Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER1983. Frjálst.óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó<-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8AA11. Auglýsingar: SÍOUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86411. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblaö 25 kr. Handarbök Hagvangs Þrátt fyrir slæma reynslu af skoöanakönnunum Hag- vangs hefur fyrirtækiö enn einu sinni komiö til skjalanna með tíu þumalfingur og f jögur handarbök. Árangurinn er sá, að forsætisráöherra er aö ástæöulitlu ákaflega glaöur. Hagvangur spuröi: „Ef kjaraskerðing getur haft áhrif til lækkunar á verðbólgu, ertu þá sjálfur tilbúinn eöa ekki tilbúinn, aö launahækkanir veröi ekki umfram það, sem ríkisstjórnin hefur boðað á næstu 12 mánuðum?” Spurning þessi brýtur flest lögmál um oröalag í vönd- uðum skoðanakönnunum. I fyrsta lagi er hún grautar- gerö, sem hinn spuröi getur hæglega misskiliö. Og í ööru lagi er hún hreinlega leiöandi í hag ríkisstjórninni. I spurningunni er tveimur innri spurningum ósvarað: Hefur kjaraskeröingin áhrif til lækkunar á veröbólgu? Og mun ríkisstjórnin sjá um launahækkanir á næstu tólf mánuöum? Svona stór EF er ekki leyfilegt aö gefa sér í skoðanakönnunum. í heild lítur spurningin út eins og mafíutilboð, sem ekki er hægt að hafna. Með tveimur EF-um er búin til aðstaöa, sem hinn spuröi á sálrænt erfitt meö að svara með nei-i, án þess aö telja sig hálfgerðan eiginhagsmunasegg. Berum spurningu Hagvangs saman viö spurningu DV í fyrra mánuði: „Ertu fylgjandi eða andvígur efnahagsaö- geröum ríkisstjórnarinnar frá í júní?”. Þessi síöari spurning er einföld og auöskilin. Hún kallar ekki á annaö svarið umfram hitt. Meö því aö heimila óprúttnum forsætisráöherra að nota villandi tölur úr flókinni og leiðandi spurningu hefur Hag- vangur lagt stein í götu skoöanakannana og gert hinum erfitt fyrir, sem stunda slíkar kannanir af alvöru. Skoðanakannanir eru vandasöm vísindi, sem útilokaö er aö umgangast eins og fíll í glervörubúð, svo sem Hag- vangur hefur gert. Það tekur skamman tíma að eyði- leggja álit og traust, sem aðrir hafa byggt upp á löngum tíma. í þjóðfélaginu eru valdahópar, einkum í stjórnmálum, sem vilja skoðanakannanir feigar. Þeir vilja skipuleggja þær meö lagasetningu og banna þær í sumum tilvikum. Þessir aöilar munu nú fara á kreik á nýjan leik. Hagvangur hefði gjarnan mátt reyna aö læra dálítið af niöurstöðum skoöanakannana þriggja aðila fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þá reyndist fyrirtækiö hafa á bakinu niöurstöðu, sem var lengst frá úrslitum kosning- anna. Auövitað var niöurstaða skoðanakönnunar DV fyrir kosningarnar í vor sú hinna þriggja, sem kom langsam- lega næst úrslitum kosninganna. Enda var þar að baki. f jórtán ára reynsla í slípun aöferðafræöi slíkra kannana. Á þessum fjórtán árum var smám saman unnt aö byggja upp traust almennings á skoðanakönnunum. Réö þar miklu, hve nálægt kosningakannanir reyndust vera úrslitum eftirfylgjandi kosninga. Nú taka menn almennt mark á könnunum. Þess vegna er hart aö sjá fílinn ryðjast inn í glervöru- búðina undir fínu nafni hagfræöinnar og fara aö brjóta verömætt glerið, til þess eins að forsætisráðherra ímyndaði sér, að 65% þjóðarinnar telji hann á réttri leið. Tíu þumalfingur og fjögur handarbök eru ekki vænleg til árangurs í skoðanakönnunum, jafnvel þótt.tölvur séu hafðar til aðstoöar. Þegar þvæla er sett inn í tölvur, kemur þvæla út, íslenzkum vísindum til varanlegs tjóns. Jónas Kristjánsson. IJt nr þokuiml Hann kom mér að óvörum, út úr þokunni, eins og uppvakningur sem ofsækir myrkfælið barn sér til skemmtunar. Þaö mótaði fyrir lágvöxnum, breiðum skrokk í þok- unni og skein í hvítar, breiðar tennur um leið og hás rödd hvíslaði: — Sælinú, og hvernig hefurðu það, gamli. Mér er illa viö það að vera kallaöur „gamli”. Þaö kemur aö því nógu snemma samt! En ég komst ekki undan. Hann hafði lagt hönd á öxl mér eða, réttara sagt, faliö vinstri öxl mína í lófa sér. Meðan hann hristi mig til ítrekaði hann spuminguna með sínum glaðlega dólgshætti og spurði um leið, hálfhlæjandi, hvort ég væri nokkuö að flýta mér. — Nei, e-ekkert sérstaklega, svaraði ég. — Eg skrapp bara út eftir sígarettum. Mér liggur ekkert á, svosem. — Gott! Mér kólnaði þegar hann dró mig upp að húsvegg þar sem hann sleppti af mér tökunum og hallaði sér upp aö veggnum. Hann stakk þó höndunum ekki í frakkavasana svo mér var ekki óhætt að hlaupast á brott. Hann myndi hremma mig áöur en ég kæmist þrjú skref út í þokuna. Þetta átti greinilega aö verða löng ráð- stefna. — Þetta er nú ljóta tíðarfarið, sagði ég og skimaði vondaufur út í þokuna. — Tíöarfarið, rumdi í honum eins og hann skildi ekki almennilega hvaö ég væri aðfara. — Já, þeir spá því að þokan þykkni meökvöldinu. — Hvaö ætli þessir veðurfræöingar viti! Olafur B. Guðnason — Nú, Málfundafélagið Eindrægni, auðvitað. Fylgist þú ekki með? — Ekki nógu vel. (Annars hefði ég séð þig fyrir og komist undan, bætti ég viðíhuganum.) — Nú, þeir ætla aö stofna mál- fundafélagiö, þessir stjómarand- stöðufírar. Hann hló jökulkalt og ég skimaöi andliti hans og ég sá andlit hans og kok greinilega. — Svo samþykkja þeir einróma ályktun fundarins! „í'undur Málfundafélagsins Eindrægni ályktar að ríkisstjómin sé vond. Þaö finnst fundinum slæmt því Islending- ar eiga skilið að hafa góöa ríkis- stjórn.” Hann hallaði sér fram og pírði augun. Eg reyndi að láta eins og ekkert væri. — Manstu málfundina í skólanum í gamla daga? Þá var nú gaman. Eng- ir tveir ræðumenn sammála og aöal- sportið aö rugla þá með frammíköll- um og bréfskutlum. Manstu þegar ég fékk stelpuna til þess að gráta? Eg mundi það svosem þó ég vildi ekki viöurkenna það. — Eg veit svosem ekki hvað þessar pissudúkkur eru að vilja upp á dekk. Menntamenn og láglaunafólk! Það varþá! Tii skýringar má geta þess að hann er háskólamenntaöur, hefur aldrei unniö á sjó, þó hann tali gjarna um „dekk”, og fær sultarlaun í starfi sínu. En hann myndi frekar deyja en viöurkenna að hann eigi samleið meö „pissudúkkunum”. Að öðru leyti er er hann ópólitískur og kýs Sjálf- stæðisflokkinn. — Hvaöa vit er nú í því að stofna svona málfundafélag? Hver heldur þú að nenni á málfundi þegar allir eru sammála? Engin frammíköll, engar skutlur. Ekkert! — Ætli þetta eigi ekki að verða samstarfsgrundvöllur..... — Þarna sérðu! Samstarf, alltaf samstarf. Svei mér þá ef ég fer ekki á fund hjá þessum andskotum og Það var fyrirlitningartónn í rödd hans. Þrátt fyrir meðfædda bjart- sýni mína og trú á vísindin og tækn- ina fylltist ég örvæntingu. — Ætlar þú ekki að ganga í málfundafélagið? Glott hans kólnaði enn um leið og hann varpaði þessari spumingu fram. — Málfundafélag? Hvaða mál- fundafélag? Ég veit ekki hvaö þú ert aðtala um? umhverfis í aukinni örvæntingu. Svei mér þá ef þokan hafði ekki þykknaö örlítið. — Það verður nú meira málfunda- félagið, maöur! Allir sammála. Ræðumenn í löngum rööum sem for- dæma ríkisstjómina. Þeir kjark- mestu fordæma hana jafnvel harölega ef þeir æsa sig virkilega upp! Hann hló svo hátt og hvellt aö andartak sviptust þokuskýin frá geri múður. Það verður að vera mótatkvæði, fjandinn hafi það! Það verður að vera f jör! — Þú ert ekki pólitískur! Þú ert bara skemmtanasjúkur! — Hvar ertu? Komdu aftur hingað, ég þarf aö tala meira! En ég kom ekki aftur. Þokan hafði þykknað og ég hugsaði með mér, um leið og ég skundaöi í átt til sjoppunnar, að veðurfræðingum væri ekki alls vamað, þrátt fyrir allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.