- lagðra sjúkUnga sem ég nefni er sá hópur langstærstur, eða um þrjátíu prósent, sem er beinh'nis háður fíkni- efnum en notar jafnframt áfengi. Þeir sem nota fíknilyf eingöngu eru sem betur fer aðeins fimm prósent af þessum helmmgi. Og er sú prósentu- tala þó að sjálfsögðu of há að okkar dómi.” Kannabisefnin leiöa til notkunar sterkra lyfja — Þarna ertu að tala um hundrað og þrjátíu einstakUnga sem eru innlagöh’ á stofnanir ykkar á ári og eru háöir eiturlyfjum. Sem fyrr segir, hrikaleg tala. Hvað hefur leitt þetta fólk út í notkun þessara efna að þínum dómi? ,,Að því er best veröur séð stafar þetta fyrst og fremst af forvitni og spenningi af því emfaldlega aö hér er um bönnuð efni aö ræða. Fólkið tekur upp á því að fikta með þetta, oftast nær í hópum, sjaldnast eitt sér. Það kaupir sér saman lítrnn skammt yfir helgi og prófar. Það sem svo gerist er aö nokkr- ir úr hópnum fara að taka þetta nýja efni fram yfir áfengi og nota það í stað þess hartnær um hverja helgi. Síðan vill leiðin í daglega notkun oft verða stutt. Upp frá því er leiðin oröin greiö í sterkari efnin. Það hefur nefnilega komiö í ljós aö allir þeir sjúkUngar sem lagst hafa inn til okkar og notaö hafa hin sterku örv- andi efni aö einhverju ráöi hafa gert það í kjölfar kannabisneyslu sem þá hefur ein og sér staöiö lengi. Þetta vís- ar okkur á þá óyggjandi staöreynd að kannabisefnin leiöa til notkunar sterkra efna. Þetta er aöeins spurning um það hvað líður langur tími frá því fólkiö hefur notkun kannabisefnanna og þar til það fer út í hrn sterkari. Sem betur fer virðist hann oft verða tiltölu- lega langur sem gefur neytendunum tækifæri til aö snúa af óheillabrautinni en því miöur vill tímUin á milU efnanna vera stuttur í sumum tilvikum. Þá er heldur ekki aftur snúið nema ströng meðferð komi tU.” — Hversu stór hluti af þessum hundrað og þrjátíu einstakUngum sem að framan hafa verið nefndir hefur farið út í sterku efnin? ,,Eg ætia aö það sé um helmingur þeirra, eða sextíu og fimm manns ár- lega, en þá er þess að geta að tiltölu- lega fáir af þeim eru beinUnis orðnir háðir sterku efnunum. Þetta er samt fólk sem notaö hefur örvandi efnrn í mjög ríkum mæU jafnframt kannabis- notkuninni. Það sem viö köllum hins vegar fikt krónískra kannabisneyt- enda við örvandi lyfrn er svo algengt aö þaö á eiginlega við um þá alla. Þessi efni eru þaö samloðandi hvert við annað.” Amfetamínið algengast af sterku efnunum — Hvaöa sterku efni hefur þessi helmingur kannabissjúkUnganna aðal- lega fengistviö? „Þaö er fyrst og fremst amfetamín, sem augljóslega er og hefur veriö auðvelt aö nálgast hérlendis á síðustu árum. Fólkiö tekur þetta lyf inn í duft- formi í nefið en þó er Uka nokkuð um það að fólk sprauti sig með því í æð. Inntaka í nef er þó langalgengust. I mörgum tUvikum notar fólk amfeta- mmið daglega eöa hefur gert þaö ernhver ju srnni á ævinni. ” — Hvað með LSD-lyfiö sem mun hafa vera fyrsta sterka fíkniefnið sem hingað barst í kjölfar kannabisefnanna uppúrl970? „Svo virðist sem það sé mjög á und- Texti: Sigmundur Eriiir Rúnarsson Þórarinn Tyrfingsson, yfiriæknir á Silungarpolli og ábyrgðar- maður fyrir meðferð allra sjúkl- inga sem leggjast inn á stofnanir SÁÁ, en þær eru nú þrjár. anhaldi sem ráðandi sterkt lyf á mark- aönum. Það fór aö fækka LSD-tilfellum strax upp úr 1976 og við höfum orðið mjög lítiö varir við það á síðustu árum. Eitt og eitt tilfelU kemur þó af og til upp. Amfetamínið virðist hafa náð al- gjörri yfirhönd á markaönum hér- lendis.” — Hvaö með önnur sterk lyf? „Heróínneysla virðist vera hverf- andi lítil í landinu og hefur greinilega ekki vaxið á síöustu árum, hvaö sem öðrum ummælum Uður, enda hefur veriö ákaflega erfitt að nálgast þaö hérlendis hingaðtil. Hitt er annaö mál að talsvert margir kannabisneytendur héöan af Islandi hafa flust út og hafið neyslu heróíns þar á slóðum þar sem hægara er um vik að fá það. Viö höfum verið með íslenska heróínneytendur í meðferð hjá okkur á aUra síðustu árum. I þeim tilvikum hefur verið um að ræða menn sem hafa byrjaö aö fikta í kannabis- efnunum hér heima, ánetjast þeUn og haldið síðan utan þar sem þeir hafa tekiö heróíninu opnum örmum. Síðan hafa þeir séð sig um hönd þegar sprautan var farin að há þeim fram úr hófi, leitaö hrngað heim til okkar og fengiö góða lækningu. Við vorum ný- lega aö senda frá okkur tvo tslendinga úr heróUimeðferð sem höfðu verið bú- settir í Kaupmannahöfn um nokkurt skeiö.” — Hvað með kókaínið sem vU-ðist vera orðið afar vinsælt í Banda- ríkjunum, og emkanlega meðal yfir- stéttarfólks þar? „Það virðist vera ákaflega lítil neysla á því hérlendis að því er við getum best séð. Við höfum þó fengiö fá- ema til meðferðar vegna annarra lyf ja sem jafnframt hafa prófað kókaíniö hérlendis. Þeir hafa látiö illa af því. Menn virðast fremur vilja amfeta- mínið enda er það ódýrara og hægt aö fá mjög áþekkt kikk út úr því og kóka- íninu.” Hvor á að njóta forgangs: alkóhólistinn eða dópistinn? — Af því sem að framan er sagt liggur manni við að halda aö þeir séu orðnir fáir sjúklingamir sem ein- vörðungu þjást af hreinum alkóhól- isma og ekki hafa notaö önnur efni. Er kannski hrelnn alkóhólismi að hverfa ? „Nei, þaöeraf ogfrá. Þaðeruennþá um fúnmtíu prósent þeirra sjúklmga sem við fáum til meðferðar hrernU og klárir alkóhólistar og hafa aldrei neytt annarra lyfja svo einhverju magni nemi. Því er samt ekki aö neita að sú auknrng innlagöra eiturlyfjaneytenda sem orðiö hefur hUi síðustu ár hefur sett okkur í stórkostlegan vanda. Viö erum síður en svo með ótakmarkað sjúkrapláss. Þess vegna höfum viö lent í þeirri óþægilegu aðstöðu að þurfa aö hafna mönnum og þá hefur þaö verið spumingin hvor eigi að njóta for- gangs: alkóhólistinn eöa eiturlyfja- neytandinn. Aö nafni til eigum við að fást viö áfengissjúklinga öðrum hópum fremur en þar eð ofneysla vrns og ann- arra vímugjafa er þaö samloðandi höfum við færst æ lengra í þá átt að taka yfir meðferð blendUina neytenda líka. Hin síðustu ár hafa svo sem fyrr segir farið aö leita til okkar krónískir dópistar sem eiga varla í annað hús að venda til meðferðar en á okkar stöðv- ar. Það er erfitt aö hafna þeim af þeim sökum en jafnframt öfugsnúið að hafna alkóhólistunum þar sem viö erum nú einu sinni samtök um áfengis- vandamálið.” — Er Iausnin sú að setja á stofn sér- staka deild innan samtakanna eða sér- staka meðferðarstofnun fyrU eitur- lyfjaneytendur? „Eg held ekki og til þess liggja emkum tvær ástæður. I fyrsta lagi finnst mér óvarlegt að setja á stofn sérstaka stofnun fyrir fíkniefna- og lyfjaneytendur vegna þess að mjög erfitt væri að fá nokkurn mann til að leggjast sjálfviljugan inn á slíka stöð með nafni þessa „hræðilega” sjúk- dóms sem þeir eni haldnU. Það er gríðarleg skömm aö vera dópisti á íslandi og má reyndar taka svo djúpt í árinni að þaö sé hrein útskúfun, að minnsta kosti er það miklu meUi skömm en það er nokkru sinni að vera alkóhóUsti. Svo er hitt að flestU þeir sem stunda ólöglega fíkniefnaneyslu eru meira og mrnna háðU áfengi í ofanálag enda höfum viö alltaf verið þeUrar skoðun- ar að á baki þessara efna — áfengis og eiturlyfja — felist sami sjúkleikinn. Hann er af sömu rótum runninn; fikn sem leiöU til stjórnlausrar ofnotkunar áefnrnu. Afengis- og eiturlyfjaneytendur er því hægt að meðhöndla meö sömu for- merkjum, og þar með er eðlilegt að það fari fram á einum og sama stað. Stærsta vandamáliö er hið sama hvað báða þessa hópa snertir; aö þeir vilja leita í sama vimugjafann eftir að þeir hafa jafnað sig. Það er því ósköp svipað sem þessU tveU hópar þurfa aö glíma við aö meðferð lokinni; að halda sig frá efnunum og hefja nýtt líf án þeirra. Af þessum sökum finnst mér það bæði eðlilegra og einnig tel ég það vera árangursríkara aö þessU tveU hópar séu til meöferðar undir sama þaki. ” IMýja stöðin léttir á starfinu — Þannig að það er frekar nauðsyn til að stækka þær stöðvar sem fyrU eru en bæta sérdeild eöa nýrri stofnun viö. Og þið eruð reyndar aö taka nýtt og fullkomið sjúkrahús í gagniö nú alveg á næstunni. Það er þetta nafnlausa í Grafarvoginum sem ekki hefur veriö svo lítið til umræðu upp á síðkastið. Hverju mun þaö breyta fyrU ykkur í þessum efnum? „Nýja stöðin mun létta mjög á öllu starfi meöferðarstöðvanna þriggja sem fyrir eru og því álagi og aðsókn sem er í þær. Hlutverk nýju stöðvarinnar er aö taka við fólki sem er í vímu eöa á fráhvarfsstigum hennar og undirbúa það undU meðferð á hmumstöövunum. Því er þó síður en svo skylt að halda meðferöinni áfram eftir að henni lýkur í nýju stöðinni — en hún varU aðeins tíu daga — en það er þó engu að síöur taliö æskilegt. Þaö sem mestu máli skiptir í þessu máli er þó aö á þessum tíu dögum sem fólkið er á þessari afvötnunarstöö er sjúkleiki þess greindur og það athugaö nákvæmlega hvaö amar að því, til dæmis hvemig vímuefni það hefur not- að, hve oft og hve mikiö. Þessi greining léttir eðlilega mjög á starfi þeUra meðferðarstöðva sem fyrir eru og ætti að gera meðferöina markvissari og um leiö öruggari en hún er nú.” -SER. IJr nýrri skýrslu SÁÁ sem ekki hefur birst áður opinberlega ogfjallar um: FIMIEFAMOTKLA SJLKLIAGAMA A annan áratug hefur ólögleg fíkni- efnaneysla herjað sem farsótt á hinn vestræna heim. Islendingar hafa einnig oröið fyrir barðinu á þessum faraldri sem hefur ágerst mjög á allra síðustu árum. Hér eins og annars staöar hefur kannabisneysla verið fremst í flokki. Hennar verður vart hér á Islandi upp úr 1970. Umfang vímuefnaneyslu annarrar en áfengis hefur lítiö verið kannað. Þær fáu kannanir sem geröar hafa verið benda þó til sífellt aukinnar kannabisneyslu, svo og annarra sterkari efna. Um fjölda þeirra sem nota þessi ólöglegu efni reglulega og hve mikið magn þeir nota er hins vegar lítið vitað. Vegna þess sem á undan er sagt og einnig vegna annarra þarfa þeirra sjúklinga sem neyta fíkniefna var athuguð neysla þeirra einstaklinga sem innrituðust á Silungapoll frá því í maí og fram í júh' 1983. Könnun- in náði til allra ólöglegra fíkniefna og voru 199 einstakhngar spurðir, þar af 150 karlmenn og 49 konur, lang- flestir á aldrinum tuttugu ára til fertugs. Niðurstöður þessarar könnunar hafa ekki birst opinberlega fyrr en að hér verður gluggað í þær. Kannabisneysla Fyrst skal litiö á kannabisneyslu þessara 199 einstaklinga. Hún sést á .eftirfarandi samantekt á tveimur töflum. Tafla 1 sýnir okkur hve oft einstakhngarnir höföu neytt efnisins en tafla 2 sýnir okkur tíöni neysl- unnar. Tafla 1 karlar konur Hafa neytt kannabis lsinni eðaoftar: Hafa neytt kannabis 80 24 10 sinnum eða oftar: 43 14 Tafla 2 karlar Vikulega í 1 ár eða konur lengur: Daglega í hálft ár 35 12 eöa lengur: Daglega í 1 ár eöa 27 10 lengur: Daglega í 2 ár eða 23 8 lengur: Daglega í 3 ár eða 20 5 lengur: Daglega í 5 ár eða 14 3 lengur: 9 0 Það er athyglisvert að elstur kannabisneytendanna í þessari könnun er þrjátíu óg fimm ára gam- all maður en flestir neytendurnir voru milli tvítugs og tuttugu og f jög- urra. Hér er um eftirtektarverða staðreynd að ræða í ljósi þess að kannanir í Bandaríkjunum hafa leitt í Ijós vaxandi kannabisneyslu í eldri aldursflokkum. Þeir sem höfðu neytt kannabisefna í tvö ár eða lengur þegar könnun þessi fór fram voru allir búsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu nema tveir karlar frá Suðurnesjunum og einn karl úr Vestmannaeyjum, sem þó hafði verið langdvölum í Reykja- vík. Þeim bar saman um aö erfitt væri að fá kannabisefni utan Reykja- víkur. LSD-neysla Af þessum 199 einstaklingum sem spuröir voru höfðu tuttugu og fjórir neytt LSD-ofskynjunarlyfsins. Tíðni þeirrar neyslu má lesa út úr töflu 3 héráeftir. Tafla3 karlar konur Neytt LSD 1-2 skipti: 8 1 Neytt LSD 3-9 skipti: 4 3 Neytt LSD 10 sinnum eða oftar: 8 0 Allir þessir LSD-neytendur höfðu notað kannabisefni áöur. Neysla þessa fólks á ofskynjunarlyfinu er aö mestu bundin árunum frá 1972 til 1976. Ártölin 1979 og 1981 koma þó fyrir. Aöeins einn neytendanna hafði notaö efnið síðustu sex mánuöi. Eftir þessu virðist LSD-neysla vera á undanhaldi. Englaryk, heróín og kókaín Enginn aöspurðra í könnuninni, hafði neytt englaryks með vissu. Einn hinna krónísku kannabisneyt- enda í könnuninni haföi sprautað sig með heróíni í hálfan annað mánuð fyrir komu. Hann hafði notað Utla skammta og komið sér sjálfur aö mestu út úr fráhvarfinu svo ekki kom til strangrar meðferðar. Reyndar hafa aðeins tveir sjúklingar allra þeirra sem leitaö hafa til SÁÁ frá 1977 neytt heróíns í það miklum mæU aö til strangrar meðferðar hafi þurft aö koma. I báðum tilfeUum fór neysla heróínsins fram erlendis. Víkjum þá aö kókaínneyslu þess- ara 199 einstakUnga. Átján þeirra, það eru f jórar konur og fjórtán karl- menn, höfðu tekiö kókain í nefiö í duftformi. Fimmtán þeirra í örfá skipti en tveir þeirra tóku efniö í um þaö bU tíu daga törn. Aðeins einn þessara átján, þrjátíu og þriggja ára gamaU karl og krónískur kannabis- neytandi, kvaðst hafa notað kókaín um nokkurra mánaða skeið fyrir inn- lögn og sprautað sig tuttugu til þrjá- tíu sinnum með því. Amfetamin og skyld efni Næst kemur þar í könnuninni sem fjallað er um neyslu amfetamíns og skyldra efna. Neysluform þessara efna er margs konar og erfitt að flokka niöurstöður þess hluta könnunarinnar sem náði til þeirra. Hvað sem því líður kváðust sextíu og einn, eða þrjátíu prósent aðspurðra, hafa notað örvandi lyf á borö við amfetamín og önnur slík. Tuttugu og sex þeirra sögðust hafa neytt þeirra einu sinni til níu sinnum. Níu einstaklingar, allir eldri en þrjá- tíu ára, höföu neytt þessara lyfja í töfluformi sem læknar höföu ávísað fyrir nokkrum árum en enginn þeirra hafði notað þessi lyf síðustu sex mánuði. Sjö höfðu neytt þessara lyfja í ýmsu formi um alllangt skeið. Athyglisvert er að nítján þeirra tuttugu og f jögurra krónísku kanna- bisneytenda sem fram komu í úrtak- inu voru reglulegir neytendur þess- ara efna. En lítum á töflu 4 sem sýnir tíðni amfetamínnotkunar og skyldra efnahjá úrtakinu. Tafla4 karlar konur Regluleg notkun: 1—3 sinnum í mán. 15 4 ílár eða lengur: 1 sinni í viku eða oftar í 1 ár eða 10 0 lengur: 9 0 Aðeins þrír þessara einstaklinga höfðu sprautaö þessum efnum í æð. Tveir þeirra einu sinni til fimm sinn- um. Einn einstaklingur hafði spraut- að sig að jafnaði vikulega í tvö ár. Lífræn leysiefni (sniff) Síðustu efnin sem könnunin náöi til voru hin svonefndu lífrænu leysiefni (sniff). Þrjátíu og sjö einstaklingar sögðust hafa sniffaö einhvern tima á ævinni en í öllum tilvikum hafði fólk- ið neytt leysiefnanna þegar það var sautján ára eða yngra. Hinir eldri í könnuninni höföu notað bensín eða blettavatn á táningsárum sínum en þeir yngri höfðu sniffað af lími og gasi. • Afþessum þrjátíu og sjö einstaklingum sein höfðu sniffaö á ævinni voru tuttugu og níu karlar og átta konur. Þessi neysla virðist vera sérstakt fyrirbrigöi hjá aldurshópum undir sextán ára. Þetta er alls ekki nýtt af nálínni en virðist þó mun algengara meðal unglinga hin seinni ár svo sem sést hefur á fréttum. Sem fyrr segir náði þessi könnun til 199 einstaklinga sem innrituðust á Silungapoll frá því í maí og fram í júlí í ár og voru þeir valdir af algjöru handahófi. Fyrir utan það að sýna okkur fram á mikla notkun fíkniefna hérlendis og hvernig henni er háttaö ídag sýnir könnunin jafnframtfram á hversu mikið vistrými á meðferðarstofnunum SÁÁ er teppt aö jafnaði vegna blendinnar notkunar áfengis og annarra vímu- gjafa og hve margar innlagnir má rekja beint til ávanalyfja og/eða fíkniefna einna og sér. Hún sýnir okkur augljóslega hversu stór þáttur það er oröinn í starfsemi meðferöar- stööva SÁÁ að fást viö króníska eiturlyfjaneytendur á meöan margir hafa haldið að sama starfsemi hafi einungis náð til þeirra sem þjást af áfengissýki. -SER. ------- J Meðferðarstöðin að Silungarpolli þar sem könnunin fór fram sem v/tnað er i i greininni sem fylgir viðtalinu við Þórarin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.