Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Side 10
10 Útlönd DV. FÖSTUDAGUR16. DESEMBER1983. Útlönd Utlönd Útlönd Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir Böggull fylgir hverju skammrifi — um eiturlyfja- verslun í HongKong Taliö er aö eiturlyfjasalar hugsi gott til glóöarinnar varðandi fjár- festingu í Hong Kong, sem er ein aöalfjármagnsmiöstöö austursins, vegna hinna frjálsu markaöslög- mála sem þar ríkja. Aöalræöismaður Bandaríkjanna í Hong Kong, Burton Levin, segir að bandarísk stjórnvöld séu nú aö beita þrýstingi á Breta að taka eignar- námi vaming eiturlyfjasalanna sem finnast í þessari bresku nýlendu. Sagöi Burton Levin, samkvæmt fréttum Reuters nýlega, aö sam- kvæmt bandarískum lögum væri ríkisstjórn lands síns heimilt aö taka eignarhaldi allan eiturlyfjavarning þeirra sala sem hafa verið dæmdir til aö koma í veg fyrir annars ólög- legangróða. Hong Kong er á þröskuldi hins svo- kallaöa „gullna þríhymings” í Suöaustur-Asíu en þann þríhyrning mynda Burma, Thailand og Laos, en frá þessum löndum hefur átt sér staö metútflutningur á heróíni undanfar- in þrjúár. Eftir því sem aöstoöarutanríkis- ráöherra Bandaríkjanna fyrir þenn- an heimshluta segir, er innflutningur frá þessu svæöi til Bandaríkjanna stööugtaöaukast. Vegna hins frjálsa hagkerfis og gifurlegs fjárstreymis í Hong Kong er ekki aö undra þótt þeir sem standa í alþjóölegri eiturlyfjasölu leiti á þessi miö, eins og starfsmenn banda- rískra stjórnvalda halda fram. Hins vegar þvemeita bresk stjómvöld að nýlendan sé miöstöö eiturlyfjaversl- unar í austrinu. Engu aö síöur var Iögum þannig breytt á árinu að lög- reglan hefur heimild til aö rannsaka bankareikning fólks ef um handtöku- heimild er að ræöa. Lögregluyfirvöld hafa einnig rannsakaö þann mögu- leika aö yfirtaka bankainnstæöur þeirra sem dæmdir hafa verið fyrir eiturlyfjaverslun. Hins vegar em fulltrúar fjármagnskerfisins nokkuö áhyggjufullir vegna þessara og jafn- vel meiri breytinga sem geta dregið úr heföbundinni leynd varðandi starfsemi bankanna. Halda margir bankamenn þvi fram að rannsókn á einkasjóöum fólks sem og einkalífi eigi aö vera takmörk sett nema um verulegar ásakanir sé aö ræða, eins og bankastjóri Shanghai bankans í Hong Kong komst aö orði. Þá eru flestir talsmenn bankanna á þessum slóðum mjög andvígir til- lögu sem komiö hefur fram um gjald- eyriseftirlit vegna eiturlyfja- verslunarinnar. „Lykillinn aö vel- megun Hong Kong er að hún þrífst á frjálsu framtaki og getu fyrirtækja til aö stunda viðskipti án þess að allt sé tekið upp á segulband,” sagði fyrrnefndur bankastjóri, samkvæmt f réttum frá Reuter. Hong Kong er þriöja mesta fjár- magnsmiðstöð í heiminum og því telja ýmsir innan lögreglunnar þar engan vafa leika á aö eiturlyf jasalar noti sér frelsið á markaönum þar og að þar eru ekki alls konar viöskipta- höft sem þeir nota annars staöar. Þeir sem segja aö auka þurfi ýmis höft vegna aukinna eiturlyfjavið- skipta visa í ummæli Bandaríkjafor- seta eftir aö hann tók við embætti 1981 aö með því aö setja hömlur á gróða megi hafa stjóm á glæpum eins og verslun meö eiturlyf. Haft er eftir lögregluyfirvöldum í Hong Kong að eiturlyfjaneysla og sérstaklega neysla heróíns og ópí- ums hafi vaxið á þessum slóðum. Til marks um þaö er aukin ópíum upp- skera í „gullna þríhyrningnum” sem á þessu ári nemur um 650—700 tonn- um. Þrýstingur á nýju stjómina f Argent- ínu að setja mannréttindi efst á blað Mannréttindi eru sett á oddinn í stjórnmálum Argentínu um þessar mundir, ofar erlendum skuldum og efnahagskreppu. Mannréttindahóp- ar í Argentínu hafa ákveðiö aö láta ekki staðar numið fyrr en hin nýja ríkisstjóm Raoul Alfonsin, sem tók viö völdum fyrir nokkmm dögum, hefur tekiö þessi mál föstum tökum en þúsundir manna hafa horfið spor- laust á meðan herforingjaklíkan sat viö völd. Andstæðingar Raoul Alfonsin, hins nýkjörna forseta, sjá sér jafnframt hag í því að hanka hann á mannrétt- indamálunum á þeirri forsendu að veröi þau ekki sett i fyrirrúm eigi nýja ríkisstjórnin ekki von á góöu. Conte Macdonnel, sem var frambjóö- andi kristilegra demókrata í forseta- kosningunum, setti baráttuna fyrir bættum mannréttindum efst á dag- skrá hjá sér. Enda verður hann aðal- talsmaöur mannréttindahópa á þing- inu, en þeir hópar telja að í ofsóknum hersins gegn vinstri mönnum á 7. áratugnum hafi tugir þúsunda horfið á dularfullan hátt. Ofsóknir þessar fengunafngiftina „sóöastríðiö”. Kosningarnar í október sl. mörk- uöu endalok átta ára stjórnar hers- ins í landinu. Sáust þess merki fljót- lega í haust aö almenningur teldi hag sinn vera aö vænkast. Blöö tóku aö birta gagnrýni á herforingjastjórn- ina og í leikhúsum var gert óspart grín aö hernum og peronistum. Jafn- vel réttarhöld fengu á sig nýjan blæ en hingaö til hefur herinn skipað alla dómara landsins. Dómari nokkur fyrirskipaöi m.a.s. handtöku háttsetts yfirmanns í sjó- hernum, sem kominn var á eftirlaun en var borinn sökum um aö haf a neit- aö að gefa upplýsingar um hvarf einstaklinga. Dæmt var einnig í öðru máli þar sem starfsmaður öryggis- lögreglunnar var ákæröur fyrir tengsl sín viö dauöasveitirnar svo- kölluöu sem eru hópar öfgasinna hægrimanna sem staöiö hafa fyrir ótal moröum og mannránum. Conte Macdonnel segist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að sett verði á laggirnar nefnd til aö rannsaka glæpaverk í tengslum viö herforingjastjórnina. En starfs- hópar á vegum mannréttindahreyf- ingarinnar hafa þegar hafist handa um aö koma upplýsingum fyrir í tölvum. Erlendir sendiráösmenn hafa á oröi að þaö sé í raun spuming hvort þær 28 milljónir sem búi í Argentínu geti endurheimt traust sitt eftir þaö sem á undan er gengið. Það er fyrst nú sem fólk er farið að þora aö tjá sig um þau ógnarverk og þaö sem átt hefur sér stað á umliðnum árum. En upplýsingar liggja nú þegar fyrir um hvarf 7500 manna. Conte Macdonnel segir aö kúgun sú sem átt hafi sér staö í Argentínu undanfarin 40 ár eigi sér ekki hliöstæöu á sama tíma á Vesturlöndum. Sögusagnir eru um aö herforingjaklíkan hafi ærna ástæðu til að óttast að uppvíst veröi um ýmis voðaverk. Eitt dæmi er nefnt en það er að um 100 ungböm, sem fæddust í fangelsum, hurfu. Sagt er að mörg þeirra barna hafi verið ættleidd af fjölskyldum tengd- um hemum. Núverandi forseti, Raoul Alfonsin, hefur skipað sjálfan sig sem yfir- mann hersins. Tveir herforingjar fráfarandi stjómar, Leopoldo Galtieri forseti og Jorge Anaya, hafa verið handteknir vegna ákvörðunar um innrás á Falklandseyjar. Þá hyggst Raoul Alfonsin afmá ummerki herforingjanna í fyrir- tækjasamsteypum landsins en á um- liönum árum hafa herforingjar átt sæti í stjóm hvers einasta ríkisfyrir- tækis. Hins vegar má búast viö að stærsti vandinn sem viö nýja forsetanum blasir séu samningar um afborgan- ir erlendra lána, en þaö eru tíu milljaröar dala á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.