Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR16. DESEMBER1983. 9 Við vorum að opna! Zl\ifa VESTURQOTU 23 RAKVELAR Útlönd Útlönd M730 Lech Walesa ætlar i dag að leggja blómsveig aO minnisvarOa um fallna verkamenn viO aOalhliO Lenin- skipasmiOastöOvarinnar tþar sem myndin hór aO ofan var tekin i verkfallinu 1980). Eining boðar til mótmælaaðgerða Leiðtogar neðanjaröarhreyfingar „Einingar” hafa hvatt til mótmælaað- gerða um allt Pólland í dag í tilefni þess að 16. desember 1970 voru tugir verkamanna drepnir í átökum við lögregluna i Gdansk í matvælaóeirð- uniun. Verkamenn hafa verið hvattir til að fara í mótmælagöngur frá vinnustöð- um sínum til miðbæja heimaborga sinna en hafa mótmælaaðgerðimar friðsamar. Lech Walesa mun leggja blóm viö minnisvarða um hina föllnu verka- menn við Lenínskipasmíðastöðina í G- Draga Bandaríkin sig úr UNESCO? Bandarikin íhuga að draga sig út úr UNESCO (menningar-og vísindastofn- un Sameinuöu þjóðanna) og er væntan- legt á næstunni nefndarálit þar um sem lagt verður fyrir George Shultz utanríkisráðherra til ákvörðunar fyrir áramót. „I áratug hafa verið alvarlegir erfiðleikar með UNESCO. Það hefur veriö óreiða á fjármálastjóminni, til- burðir til aö hefta frelsi fjölmiðla og pólitískir flokkadrættir,” sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins í Washington. UNESCO þykir hafa snúist yfir í aö vera pólitískur vettvangur þar sem þróunarlöndin standa gegn iðnaðar- löndum varöandi flest alþjóðamál og Israel hefur verið mismunað með því að fomleifarannsóknir og annað menn- ingarf ramtak Israelsmanna hefur ekki fengið að n jóta styrkja UNESCO. Þá hefur mjög komiö til umræðu í UNESCO aðsetja á laggimar „upplýs- inga- og fjarskiptamiðstöö” þar sem fjölmiðlun yrði lögð mjög á vald ríkis- stjórna sem hafa ekki alls staðar lýð- ræðisreglur eða prentfrelsi mest í heiðri. Vestrænir fjölmiðlar segja þessar tillögur miða að því að hefta frelsi til fréttaöflunar oe fréttaútsendinga. dans en honum hefur verið bannað að flytja þar ræðu. Hann hefur í staðinn sent ræðu sína til vestrænna frétta- mannaíVarsjá. I ræðunni hafði hann ætlað að hvetja yfirvöld til að endurverkja hina óháðu verkalýöshreyfingu og deila völdunum með verkalýðnum en ella gætu menn horft fram á löng ár efnahagslegrar og pólitískrar stöðnunar, þar sem öng- þveitið tæki við án nokkurrar vonar um betri framtíð. Það er talið að lögreglan muni hafa mikinn viðbúnað til að grípa inn í ef mótmælaaðgerðirnar þykja ætla úr böndunum. Athyglinni er beint að því hversu fjölmennar mótmælaað- geröimar verða en af því munu menn marka hver ítök „Einingar” eru meðal verkalýðs og hvort þau eru þess megnug að fylkja verkafólki að baki merkisínu. Nú rakar þú þig hvar sem er og hvenær sem er með rafhlöðu-rak- vélinni. Þú hefur hana í vasanum eða töskunni. Óþarfi að koma órakaður á stefnumót eða fund. Hentug í sumarbústaðinn. SV 51C 12 volta bílrakvél og Ijós. Tengist í kveikjara bílsins. SV3220 SVM310 SV 3220. Tengist beint 110 eða 220 v straum. SVM310. Rakvél með hleðslutæki fyrir 220 volt. Sölustaðir: Ýmsar verslanir, rakarastofur, bensín- stöðvar, bifreiðavarahlutaverslanir og Fri- höfnin, Keflavíkurflugvelli. Dísilvélar hf. Suðurlandsbraut 16 Reykjavik. Sími 91- 35200. ARNAjOL '83 Postulínsplatti Nær200% verð- bólgaíísrael Efnahagsspekingar Israels hafa til- kynnt að verðbólgan hafi aukist um 15,2% í nóvember og spá því aö þar með komist verðbólga þetta árið upp í nær200% (reiknuðáársgrundvelli). Yrði það nýtt verðbólgumet í Israel en verðbólgan hefur mest komist upp í 132,9% árið 1980. Verkalýðssamtökin hafa boðaö til funda út af kröfum sínum um meiri veröbætur á laun fyrir launþega. Efnahagslíf Israels á við mikinn greiðsluhalla að glima og skuldir við útlönd. Verðbólgan jókst mjög vegna neyðarráðstafana sem stjómin greip til í október þegar hún felldi gengi sikilsins um 18% og lækkaði niður- greiðslur á matvörum um helming. Mesti verðbólgumánuður Israels þetta árið var október (21%). Hagfræð- ingar segja að það muni taka marga mánuði að ná hinni mánaðarlegu verð- bólgu niður úr tveggja stafa tölu. VÖRUR FYRIR ALLA - VERÐ FYRIR ALLA Verð kr. 775.- Póstsendum TÉKIÍ^ KBISMIL Laugaveg 15 simi 14320 Mel Wagner Koschel, listakona Einstaklega fallegur jólaplatti, skemmtileg gjöf, t.d. vegna barnsfæðingar á árinu, skírnar eða annars tilefnis. Þetta eru fimmtu jólin sem hin þekkta postulínsverksmiðja TIRSCHENREUTH í Vestur Þýskalandi bjóða BARNAJÓLA- PLATTANN sem teiknaður er af listakonunni Mel Wagner - Koschel. Myndin á plattanum er unnin með 24 karata gulli á kóbalt (blátt). Plattinn er 20 cm hár, er með hetigju, og í fallegum gjafákassa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.