Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Side 14
14 DV. FÖSTUDAGUR16. DESEMBER1983. Erum við orðin ófriðarþjóð? Viö erum ekki lengur friösöm þjóö í þeim skilningi sem viö vorum á kreppuárunum: Þá vorum viö fjarri öllum vígstöövum, en nú erum viö hluti af meginvígstöðvum heims; á umráða- svæði Nató í eldlinunni milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Nú er jafnvel svo komiö aö þaö skiptir í raun litlu hvort sóknarvopn væru á Islandi sjálfu því aö gera veröur ráö fyrir aö kjarnorkukafbátar séu allt í kring um landiö. Island er því allt eins líklegt til aö veröa vígvöllur og aðrir hlutar N- Atlantshafsins ef til stríös kemur. Hagkvæmt vopnleysishjal Þó teljum viö okkur friösama þjóö vegna þess aö viö höfum ekki íslenskan her. Þetta gátum viö sagt meö nokkrum rétti á millistríðsárunum. En síðan þá höfum viö tekið afstööu meö vígbúnaöarstefnu á flesta þá vegu sem okkur var fært: Viö umberum erlend hemaðarumsvif hérlendis, viö veitum Nató okkar þegjandi stuöning, flest hver, og keppumst um aö úthrópa hina sovésku óvini þeirra. I þessari afstööu okkar felst viöurkenning okkar á því aö viö höfum lagt h'f landsmanna aö hlutkesti fyrir friöinn. Ef kjarn- orkustríð brestur á hér um slóðir verðum viö eins forgengileg og landa- mæraveröir í framlínu í heföbundnu stríöi. Getum við orðið herskáari? Við slikar aðstæöur er vert aö spyrja: Gætum viö oröiö meira herská þjóð en viö erum nú? Hvernig þá? Meö því að hafa eigin her? Eg held að slíkt væri ekki hagkvæmara fyrir Nató. Meö því aö varpa friðarhjali okkar fyrir borö? Þaö væri ekki viö hæfi utanríkisstefnu Natóríkja. Meö því að leyfa uppsetningu kjarnorkuflauga hér á landi? Slíkt mundi trúlega koma of miklu róti á okkar daglega líf til aö það borgaði sig fyrir Nató því aö trúlega er til nóg af kafbátum, eldflaugum og sprengjuflugvélum í nágrenninu til að ógna meö á friöartímum og til að flytja hingaöá ófriöartímum. Staðan viröist því sú aö viö erum mátulega mikið hervædd og sjálfsblekkt til aö bæöi viö og Nató getum sem best við unaö. Athyglisvert er að bera saman sjálfsímynd okkar viö raun- veruleikann. Viö viljum helst sjá okkur sem eins konar friösaman Gandhi sem réttir óvininum hina kinnina. Þó erum viö í raun líkari skæruliöa sem hótar aö sprengja sjálf- an sig og alla aöra i loft upp ef á hann er ráöist. Hvort tveggja er e.t.v. dæmi um „óvirka andstööu” fyrir friði, hvort á sinn hátt. En annað er óvopnuð andstaöa, hitt er vopnuöandstaöa, og á þessu tvennu er eölismunur. Reyndar eru teikn á lofti um aö viö Islendingar séum einnig aö hervæðast í heföbundnum skilningi: Við höfum lengi haft fallbyssubáta og vopnaöa lögreglu. Nú hefur víkingasveit lög- reglunnar bæst viö og horfur eru á aö Islendingar muni vinna við fyrir- Ur aftursæti venjulegs tólksbíls era margar útgöngnleiðir fyrirböm án þess að nota dymar! Öll viljum viö tryggja sem best öryggi barnanna okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort sem það er í bílstól, burðarrúmi eða bílbelti. Við höfum sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks- bifreiða. Barnastólar (fyrir 9 mán - 6 ára) Barnapúðar (fyrir 6-12 ára) Barnarúmsfestingar (fyrir 0-9 mán) Beltastóll (fyrir 6-12 ára) Fótgrindur fyrir beltastól (fyrir 6-12 ára) VELTIR HF Sími 35200 Kjallarinn TryggviV.Líndal T-"..... . . hugaðar nýjar radareftirlitsstöðvar varnariiös Nató hérlendis. Þetta er e.t.v. merki þess að vopnleysis- og friðarímynd okkar sé nú aö færast á það þróunarstig að hún geti hjarað þrátt fyrir augljóst hervæöingará- stand. Hernaðarsaga íslands Stutt athugun á Islandssögunni ætti aö leiöa í ljós fyrir okkur hvernig viö höfum alltaf veriö umsetin hemaði svo aö núverandi ástand okkar ætti ekki aö vera svo mjög framandi: Landiö byggöist að hluta til vegna straums flóttafólks frá hinum stríðshrjáöa Noregi, og aö hluta til vegna siglingatækni, og landafunda og herleiöinga sem tengdust víkinga- hemaöi Norömanna. Landið slapp viö hemaöarinnrás frá Noregi fyrstu aldimar vegna þess aö skipatæknin var ekki komin á þaö stig að hagkvæmt væri fyrir Norðmenn aö fara meö flota á hendur Islendingum. Hagur Islands versnaöi á 17. öld! þegar Danir gátu siglt hingaö fall- byssuskipum með hermönnum. Þá uröum viö einnig sjálf fyrir barðinu á víkingastrandhöggi þegar „Tyrkir” geröu víg sín hér í krafti betri skipatækni. Á 18. öld vöröu Englendingar Dani og Islendinga fyrir fleiri „Tyrkjaránum” meö flotaveldi sínu sunnar í álfunni. Á 19. og 20. öld fengu Islendingar aukið sjálfsforræði í áföngum frá Dön- um, jafnan skömmu eftir aö stríös- ástand haföi ríkt í Danmörku og þann- ig losað um úreltar heföir lénsskipu- lagsins. Á millistríösámnum gátum viö haft hlutlausa utanríkisstefnu gagnvart varnarbandalögum, af því aö veldi Danmerkur var orðiö svo veikt, her- flugvélar voru ókomnar og önnur nútímaleg samgöngutæki hemaöar og viðskipta ekki enn þróuö. Síðan í síðustu heimsstyrjöld höfum við verið á þjóöbraut hemaðar, m.a. vegna þess að viö höfum síðan þá verið á þjóöbraut samgangna. En hemaöur, samgöngur og viðskipti em ávallt í eöli sínu nátengd, svo aö það ætti ekki aö koma okkur á óvart aö þetta hefur allt borist til okkar sem einn „félagsmálapakki”. Hvaö er þá til úrbóta? Ég held aö viö höfum jafnan tekiö besta kostinn sem bauöst í vamarmálum hverju sinni, jafrit fyrir okkur sem Nató. Það hefur veriö hin óviðráðanlega tækni- þróun heimsins sem hefur sett Is- lendinga ásamt miklum hluta heims- byggöarinnar í aöstööu gagnkvæms kjamorkuógnarjafnvægis. En þaö hefur veriö vandi okkar sem stoltrar smáþjóðar aö horfast í augu við okkar breyttu afstöðu. Þó hlýtur það aö vera skylda okkar semlýöræöisþjóðarog Nató-þjóöaraölátasjálfsímynd okkar haldast í takt viö tímann sem við lifum á. Tryggvi V. Líndal kennari. Menning Menning Menning Tobías litli og ömmur og mömmur TOBÍAS OG VINIR HANS eftir Magneu frá Kleifum. Sigrún Eldjárn myndskreytti. Iðunn, Reykjavík, 1983.112 bls. I fyrra kom út barnabók hjá Iöunni eftir Magneu frá Kleifum sem hét Tobías og Tinna og fjallar um böm meö þessum nöfnum sem era um 5 og 7 ára. Tobías hefur bægifót og er útund- an í leikjum bama. Hann er viðkvæmur og þráir nálægö og blíðu. Það geta annars ágætir foreldrar hans ekki veitt honum aö fullu. Þeir era báöir of uppteknir í starfi sínu til þess. En Tobías eignast fulloröinn vin, Sighvat málara. Dóttir hans Tinna, sem er frjáls og fordómalaus stelpa, verður h’ka vinur hans. Nú er komið framhald af þessari sögu, en sjálfstætt þó, og heitir Tobías og vinir hans. Mamma Tobíasar er farin út í lönd að læra og feðgarnir eru einir heima. Sighvatur býöur Tobíasi aö koma með sér og Tinnu í langt sumarfrí, feröalag um landiö í kassabíl. Tobías veröur yfir sig hrifinn og faöir hans lika sem sér aö syni hans muni vel borgiö hjá þessu ágæta fólki. Tobías á gamla tuskubrúðu, hana Jóku, sem hann talar við í einveru sinni, og verður hún samferöa í sumar- ferðina. Þaö er fljótrakiö að þau lenda i mörgu ævintýri og Tobías nýtur sam- verannar við vini sína svo aö hann verður sem nýr drengur. Auövitaö saknar hann móður sinnar sem skrifar honum frá útlöndum að hún æth aö fá hann til sín en það óttast Tobías. Hann er logandi hræddur við allt sem er framandi því að hann er uppburöar- laus drengur, sem höur best í rólegu umhverfi meö vinum. Sú ósk hans rætist að fá að vera áfram meö Sig- hvati og Tinnu allt sumarið, „í hundraö þúsund daga.” Magnea er hugmyndarik og frjó í frásögn sinni og tiigangur hennar skýr. Bókin er lofsöngur til nálægðar og lifandi samskipta bama og full- orðinna. Henni er uppsigað viö þann aöskilnað nútímans milli kynslóöanna sem hlýtur aö bitna á uppeldinu. Hún tengir trú sína á ímyndunaraflið sem lifgjafa viö lausn vandans og sýnir okkur í verki hvemig nálægö og umhyggja fyrir andlegri velferö barna felst í því að tala viö þau, leika viö þau og lofa þeim aö skríöa í kjöltu sér og kúra viö barm. Hjá Sighvati og Tinnu fær Tobías þaö sem hann ekki fær hjá foreldrum sínum og í ímynduöum sam- tölum viö Jóku — og síðar einnig viö spýtukalhnn TröUa — fleytir ímyndunarafhö Tobíasi yfir öröugasta hjaUann í einmanaleikanum. I ritdómi sem Hildur Hermóösdóttir skrifaöi í DV 28. nóv. sl. gagnrýnir Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir hún margt hjá Magneu þótt hún viöur- kenni fúslega aö sagan sé vel sögö. Nei, það er of veikt til oröa tekiö aö segja aö Hildur gagnrýni, — hún á- sakar Magneu um aö hún noti hug- myndir frá Anne-Cath. Vestly meö því aö hafa kvistinn Trölla í sögunni, aö hún gæti ekki jafnréttis þegar hún lýsi konum í bókinni, aö mamma Tobíasar og vinkonur hennar og mæður barnanna séu „báöar ábyrgöarlausar og óþarfar í sögunni”. Og Hildur held- ur áfram að tala um konumar og segir orörétt: „ .. . það er a.m.k. lítið sem ekkert talað um þær eöa réttlættar aö nokkra marki ástæðurnar fyrir fjarvera þeirra. ömmumar era hins vegar brúklegar, sbr. hinar knáu kerl- ingar sem slást um tíma í hópinn í ferðaiaginu. Hér er Magnea enn á slóðum Guörúnar Helgadóttur og Anne-Cath. Vestly sem báöar era á ömmulínunni. Og hvaöan er kvisturinn TröUi ættaöur? Furðu líkur hinum vinsæla Stúf, trjágreminni sem var besti vinur Litla-bróöur (sögupersóna A.C.V.)” Grein Hildar lýkur með þess- um orðum: „Bókin er falleg í hiUu, meö góöu letri og góöum teikningum. ’ ’ Eg skil nú ekki hvers vegna HH þarf aö hnykkja á dónaskap sínum í þessum ritdómi með því aö gefa í skyn aö bókin sé best ólesin uppi í hUlu. Þessi bók á þaö sannarlega skihö aö lesast upp til agna. Þaö er dæmigert fyrir yfirborös- skUning HH á verkinu aö saka Magneu um ritstuld þótt hún noti sama mótív og Ann Cath. Vestly. Mótív segja okkur ósköp htiö um sögu eins og alhr vita, enda sömu mótív aö finna í hinum ólíkustu bókmenntum aUt frá sögum sniUinga niður í argasta óþverra. Og spýtukaU, drottinn minn dýri! AUt mannkyniö hefur leikiö sér aö spýtuköUum. Og ömmur — á þaö nú aö vera eitthvað apalegt aö eiga ömmu? Það er dæmigert fyrir ungar sjálfstæöar menntakonur að vísa frá sér umræöu um öryggi og samskipti barna viö foreldra sem afturhaldstah, sbr. þaö sem HH segir um viöhorfiö tU mömmunnar. Mamman er ekkert flagö í sögunni, síöur en svo, en um hana vitum viö nánast ekki neitt af þessari síöari sögu annaö en það aö Tobías saknar hennar mikiö. Fjarvera hennar er nauösynleg í sögunni — ann- ars yröi þetta líka önnur saga. En einmitt vegna þess hve Tobías saknar hennar hlýtur hún aö hafa ýmislegt tU brunns aö bera — og hún er mennta- kona. En heimurinn er einvörðungu séöur frá s jónarhóh Tobíasar og það er þaö sterka viö þessa sögu. Hún er okkur fuUorðnum áminning um það hvaö kunni aö leynast í hugskoti bama okkar, nokkuö sem viö aldrei fáum að heyra frá þeim fyrr en þau eru kannski oröin fulloröin, sannleikur sem þau láta sér nægja aö segja dúkkunum sínum frá. Hitt er svo annaö mál aö spyrja mætti hvort frásögn Magneu sé nógu vönduö. Hún er stundum sundurlaus, mörgum frásögnum raðaö hverri eftir aðra án þess aö sagan myndi teljandi stígandi, stundum teygir hún lopann, stundum jaðrar hún viö að vera kennslubókarleg, sbr. fróðleik um sveitalíf fyrri tíðar. Sjálfsagt heföi þar mátt koma til meiri úrvinnsla textans, en slíkt er alltaf hægt að segja um nánast hverja bók og allt orkar tvímælis í þessu efni því aö oft er bráönauösynlegt aö hafa lygna kafla á milli átaka. Og ekkert af þessu sem hér hefur verið nefnt fær drepið niður leikandi létta frásögn, glaöa og lifandi. Og hugblær sögunnar er hreint unaðs- legur. Svo sannarlega held ég aö Magnea viti hvaö hún vill í heild meö sögum sínum og ruddaskapur aö bendla hana viö stuld eins og HH gerir, að Magnea sé hermikráka Guörúnar Helgadóttur, sem ekki var nú einu sinni byrjuð aö skrifa þegar Magnea haföi skapaö sér sinn eigin stíl og nafn með bókunum um Hönnu Maríu. Rannveig G. Agústsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.