Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 38
38 DV LAUGÁRDAGUR 26. NOVEMBER1983. Nýjar bækur NewyoRk . ■ í ». KVÆÐI eft íi' Kríst |ctn l\a rksoi i New York eftir Kristján Karlsson Ut er komin hjá Almenna bókaíélag- inu ný ljóðabók eftir Kristján Karls- son. Er þetta þriðja bók skáldsins. Þessi nýja bók er kynnt þannig á bókarkápunni: „Um skáldskap Kristjáns Karlsson- ar má segja með sanni að þannig hafi ekki áður veriö ort :á íslensku, og eiga slík ummæli ekki hvaö s st við um hina nýju bók hans New York. Þarf engum að blandast hugur um að þarna er á ferðinni mikill skáldskapur og gleði- legt vitni um frumleg efnistök og grósku í íslenskri ljóðagerö. New York er eins konar ljóðaflokk-. ur, en samband kvæðanna óþvingað meö öllu og form þeirra margvísleg. Þau eru sjaldnast einföld við fyrstu sýn, jafnvel ekki þau sem eru annars ljóðrænust. Ef til vill má hér minna á athugasemd höfundarins sjálfs í öðru sambandi: „Merking kvæöanna er að finna í yfirborði þess; það á aö vera hús, sem lesandinn getur gengið um fram og aft- ur eða tekið sér bústað í. Hann kann að reka sig á ókunnugleg húsgögn, en hann þarf ekki að varast ósýnilega innanstokksmuni, ef hann tekur fullt tillit til þess sem kvæði segir berum orðum.” Ljóðin í New York eru 50 að tölu og bókin er 72 bls. að stærð. Arnar og Örlygs. Áður voru komnar út bækurnar Tveggja manna spil og Hvernig á að leggja kapla. Höfundur bókarinnar er Svend Novrup, ritstjóri Politiken um skák og bridge og nöfundur margra bóka um skák og spil, en þýðandi er Trausti Björnsson. I þessari bók kynnumst við nokkrum leikjum sem geta veitt okkur mikla ánægju. Það eina sem til þarf er blað og blýantur og okkar eigin snilli til að lífga upp á tilveruna. Til eru margir leikir með strikum, reitum og orðum, sem eru bráöskemmtilegir, og oft veita leikirnir hugmyndaauögi okkar ríku- lega umbun. I þessari bók er nokkrum nýjum leikjum lýst, aðra könnumst við við en sumum þeirra hefur verið breytt, annaöhvort spilareglunni eða stiga- gjöfinni. Eins og í tveim fyrri bókunum kappkostar höfundurinn að skýra allt í sambandi við leikina sem best og oft meödæmum. Bókin Blýanta-, blaða- og oröaleikir er filmusett og prentuð hjá Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápugerð annaðist Sigurþór Jakobsson. Hamingjuleiðin eftir Netta Muskett Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir ensku skáldkon- una Nettu Muskett, í þýðingu Snjó- laugar Bragadóttur. Á síðasta ári kom út á íslensku eftir hana ástarsagan Njóttu mín, sem hlaut frábærar viðtökur lesenda. Brúðkaup Noru og Jeremy Blaike aðalsmanns á aö fara fram í London. Kvöldið fyrir athöfnina, þegar allt er tilbúið, hittir Nora af tilviljun aftur fyrri elskhuga sinn, Adrían að nafni. Hann er fátækur tónlistarmaður en blóðheitur og ákafur. Við endurfundinn blossar ástin upp að nýju og allt annaö gleymist. Þau ákveða að stinga af til Parísar og fá leigt í Latínuhverfinu. Hún býr með honum sem ástkona hans. Skömmu áður en Nora fæðir barn hennar og Adríans lendir hann í bíl- slysi og deyr. Erfiðir tímar fara í hönd. Loks fær Nora atvinnu sem fyrirsæta hjá listmálara. Fátækt og umkomu- leysi einstæðrar móöur verða hlut- skipti hennar í ókunnu landi. Lífið er enginn dans á rósum. Enska skáldkonan Netta Muskett hefur skrifað fjöldann alian af ástar- sögum sem gefnar eru út í milljóna upplögum., " Hamingjuleiðin er 158 bls., prentuö og bundin í Prentverki Akraness hf. Káputeikning: Auglýsingastofa Bjarna D. Jónssonar. BÁTA- OG BÍLASÍMINN FRA ERICSSON Spiiabækur Arnar og Örlygs Blýanta-, blaöa- og orðaleikir Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Blýanta-, blaða- og orðaleikir í bókaflokknum Spilabækur EINN FULLKOMNASTI BÁTA- OG ÐÍLASÍMINN Á MARKAÐINUM BÚINN ALLRIÞEIRRITÆKNISEM TRYGGIR SNURÐULAUST SÍM ASAMBAND TIL OG FRÁ BATNUM OG BÍLNUM HVAR SEM ER Á LANDINU. Búnaðurinn er að sjálfsögðu samþykktur af PÓSTI & SÍMA til tengingar inná báta og bílaþjónustu stofnunarinnar. SRA Ericsson radio systems - C-600 báta- og bílasíminn er notaður um alla Skandi- navíu og þessar fullkomnu stöðvar eru þegar í notkun hér á landi. VIÐ BJÓÐUM EKKI EINUNGIS EIN BESTU BÁTA- OG BÍLASÍMTÆKIN, ÞJÓNUSTA OKKAR ER BYGGÐ Á LANGRI REYNSLU SÉRÞJÁLFAÐRA FAGMANNA. GEORG ÁMUNDASON & CO SUÐURLANDSBRAUT 6 - SÉAAR: 81180-35277 SRA Ericsson system - C-600 báta- og bílasíminn er í mörgum mismunandi geröum eftir því hvort hann á að byggja inn í mælaborð, inn í stokk á milli sæta eða hafa hann sjálfstætt borðtæki, t.d. uppi á mælaborði. Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsöguna Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi, 2. bindi. Þetta er 2. útgáfa bókarinnar. Dalalif kom út í fyrstu útgáfu í 5 bindum 1946—1950 og var strax lesiö upp til agna. Utgáfa Almenna bókafé- lagsins veröur í 3 bindum og kemur lokabindiö út næsta ár. Áfram er haldið að rekja sögu fólks- ins á Nautaflötum og nágranna þess. Gömul kynslóð hverfur, ný kynslóð tekur við, sem ber sum einkenni eldri kynslóðar, sumaf öðrumtoga.. . Samspil fjölskrúðugs mannlífs í fá- brotnu umhverfi, hörð lífsbarátta, ref- skák fólksins innbyrðis, ástamál. Ur slíku samspili myndast sú sérkenni- lega spenna sem bækur Guörúnar frá Lundi eru þekktar fyrir...” Þetta miðbindi Dalalífs er 583 bls. að stærð og unnið í Prentstofu G. Benediktssonar og Félagsbókbandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.